Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/5 -18/5. INNLENT ► HERVAR Gunnarsson annar varaforseti AJþýðu- sambands íslands og for- maður Verkalýðsfélags Akraness hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í kjöri forseta ASÍ á þingi sam- bandsins sem hefst á morg- un. Benedikt Daviðsson forseti ASÍ lætur ekkert uppi um áform sín. ► JULIAN Duranona, Kúpumaðurinn sem lék handknattleik með KA i vetur, fær íslenskan ríkis- borgararétt ásamt nokkr- um öðrum erlendum íþróttamönnum að tillögu allsherjamefndar AJþing- is. Getur Duranona þá leik- ið með íslenska landsliðinu, verði hann til þess valinn. Þ- BORGARYFIRVÖLD í Reykjavík hafa ákveðið að ganga til viðræðna við Knattspymusamband ís- lands um að sambandið taki við rekstri Laugar- dalsvallar og sjái um og fjármagni framkvæmdir þar. Eggert Magnússon formaður KSÍ kveðst mjög ánægður yfir þessa þróun mála. _ ► MÖRG nótaveiðiskipin sem eru við veiðar í Síldar- smugunni hafa orðið fyrir tilfinnanlegu veiðarfæra- tjóni. Síldin hefur staðið djúpt og hafa sjómennimir átt í erfiðleikum með að fá hæfilega stór köst. Tölu- vert hefur þó borist á land, og allt farið í bræðslu. ► ÍA varð fyrsti deildar- bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur gegn Breiðablik. KR varð Reykjavíkurmeistari þriðja árið í röð, eftir sigur á Fylki. Breiðablik er deildarbikarmeistari og meistari meistaranna í kvennaflokki. Bjargaði eiginkonu og börnum úr brenn- andi húsi MAÐUR bjargaði eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra, eins og fimm ára gömlum, úr brennandi húsi við Nönnugötu aðfaranótt miðvikudags, eftir að hann og móðir barnanna höfðu komist út af sjálfsdáðum. Maðurinn braut glugga til þess að komast inn í húsið aftur og skarst töluvert á hönd- um. Öll fjölskyldan var flutt á sjúkra- hús til aðhlynningar vegna reykeitrun- ar en fólkið er á batavegi. Trésmiðja brann til grunna í Hafnarfirði TUGMILUÓNA króna tjón varð í stórbruna í Glugga- og hurðasmiðju Sigurðar Bjarnasonar við Dalshraun í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld. Húsið sem er eitt stærsta trésmíða- verkstæði bæjarins og var fullt af timbri, fuðraði upp á svipstundu og fengu slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði og Reykjavík ekki við neitt ráðið. Fannst látin eftir umfangsmikla leit UNGVERSKA stúlkan Angela Cseho sem leitað hafði verið í tíu daga fannst látin aðfaranótt miðvikudags í hlíðum Búrfells. Talið er að hún hafi hrapað í fjallinu og látist samstundis. Vill að safnið kaupi drykkjarhorn TVÖ útskorin íslensk drykkjarhom frá 16. og 17. öld verða boðin upp á stóru uppboði syðst á Sjálandi á morgun. Á uppboðinu verður einnig vatnslita- mynd af goshver frá 19. öld og segir Þór Magnússon þjóðminjavörður að gripimir þrír séu metnir á tæplega 700 þúsund krónur. Vill hann kanna hvort Þjóðminjasafnið geti ekki fest kaup á þeim. Hindúaflokkur við völd á Indlandi FORSETI Indlands ákvað á miðviku- dag að fela Atal Bihari Vajpayee, leiðtoga Bharatiya Janata, flokks þjóðemissinnaðra hindúa, að mynda nýja stjóm. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi þjóð- emissinnaðs hindúaflokks er skipaður forsætis- ráðherra landsins. Vajpayee sór emb- ættiseið á fimmtu- dag og þarf að sanna fyrir lok þessa mánaðar að stjóm hans njóti meirihlutastuðnings á þingi. Bharatiya Janata varð stærsti flokkurinn í þingkosningun- um sem lauk fyrr í mánuðinum og þarf nú að tryggja sér stuðning svæð- isbundinna flokka til að halda velli á þinginu. Leiðtogar Congressflokks- ins, sem galt mesta afhroð sitt frá 1947, sögðu að stjórnin yrði felld í atkvæðagreiðslu á þinginu síðar í mánuðinum og vildu að leiðtoga bandalags vinstri- og kommúnista- flokka yrði falin stjórnarmyndun. Borís Jeltsín boðar afnám herskyldu BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf