Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUÐAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Leiðtogi Þýska alþýðulýðveldisins vildi geta flúið á haf út SNEKKJA austur-þýska leiðtogans í Tuborg-höfninni í Kaup- mannahöfn þar sem hún hefur nú legið í tvö ár. Lystisnekkja Honeckers selst ekki NÆR sex árum eftir að Austur- Þýskaland kommúnista hvarf úr tölu ríkja heims og rann saman við Vestur-Þýskaland er undar- legt erfðagóss Alþýðulýðveldis- ins við Tuborg-bryggjuna í Kaup- .nannahöfn og hefur verið í tvö ár. Ostseeland, glæsisnekkja leið- togans Erichs Honeckers, var árið 1990 seld fyrirtæki á Möltu er nefndi það Aniara og hugðist selja skipið með hagnaði. Það hef- ur ekki tekist enda þótt það sé ágæt- lega búið, m.a. eru fullkomin hlerun- artæki í öllum fimm gestakáet- unum, að sögn Berlingske Tid- ende. Skipið var smíð- að 1971,er Honecker tók við völdum í Austur- Þýskalandi og er uppsett verð á því rúmar hundrað milljónir ís- lenskra króna. Diskótek eða spilavíti? „Margir hafa sýnt áhuga á að innrétta það sem hótel, veitinga- stað, diskótek eða spilaviti. All- margir afrískir þjóðarleiðtogar hafa gert fyrirspurnir - en það hafa alltaf verið vandræði með greiðslurnar,“ segir ungur Dani, Fredrik Fausing, sem hefur reynt að selja skipið. Danska blaðið segir að vænt- anlegur kaupandi muni njóta bestu verkkunnáttu Alþýðulýð- veldisins horfna en er ekki hrif- inn af innréttingunni. Þil séu klædd blómstruðu veggfóðri, borð úr plasti, stólarnir óþægi- legir og halli á gólfum. Ýmsir þekktir leiðtogar hafa gist Ostseeland, þ. á m. Fidel Castro Kúbuleiðtogi. Fausing sýnir blaðamanni Berlingske Tidende hlerunarmiðstöðina sem er í litlu skoti undir farþegaþil- farinu. Hægt er að fylgjast með og stjórna leynilegu hljóðnemun- um með sérstöku stjórnborði. Segulbandstæki var notað til að taka upp allar athugasemdir og kanna hvort gestirnir væru sannir vinir ríkis- ins eða úlfar í sauðargæru. „Eg er búinn að leita lengi að hljóð- nemunum en hef ekki fundið þá,“ segir Fausing. Einkakáeta Honeckers er fremur látlaus en baðherbergið er þó ríkmannlegt. Leiðtoginn gat setið á bekk og látið sjö sturtuhausa tryggja að hann nyti baðsins til fullnustu. Eiginkonan, hin eitilharða Mar- got menntamálaráðherra, sat á meðan á stól, klæddum kúskinni og snyrti sig við spegilinn. Ostseeland var ávallt haft í viðbragðsstöðu ef Honecker teldi ráðlegast að flýja, 24 manna áhöfn sá um það. Skipið er styrkt til siglinga í ís, gluggarnir búnir skotheidum hlerum og svo þéttir að ekki er hægt að beita gashern- aði gegn skipveijum. Reyndar fyigir sögunni að sjálfur hefði Honecker vart lifað af flóttann, leiðtoginn þjáðist svo af sjóveiki að hann Iét sjaldan sjá sig um borð. Sovésk-smíðaðir hreyflarnir, sem eru tveir og af öflugri gerð sem notuð er í eim- reiðum, eru því lítið slitnir. Erich Honecker Heimsþekktur sænskur útivistar- fatnaöur og Fagmennska í útívist Gæðaval eru ERLEIMT F.W. de Klerk reynir að höfða til s-afrískra blökkumanna Endurnýjun boðuð í stjórnarandstöðu F.W. de Klerk, fráfar- andi varaforseti Suður- Afríku, og flokksbræð- ur hans hafa ákveðið að segja skilið við þjóð- stjórnina og stefna að því að vinna blökku- menn á sitt band og gera Þjóðarflokkinn að stærsta flokki lands- ins. Margir telja þó að ógjörningur verði fyrir de Klerk að ná þessu markmiði. