Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RÓUN efnahags- og at- vinnumála í helztu við- skiptalöndum okkar íslendinga hefur meiri áhrif á sveiflumar í efnahagslífinu en fram kemur í almennum umræðum. Athygli okkar sjálfra beinist fyrst og fremst að þeim sveiflum, sem verða í sjávarafla og verðlagi á útflutningsafurðum en minna að því, sem gerist í þeim ríkjum, sem við eigum mest samskipti við. Þegar litið er á þróun efna- hagsmála á lýðveldistímanum kemur í ljós, að yfirleitt fara hæðir og lægðir saman við áþekka framvindu mála í helztu viðskiptalöndum. En að vísu verða þessar sveiflur gjarnan sterkari hér. Þjóðarbúskapur okkar Islend- inga er nú á hraðri leið upp úr öldudalnum eftir a.m.k. sex erfið kreppuár. Ein af ástæðunum fyrir þeirri kreppu var samdrátt- ur í efnahagsmálum í helztu við- skiptalöndum okkar. Hann byrj- aði á sínum tíma í Bandaríkjun- um og átti m.a. þátt í að Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, náði ekki endurkjöri. Þessi sam- dráttur náði síðan til Evrópu og loks til Japans og eru bæði Evr- ópuríkin og Japanir enn að kljást við afleiðingar hans. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Nú eru hins vegar að verða þáttaskil. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur verið í Banda- ríkjunum á síðustu misserum. Hún á mestan þátt í, að sigurlík- ur Clintons í forsetakosningun- um í haust eru umtalsverðar. Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins birti nú fyrir nokkrum dögum spá sína um efnahags- þróun í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins á næstu misserum. Þar kemur fram, að þjóðarfram- leiðslan í ESB-ríkjunum muni aukast um 1,5% á þessu ári og um 2,4% á næsta ári. Fram- kvæmdastjórnin gerir ráð fyrir, að sjö af aðildarríkjunum muni uppfylla þær kröfur, sem gerðar verða til þátttöku í sameiginleg- um gjaldmiðli Evrópuríkja. Jafnframt er flest sem bendir til þess, að efnahagslíf Japana sé nú á uppleið eftir erfið ár að undanförnu. Hugsanlegt er, að meiri vöxtur verði í efnahagslífi Japans á þessu ári en í Banda- ríkjunum. Japönsk fyrirtæki auka nú mjög fjárfestingar sínar á nýjan leik. Þessi jákvæða þróun íýielztu viðskiptalöndum okkar íslend- inga mun endurspeglast í fram- vindu efnahagsmála hér alveg með sama hætti og neikvæð þró- un á undanförnum árum jók samdráttinn frá því, sem ella hefði orðið. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins telur, að þjóð- arframleiðsla okkar íslendinga muni aukast á þessu ári um 1,8% og um 2,7% á næsta ári eða heldur meira en í Evrópusam- bandsríkjunum að meðaltali bæði árin. Auk jákvæðrar þróunar í heiztu viðskiptalöndum búum við nú við mikinn uppgang við sjáv- arsíðuna, sem kemur í kjölfar meiriháttar byltingar í rekstri íslenzkra sjávarútvegsfyrir- tækja. Það verður að teljast mik- ið afrek stjórnenda sjávarút- vegsfyrirtækja að hafa snúið rekstri þessara fyrirtækja svo gersamlega við á sama tíma og þorskstofninn hefur verið í lág- marki og aflaheimildir þar af leiðandi mjög takmarkaðar. Til viðbótar kemur batnandi staða íslenzkra iðnfyrirtækja á undanförnum misserum, aukinn útflutningur á þeirra vegum og hröð uppbygging í ferðaþjón- ustu. Þetta ásamt því jafnvægi, sem skapast hefur í efnahagslíf- inu í kjölfar kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúar 1990 og þeirra samninga, sem fylgt hafa á eftir þeim og staðfestu þeirra ríkisstjórna, sem setið hafa á þessu tímabili að gefa ekki eftir þrátt fyrir erfið ár, veldur því að nú er bjart fram- undan í efnahagsmálum okkar íslendinga. Raunar má gera ráð fyrir, að nýtt vaxtar- og velmegunarskeið sé framundan. Við þurfum að vísu að gæta þess að missa ekki stjórn á þeirri hagsæld, sem framundan er, eins og stundum hefur gerzt áður. Það þarf líka að halda fast við þá aðhalds- stefnu í fjármálum ríkis og sveit- arfélaga, sem áherzla