Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 1
jtofitsmMábib Heimá er best/4 Aznar stundar ljóðalestur/5 Dansað inn í ellina/8 MENNING LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. MAI 1996 BLAÐ EINKAHUÓÐFÆRI rúss- nesk- bandaríska píanó- leikarans Vladimirs Horowitz mun koma hingað til lands og verða til sýnis í Hljóð- færaverslun Leifs H. Magnússon- ar í Reykjavík í tvær vikur. Að sögn Leifs er hljóðfærið flygill af gerðinni Steinway & sons, sér- smíðaður fyrir Horowitz. „Verk- smiðjurnar gáfu honum og kon- unni hans, Wöndu Toscanini Horowitz, flygilinn í brúðkaupsg- jöf árið 1933.ÞegarHorowitz lést árið 1989 gaf kona hans verk- smiðjunum Injóðfærið aftur og hefur það verið á sýningarferða- lagi síðastliðin þrjú ár vítt og breitt um Evrópu, Bandaríkin og Asíu. Nú síðast var það í Þýska- landi þar sem það hefur farið á milli borga og allsstaðar vakið Einkaflygill Horowitz kemur til landsins gríðarlega athygli. „Hér heima veit ég að menn klæjar í puttana að fá að leika á þetta htióðfæri," segir Leifur. Leifur segir að þessi flygill sé ekki venjulegrar gerðar. „Hann er ekki eins og aðrir konsertflygl- ar frá Steinway & sons. Nótna- þyngdin er helmingi minni en á venjulegum Steinway-konsertfl- ygli, að öllu jöfnu eru þær 52 grömm að þyngd en i þessum eru þær 26 grömm. Ekki er vitað með vissu hvers vegna svo var gert en þetta varð til þess að Horow- itz þurfti ávallt að taka þennan flygil með sér á tónleikaferðalög, hann hafði vanist því að leika á léttari nótur en voru í öðrum hljóðfærum." Vladimir Horowitz var fæddur árið 1904 í Rússlandi en hann yfirgaf Sovétríkin árið 1925 og settist að í Bandaríkjunum. Horo- vitz var í hópi mestu píanósnill- inga þessarar aldar og þótti af- burðatúlkandi rómantískrar pia- nótónlistar. Hann hóf feril sinn sem einleikari árið 1921 og hélt tónleika um allan heim til ársins 1953. Á árunum 1953 til 1965 lá tónleikahald hans niðri en hann lék inn á fjölda hh'ómplatna sem margar hlutu eftirsótt verðlaun. Horowitz f ór í hljómleikaför um Evrópu árið 1982 og um Sovétrík- in árið 1986. Sýningin á flyglinum verður opnuð iaugardaginn 1. júni. Á meðan á sýningunni stendur verða stuttir tónleikar'á hverjum degi þar sem íslenskir píanóleik- arar munu leika á flygilinn, svo sem Þorsteinn Gauti og Peter Máté. Einnig verður til sýnis nýr flygill frá Steinway & sons óg auk þess þverskurður af Steinway-flygli svo gestir geti skoðað hvernig slíkt lujóðfæri er samansett. VLADIMIR Horowitz við flygil sinn í Carnegie Hall árið 1965. Morgunblaðið/Þorkell LEIFUR H. Magnússon við flygil frá Steinway & sons. Eldhús- leikur NYJASTA verkið sem samið var fyrir slagverksleikarann heyrnarlausa, Evelyn Glennie, heitir „Draumaeldhúsið mitt" og er eftir Django Bates. „Hún bað mig að ímynda mér eitt- hvað skemmtilegt, sem gæti haft persónulega pýðingu fyrir hana," segir Bates. Tónlistin er að mestu hefðbundin en hljóðfærin ekki; Glennie leikur á potta og pönnur, bakka og skálar, tímamæli, rifjárn, ru- slatunnu og hnífasett svo fátt eitt sé nefnt. „Ég spurði hana hvort það væri mögulegt að hún eldaði eitthvað í þessu „eldhúsi" og hún játaði því, svo fremi sem það innihéldi súkkulaði," segir Bates. Heimili Johanns Wolf- gangs voií Goethe opnað EFTIR áratuga skeytingarleysi hafa yfirvöld í Weimar í Þýskalandi nú ákveðið að láta gera upp „Haus am Frauenplan", heimili Johanns Wolfgang von Goethe, eins þekktasta íbúa borgarinnar. Áætlað er að verkinu ljúki árið 1999 er Weimar verður menningarborg Evrópu. Goethe fluttist til Weimar árið 1775 í boði hertogans af Saxland-Weimar-Eis- enach, varð einn af nánustu ráðgjöfum hans og að lokum fjármálaráðherra. En í húsinu í.Weimar ritaði Goethe einnig mörg af sínum þekktustu verkum, svo sem „Iphig- enie auf Tauris", hann endurskoði „Raunir Werthers unga", lauk við leikritin „Egm- ont" og „ Torquato Tasso, hóf að semja „Wilhelm Meisters Theatralische Sendung" og samdi nokkur af fegurstu ljóðum sínum þar. Mörg þeirra voru tileinkuð Charlotte von Stein en hann sendi henni alls um 1.500 bréf, stundum allt að fimm á dag. Talið er að Goethe hafi að jafnaði skrifað um 3.000 orð á dag í sextíu ár. Árið 1786 hélt Goethe til stuttrar dvalar á ítalíu og er Kann sneri til baka, bjó hann aðeins öðru hverju í húsinu. Hann flutti inn að nýju árið 1820 til að ljúka öðrum hluta „Faust". Sagði hann síðar á ævinni að tíma- bært hefði verið að „snákurinn biti í hala sinn, að öllu ljúki eins og það hefjist". Menn hafa þegar hafíst handa við að gera húsið upp og er lögð á það höfuðá- hersla að hafa eingöngu til sýnis muni og húsgögn sem fullvíst er að Goethe hafí átt og að húsið verði sem líkast því sem var er hann bjó þar. Fjölmörgum munum hefur verið komið fyrir í húsinu frá því að hann lést og verða þeir fjarlægðir. Er Goethe flutti inn gaf hann húsgagnasmið hirðarinn- ar þau fyrirmæli að smíða í húsið húsgögn í gömlum stíl, „nokkuð einföld og fallega löguð". Hann vildi fremur einfalda stóla en hægindastóla, bekki í stað sófa enda áttu húsgögnin að vera óður til hins sígilda þýska stíls. Sumum aðdáendum Goethes hefur hins vegar þótt löngun ferðamálayfirvalda til að laða ferðamenn til Weimar draga úr gildi endurbótanna á húsi hans en dæmi um það eru verslanir með ódýra muni og matvæli tileinkuð skáldinu sem sprottið hafa upp í nágrenninu. Því hefur verið lagt til að byggð verði nákvæm eftiriíking af húsinu, sem ferðamönnum verði leyft að skoða, til að minnka áganginn á því upprunalega. Einn- ig hefur verið lagt til að koma á fót „sýndar- veruleikasafni" þar sem menn geti virt fyr- ir sér húsakynnin, kynnt sér verk Goethes og heilsað upp á eftirmynd hans gerða í tölvu. HAUS am Frauenplan", hús Goethe við Ilm ána í Weimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.