Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Hjól í skoðun Samningar um Hvalfjarðargöng Krafa um 25% launahækkun ÞEGAR vorar eru reiðhjólin dregin fram eftir veturinn og er vissara að líta eftir hvort öryggisbúnaðurinn er í góðu Boðið verður í hornin STURLA Böðvarsson for- maður Þjóðminjaráðs, segist gera ráð fyrir að boðið verði í tvö útskorin íslensk drykkj- arhorn frá 16. og 17. öld á uppboði sem haldið verður á Sjálandi á mánudag. „Við erum að skoða hvað hægt er að gera og meta stöð- una en við munum væntan- lega reyna að ná þessum hornum,“ sagði hann. „Það er aldrei að vita hvað verður á svona uppboðum ef verð rýkur upp úr öllu valdi en við gerum ráð fyrir að bjóða í homin.“ Metnir á tæpar 700 þúsund krónur í frétt Morgunblaðsins í gær lýsti þjóðminjavörður yf- ir áhuga á að Þjóðminjasafnið eignaðist gripina en þeir eru ásamt vatnslitamynd af gos- hver frá 19. öld metnir á tæpar 700 þúsund krónur. Homin eru úr eigu Raben- Levetzau greifaættarinnar og þykja miklir merkisgripir. lagi. Þessa dagana leiðbeinir lögreglan hjólreiðamönnum í umferðinni og fer yfir helstu öryggisatriði. 75 ÍBÚÐIR í þremur húsum verða byggðar á Kirkjusandi 1-5, milli húss íslandsbanka og Listaháskól- ans, á næstu misserum. Ármanns- fell byggir íbúðirnar en Eignamiðl- unin selur þær og er þetta eitt stærsta söluverkefni sem fast- eignasalan hefur tekið að sér. Arkitekt er Helgi Hjálmarsson. í húsunum verða stórar tveggja og þriggja herbergja íbúðir auk mjög stórra íbúða á efstu hæðum. Á hverri hæð er sérþvottahús og verða húsin fyrstu fjölbýlishúsin hérlendis þar sem sorp verður flokkað. Gert er ráð fyrir að hægt sé að komast um allar íbúðir og húsin sjálf í hjólastól. Á lóð húsanna, sem er um 10.000 fermetrar, verður leikvöll- ur, mikill gróður og nokkur bíla- stæði en bróðurpartur þeirra verð- ur í niðurgröfnu bflahúsi. Úr því verður innangengt í öll húsin. Pjögurra metra há gróðurmön með tijám verður meðfram Sæbraut. Sameinar kosti einbýlis- og fjölbýlishúsa Sverrir Kristinsson, sölustjóri Eignamiðlunarinnar, segir kosti MEGINKRAFA verkalýðsfélag- anna sem koma að vinnu við jarð- göng undir Hvalfjörð er að gerður verði samningur við félögin hlið- stæður svokölluðum virkjanasamn- ingi. Krafan þýðir að launataxtar verkamanna hækka um 24-25%, en taxtar iðnaðarmanna og rafiðnað- armanna hækka minna. Snær Karlsson, hjá Verkamannasam- bandi íslands, segir að viðræður við vinnuveitendur um málið séu á vin- samlegum nótum. Snær sagði að meginkrafa verka- lýðsfélaganna væri að það yrði við- urkennt að það bæri að gera sér- stakan kjarasamning vegna vinnu í hallandi jarðgöngum þar sem unn- ið væri undir sjávarmáli. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefðu lagt húsanna fjölmarga. Við hönnun þeirra hafi verið haft samráð við starfsmenn Eignamiðlunarinnar og tillit tekið til ábendinga þeirra. Hann nefnir staðsetningu þeirra og nálægð við t.d. Laugardalinn og verslunarkjama við Laugalæk. Þá sé ekki nema um þriggja mín- útna akstur í Kringluna eða gamla miðbæinn. Sverrir segir einnig út- sýni úr húsunum einstakt, sérstak- fram ákveðnar lausnir á deilunni þar sem leitað væri fyrirmyndar í virkjanasamninginn. í honum væri tekið á öllum atriðum varðandi að- búnað á vinnustað, en algengt væri að við gerð kjarasamninga væri vísað um þau atriði í virkjanasamn- inginn. Samkvæmt virkjanasamningnum eru launataxtar verkamanna sem vinna við byggingu virkjana 24-25% hærri en taxtar á almennum mark- aði. Munur á töxtum er hins vegar minni hvað varðar iðnaðarmenn og rafiðnaðarmenn. Fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna hafa ekki hald- ið formlegan fund frá því að verka- lýðsfélögin afhentu VSÍ kröfugerð sína sl. miðvikudag. lega úr stærstu íbúðunum, sem hafí glugga í þijár áttir. Slíkar eignir, sem sameini kosti einbýlis- og fjölbýlishúsa, telur Sverrir hafa vantað á markaðinn. íbúar þeirra njóti stærðarinnar en þurfí ekki að hafa áhyggjur af sameign eða lóð. Byggingamar eru enn til kynn- ingar hjá borgaryfirvöldum en hafist verður handa við byggingu þeirra eins fljótt og kostur er. Ráðaleysi vegna forystukreppu ►Fullkomin óvissa ríkir um kjör forseta ASÍ, en þing sambandsins hefsteftir helgi. /10 Reykt á kostnað hverra? ►Málaferli gegn tóbaksframleið- endum í Bandaríkjunum hafa vak- ið upp spurningar um kostnað samfélagsins vegna reykinga. /12 Skólinn sem skaraði f ramúr ► Kvennaskólinn í Reykjavík hlaut viðurkenningu fjármálaráðu- neytis fyrir að hafa skarað fram úröðrum ríkisstofnunum. /16 Fengu 7000 þýska ferðamenn til landsins ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Ómar Bene- diktsson athafnamann í íslenskri ferðaþjónustu. /20 Til móts við nýja tíma ►Er Landhelgisgæslan ekki leng- ur fær um að veija fiskveiðilögsög- una ágangi útlendinga? /22 B ► 1-28 Grásleppuveiðar Ungverjans ► Bjarni Gústavsson er annað og meira en íslenskur trillukarl, held- ur einnig Béla Hegediis, einn 52 ungverskra flóttamanna sem komu hingað 1956. /1 Úrfelum ►Þór Eldon hefur fengist við tón- list á annan áratug en segist frá- leitt orðinn leiður á rokklífinu. /4 Að dreyma heim ►Suma dreymir um frægð og frama úti í hinum stóra heimi, en leikkonuna Ragnhildi Rúriksdótt- ur, dreymdi í öfuga átt; heim. /8 FERÐALÖG ► 1-4 Benidorm ►Gamla fískimannaþorpið sem núna hefur viðumefnið Litla Man- hattan. /2 Vaskínn til baka, takk! ►Það er í raun með ólíkindum hve fáir ferðamenn nýta sér endur- greiðslu á virðisaukaskatti. /4 ÍP BÍLAR_________________ ► 1-4 Bílasala inn í stórverslanir ►Bylting hefur orðið í sölu á not- uðum bílum i Bandaríkjunum síð- ustu mánuði með tilkomu nýrra risabflasala. /3 Reynsluakstur ►Lipur og hljóðlát Ford Transit smárúta með dísilvél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 38 Leiðari 26 Fólk í fréttum 40 Helgispjall 26 Bíó/dans 42 Reykjavikurbréf 26 fþróttir 46 Minningar 29 Ötvarp/sjónvarp 48 Myndasögur 36 Dagbók/veður 51 Bréf til blaðsins 36 Mannlífsstr. 6b fdag 38 Kvikmyndir lOb Brids 38 Dægurtónlist llb Stjörnuspá 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Eigendur segja stjórnvöld og efnahagsumhverfið ekkí búin undir úthafsveiðar Heinaste skráður á Kýpur ÚTHAFSTOG ARINN Heinaste hefur verið tek- inn af íslenskri skipaskrá og skráður á Kýpur í eigu Kenora Shipping Company Ltd., félags sem er að hluta í eigu sömu aðila og eiga Sjóla- stöðina í Hafnarfírði. Eigendur Heinaste segja að stjómvöld og efnahagsumhverfið hér á landi séu ekki tilbúin fyrir úthafsútgerð af því tagi sem nýtir best möguleika skipsins. Þrátt fyrir að stjómvöld hvetji til veiða á fjarlægum mið- um hafí þau ekki skilning á nýjum leiðum við þær veiðar og stuðningur við þær sé ekki eins og ætla mætti þegar á reynir. Togarinn Heinaste var skráður hér á landi 2. febrúar síðastliðinn í eigu Eyvarar ehf. í Hafnarfirði. í framhaldi af því fékk skipið leyfi til loðnufrystingar og frysti loðnu í Hafnar- fjarðarhöfn. Skipið var síðan leigt Kenora Shipping Company Ltd. á Kýpur sem gerði skipið út þótt það sigldi undir íslenskum fána. Þorri áhafnar var rússneskur. Það var skilningur sýslumannsembættisins í Hafnarfirði að lögskrá ætti á skipið í út- gerðarhöfn, sem var á Kýpur. Sjómannasam- bandið og FFSÍ mótmæltu, því og beindu til samgönguráðherra að lögskráð yrði á skipið í heimahöfn þess, Hafnarfirði. Eftir að skipið hafði verið á veiðum á annan mánuð úrskurð- aði ráðuneytið að heimahöfn skipsins skyldi skoðast sem útgerðarstaður og lögskráningar- höfn. í framhaldi af því sagði sýslumaðurinn í Hafnarfirði að nauðsynlegt væri að endur- skoða lög um lögskráningu sjómanna og gera þau skýrari. Ekki leyft að umskipa afla Eigendur skipsins hafa sent frá sér fréttatil- kynningu vegna umfjöllunar um mál Hein- aste. Þeir segja að við útgerð skipsins hafi verið farið í einu og öllu að íslenskum lögum og reglum, meðal annars varðandi haffæris- skírteini, tryggingar og annað. Eigendur segja að skipið sé stærsta og eitt fullkomnasta út- hafsveiðiskip sem skráð hefur verið hér á landi. Það sé sérhæft til veiða á fjarlægum miðum og smíðað með það fyrir augum að vera langtímum saman í hafi, losa þar afla í önnur skip og þiggja ýmsa þjónustu. Skipið sé með mun fullkomnari vinnslumöguleika en flest íslensk vinnsluskip. Það hafi kældar fískimóttökur, um borð sé búnaður til vinnslu á lýsi og mjöli og fleira sem einungis örfá íslensk skip hafa. Aðbúnaður skipshafnar sé góður og meðal annars læknastofa með sjúkrastofu um borð. Eigendur benda á að í reglugerð um vigtun sjávarafla, þar sem segir að afli skuli vigtaður í viðurkenndri löndunarhöfn, séu heimildir til að víkja frá því ákvæði vegna afla sem veidd- ur er utan efnahagslögsögu íslands. Sótt hafi verið um leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins til að umskipa afla í hafi undir eftirliti Fiskistofu en því verið hafnað því þetta ákvæði reglugerð- arinnar væri „óundanþægt". Þrjú fjölbýlishús rísa við Kirkjusand FJÖLBÝLISHÚSIN þrjú rísa á milli húss íslandsbanka og Lista- háskólans í Laugarnesi. Undir þeim verður bílageymsla og úr henni verður innangengt í öll húsin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.