hefur ver- ið Iögð á undanfarin ár. En ef rétt er á haldið er alveg ljóst, að bjartir tímar eru framundan. BJARTARI HORFUR 1 Q1 ÞAÐ hafa löl. aðvísu alltaf verið einhveijir sem kunnu skil á Vermeer og hann var í metum við hirðina í Haag á sínum tíma. Hann gleymdist að mestu einsog Melville og talað um að franski list- gagnrýnandinn Thoré hafi „upp- götvað" hann 1866, en þá hafði hann eytt 24 árum ævi sinnar í rannsóknir á verkum þessa ein- stæða meistara hins eilífa andar- taks og sérstæðu meðferðar á ljós- inu sem impressjónistamir dáðu öðru fremur. Sjálfur kynntist ég verkum Vermeers af samtölum við Gunn- laug Scheving og síðar af samtölum okkar Sverris Haraldssonar sem Páll Vígkonarson og Gunnar Þor- leifsson gáfu út af hugsjón einni saman, bæði á íslenzku og ensku, 1977. Þessi útgáfa gladdi Sverri og gekkst hann mjög upp í henni á sínum tíma og mér er einkar minnisstætt Samstarf okkar þótt oft reyndi á bæði spyrðilinn og spyril- inn. Þess má geta til gamans að litlu munaði að handritið að þessari bók fyki út í veður og vind í bókstaf- legri merkingu. Þegar ég hafði skrifað samtölin í þriðja eða fjórða sinn og gengið frá þeim í hendurn- ar á Sverri áðuren þau yrðu prentuð hugkvæmdist mér ekki að taka af- rit af handritinu. Það var því aðeins til eitt handrit að bókinni. Við Sverrir töluðum lengi og mikið um handritið og hann fagnaði þessum verklokum en sumt hafði hann séð áður. Ég fór því himinlifandi frá Hulduhólum þennan dag og hugðist afhenda Páli Vígkonarsyni handrit- ið. Hann gekk á með éljum og hvassviðri. Við þurftum að stanza á rauðum ljósum á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu; ég gætti ekki að hvassviðrinu og opnaði gluggann en þá sogaði vindur- inn handritið út um gluggann og Sverrir hvarf útí buskann. Við Haraidur sonur minn sem ók bflnum horfðum agndofa á þessar hamfarir og hvemig margra mánaða vinna hvarf útí veður og vind. Við lögðum bílnum við ljósin og hlupum út. Ég sá að handritsblöðin fuku að tijá- garðinum við suðurenda Hljóm- skálagarðsins og þar gátum við tínt þau upp hvert af öðru, blaut og undin, einsog fölnuð laufblöð á hausti, en misstum ekkert blað með vindinum. Það voru trén við Hljóm- skálagarðinn sem björguðu bókinni um Sverri Haraldsson. Ég hef ævin- lega verið þeim þakklátur fyrir það. Nú hafa þau hækkað til muna, og ekki laust við þau séu þónokkuð stolt yfir því að hafa bjargað Sverri Haraldssyni og minningum hans. En það er af Vermeer að segja að ég orti um hann ljóð vegna áhrifa frá Sverri Haraldssyni og er það birt í bókinni, bæði á íslenzku og ensku, í þýðingu May og Hall- bergs Hallmundssonar bekkjar- bróður míns úr menntaskóla. í bók- inni segir að það sé ort „í orðastað Sverris Haraldssonar". Það á vel við. En mér þótti ekkisízt til þess koma þegar Sigfús Daðason skáld skrifaði um Sverri dauðan og sagði að texti þessarar bókar væri svo líkur honum að það færi ekki á milli mála hvaðan hann væri ættað- ur. En þá hafði ég semsagt skrifað hann jafnoft og fyrr greinir og sleppti honum ekki lausum fyrren ég þóttist viss um að hann væri með þeim hætti sem Sigfús lýsti. Stytzta leiðin milli spyrils og spyrð- ils þarf ekki endilega að vera segul- bandið!! Grein Sigfúsar Daðasonar birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 1. marz 1985, daginn sem útför Sverr- is Haraldssonar fór fram. Þar segir hann m.a.: „En í inngangi að myndabók sinni 1977 segir Sverrir m.a. frá paradís æsku sinnar, hjá afa sínum og ömmu í Vestmanna- eyjum og hlýtur sú lýsing að verða minnisstæð hveijum sem les. Eftir orðum Sverris að dæma hefur hann átt fullkomna bemsku hjá fólki sem hann líkir við fískimennina í guð- spjöllunum. „Afi átti engan sinn líka, og hann sá til þess, að engan skugga bar á uppvaxtarár mín.