Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 D 7 Píanó Eddu og slavnesk tónskáld í París París. Morgunblaðið. EDDA Erlendsdóttir píanóleikari í París heldur þar tón- leika næsta miðvikudag, 22. maí, ásamt Christophe Beau sellóleikara. Slavnesk efnisskrá verður á tónleikunum í Salle Andre Marchal í sjöunda hverfi. Þeir hefjast klukkan 20.30 og salurinn er við Boulevard des Invalides númer 56. Edda og Christophe hafa unnið talsvert saman og hann tók til dæmis þátt í árlegum tónleikum á Kirkjubæjar- klaustri sumarið 1992. Þótt kammertónlist sé sérgreinin hefur tangótónlist stundum verið sameiginlegt viðfangs- efni. Edda tekur til við hana í júní þegar hún kemur á Listahátið í Reykjavík ásamt manni sínum, Olivier Man- oury, og leikur tangólög hans með fleira fólki. En verkin sem Edda og Christophe völdu á tónleikana í París eru eftir Martinu, Dvorák, Enesco og Sjostakovitsj. Edda segir sónötu Enesco (op. 26 no. 2) vera sjaldgæfa á tónleikum vegna þess að hún þyki erfið. En lítið sé varið í að spila eingöngu alþekkt verk og sneiða hjá því sem reynir á og getur komið á óvart. Gestir á æfingu Eddu og Christophes fyrir skömmu vildu ýmist færa Enesco aftar á efnisskrána, vegna þess að hann reyndi á eyra og einbeit- ingu, eða þá láta hann óhreyfðan nema ef vera skyldi að heyra aftur. Að minnsta kosti kallast þjóðleg áhrif á við rómantík og síðan átök, bæði tilfinningaleg og tæknileg, ef svo má segja um tónlistina, sem Edda leikur með félaga sínum á miðviku- daginn. Miðar fást á staðnum samdægurs. Edda Erlendsdóttir Messa í D-dúr eftir AntoninDvorak KÓR Hafnarfjarðai'kirkju og Barna- og unglingakór Hafn- arfjarðarkirkju halda sameig- inlega tónleika á sunnudag í Hafnarfj ar ðarkirkju. Vorsöngrar í Hafnarfjarð- arkirkju KÓR Hafnarfjai’ðarkirkju og Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju halda sameiginlega tónleika á sunnu- dag í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14. I kynningu segir: „Tónleikarnir verða með fremur óhefðbundnu sniði því þeir munu hefjast í Hafnarfjarð- arkirkju þar sem sungin verða verk af andlegum toga en færast síðan yfir í safnaðarheimili kirkjunnar, Strandberg. Þar verður tónleikunum haldið áfram yfir kaffibolla og kræs- ingum og mun dagskráin þar ein- kennast af léttum þjóðlögum, æt- tjarðarlögum, negrasálmum o.fl. Kórastarf kirkjunnar hefur verið með miklum blóma í vetur. Kór Hafn- arfjarðarkirkju undir stjórn Helga Bragasonar er skipaður hressu, ungu fólki sem um þessar mundir er að undirbúa ferð til Vestfjarða. Bama- og unglingakór kirkjunnar, sem sam- anstendur af 70 börnum og ungling- um, hefur starfað í þremur deildum í vetur undir öruggri stjóm kórstjór- anna Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur. Barna- og ungl- ingakór kirkjunnar hefur tekið virk- an þátt í safnaðarstarfínu í vetur, en hæst bar þó helgileik er kórinn flutti í kirkjunni og víðar við góðan orðstír.“ Eins og fyrr segir hefjast tónleik- arnir kl. 14 og er aðgangur ókeypis svo og aliar veitingar. Undirleikari verður Ingunn Hildur Hauksdóttir. VERSLANIR Skífunnar kynna þrjá af gestum Listahátíðar 1996 sem Listamenn mánaðarins í klassískri tónlist. Þetta eru Evgeny Kissin píanóleikari, András Schiff píanó- leikari og Dmitri Hvorostovsky baritónsöngari. I kynningu segir: „Listamenn mánaðarins koma ávallt úr fremstu röð flytjenda, tónskálda eða stjórn- enda og eru geislaplötur þeirra boðnar með 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentað kynningarefni á íslensku og eru aðeins í boði fyrsta flokks upptökur með bestu flytj- endum sem völ er á. Fyrsti lista- maður þessa árs var óperutónskáld- ið Giacomo Puccini og síðan tók við hinn heimskunni fiðluleikari Anne-Sophie Mutter. KÓR Tónlistarskólans á Akureyri