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, ræðir við F.W. de Klerk, varaforseta og leiðtoga Þjóðarflokksins, og Cyril Ramaphosa, forseta stjórnlagaþingsins, eftir að þingið sam- þykkti nýja sljórnarskrá landsins 8. maí. Daginn eftir ákvað Þjóðarflokkurinn að ganga úr þjóðsljórninni. FREDERIK Willem de Klerk, síðasti hvíti forset- inn í Suður-Afríku, og Nelson Mandela, eftir- maður hans, deildu með sér friðar- verðlaunum Nóbels árið 1993 fyr- ir þátt þeirra í afnámi kynþáttaað- skilnaðarins og í hugum margra hafa þeir verið óaðskiljanlegir. Þeir urðu persónugervingar þeirr- ar friðsamlegu byltingar sem orðið hefur í Suður-Afríku og hafa not- að hvert tækifæri til að takast í hendur og fagna saman þeim sigr- um sem unnist hafa í baráttunni fyrir lýðræðislegri Suður-Afríku. Umheimurinn fékk þannig hjart- næma mynd af leiðtogum Búa og blökkumanna að vinna saman að afnámi kynþáttaaðskiinaðarins. í reynd hefur þó lengi verið grunnt á því góða milli leiðtog- anna. Heyrst hefur til þeirra í hörkurifrildi og þeir hafa átt það til að fella sleggjudóma hvor um annan í Ijölmiðlunum. „í hjarta sínu hefur Mandeia ekki treyst de Klerk,“ er haft eftir embættis- manni úr Afríska þjóðarráðinu (ANC), flokki Mandela. Gjörólíkir leiðtogar Þessir menn eru á margan hátt gjörólíkir. De Klerk er sextugur Búi, þrekvaxinn og sköllóttur, keðjureykir og drekkur viskí, en Mandela er 77 ára blökkumaður, hár og grannur, gráhærður og algjör bindindismaður. Mandela á ættir að rekja til konunga Xhosa- ættbálksins og ólst upp berfættur í grösugum hlíðum Transkei-hér- aðs en de Klerk ólst upp meðal yfirstéttarfóiks í Jóhannesarborg og komst til metorða innan flokks- ins sem framfylgdi aðskilnaðar- stefnu í tæpa fimm áratugi. Langafi de Klerks var þingmað- ur, frænka hans gift J.G. Strydom, forsætisráðherra Þjóðarflokksins, og faðir hans var framkvæmda- stjóri flokksins. De Klerk gekk í Jeugbond, ung- liðahreyfingu Þjóðarflokksins, á táningsaldri og stundaði nám í Potchefstroom-háskóla Búa, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Marike Willemse. Hann stundaði lögfræðistörf um tíma en varð bráðlega atkvæðamikill innan Þjóðarflokksins. Hann var kjörinn á þing hálffertugur og var ráðherra frá 1978 þar til í janúar 1989 þegar hann varð kjörinn leið- togi Þjóðarflokksins eftir að P.W. Botha sagði af sér. Klofningur meðal Búa Ekkert í ferli de Klerks benti til þess að hann ætti eftir að af- nema kynþáttaaðskilnaðinn og valda þannig tímamótum í sögu landsins. Vangaveltur hafa verið um að hann hafi fengið skyndilega hugljómun, gjörbreytt afstöðu sinni til kynþáttaaðskilnaðarins á einni nóttu. Sjálfur neitar hann þessu og margt bendir til þess að forystumenn Þjóðarflokksins hafi smám saman gert sér grein fyrir því á áttunda áratugnum og síðar að aðskilnaðarstefnan gengi ekki. De Klerk ákvað rúmu ári eftir að hann komst til valda, í febrúar 1990, að sleppa Mandela