Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell VIÐURKENNINGIN þýðir ekki að við séum besti skólinn, segir Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, held- ur einungis að hér sé viðleitni til að gera betur. Það sem við höfum umfram aðra er þjónustusamningur okkar við ríkið. Skólinn sem skaraði framúr AÐALSTEINN Eiríksson skólameistari er að vonum ánægður með viðurkenningu fjár- málaráðuneytis og segir hana lyftistöng og uppörvun. Hann er þó lítillátur þegar við hann er rætt, þrátt fyrir að afrakstur vinnu hans, kennara, nemenda og foreldra liggi í vel á annað þúsund blaðsíðum í möppum fyrir framan hann á skrifborðinu og uppi í hill- um. Hann leggur áherslu á að þrátt fyrir viðurkenninguna verði að gæta þess að stilla ekki Kvenna- skólanum upp sem besta skóla landsins. Það felist ekki í viðurkenn- ingunni. „í raun segir hún ekkert annað en að hér sé viðleitni í gangi til að gera betur. Mjög ósanngjamt væri gagnvart öðrum skólum, þar sem mjög víða er unnið mikilvægt þróunarstarf, að taka þennan skóla út úr og segja að við séum betri. Það sem við höfum umfram aðra er fólgið í því tækifæri sem við fáum með þjónustusamningi þeim, sem menntamálaráðuneytið fyrir forgöngu fjármálaráðherra, gerði við skólann fyrir einu og hálfu ári. Með honum gefst tækifæri til að taka heildstætt á málefnum skól- Kvennaskólinn í Reykjavík hlaut fyrir skömmu viðurkenningu fj ármálaráðuneytis fyrir að hafa skarað fram úr öðrum ríkis- stofnunum. Var hann til fyrirmyndar varð- andi þjónustu, hagræðingu í rekstri og nýj- ungar í starfsemi. Aðalsteinn Eiríksson skólameistari segir Hildi Fríðriksdóttur frá starfseminni, en þau atriði sem dómnefndin tók tillit til voru stefnumörkun, notendur, fjármálastjóm, starfsmannastefna, nýjungar og þróun ásamt gæðastjómun. ans." Vissi ekki um uppgjöfina Þjónustusamningurinn sem Aðal- steinn nefnir er til þriggja ára. Hann giskar á að skólinn hafi orðið fyrir valinu vegna viðleitni sinnar í sambandi við fjármálastjómun undanfarin ár. „Við bjuggum til forrit til að áætla útgjöld fram- haldsskóla, sem er mikið basl og margar atlögur höfðu verið gerðar að án árangurs. Ég vissi ekki að menn hefðu gefist upp og þess vegna hélt ég áfram,“ segir hann. „Forritið er nú notað víða í fram- haldsskólum og að hluta í bókhalds- kerfi ríkisins." Með þjónustusamningnum hefur skólinn ákveðið frelsi til að ráðstafa fjármunum en er bundinn af fjárlög- um. Var frelsið ein af forsendum þess að starfsmenn samþykktu samninginn, því ljóst lá fyrir að mikil vinna væri framundan og því yrði að vera hægt að umbuna vegna góðra verka. Hins vegar segir Aðal- steinn að ein af forsendum samn- ingsins hafí brugðist, þ.e. þegar hætt var við gerð rekstrarmódels eða reiknilíkans fyrir framhalds- skóla, sem hafði verið í vinnslu hjá ráðuneytinu. „Hefði það gengið eft- ir töldum við okkur geta skapað umframfjármuni til þess að umbuna með. Nú erum við með fjárveitingar til skólans í sama farvegi og verið hefur og teljum jafnvel að við berum skarðan hlut frá borði í þeim efn- um.“ Heildarfjárveiting til skólans er um 95 m.kr. á ári, en veittar voru samtals 5,5 m.kr. árin 1995 og 1996 til að vinna að úttektinni og sjálfsmatsferlinu. Um brautryðj- endastarf var að ræða og segir Aðalsteinn að án þessa hvata hefði verið ógjörningur að fara út í þann undirbúning og skipulag sem til þurfti. Forkönnun var gerð meðal hluta nemenda, meðal annars út- skriftarhópsins, sl. vor en síðan fór aðalkönnunin fram í nóvember. Skólastarfið var skoðað í 900 atrið- um alls, sem skiptust nokkuð jafnt á milli viðhorfaspurninga og skrán- ingaratriða. Aðalsteinn segir að öll- um blöskri í fyrstu sem heyri fjölda spurninganna en leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að fara svo djúpt Hann vekur athygli á því að í heild sé framhaldsskólakerfið van- haldið af fé, einkum varðandi að- stöðu og þó ekki síður til þess að bregðast við þörfum alls nemenda- hópsins. „Til þess að þjóna öllum þarf allt aðra hugsun og fjármuni en var fyrir 15-20 árum. Reynt hefur verið að bregðast við þessu með ýmsum hætti en alltof lítið, sem endurspeglast í árangri nemenda. 25% af þeim sem byrja hjá okkur falla á fyrsta ári.