á fimmtudag út tilskipun um að her- skylda yrði lögð niður á næstu fjórum ámm og tilskipunin mæltist vel fyrir hjá mörgum ungum Rússum og for- eldrum þeirra. Líklegt þykir að þetta styrki stöðu Jeltsíns í forsetakosning- um í næsta mánuði en flestir frétta- skýrendur töldu mjög ólíklegt að hægt yrði að afnema herskylduna á tilsettum tíma vegna gífurlegs kostn- aðar. Þ- AÐ MINNSTA kosti 600 manns biðu bana þegar skýstrokkur gekk yfir Bangladesh á mánudag. Margra var enn saknað á föstudag og óttast var að um 1.500 hefðu farist. ► STJÓRNVÖLD í Banda- rikjunum og Kína bjuggu sig á miðvikudag undir viðskiptastrið vegna deilu þeirra um höfundarrétt og kynntu lista yfir vörur sem þau hóta að selja háa refsi- tolla á verði deilan ekki leyst. Fréttaskýrendur töldu þó að samkomulag næðist áður en til við- skiptastríðs kæmi. ► FÆREYSKA lögþingið samþykkti á miðvikudag að afnema kvótakerfið og taka upp veiðidagakerfi og sóknarstýringu. Þessi nýja skipan fiskveiðistjómunar tekurgildi l.júní. ► BOB Dole, forsetaefni repúblikana í Bandarílyun- um, ákvað á mið vikudag að afsala sér þingsæti sinu til að geta einbeitt sér að baráttunni við BiU Clinton fyrir forsetakosningamar i nóvember. Honum hefur ekki aukist fylgi fyrir vikið. ► EVRÓPURÁÐIÐ sam- þykkti á þriðjudag að fresta inngöngu Kroatíu í ráðið um óákveðinn tíma og framhaldið ræðst af lýðræðisþróuninni í land- inu. Þetta er i fyrsta sinn í 49 ára sögu ráðsins sem það staðfestir ekki niður- stöðu úr atkvæðagreiðslu þingmanna. FRÉTTIR Stjórnvöld hvött til að breyta álögum á bifreiðainnflutning Unnið að mótun framtíðarstefnu FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að á vegum ráðuneytis síns hafi á undanförnum mánuðum verið unnið að undirbúningi mótun- ar framtíðarstefnu um álögur á inn- kaup og notkun bifreiða en engin ákvörðun liggi fyrir hvenær breyt- ingar verði gerðar. FÍB, Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda, hefur skor- að á fjármálaráðherra og Alþingi að beita sér nú þegar fyrir breyt- ingu á vörugjaldi bifreiðainnflutn- ings þannig að gjaldflokkum verði fækkað og skattlagning lækkuð. Vörugjaldskerfi lagt niður Friðrik segist nýlega hafa fengið í hendur skýrslu um þessi efni frá starfshópi sem hana vann. í henni komi fram hugmyndir sem svipi til þeirra sem FIB leggi áherslur á, enda hafi meðal annars verið leitað til félagsins við gerð skýrslunnar. Friðrik gerði að nokkru leyti grein fyrir efni skýrslunnar á aðal- fundi Bílgreinasambandsins fyrir skömmu. I máli hans kom fram að núverandi vörugjaldskerfi yrði lík- lega lagt niður og skráningargjald tekið upp í staðinn ef ekki komi í ljós verulegir annmarkar á slíkri breytingu. Þá stefni stjórnvöld að því að minnka neyslustýringu í bíla- kaupum og að því að samræma gjöld á atvinnubifreiðar og -tæki. Neyslustýringin felst meðal ann- ars í mismunandi vörugjaldi af inn- fluttum bílum eftir vélarstærð. Það er innheimt í fjórum flokkum, 30% fyrir bíla með vélarstærð innan við 1,4 lítra, 40% fyrir 1,4-2 lítra vél- ar, 60% fyrir 2-2,25 lítra vélar og 75% fyrir bíla með yfír 2,5 lítra vélar. Friðrik sagðist telja einna brýn- ast að skoða hvernig samræma mætti gjöld á atvinnubifreiðar og tæki. Skattlagning á kaup sumra atvinnutækja væri ívið hærri hér en í mörgum samkeppnislöndum og því yrði hún tekin til sérstakrar athugunar. Kerfið einfaldað Nú eru bifreiðar flokkaðar við innflutning samkvæmt tollskrá og vörugjald lagt á eftir þeirri flokkun. Síðan er bifreið flokkuð á ný við skráningu samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja. Fjármála- ráðherra sagði að ekki væri fullt samræmi milli þessara flokkana og hefði misræmið kostnað í för með sér. Starfshópnum var falið að kanna upptöku skráningargjalds í stað vörugjalds á bifreiðar. Friðrik sagði að kostir slíks gjalds væru m.a. þeir að aðeins ein flokkun ökutækja yrði við lýði, fullt sam- ræmi yrði milli flokkunar og gjald- flokks, kerfið yrði einfaldara og ódýrara, álagning færi fram við skráningu og því yrðu sýningarleyfi m.a. óþörf. