Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 D 3 VERK á sýningunni eftir Hannu Valsanen. Hið andlega í listinni MAGNÚS KJARTAN SSON, myndlistarmaður, tekur þátt í sýningu í Sveaborg í Finnlandi sem hefur yfírskriftina Um hið andlega í iistinni og hefst 25. maí. Það telst mikilvægt í sundruðum heimi nútímans að reyna að komast í snertingu við hið andlega í listinni. Á þessari sýningu verða verk eftir nokkra listamenn sem hafa leitað til trúarinnar eftir svörum við lífsgátunni. Hið andlega er sett í víðara sam- hengi. Ekki er reynt að miðla guðfræðilegum túlkunum til almennings heldur að bjóða upp á yfírskilvitlega upplifun, að hefja hugann upp fyrir hið veraldlega. í febrúar síðastliðnum var sýningin í Athens Art Center í Grikklandi en ásamt Magn- úsi taka þátt í henni AnnaKar- in Bylund, Olav Christopher Jenssen, Bjorn Norgaard og Hannu Válsánen. Vorsýningu Myndlista- og handíða- skóla Islands að ljúka „MYNDLISTA- og handíða- skóli íslands tilkynnir hér með lokun Vorsýningar 1996, sunnudaginn 19. maí kl. 16 til 18 í Listaskólahúsinu, Laugar- nesvegi 91. Sýningarstjóri Vorsýningar 1996, Anna Ey- jólfsdóttir myndhöggvari, og Halldór Björn Runólfsson skorarstjóri Listfræðideildar munu bjóða gesti velkomna og ræða stuttlega um sýninguna. Útskriftarnemar verða á staðnum, tilbúnir að kynna og svara fýrirspurnum um verk sín. Lokun Vorsýningarinnar er hugsuð sem lokapunktur námstíma útskriftarnemanna við skólann. Jafnframt markar hún upphaf þess sambands sem þeir munu hafa við list- heiminn utan skólans sem sjálfstætt listafólk. Það er við hæfi að loka sýningu útskrift- arnemanna með því að gefa þeim tækifæri til að hitta þá aðila, sem sjá um kynningu, sýningu og sölu myndlistar og ræða um verk sín við þá. Nemendur og starfsfólk Myndlista- og handíðaskóla íslands vona að lokun Vorsýn- ingar 1996 verði þarft innlegg í myndlistarlíf og myndlistar- umræðu landsins á þessu vori,“ segir í frétt frá skólan- um. Sumarsýning í einn dag GALLERÍ Listsnilli, Reykja- vikurvegi 62 í Hafnarfirði, er með sumarsýningu sunnudag- inn 19. maí kl. 14-17. Þar sýna 15 handverks- og lista- menn verk sín. Gámar 96 - dönsk listasýning frá 96 hafnarborgum „Þakka þér fyrir framlag þitt til listarinnar“ "TVAÐA augum á að líta 96 I | gáma, sem eru fullir af list frá jafnmörgum hafnarborgum? „Gámamir eru tákn heims án landamæra, fjölda- framleiddir eins og svo margt af því sem umkringir okkur daglega, en með því að þeir eru fylltir af list eru þeir orðnir annað og meira en gámar, orðnir sérstakir og ólík- ir öllu öðru.“ Trevor Davis fram- kvæmdastjóri menningarársins í Kaupmannahöfn átti ekki í vand- ræðum með að lýsa sýningunni Container 96 eða Gámar 96, þegar hann lýsti henni fyrir blaðamönn- um, en sýningin er einn helsti listavið- burður menningar- sumarsins. Reykja- vík er með og gerði Þorvaldur Þor- steinsson listamað- ur og rithöfundur innviði íslenska skálans. Heima fyr- ir er Þorvaldur kunnur rithöfund- ur, ekki síst fyrir Skilaboðaskjóðuna, en erlendis hefur Heill gámabær hefur risið við höfnina í Kaupmannahöfn, þar sem ýmsa dreymir um að reisa hús í líkingu við óperuhúsið í Sydney. Gámabærinn hýsir þó ekki fólk, heldur listaverk. Sigrún Davíðsdóttir hitti Þorvald Þorsteinsson listamann þar og leit einnig víðar í kringum sig. Ljósmynd/Maria Olsen ÞORVALDUR Þorsteinsson við símann í gáminum sinum. hann vakið athygli á sviði mynd- listar. Viku fyrir opnun voru lista- mennirnir flestir mættir á staðinn til að ganga frá gámunum sínum. Gámunum er komið fyrir á hafnar- svæðinu, eins og viðeigandi er, norðan við litlu hafmeyjuna, þar sem risið hefur heilt gámaþorp. Einstakir heimshlutar mynda sam- stæður gáma, ýmist tví- eða þrí- lyftar, tengdar saman með brúm og stigum. Skipulagsmál hafnar- innar hafa verið deilumál borgar- stjórnarinnar undanfarna áratugi, en einmitt á þessu svæði hefur danski arkitektinn Utzon lagt til að reist verði hús yfir einhveija menningarstarfsemi og húsið vildi hann gjarnan teikna. Eitt sköpun- arverka hans er óperuhúsið í Sydn- ey, en enn er alls óráðið hvort Kaupmannahöfn á eftir að eignast jafn víðfræga byggingu og Syd- neybúar. Gámaþorpið Þrjátíu sýningarstjórar voru beðnir að velja listamenn og hver þeirra hafði ákveðinn heimshluta á sinni könnu. Norður-Atlantshafs- svæðið kom í hlut Belgans Florent Bex og Skotans Paul Nesbitt. Nes- bitt segir íslenska samtímalist vel þekkta meðal þeirra sem fylgjast með evrópskum listum, því margir íslendingar hafi lært í Hollandi og annars staðar í Evrópu og verk Þorvalds þekki hann frá evrópsk- um sýningum. Verk