“ - Þið brugðust við því með því að bjóða upp á aukakennslu? „Já, við fórum af stað með aðstoð við heimanám en vegna ónógs undirbúnings er ég ekki bjartsýnn á að nógu vel hafi tekist til. Notkun nemenda var ekki í samræmi við vonir okkar og augljósar þarfir margra sé hvað ánægjulegastur. „Það fannst mér mest virði án þess að ég vanmeti hitt. Þegar allt kemur til alls eru það nemendur sem skóla- hald snýst um. Hin starfsemin má segja að sé umgjörð innra starfs- ins, en auðvitað verður hún einnig að vera í lagi.“ Jákvætt viðmót Aðalsteinn segir að sé litið til viðurkenningarinnar hafi skólinn einnig verið að uppskera áratuga ferli, því gott viðmót við nemendur og öll umgengni við þá standi á gömlum merg. „Starfsmenn hafa meðvitað og ómeðvitað hagað sér þannig gagnvart nemendum að þeir og foreldrar þeirra telja það til fyrir- myndar," segir hann og nær í eina af möppunum, tínir fram línurit og kökurit, sem hann sýnir blaðamanni máli sínu til stuðnings. Hann dregur einnig fram önnur línurit, sem sýna meðal annars að 90% aðspurðra í forkönnuninni töldu viðmót og fyrirgreiðslu á skrifstofu til fyrirmyndar en ein- ungis 4% töldu upplýsingastreymi frá skólameistara jafngott. „Eg fékk auðvitað nokkurn roða í kinn- ar, því upplýsingastreymi er eitt af grundvallaratriðum innan skóla. Þarna kom bersýnilega í ljós að ég hafði ekki staðið mig. Það var því brugðið allhart við og upplýsinga- kerfið og boðleiðir stokkaðar upp áður en þessi vetur sem nú er að líða hófst. í könnun okkar kemur þannig í ljós urmull upplýsinga sem gefa tilefni til umhugsunar, athug- unar og endurbóta," segir hann. Spurður um hvernig skólinn komi út í heild segir hann að væri öllum köflum viðhorfakönnunarinnar gef- ið sama vægi og skoðað hversu við- horf til starfs og aðstöðu skiptust í heild milli ánægju og óánægju komi í ljós 74% ánægja en 26% óánægja. „Spumingar snúast hins vegar ekki einungis um þetta held- ur einnig t.d. um mikilvægi eða tíðni einstakra þátta í starfinu," segir hann. Yinna framundan Hann tekur einnig fram að nú sé eftir að taka niðurstöður þessa heildstæða mats, forgangsraða og bregðast við, enda séu niðurstöð- urnar þær fyrstu sem skólinn hafi ofan í málefnin. „Getan til að bregð- ast við einstökum atriðum minnkar ef aðeins er spurt um yfirborðið," segir hann. 25% fall á fyrsta ári Neikvætt mat upp að 20% er ekki áhyggjuefni. Fari óánægja umfram það þarf að laga. þeirra. Nemendur töldu í of miklum mæli að um refsingu væri að ræða í stað þess að líta á aðstoðina sem kær- komið tækifæri til að ná betra haldi á náminu. Ég á því ekki von á því að fallprósenta á fyrsta ári verði merkjanlega minni en í venjulegu ári. Næsta vetur stöndum við betur að þessu, ef fjárlagavinna og rekstr- aráætlanagerð okkar skapar svig- rúm til þess.“ Aðspurður hvort hann sé ánægð- astur með einhvern einn' af sex þáttum matsins segist hann ekki geta neitað því, að sá þáttur sem snúi að notendum, þ.e. nemendum, í i I I [ I I marktækar í höndunum. Að vísu hafi forkönnunin leitt í ljós nokkur atriði, sem strax var hægt að bregð- ast við. Aðalsteinn segist ennfremur eiga að gera tillögur að því hvert skuli teljast eðlilegt viðmið innan Kvennaskólans, sem aðrir skólar geti síðan haft til hliðsjónar í sínu starfi. „Ég mun leggja til að já- kvætt mat upp á 80% eða meira teljist viðunandi í bráð fyrir okkur, en fari óánægja í einstökum atrið- um yfir 20% sé ástæða til aðgerða og forgangsröðunar.“ - Geta aðrir skólar þá nýtt sér þessar sömu spurningar? „Vafalaust. Til dæmis hefur Framhaldsskólinn á Húsavík lagt þær fyrir sitt fólk og við aðstoðum nú við úrvinnslu. Ég tel þó nauðsyn- legt að stjórnendur og kennarar skoði spurningarnar í sameiningu og felli út og auki inn eftir því sem þeir meta mikilvægi þeirra. Okkur þótti það ekki síst mikil- vægt gagnvart mati á kennslu og lögðum að endingu lista með 57 spurningum fyrir nemendur varðandi kennslu hvers ein- | I 1 I staks kennara." - Hvað er gert ef niðurstaðan er sú að kennslu er greinilega ábótavant hjá einstökum kennara? „Þá reynir á leiðsögn yfirmanna hans og hvaða aðstoð kennari getur fengið til þess að styrkja sig í starfi. Ég hef viðtal við hvern og einn kennara um leið og hann fær niður- stöður sínar, sem eru trúnaðarmál okkar á milli, og þar eru málin ítar- lega rædd.“ Mat á nemendum - Hvað með nemendur? Fer fram annað mat en það sem snýr að einkunnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.