Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 17 **%%£•**«$ Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson hitta stuðningsmenn og aðra áhugasama í Gyllta salnum, Hótel Borg, sunnudaginn 19. maí kl. 20.30. I • Kynnir verður Einar Thoroddsen læknir. • Örstutt ávörp flytja Lára V. júlíusdóttir lögfræðingur, Sigurður Guðmundsson læknir og Sigríður Halldórsdóttir húsmóðir. • Skáldin Ingibjörg Haraldsdóttir og Thor Vilhjálmsson lesa ljóð. • Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari flytur ljúfa tóna. • Jórunn Viðar og Lovísa Fjeldsted leika saman á píanó og selló. • Valgeir Guðjónsson tekur lagið. • Borgardætur skemmta með söng. Guðrún Pétursdóttir forsetaframbjóðandi flytur ávarp. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir! Húsið verður opnað kl. 20. Guðrún Pétursdóttir ein afokkur Það sem nemendur telja góða kennslu 84% Viðbrögð kennara við spumingum Áhugi kennarans á kennslunni Viðurkenning kennarans á þvi sem vel er vert Hvemig kennslustundir nytast til náms Leiðbeiningar um vinnubrögð Trú kennarans á því að nemendur nái árangri Viðmót kennara í kennslustundum Fjölbreytnií kénnsiuaðferðum kennaran&M. Þolinmæði kennarans Öryggi i framkomu kennarans Hvernig greinin Hversu mikilvægt telur þú aukið samstarf foreldra og framhaldsskóla? 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Foreldrar Kennarar Mjög mikilv. Mikilvægt Léttvægt Mjögléttv. Vitaekki Svaraekki „Já, við höfum tekið upp skrán- ingu á ástundun samhliða skóla- sókn, þ.e. hvort nemendur skila verkefnum, eru vel lesnir, eru með bækur sínar, sofa eða vaka í tímum, hvemig þeir hegða sér, o.s.frv. Ef við urðum vör við að halla fór und- an fæti var nemandi settur í heima- námstíma," segir Aðalsteinn og bendir á að umsjónarkennarar hafi einnig sérstakan viðtalstíma þar sem gagnkvæm tækifæri eru til viðtala. Hins vegar hafi komið í ljós 54% óánægja með fyrirkomulag umsjónar. „Með því að skoða hvaða spurningar liggja á bak við niður- stöðuna sést að aðstaða og tími sem umsjónarkennara er ætlaður vekur óánægju bæði meðal þeirra sjálfra og nemenda. Eigi könnunin að skila árangri verður meðal annars að skoða þennan hluta skólastarfsins." - Finnst þér kennarar hafa meiri ánægju af starfinu eftir þenn- an vetur eða telja þeir að of mikið sé færst í fang? „í þeim viðtölum sem ég hef átt við kennara á grundvelli niður- staðna könnunarinnar eru allir mjög jákvæðir í garð hennar og ferlisins í heild. Þeir telja enga spurningu vera um að halda áfram á sömu braut, því það sé þeirra hagur að vita hvernig nemendur líta á störf þeirra. Sé það meðhöndlað af við- eigandi varfærni og með faglegum hætti sé það starfi þeirra og okkar allra til framdráttar." Hvernig samkeppni? - Telur þú samkeppni á milli skóla, sem menntamálaráðherra boðar, af hinu góða? „Já, með fyrirvörum. Það er ekki sama um hvað er verið __________ að tala í 900 atriða skilgreiningu á starf- semi. Kvennaskólinn hefur í raun verið í samkeppnisumhverfi frá því hann var gerður að framhaldsskóla. ______________ Fyrstu árin voru bæði MR og Verzlunarskólinn rétt hand- an við hornið og við þurftum að berjast fyrir lífí okkar. Hætturnar í samkeppni eru hins vegar gríðar- legar. Eg skrifa til dæmis ekki undir samkeppni sem eykur bilið á milli þeirra sem erfíðast eiga bæði í námi og félagslega og hinna sem eru betur settir." - Getur samkeppnin ekki líka falist í aukinni aðstoð við þá sem þess þurfa? „Jú, ég tel að við séum í þess háttar samkeppni, sem snýst m.a. um að þjóna betur öllu litrófínu. Þetta er annars konar samkeppni heldur en sú sem er eingöngu und- ir því komin að skila nógu háum einkunnum. Þetta er sú vandasama sigling sem framundan er í skóla- kerfínu. Grundvallarágreiningur er meðal þeirra sem koma að stefnu- mótun í menntamálum, hvort skóli sé tæki til að jafna aðstöðu eða til þess að gefa samkeppni á öllum sviðum frítt spil.“ Breyting á lögum Aðalsteinn tekur fram að finna megi áherslubreytingu í framhalds- skólafrumvarpinu. Þar sé horfið frá jöfnunaráherslum 68-kynslóðarinn- ar yfir í árangurs-, samningsstjórn- unar- og gæðahugsunarhátt sam- tímans. Hann segir þessar skoðanir einnig togast á í sér. Hann hafí hins vegar lært mikið á árunum fyrir og um 1980 þegar hann vann að endurskoðun námsefnis í samfé- lagsfræði. „Þar gekk hugmynda- fræðin út á að virkja það sem okk- ur öllum er gefið og reyna meðal annars að þjónusta smælingjann á sama hátt og hina,“ segir hann og bætir við að námsefnið og aðferð- irnar hafi aldrei til fulls orðið að veruleika, því Ragnhildur Helga- dóttir sem þá var menntamálaráð- herra hefði „leyst“ nefndina frá störfum. Hann segist sjá það eftir á að sumt af því hefði ekki gengið upp þegar til lengri tíma var litið. - Er eitthvað í samningsstjórn- uninni sem þú hefðir viljað sjá öðru- vísi ef þú værir nú á upphafspunkti? „Það er þá einkum varðandi hag- nýt atriði eins og að kennarar hafa bent á að könnunin hafi verið of snemma á skólaárinu. Heildarmynd hafi ekki verið komin á kennsluna _____________ fyrr en vel var liðið á vorönnina. Ég held að meginlærdómur minn á þessu stigi málsins sé sá, að al- menn samstaða og samvinna er grund- ____________ vallaratriði til að hrinda af stað svona sjálfsskoðun og innra mati. Ég dreg líka þann lærdóm að um leið og hverri stofnun er sjálfsmat ákaflega gagnlegt er það líka slíkt átak að veita þarf einhverjum viðbótarfjár- mununum til þess að lyfta starfsem- inni á eitthvert þrep. Að minnsta kosti má ekki vera um að ræða frekari niðurskurð. í öllum skólum er viðleitni til að gera starfið betra í smærri einingum en svolítið aukaátak þarf til að lyfta því upp á plan heildstæðra úttekta. Það á að hjálpa skólum við það og þá er fullvíst að það mun alls staðar skila mjög miklum árangri.“ í Ijós kom urmull upplýsinga sem gefa tilefni til um- hugsunar, athug- unar og endurbóta Fa„_____ ^ fundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.