Morgunblaðið - 19.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.1996, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C/D 112. TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín leitar samkomu- lags við andstæðinga Krasnojarsk, Rússlandi. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær reiðubúinn til að grípa til málamiðlunar til að fá stuðning fijálslynda hagfræðingsins Grígorís Javlinskís, forsetaframbjóðanda og leiðtoga umbótasinna, ef það mætti verða til þess að umbótum yrði haldið áfram í Rússlandi. Jeltsín ávarpaði í gær tvö þúsund manns á kosningafundi í bænum Krasnojarsk í Sí- beríu og kvaðst reiðubúinn til að semja við Javlinskí, en það væri hægara sagt en gert. Flestar kröfur aðgengilegar „Ég bauð honum stöðu aðstoðarforsætis- ráðherra og yfirmanns umbóta, hans óska- barns, en hann vill starf forsætisráðherra," sagði Jeltsín. „Hann er of stoltur til að taka [aðstoðarforsætisráðherrastöðuna]. Ég á erfitt með að ganga að sumum krafna hans, en flestar eru aðgengilegar.“ Jeltsín sagði að Javlinskí gerði einnig víð- tæka uppstokkun í stjórninni og breytingar á efnahagsáætluninni að skilyrði fyrir því að hann drægi framboð sitt til baka. Nokkrir áheyrenda skoruðu á Jeltsín að verða við óskum Javlinskís. „Samþykktu, Borís Nikolajevits, láttu hann fá það, sem hann vill. Það er þess virði,“ hrópaði ung kona. Jeltsín lítur á framboð sitt til endurkjörs í kosningunum 16. júlí sem krossferð gegn kommúnistum, sem undir forystu Gennadís Zjúganovs hafa lengst af haft forystu sam- kvæmt skoðanakönnunum. Jeltsín hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið, ekki síst vegna ýmissa kosningaloforða á borð við yfirlýsingu hans á föstudag um að afnema herskyldu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist á föstudag, hefur Jeltsín nú fjögurra prósentu- stiga forskot á Zjúganov. Það er hins vegar vart marktækur munur. Javlinskí nýtur stuðnings um átta af hundraði kjósenda sam- kvæmt könnunum og gæti stuðningur ftjáls- lyndra því orðið Jeltsín lyftistöng. Jeltsín kvaðst vonast til að ná samkomu- lagi við Javlinskí, en bætti við: „Ég er reiðu- búinn til sameiningar við hvern sem er. Ég er reiðubúinn til að mynda samsteypustjórn þannig að allir flokkar og öll samtök verði til staðar. Ég er ekki að ýta neinum til hlið- ar . . . markmiðið er að koma í veg fyrir að þeir, sem vilja ekki umbætur, hrifsi völd- in.“ ÞAÐ VAR sannkölluð veisla fyrir múkk- ann þegar Páll Jósteinsson og Gestur Bjarnason á Jónu Björgu frá Sandgerði Mávaveisla Morgunblaðið/Árni Sæberg reru til fiskjar í maíblíðunni. Páll og Gestur voru á handfæraveiðum skammt undan Eldey þegar myndin var tekin. Karadzic ögrar Vesturlöndum RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, skipaði i gær Gojko Klickovic, aðstoðarheilbrigðisráðherra, forsætis- ráðherra í stað Rajkos Kasagic, sem hann rak fyrir að styðja friðarferlið í Bosníu. Klickovic er harðlinumaður og er skipan hans, sem staðfest var á sér- stökum næturfundi þings Bosníu-Serba í Pale, talin ögrun við Vesturlönd. Richard Holbrooke, fyrrverandi samningamaður Bandaríkjamanna, sagði að friðurinn væri úti leyfðist Karadzic að losa sig við Klickovic. Mótmæla hval- veiðum Noregs BANDARÍKJAMENN mótmæltu í gær- morgun fyrirætlunum Norðmanna um að hefja hvalveiðar í ágóðaskyni í Atl- antshafi í þessari viku. Bandaríkjasljórn sagði í yfirlýsingu að vísindalegar forsendur skorti fyrir hrefnukvóta þeim, sem Norðmenn hefðu ákveðið, þar eð ekki hefði verið leitað til vísindamanna Alþjóðahval- veiðiráðsins. Einnig lýstu Bandaríkja- menn yfir áhyggjum vegna frétta um að Norðmenn hefðu flutt út hvalkjöt með ólöglegum hætti. , Reuter UNGFRU alheimur 1996. Ungfrú alheimur frá Venezuela ALICIA Machado, fegurðardrottning frá Venezuela, sigraði í keppninni Ungfrú alheimur, sem haldin var í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Taryn Marsell frá Aruba var í öðru sæti og Lola Odusoga frá Finnlandi í því þriðja. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, fegurðardrottning íslands 1995, tók þátt í keppninni fyrir íslands hönd. Hún komst ekki í úrslit. Ráðleysi vegna forystu kreppu 10-11 Skólinn sem skaraði framúr FENGU 7.000 ÞÝSKA FERÐAMENN TIL ÍSLANDS UNGVERJANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.