flytur á sunnudag 19. maí Messu í D-dúr eftir Antonin Dvorak kl. 17.00 í Akureyrarkirkju. Aðgangs- eyrir, 700 kr., mun renna óskertur til söfnunarinnar „Börnin heim“. „Þetta eru aðrir tónleikar kórsins sem stofnaður var í haust. Hann samanstendur af nemendum söng- deildar skólans ásamt öðrum nem- endum en einnig er hann opinn öiiu öðru áhugasömu söngfólki. Kórinn hélt sína fyrstu tónleika um sl. jól fyrir fullu húsi og vakti mikla eftirtekt með flutningi sínum á Gloríu Vivaldi," segir í frétt frá kórnum. Verkin sem flutt verða á sunnu- daginn eru meðal annars Messa í D-dúr eftir Dvorak. Hún tekur Rússneski píanóleikarinn Evgeni Kissin hefur notið heimsfrægðar síðan hann hélt sína fyrstu tónleika í Moskvu aðeins 13 ára gamall. Upp frá því hefur hann vaxið og þroskast sem frábær píanóleikari og er enn aðeins 25 ára að aldri. Mest hefur Kissin leikið af róman- u.þ.b. 45 mín. í flutningi og er flutt hér í sinni upprunalegu mynd með orgeii og eru einsöngskaflar í hönd- um kórfélaga. Verkið er lítúrgisk messa. „Dvorak er viðurkenndur í dag sem eitt af aðaltónskáldum síðróm- antíska tímabilsins. Hann náði geysilegum vinsældum sem stjórn- andi eigin verka, sérstaklega í Bret- landi og Ameríku. Messan var pönt- uð af arkitektinum Josef Hlavaka fyrir opnun kapellu á herrasetri hans í Luzany. Dvorak lýsir í bréfi sínu til Hlavka ánægju sinni með verkið: „... það hefur veitt mér sanna ánægju. Ég tel þetta verk uppfylla væntingar mína til þess. Það ætti að kalla það „Trú, von og ást til Guðs“. SAMEIGINLEGIR vortónleikar þriggja skólalúðrasveitaReykja- víkur; Laugarnesskóla, Árbæjar- og Breiðholts og Vesturbæjar, tískri tónlist svo sem Chopin, Rac- hmaninoff og Schumann. Bjóðum við nú á annan tug geislaplata með þessum stórkostlega píanóleikara. Ungverski píanóleikarinn An- drás Schiff hefur um árabil verið þekktur sem undirleikari, kammer- tónlistarflytjandi en þó fyrst og Verkið var frumflutt árið 1887 í kápellu Hlavaka undir stjórn tón- skáldsins. Tveimur árum síðar var það gefið út af Novello í London sem hvatti Dvorak til þess að út- setja það fyrir hljómsveit og kór. Verkið náði fljótt miklum vinsæld- um bæði austan hafs og vestan. A tónleikunum á sunnudag kemur einnig fram í fyrsta sinn Madrigala- hópur Tónlistarskólans sem mun syngja kórlög frá fyrri tímum. Hópurinn er afrakstur kennslu í söngíð fyrir lengra komna nemend- ur. Orgelleikarinn Wolfgang Tretzsch mun einnig flytja tvö verk á tónleikunum, „Tii heiðurs Henry Purceil" eftir Petr Eben og „Hetju- verk“ eftir Cesar Frank," segir ennfremur í frétt frá kórnum. eldri deilda, verða haldnir í Ráð- húsinu kl. 16 í dag, laugardag. Pjölbreytt dagskrá. Allir vel- komnir. fremst sem einleikari. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og þá sérstaklega á verkum J.S. Bach og W.A. Mozart. Skífan býð- ur upp á gott úrval geislaplatna með þessum fjölhæfa listamanni. Rússneski baritónsöngvarinn Dmitri Hvorostovsky hefur undan- farin ár verið að hasla sér völl sem einn fremsti baritónsöngvari heims. Frá árinu 1989 er hann sigraði í alþjóðlegri söngvakeppni hefur hann hlotið verðskuldaða athygli jafnt gagnrýnenda sem almenn- ings. Hvorostovsky hefur sent frá sér sex geislaplötur sem Skífan hefur á boðstólum. Skífan býður nú geislaplötur þessara listamanna með 20% af- slætti. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. - Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals í Lands- bankanum til 30. