Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dansað inn í ellina Líklega standa fáir listamenn jafnvel undir því að vera goðsögn í lifanda lífí og ballerín- an Maja Plisetskaja, sem dansar enn þrátt fyrir að hún sé orðin sjötug. Urður Gunn- arsdóttir sá Plisetskaju og danshóp hennar á sviði í Riga í Lettlandi fyrr á árinu og það reyndist ógleymanleg upplifun. ALDURINN setur Plisetskaju yissulega takmörk á svið- inu, hún sýnir ekki lengur ‘erfíðustu stökkin og snún- ingana, en hreyfír sig enn af einstök- um þokka og lipurð. Það kunna aðdá- endur hennar vel að meta eins og kom berlega í ljós á sýningunni í Ríga. Ahorfendur sátu sem bergnumdir er Plisetskaja sveif inn á sviðið, klædd galaklæðnaði, og kynnti með glæsilegum armsveiflum dansara í dansflokki sínum. Síðar dansaði hún á tátiljum „Deyjandi svaninn" við svo mikla hrifningu áhorfenda að þakið ætlaði að rifna af lettneska Þjóðleik- húsinu. Ungir menn hrópuðu og köstuðu rósum inn á sviðið, myndavélablossar sáust um allan sal og uppklappið varði í rúman stundar- fjórðung. Frábær frammistaða hinna ungu dansara úr hópnum féll alger- lega í skuggann af divunni, rétt eins og það hefði verið svo aldeilis sjálfsagt að þeir dönsuðu vel. Sjálf sveif Pli- setskaja fram og aft- HÚN er ungleg að sjá þrátt fyrir að hún sé komin á áttræðisaldur enda er Plisetskaja í góðu formi og hefur enn yndi af því að dansa. ur um sviðið og naut þess að baða sig í aðdáun áhorfenda. Æfir daglega Enn eru margir uppi sem muna Plisetskaju þegar hún var upp á sitt besta. Um hana hefur m.a. verið sagt að hún hafí geislað af „valdi og ástríðu" er hún dansaði á sviði. Enginn kvendansari hafí hlaðið klassískan ballett jafn mikilli spennu og hún og að það hafi ekki verið vegna þess að hún hafi varpað formi og aga fyrir róða. Blaðamaður The New York Tim- es ræddi við Maju Plisetskaju fyrir skömmu í Munchen, þar sem hún býr nú. Plisetskaja er ungleg að sjá, dökkt hárið tekið saman í hnút í hnakkanum, græn augun geisla og hún er létt í spori enda nýkomin af daglegri 45 mínútna dansæf- ingu. Það hefur verið nóg að gera hjá Plisetskaju frá því að hún varð sjötug í nóvember sl. I apríl daijsaðj hún í Brasil- íu og Úrúgvæ, síðar í þessum mánuði er röðin komin að Spáni og Bandaríkj- unum. Hún dansar að jafnaði þijú hlut- verk; hluta úr „Isa- dora“ eftir Maurice Béjart, „Deyjandi svan“ eftir ' Michel Fokine, við tónlist eftir Saint-Saéns og „Capriecio Italien" við tónlist Tsjai- kovskíjs. Hún segist ekki lengur nein íþrótta- kona, nú sé áherslan á leik, tónlist og dans. Hún hefur ekki farið varhluta af meiðslum frekar en aðrir dansarar á ferlinum, átt við meiðsli að stríða í baki, hnjám og fótum. Hægri fótur hennar hefur raunar ekki orðið jafngóður eftir að mótdansari hennar steig á hann árið 1985. Það varð til þess að hún varð að hætta að taka stökkin sem hún ávann sér frægð fýrir hjá Bolshoi- ballettinum fyrir hálfri öld. „Ég get enn stokkið," segir hún, „en ég þori það ekki.“ Dansa fyrir áhorfendur En hvað rekur sjötuga ballerínu áfram? „Fólk spyr mig í sífellu hversu lengi ég ætli að halda áfram að dansa. Eg dansa vegna listarinnar, ekki vegna peninganna, vegna þess að áhuginn er mikilvægastur alls. Sumir dansarar segjast dansa fyrir sjálfa sig en ég geri það alltaf fyrir áhorfendur. Ég fínn enn töfrana. Mér leiðist ekki. Missi ég áhugann á dansinum, hætti ég.“ Plisetskaja segist heillast af nú- tímadansi og raunar sjá eftir því að hafa ekki dansað meira af slíkum verkum. Hún hafi hins vegar kynnst honum of seint. „En ég reyndi að dansa klassískan dans eftir mínu höfði. Enginn hafði áður stokkið eins og ég. I Bolshoi voru menn ekki hrifnir. Þeir sögðu að ég væri eins og skemmtikraftur í fjölleikahúsi en ég gerði þetta samt.