“ Hlýtur þessi kafli í bókinni að verða þeim umhugsunarefni sem þekktu Sverri. Gæti ekki listamannssið- fræði Sverris, a.m.k., átt uppruna sinn hér? Annars er textinn í listaverkabók Sverris ekki síður athyglisverður fyrir það hve fullkomlega bók- menntalegur og jafnvægisfullur stíllinn er á löngum köflum. Ég veit raunar ekki hvernig þeir Sverr- ir og Matthías Johannessen settu saman þennan texta, en ég hygg þó að mark Sverris sé þar auð- greint." Allt er þetta heldur ánægjulegt en því má bæta við að ég þurrkaði samtöl okkar Sverris útúr þessu verki því ég taldi að það ætti að vera eins nálægt Ijóðrænni frásögn og unnt var. Að því leyti sótti ég fyrirmyndina í samtalsbók okkar Tómasar Guðmundssonar, Svo kvað Tómas, sem hafði komið út í desem- ber 1960. Þar em öll samtöl einnig þurrkuð út en eftir stendur einung- is sá kjarni sem úr þeim var unninn. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. maí Með þórarni þór- arinssyni Tímarit- stjóra er genginn einn helzti talsmað- ur Framsóknar- flokksins um margra áratuga skeið og sá sem með skrifum sínum markaði einna helzt stefnu flokksins í Tímanum eftir að Jónas Jóns- son frá Hriflu lét af þeirri forystu. Þórar- inn Tímaritstjóri starfaði að einhveiju leyti með öllum forystumönnum Framsóknar- flokksins en hóf ungur stjórnmálabaráttu sína undir handaijaðri Jónasar frá Hriflu sem hafði mikil áhrif á hann þegar í upp- hafi og ávallt síðar þótt kastaðist í kekki eftir brottför Jónasar úr flokknum á 5. áratugnum. Þórarinn fylgdi Jónasi lengst af en leiðir þeirra skildu undir lokin. En Þórarinn hefur sterkar taugar til síns gamla leiðtoga og segir í sögu Framsókn- arflokksins, Sókn og sigrar, sem hann lagði mikla vinnu í og skrifaði af metnaði að endanlegur viðskilnaður Jónasar við Fram- sóknarflokkinn í kosningunum 1946 hafi verið „óhjákvæmilegur“. Hann talar um áhrif og áróðurshæfni Jónasar en segir um framboðið í Suður-Þingeyjarsýslu vorið 1946 m.a.: „Ýmsir framsóknarmenn gerðu sér vonir um að heldur myndi draga til sátta í Framsóknarflokknum eftir myndun nýsköpunarstjórnarinnar þegar flokkurinn var orðinn einn í stjórnarandstöðu. Þetta rættist þó ekki, enda taldi Jónas Jónsson sig hafa fengið betri aðstöðu til að gera upp sakirnar við flokksstjórnina, sem að dómi hans hafði haldið óheppilega á mál- um. Þetta kom fram á margan hátt, og þó gleggst í tímariti sem hann nefndi Ófeigur og hóf göngu sína 1944. Þar deildi hann hart og óvægið á flokksforystuna og ýmsa forystumenn í Framsóknarflokkn- um. Óneitanlega veikti þetta Framsóknar- flokkinn og var vatn á myllu nýsköpunar- stjórnarinnar og flokka hennar. Tíminn og Dagur leiddu þessar ádeilur Jónasar að mestu leyti hjá sér. Þegar leið að Alþingiskosningunum vor- ið 1946 var það orðið nokkuð almenn skoð- un í Framsóknarflokknum, að ekki væri hægt fyrir miðstjórn flokksins að styðja Jónas til framboðs í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta mál var tekið til meðferðar í mið- stjórn flokksins 3. maí og segir svo um það í fundargerð: „Formaður skýrði þessu næst frá fundarhöldum um framboð í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og aðdraganda þeirra. Kvað þá menn, sem af hálfu miðstjómar mæta á þessum fundum, þá Eystein Jóns- son og Steingrím Steinþórsson þurfa að vita hver afstaða miðstjómarinnar er gagnvart framboði Jónasar Jónssonar. Las formaður tillögur til ályktunar um þetta mál og einnig ákvæði flokkssamþykktanna sem að þessu lytu. Kvað hann að prófkjörs- leiðin hefði komið til orða, og myndi þá einkum hafa orðið kosið milli Jónasar Jóns- sonar og Karls Kristjánssonar, en Jónas Jónsson hefði lýst því yfír að hann tæki ekki tillit til prófkjörs. Urðu um þetta mál litlar umræður, að- eins vörpuðu nokkrir fundarmanna fram orðum úr sætum sínum. Var síðan gengið til atkvæða um tillög- una, sem var svohljóðandi: „Miðstjórn Framsóknarflokksins lýsir yfír því, að flokkurinn muni ekki viðurkenna framboð Jónasar