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árna- son til 9. júní. Onnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Hafnarborg Inger Sitter og Ive Hagen til 27. maí. Norræna húsið Henrik Have og Sys Hindsbo sýna og Solvi Stomæss sýnir pijónalist í anddyr- inu til 26. maí. Listhús 39 Guðrún Indriðadóttir sýnir til 19. maí. Gallerí Hornið Snoiri Freyr Hilmarsson sýnir til 5. júní. Gallerí Greip Gunnar Andrésson sýnir til 26. maí. Gallerí Umbra Lauren Piperno sýnir til 5. júní. Við Hamarinn Ingibjörg Vigdís sýnir til 19. maí. Gallerí Sævars Karls Janet Pasehl sýnir. Galleri Fold Gunnlaugur Stefán sýnir og Ingi- björg Hauksd. í kynningarh. til 19. maí. Nýlistasafnið Tumi Magnússon, Stefan Rohner, Magnea Þórunn og Illugi Eysteins- son sýna til 19. maí. Asmundarsafn Samsýn. á verkum Finnu B. Steins- son og Ásmundar Sveinssonar til 19. mat. Ingólfsstræti 8 Rúrí sýnir til 25. maí. Mokka Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýnir. Galleri Gangur Antonín Strizek sýnir. TOIMLIST Laugardagur 18. mai Vortónl. og skólasl. Tónlistarsk. Njarðvíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17. Samkór Oddakirkju, Karia- kór Rangæinga, Kvennakór Hafnar- fjarðar og Kór eldri Þrasta f Lauga- landi í Holta- og Landsveit kl. 15. Strengjasveitartónleikar í Seltjarn- arneskirkju kl. 14. Tjarnarkvartett- inn á tónleikum í Gerðubergi kl. 17. Kór Eriks Westerbergs, Vokal- ensemble í Norræna húsinu kl. 17. Sameiginl. tónl. þriggja skólalúð- rasv. Reykjavíkur í Ráðhúsinu kl. 16. Sunnudagur 19. maí Kirkjukór Húsavíkurkirkju og Kirkjukór Víðisstaðakirkju halda sameiginl. tónl. f Víðisstaðakirkju kl. 17. Tóni. fyrir tvö píanó; Stein- unn Bima og Þorsteinn Gauti í Hafnarborg kl. 20. Strengjasveit Örebro Kulturskola í Háteigskirkju kl. 17. Kór Tónlistarskólans á Akur- eyri í Akureyrarkirkju kl. 17. Kór Eriks Westerbergs, Vokalensemble í Hallgrímskirkju kl. 17. Strengja- sveitir og fíðlunemendur Tónlsk. Keflavíkur í Keflavíkurkirkju ki. 16. Vorsöngvar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14. Miðvikudagur 22. maí Tónl. Strengjasveitar Tónlistarsk. í Reykjavík í Bústaðakirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 18. maf, sun. Kardemommub. lau. 18. maí, sun. Kirkjugarðsklúbburinn fim. 23. maí, fös. Borgarleikhúsið Kvásarvalsinn lau. 18. maí, fim. Hið ljósa fös. 24. maí. BarPar lau. 18. maí, fim. Bar Par lau. 18. maí, fim. Konur skelfa lau. 18. maf, fim., fös. Höfundasm. LR: Mig dreymir ekki vit- leysu iau. 18. maí. HafnarQarðarleikliúsið Himnaríki lau. 18. mai, lau. KaffifeikhiLsið Grísk kvöld lau. 25. maí. Á elleftu stundu lau. 18. maí, fós. Ég var beðin að koma... frums. mið. 22. maí. Leikfélag Akureyrar Nanna systir lau. 18. maí, sun., fös., lau. Listeklúbbimnn ,Að nóttu“ mánkv. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðbuiði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dáiki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. Fyrirmæli dagsins Róm hin foma er minning hvers og eins EFTIR NAM JUNE PAIK OG JOHN MCEVERS Okt 1995. Boð frá Hans-Ulrich Obrist „Do it“-verkefnið heimagerningur Vill framlag frá Nam June Paik Nam June í lagi síðustu skil 20. nóv Hvað vill hann leiðbeiningar um „Do it“-gerning Mér finnst gott ljóðið þitt á inter- netinu Flúxus í sambandi Farðu á eitt af þessum tölvuveit- ingahúsum Veldu þér ljóð spurðu Pál um núm- erið Ég trassaði þetta í mánuð og svo leið annar mánuður Listamenn mánaðarins Hugsaðu upp bestu afsökunina engin afsökun ja hérna Nóv 95 Hans Ulrich hringir oft Des 95 Hans fær dauða línu Ég hef aldrei komið á þessi tölvu- kaffíhús aaaæææjjj Leigubílstjóri reyndist tölvumaður sagði mér frá nokkrum Hann er þar klukkutímum saman Tölvan hefur svipað aðdráttarafl og sjónvarpið um miðja nótt Bjartsýni bráðum hverfa lönd Kannski eftir 50 ár • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsijós SAMEIGINLEGIR vortónleikar þriggja skólalúðrasveita Reykjavíkur verða haldnir I Ráðhúsinu í dag. Þrjár skólalúðrasveitir í Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.