“ Það eru þó aðeins sex ár síðan Plisetskaja yfirgaf Bolshoi eftir lang- varandi krit við Júrí Grígorovitsj, sem hafði verið stjómandi þar frá 1964. Það hefur ekki gróið um heilt á milli hennar og yfírstjórnar hússins og hún segist ekki fá nein eftirlaun frá því, eftir fimmtíu ára þjónustu. V andræðagemlingur Maja Plisetskaja er ákveðin kona og hefur án efa þurft að hafa sterk bein til að komast í gegnum erfið- leika í barnæsku. Móðir hennar var kvikmyndastjarna í þöglu myndun- um og hvatti hana til að dansa. Ógæfan dundi hins vegar yfir fjöl- skylduna árið 1938 er faðir PIis- etskaju var tekinn af lífí og móðir hennar send í útlegð í þijú ár. Maja lét það ekki aftra sér og árið 1943 var hún ráðin til Bolshoi. Frá þeim tíma hefur hún oft átt í útistöðum við listræna stjómendur og stjóm- völd. Hún var álitin vandræðagemlingur og jafnvel þó að hún væri aðaldans- ari Bolshoi fékk hún ekki að ferðast vestur fyrir járntjald fyrr en árið 1959 því að óttast var að hún myndi flýja. Þegar loks fékk ferðaleyfi var það vegna þess að eiginmaður henn- ar, tónskáldið Rodion K. Shchedrin, varð eftir sem nokkurs konar gísl. Árið 1964 var Plisetskaja ein af 24 þekktum Sovétborgurum, þeirra á meðal Andrej Shakarov, sem vör- uðu Brezhnev við þvi að sovéskur almenningur myndi aldrei sætta sig við afturhvarf til stalínismans. En þrátt fyrir að hún ætti í útistöðum við ýmsa, átti Plisetskaja einnig valdamikla bandamenn, þeirra á meðal menningarmálaráðherra til margra ára, Pjotr Demistev, og það gerði henni kleift að starfa í heima- landinu. Árið 1984 fékk hún leyfí til að þiggja stöðu listræns stjórnanda við ballettinn í Róm. Þaðan hélt hún til Spánar, þar sem hún var stjórnandi klassísku ballettdeildarinnar við þjóðarballettinn í Madrid. Árið 1990 fylgdi hún svo eiginmanni sínum til Munchen þar sem hann var tekinn í tölu meðlima bæversku tónlistaraka- demíunnar. Plisetskaja heimsækir heimaland sitt einu sinni á ári og segist hafa miklar áhyggjur af þróun mála þar, sérstaklega uppgangi kommúnista. Spurningunni um hvort hún muni einhvern tíma snúa aftur, svarar hún í hálfkæringi. „Ég er ánægð nu og mér er fijálst að ferðast,.“ Harmleikir að fomuognýju LEIKUST Kaffileikhúsiö Á ELLEFTU STUNDU Tveir einleikir: Hús hefndarþorstans eftir Bergljótu Amalds og Heilt ár og þrír dagar eftir Val Frey Einarsson. Leikarar: Bergljót Amalds og Valur Freyr Einarsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Ijósahönnuður og teknistjóri: Ævar Gunnarsson. Miðvikudagur 15 maí. Á ANNARRI sýningu í einleikjaröð Kaffí- leikhússins stigu tveir ungir leikarar, Bergljót Amalds og Valur Freyr Einarsson, á svið og fluttu eigin verk, tvo einleiki sem báða má flokka sem harmleiki, annan ættaðan úr forn- öld en hinn úr samtímanum þótt báðir skír- skoti þeir auðveldlega til annars tíma en þeir spretta af. Þáttur Bergljótar Bergljót Arnalds er sannarlega metnaðar- full leikkona og virðist metnaður hennar standa til skrifta ekki síður en til sviðsleiks. Hún hef- ur þegar skrifað nokkur leikverk, svo og hand- rit að stuttmynd og barnabók. Af afspurn hljóma verk hennar athyglisverð og spennandi að efni. í einleiknum Hús hefndarþorstans ræðst hún ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en tekur fyrir efni úr grískum goðsögn- um, af þeim sama efniviði sem grísku harm- leikjaskáldin sköpuðu sín ódauðlegu verk, og eru þeir höfundar orðnir æði margir sem leitað hafa í smiðju þessa. Bergljót vinnur út frá hugtákinu hefnd og dregur fram hvernig