Þorvalds heitir „Phone“, Sími. í gáminum hefur verið settur upp almenningssími, sem er tengd- ur. Auk leiðbeininga um notkun símans hangir uppi nafnið á borg- unum, sem koma við sögu á sýn- ingunni, svæðisnúmer þeirra og setningin „Þakka þér fyrir þitt framlag til listarinnar“ á máli hverrar borgar. Hugmyndin er að sýningargestir geti hringt í ein- hvern og þakkað framlag hans til listarinnar. Til að létta gestum verkið er hilla með símaskrám borganna. Hinir listamennirnir voru beðnir um að taka með sér eintak að heiman. Það reyndist þó ekki einfalt mál fyrir alla, því víða fær hver símnotandi aðeins eitt eintak af símaskránni og grunsam- legt þykir að biðja um fleiri. Á heimskorti geta svo gestir gert sér grein fyrir legu borganna. Um íslenska framlagið segir Nesbitt að sér þyki það áhugavert í samhengi við önnur verk á sýn- ingunni, þar sem Þorvaldur velti fyrir sér uppsprettum og efni á ÞÓRHILDUR Danadrottning heimsótti sýninguna. frumlegan hátt, ólíkan öðru fram- lagi. Og Bex bætir við að Þorvald- ur spili skemmtilega á margræðni samskipta og leiði hugann út í heim. Þorvaldur segist sjálfur hafa reynt að einskorða sig ekki við gáminn, heldur hugleiða eðli sýn- ingarinnar og þýðingu þess að taka þátt í henni. En verkið er einnig nokkurs konar framhald fyrri verka, þar sem hann hefur velt fyrir sér samhengi listar og veru- leika eins og þegar hann lét kalla upp nöfn allra íbúa Kotka í Finn- landi úr tumi á bæjartorginu og þakka þeim persónulega fyrir framlag þeirra til listarinnar. Á sýningunni nú er gestum hins veg- ar gefið tækifæri til að þakka fýrir. Þorvaldur bendir á símaskrárnar í hillunni og segist aldrei hafa séð símaskrár svo víða að. Hér er raun- veruleikinn ómengaður, alvöru fólk með alvöru heimilsföng og síma- númer, „enginn CNN-veruleiki...“. Sem við stóðum og ræddum verkið var fólk þegar tekið að koma til að hringja. Við hliðina á símanum liggur auð bók, þar sem fólk getur skrifað nöfn sín og heimilisföng og hvert hringt er, svo sjálf bókin verður áhugaverð heimild um framvindu verksins. Færeyski gámurinn: Saltfiskur í gleri Ofan á íslenska gáminum er færeyski gámurinn þar sem Trónd- ur Patursson hefur hengt saltfísk við innganginn, er lokaður er af með bláum glervegg með saltfísk- móti. Þegar inn kemur blasir við forkostuleg sjónhverfing glers og spegla. Veggirnir eru glerflekar í bláum og svörtum tónum og með því að mynstur er skorið í gáma- veggina streymir ljósið í gegnum glerið, því líkt og Þorvaldur hefur Tróndur þurft að komast út fyrir gáminn. „Það hentar ekki Færey- ingum að láta loka sig inni í gámi.“ Og upp úr og niður speglast víddirnar ómældar, því í gólfí og lofti eru lagðir speglar í blý. „Fiskifræðingarnir eru að segja að það sé ekki nógur físk- ur í sjónum, en sjáðu . . . Hér er fullt af físki . . .“ Og mikið rétt. Þeg- ar rýnt er í dýpið mynda speglaformin óendanlegar fiskitorfur og enginn kvóti á þeim. Til að feta sig út á dýpið verða gestir að draga á fætur sér bláa pijónaskó, sem kona listamannsins hefur pijónað. Landsstjórnin færeyska hefur keypt gáminn hans Trónds. Á vet- urna mun hann standa við Fær- eyjahúsið, en á sumrin við bryggj- una og þegar landsstjómin vill vekja athygli á Færeyjum erlendis verður gámurinn góði sendur þangað í kynningarskyni. Hug- mynd er uppi um að norrænu gám- arnir verði sendir um Norðurlönd- in, en hvort af því verður er enn óljóst. Það bregður margs konar efni og hugsunum fyrir í öðrum gám- um. Fleiri leika sér með samhengi listar og veruleika, til dæmis Guil- laume Bijl, sem sett hefur upp skrifstofu fyrir glataða muni í sín- um gám. Ymsir þátttakendur frá Asíu eru á þjóðlegu nótunum líkt og Tróndur og leika sér að þjóðleg- um arfi sínum. Heimsókn á gáma- sýninguna gefur ekki aðeins inn- sýn í 96 gáma, heldur list frá 96 ólíkum heimshornum og sú innsýn varir fram á haust. „Veistu hver þú ert þegar þú sefur?“ HARPA Björnsdóttir setur upp myndlistarsýningu í öllum stræt- isvögnum á leið 3 dagana 18. maí til 21. júní. Yfirskrift sýning- arinnar er „veistu hver þú ert þegar þú sefur?“ og fara saman myndir og orð. Þessi sýning er framlag Hörpu til Listahátíðar. Á hverjum degi verður sett upp nýtt verk í vögn- unum á leið 3, þannig að þeir sem ferðast með þeim daglega hafa sífellt nýtt verk fyrir augum. Menningarmálanefnd Reykja- víkur og fyrh'tækið Eureka styrktu uppsetningu sýningar- innar. Harpa hefur starfað að myndlist i mörg ár og haldið fjölda einkasýninnga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Þetta er hennar 17. einkasýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.