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Vamarliðsmenn fá hvítar númeraplötur THOMAS Baker, vamarliðs- maður á Keflavíkurflugvelli, var í gær að skrúfa nýja núm- eraplötu á bílinn sinn í húsa- kynnum Bifreiðaskoðunar í Keflavík. Að ósk vamarliðsins ákvað utanríkisráðuneytið í upphafi þessa árs að litnum á númeraplötunum yrði breytt úr gulum í hvítan. Gulu númeraplöturnar á bif- reiðum varnarliðsmanna eru frábrugðnar plötum annarra bíla og vamarliðið hefur lengi haldið því fram að þær séu varaarliðsfólki til óþæginda. Mikið hefur verið um skemmd- arverk á bílum með gulum núm- erum, hafi þeir verið skildir eftir utan vallar. Nú fá varnarliðsmenn þess vegna hvítar plötur með bláum stöfum eins og Islendingar. Hins vegar verður tígull á plötunum í stað fernings, sem er á vei\ju- legum númeraplötum. Ef vel er að gáð sést að Baker hefur þeg- ar límt á tígulinn skjaldarmerki „bæjarfélags" vamarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem ber mynd víkingaskips. Allir varnarliðsmenn, sem nýskrá bíla, fá hvítar númera- plötur. Einnig geta þeir, sem þegar hafa skráð bíla sína, fengið nýja plötu gegn sérstöku gjaldi. Margir hafa notfært sér þann möguleika. Hæll í Flókadal Þrjár grafir fornar LEIFAR af þremur beinagrindum fundust í grafreit frá miðöldum að Hæl í Flókadal í Borgarfirði. Beinin komu í ljós þegar verið var að lækka jarðveg við fjós á bænum og var Þjóðminjasafninu gert við- vart. Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur rannsakaði grafreitinn og fann þar leifar af þremur gröf- um. Virtist honum sem þarna hefðu tveir fullorðnir og barn verið jarðsett. Grafreiturinn er úr kristni og sá móta fyrir leifum af kistu. Að sögn Guðmundar hefur aldur grafreitsins ekki verið ákvarðaður nákvæmlega en að Hæl var hálf- kirkja sem líklega var lögð af í byrjun 17. aldar. Beinin voru flutt á Þjóðminja- safnið þar sem þau verða rannsök- uð nánar, reynt að ganga úr skugga um aldur og kyn og hvort af beinunum megi ráða einhver sj úkdómseinkenni. -----»-4 ♦---- Dæmd fyrir að reykja HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt hjón á fimmtugsaldri í 50.000 króna sekt fyrir að reykja um borð í flugvél Flugleiða þann 1. febrúar síðastliðinn. Ákærðu játuðu brot á lögum um loftferðir fyrir réttinum og óskuðu ekki eftir að halda uppi vömum í málinu. Sumarkennsla við Armúlaskóla INNRITUN vegna sumarnáms við Fjölbrautaskólann við Ármúla hefst eftir helgina og stendur til að kenna í nánast öllum fögum sem skólinn hefur á námsskrá á daginn að sögn Sölva Sveinssonar skólastjóra. Greiða nemendur kostnað sjálfír. „Við ætlum að bjóða upp á kennsluna í júní og getur hver nem- andi valið sér einn eða tvo áfanga,“ segir hann. Stéttarfélögin og fjár- málaráðuneyti hafa samið um greiðslur til kennara vegna sum- amámskeiðanna og segir Sölvi kennsluna nú fyrstu skrefin í átt til sumarannar. „Ég vonast til að á næstu þremur til fjórum árum verði hægt að koma kennslunni í það horf að skólinn verði meira og minna starfandi allt árið,“ segir hann. Námskeiðin í sumar geta gefið sex einingar til stúdentsprófs. „Nemandi sem kemur úr grunn- skóla getur skráð sig í byrjanda- áfanga í einhveijum greinum og stytt námstímann talsvert," segir Sölvi. Enginn samningur var til milli kennarafélaganna og fjármálaráðu- neytið fyrir kennslu af þessu tagi og segir Sölvi að þeir fái greitt með svipuðum hætti og fyrir leiðsögn í öldungadeild. Ef undirtektir verða góðar meðal nemenda býst hann við að 20-30 kennarar verði við skólann vegna sumarkennslunnar. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.