úr fang- elsi og hefja viðræður um afnám kynþáttaaðskilnaðarins. Þessi ákvörðun er til marks um mikið hugrekki og næstu Ijögur árin voru mjög hættulegur og erfiður tími fyrir hann. Á meðal Búa kom upp djúpstæður ágreiningur, sem erfitt verður að jafna. Raunsæis- mennirnir, sem féllust á breyting- ar, eru í meirihluta meðal þeirra, en margir Búar hat,a blökumenn og enn eru til hægrimenn sem láta sig dreyma um að gera það sem forfeður þeirra reyndu fyrir 160 árum - að stofna heimalönd /yrir Búa. Gegndi táknrænu hlutverki Þjóðstjórnin var einkum stofnuð til að sefa hvíta minnihlutann, sem óttaðist að blökkumenn myndu leita hefnda, og markmiðið með aðild Þjóðarflokksins að stjórninni var ennfremur að tryggja stuðn- ing stórfyrirtækja og hersins við breytingarnar. Yfirmenn hersins ákváðu þó fljótlega að vinna með stærsta flokknum í stjórninni, Afríska þjóðarráðinu, og forstjór- ar stórfyrirtækjanna tóku að sneiða hjá Þjóðarflokknum og mynda eigin tengsl við ANC. Áhrif Þjóðarflokksins snar- minnkuðu og de Klerk féll f skugg- ann fyrir Mandela. Hann gegndi einkum táknrænu hlutverki, ferð- aðist um heiminn sem persónu- gervingur byltingarinnar og dá- samaði lýðræðið í Suður-Afríku. Þetta hlutverk hentaði honum ekki. De Klerk er í eðli sínu stjórn- málamaður, sem nýtur sín best í pólitískum átökum og vill ekki leika aukahlutverkið. Þær hömlur sem embætti varaforseta hefur sett honum eru honum ekki að skapi. Rétti maðurinn til að breyta flokknum? De Klerk er sagður staðráðinn í að yngja upp í forystuliði flokks- ins og hyggst hamra á þeim sjón- armiðum sem hann hafði í frammi þegar hann tilkynnti þá ákvörðun að segja skilið við þjóðstjórnina. Hann lagði þá áherslu á að þörf væri á öflugri stjórnarandstöðu, markaðshagkerfi og opnara og heiðarlegra stjórnkerfi. Fram hafa þó komið efasemdir um að de Klerk sé rétti maðurinn til að fara fyrir „nýja Þjóðar- flokknum". Margir af forystu- mönnum flokksins eru þeirrar skoðunar að hann þurfi að víkja fyrir yngri manni, helst blökku- manni. Enginn eftirmaður er þó í sjónmáti og de Klerk er ekki á þeim buxunum að draga sig í hlé. Þarf að marka sér sérstöðu Þegar Þjóðarflokkurinn gengur úr þjóðstjórninni 30. júní verður það í fyrsta sinn í 48 ár sem hann er utan stjórnar. De Klerk stefnir að því að gera flokkinn að stærsta stjómmálaflokki landsins og marg- ir telja að ógjörningur verði að ná því markmiði. Til þess verður hann að halda áfram að reyna að má aðskilnaðarstimpilinn af flokknum og vinna svarta kjósendur á sitt band. Þjóðarflokkurinn þarf ennfrem- ur að leysa deilur, sem blossað hafa upp innan hans um framtíð- arstefnu flokksins, og marka sér sérstöðu við breyttar aðstæður í Suður-Afríku. Margir Suður-Afríkumenn eru sammála de Klerk um að þörf sé á öflugri stjórnarandstöðu til að tryggja heilbrigt fjölflokkalýðræði. Skiptar skoðanir eru þó um hvort flokkurinn geti með störfum sínum í stjómarandstöðu brúað þá gjá sem skapast hefur miili kynþátt- anna í Suður-Afríku. Hvort sem það tekst eða ekki hefur de Klerk þegar hlotið sess meðal merkustu stjómmálamanna sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.