Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUMARTÍMI Afgreiðslutími í sumar Morgunblaðið/Halldór PÉTUR Pétursson að störfum á vinnustofu sinni. SKARTGRIPIR eftir Pétur. er frá 8:00 - 16:00 (20. maí- 20. sept.) SP-FJÁRMÖGNUN HF NÚ ERU hljóðstafir úr táknmáli heyrnarlausra fáanlegir á skart- gripum. Hönnuður og smiður grip- anna er Kanadamaðurinn J. Peter Petersen, eða Pétur Pétursson eins og hann kallar sig hér á landi. Pét- ur er táknmálstúlkur að mennt og starfaði sem slíkur í Kanada en segir það nám ekki nýtast sér hér á landi að fullu. Hann hefur verið búsettur á íslandi í fimm ár sam- fleytt ásamt íslenskri konu sinni, Eyrúnu Ólafsdóttur, en þau kynnt- fyrir 10 árum síðan. Eyrún er heyrnarlaus og því nýttist kunnátta Péturs vel við þeirra fyrstu kynni. „Við gátum rætt aðeins saman þó málin séu ólík,“ sagði Pétur. Hann útskrifaðist frá hönnunar- deild Iðnskólans í Hafnarfirði um Vegmúli 3 • 10B Reykjavík • Sími 588-7200 • Fax 588-7201 BLAÐSINS rúökaup í blíðu og stríðu Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. maí nk. fylgir blaðauki, sem heitir Brúbkaup - í blíbu og stríbu. í blaðaukanum verður fjallað um undirbúninginn fyrir brúðkaupið, veisluna, birtar uppskriftir og rætt um veisluþjónustur. Einnig verður umfjöllun um fötin og tískuna, brúðarkjólaleigur, brúðkaupsferðina, brúðkaupsgjafir og þróun þeirra, fjallað verður um kostnaðarliði o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 20. maí. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Anna Elínborg Gunnarsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. JÍforgmMgtMi „Eg elska þig“ er al- þjóðlegt tákn síðustu jól og eitt ár er síðan hann byijaði að fást við hljóðstafina í hönnun sinni. Hann rekur galleríið Listsnilli á Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði í félagi við 14 aðra handverksmenn og konur. Salan á gripunum fer vaxandi og mikið er um að aðstandendur heyrnarlausra kaupi af honum að hans sögn. Hann sýnir blaðamanni bindisnælu þar sem nafnið hans er ritað með hljóð- stöfum. Ættaður frá íslandi „Ég geri bæði nælur og men pg er að þreifa mig áfram í þessu. Ég geri einnig annarskonar skartgripi með íslenskum ópalsteinum í eða krystal svo dæmi sé tekið. Þessi iðja mín er búin að spyijast mikið út og fólk gerir sérpantanir ,“ seg- ir Pétur. Hann segist eingöngu fást við íslenska hljóðstafi en gerir þó eiít alþjóðlegt tákn. „Þetta þýðir „Ég elska þig“,“ segir hann og bregður tákni á loft. „Þeir sem sáu leikritið Guð gaf mér eyra kannast kannski við það en þar var það mikið notað.“ Pétur á ættir að rekja til íslands og segir það hafa verið draum sinn að koma hingað og læra málið en í fyrstu hafi hann ekki hugsað sér að dvelja nema í eitt ár. „Amma mín og afi í föðurætt voru bæði íslensk _og fluttu út, ásamt fleiri Vestur-íslendingum, til Langruth í Manitoba. Pabbi er fæddur úti en lærði íslensku og talar hana. Það var draumur minn að koma til Is- lands og læra málið til að geta rætt við pabba og kynnast í leiðinni menningarheimi afa og ömmu. Eina íslenskan sem ég lærði úti í Kanada voru blótsyrði,“ segir Pétur og bros- ir. Hann deilir vinnustofu með gler- listakonu sem einnig er með honum í galleríinu. Plássið þar er ekki mik- ið, en nóg enda þarfnast hann ekki nema borðs og fáeinna verkfæra. Hann hannaði og smíðaði sjálfur verkfæri sem hann notar, vinnu- borðið og ofn sem hitnar í allt að 1000 gráður á celsíus. „Það er svo dýrt að kaupa þetta að ég gerði þetta bara sjálfur." Efnin sem hann notar í verkin eru kopar, messing, silfur og nýsilf- ur en einnig vinnur hann í bein, horn og hvönn. „Það er hægt að gera fleira en bjór úr hvönninni,“ segir hann og réttir blaðamanni penna í hylki úr hvönn. í dag kl. 14 - 17 verður sumar- sýning listafólksins í Listsnilli. Afburða sænsk- ur kórsöngur TÓNLIST Itústaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Sönghópur Eriks Westbergs flutti verk frá ýmsum tímum. Fimmtudag- inn 16. maí sl. ÞESSA dagana dvelur hér á landi 16 manna sönghópur frá bænum Piteá í Norður-Svíþjóð í boði Tónlist- arskólans í Reykjavík. Kórinn kenn- ir sig við stjórnanda sinn, Erik West- berg, kennara í kórstjórn við Tónlist- arháskólann í Piteá. Hann nam kór- stjóm hjá hinum kunna kórstjóra Erik Erikson við Konunglega tónlist- arháskólann í Stokkhólmi og er auk þess gestastjórnandi hjá kórum í Stokkhólmi og Kanada. A fyrstu tónleikum kórsins hér á landi, sem haldnir vom í Bústaða- kirkju á uppstigningardag, flutti kórinn þýska og sænska kórtónlist. Fluttar vom mótettur fyrir tvo kóra eftir Bach: Komm, Jesu, komm og Singet dem Herrn og átta radda mótetta eftir Mendelssohn: Richte mich Gott. Þá vom flutt nýleg verk eftir þijú sænsk tónskáld: Lux aet- erna eftir Anders Nilsson, Kyrie eft- ir Jan Sandström og Icke kommer var og en eftir Sven-Erik Báck. Þá var blandað inn á milli helgisöngvum frá fyrri öldum. Kórnum til aðstoðar vom fimm hljóðfæraleikarar sem ýmist léku með kómum eða spunnu frjálst á milli tónverka. Þeir sem léku voru Matthias Wager á orgel, Hans Bergquist á selló, Bo Olofsson á kontrabassa, Anders Ástrand á slagverk og Magnus Plumppu á bassatrompet. Tónleikar Sönghóps Eriks West- bergs voru langt frá því að vera hefðbundnir. Miklu nær væri að kalla þá tónlistargjörning. Flytjend- ur nýttu sér kirkjuskipið til hins ýtrasta og léku og sungu allt í kring um áheyrendur. Spuni hljóðfæraleik- aranna og frelsi í uppröðun myndaði þó vissa andstöðu við agaða fram- komu kórsins. Söngur hans var í mjög góðu jafnvægi, mjúkur og sveigjanlegur eins og stíll verkanna krafðist og bæði framburður og raddbeiting voru skýr og óþvinguð. Kór og hljóðfæraleikarar áttu jafnan þátt í því að gera tónleikana sérlega áhrifaríka. Mattias Wager er glæsilegur orgelleikari og marg- verðlaunaður spunameistari. Anders Ástrand lék einnig af mikilli fimi á margskonar ásláttarhljóðfæri, bæði í fijálsum spuna og í undirleik með kómum. Sönghópur Erik Westbergs er glæsilegur fulltrúi flytjenda sænskr- ar kórtónlistar. Full ástæða er til þess að hvetja alla þá sem unna góðum kórsöng að sækja tónleika kórsins í Norræna húsinu í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, í Hallgrímskirkju. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 17. Gunnsteinn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.