hefndargjörningur er alltaf voðaverk sem kall- ar á aðra hefnd, annan illan gjörning. Slík keðja illra verka gæti orðið endalaus og aldrei leitt til neinna lausna og með verki sínu vill Bergljót benda á „nauðsyn þess að íjúfa keðj- una, að hætta hefndum og leita annarra lausna“, eins og hún orðar það sjálf í viðtali við Mbl. Ég tek ofan fyrir Bergljótu fyrir það áræði sem framtak hennar vitnar um og verð að segja að verk hennar er vel samið, bæði bygg- ingarlega séð, svo og textinn sem víða var magnaður og flottur. En rithöfundurinn Berg- ljót Arnalds gerir miklar kröfur til leikkonunn- ar með sama nafni, því að túlka þetta efni og þennan texta er ekkert áhlaupaverk. Það verð- ur að segjast eins og er að Bergljót býr varla yfir þeim leikræna þroska sem slíkt verk krefst. Bæði vantar í rödd hennar þau blæbrigði sem nauðsynleg eru til að túlka þær tilfinningar sem hrópa á hefnd hjá þeim karakterum sem hún túlkar, og eins er ekki hægt að segja að það liggi vel fyrir henni raddlega að leika karlmann eins og hún gerir í byijun einleiks- ins. Bergljót setur því sjálfa sig í erfíða stöðu í þessum einleik, en hún á verkið - og getur verið stolt af því - og ætti að stefna að því að leika það aftur eftir tvo áratugi eða svo, þegar hún hefur náð þeim aldri sem hæfir aðalhlutverkinu, hlutverki Klýtemnestru, og þeim leikræna og listræna þroska sem til þarf. Þáttur Vals Freys Einleikur Vals Freys Einarssonar, Heilt ár og þrír dagar, var af allt öðru tagi þótt einleik- irnir eigi vissulega snertiflöt á siðferðislega sviðinu, ef þannig má orða það. Leikurinn lýs- ir stund í lífi leigubílstjóra sem bíður dóms fyrir siðferðisglæp. Hann rifjar upp aðdrag- anda og orsök þess að hann er í þessari leiðu stöðu, spjallar um samband sitt við föður sinn og sitthvað fleira. Valur Freyr leikur á léttu nótunum, skapar karakter sem á yfírborðinu virðist sakleysið uppmálað en reynist ramba á mörkum þess sem heilbrigt getur talist. Val Frey tókst vel að gæða persónu sína lífí og laða fram bros og nokkra samúð hjá áhorfend- um. Það kom því nokkuð óþægilega aftan að manni þegar glæpur mannsins upplýstist og sálsýki hans varð ljós. Helst mátti finna að því í túlkun Vais Freys að hann hefði mátt skerpa nokkuð þá þætti í fari leigubílstjórans sem sýndu geðflækjur hans, því í þau fáu skipti sem því brá fyrir jukust víddirnar í persónulýs- ingunni. Það sem hins vegar var styrkur Bergljótar reyndist veikleiki Vals Freys, og á ég þar við sjálfan texta einleiksins. I sjálfu sér er verk Vals Freys, sem er unnið upp úr frönskum heimildum annars vegar og leikspuna hins vegar, ágætt að efni og uppbyggingu en text- inn sjálfur er fremur rislágur og þó nokkuð um leiðar málvillur sem flestar hefði mátt leið- rétta í yfirlestri. Má vera að þær skrifist á kostnað þess að það er ekki nema ár síðan höfundurinn fluttist heim frá Bretlandi og ís- lenskan honum ef til vill óþjál á tungu ennþá. í heild var þó gaman að þætti Vals Freys Ein- arssonar. Viðar Eggertsson leikstýrir báðum einleikjum þessum og hefur hann séð út ágætis lausnir fyrir sviðsetningar verkanna, en rýmið í Kaffí- leikhúsinu setur öllum uppsetningum þar strangar skorður. Viðar er þaulreyndur ein- leikjamaður og hefur eflaust getað miðlað góðu af þeirri reynslu sinni til leikaranna beggja og er engin ástæða til annars en ætla að hann hafi náð að virkja þau bæði eins og kostur var. Engin ástæða er til annars en hvetja menn til að sjá þessa tvo athyglisverðu einþáttunga í Kaffíleikhúsinu, en tvær sýningar munu fyrir- hugaðar á þeim: 18. og 24. maí. Soffía Auður Birgisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.