Jónssonar af hálfu Framsóknar- flokksins. “ Þórarinn bendir á að í þessum kosning- um hafí tveir framsóknarmenn verið í kjöri fyrir flokkinn, minni hlutinn studdi Björn Sigtryggsson á Brún en flokksfélagið í sýslunni studdi Jónas Jónsson. Miðstjómin studdi Björn sem fékk mun færri atkvæði í þessum kosningum en Jónas. Það hefur verið erfítt fyrir Þórarin Þór- arinsson að ritstýra Tímanum við þessar aðstæður enda voru þær upphafíð að klofn- ingi Framsóknarflokksins og leiddu til þess að hinn gamli forystumaður flokksins lenti úti í kuldanum en lærisveinn hans á Tímanum hélt áfram trúboði sínu fyrir flokkinn úr hinu gamla vígi og reyndi að sjálfsögðu að leiða þessar deilur hjá sér eins og hann gat en það hefur áreiðanlega kostað mikil átök og heilabrot eins og í pottinn var búið. En Þórarinn kunni ágæt- lega þá erfiðu þraut stjórnmálanna að þræða vandratað einstigi og komst nokk- urn veginn heilskinnaður út úr þessum viðkvæmu átökum. Hann getur þess líka í framsóknarsögu sinni að Tíminn hafi leitt þessar deilur hjá sér eftir fremsta megni enda viðkvæmara efni en svo að unnt væri að hafa það í flimtingum þótt ýmis- legt annað væri haft í flimtingum á Tíman- um meðan stjórnmálabaráttan var sem hörðust á þessum árum. Þórarinn var öllum hnútum kunnugur í Framsóknarflokknum og má óefað fullyrða að hann hafí þekkt innra starf flokksins betur en nokkur annar maður og átt meira og nánara samstarf við forystumenn flokksins en nokkur annar, enda má telja hann sjálfan til þeirra sem þá höfðu hvað mest áhrif á stefnu flokksins og afstöðu í einstökum málum. Hann var í senn einn af höfundum stefnunnar og harðasti túlk- andi hennar eftir að Jónas Jónsson skildi við sinn gamla flokk. að Framsóknarflokkurinn, var eini flokkur- inn sem hafði verið í öllum ríkisstjómum, sem færðu út fiskveiðitakmörkin. Hvað viðvíkur útfærslunni í 50 og 200 mílur hafði reynt mest á tvo forystumenn flokks- ins, Einar Ágústsson sem utanríkisráð- herra og Ólaf Jóhannesson sem dómsmála- ráðherra. Einar Ágústsson hafði með prúð- mennsku og festu haldið vel á málum í erfíðum samningaviðræðum, en Ólafur Jóhannesson hafði stjómað landhelgis- gæslunni og sameinað þar einbeitni og aðgætni, en þetta tvennt er nauðsynlegt, þegar við ofurefli er að etja. Þeir hafa ótvírætt með þessu tryggt sér og flokki sínum gott nafn í íslenskri sögu.“ Engin ástæða er til annars en taka undir þessi orð. En hinu er ekki að neita að þar komu fleiri við sögu og lögðu ekki síður fram stóran skerf til farsælla lykta í landhelgismálum Islendinga. Stefnan í landhelgismálum var ekki mörkuð af Framsóknarflokknum þótt hann kæmi þar sterklega við sögu, en þar sem áherzla er lögð á sögu Framsóknarflokksins í þessu riti er engin ástæða til annars en hrífast af hugsjónaeldi Þórarins Þórarinssonar og þörf hans til að koma sínum mönnum að þegar saga þjóðarinnar er annars vegar. En menn verða að gæta þess að saga ís- lenzku þjóðarinnar er ekki einungis saga ÚR VATNSMÝRINNI Morgunblaðið/Emelía Framsóknarflokksins. Það vissi Þórarinn Þórarinsson manna bezt þótt hlutverk hans væri að gera skerf flokks síns sem mestan í þjóðarsögunni. Það var hugsjón hans, það var ætlunarverk hans og hann gerði það með verulegum tilþrifum. Um Þingvallafundinn á þjóðhátíðinni 1974 segir hann m.a.: „Mikil hátíðahöld fóru fram á Þingvöllum þennan dag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Veður var hið fegursta. Nokkrar raddir höfðu heyrst um það áður, að áhættusamt væri að boða til slíkrar hátíðar á Þingvöllumj þar sem ekki væri hægt að treysta veðri. Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra kvað slíkar raddir niður.“ Þó að ýmislegt gott megi segja um sögu Framsóknarflokksins þá er hitt sönnu nær að honum hefur ekki tekizt að stjóma veðurguðunum; ekki enn. Auk þess voru efasemdimar um hátíðahöld einkum vegna Vestmannaeyjagossins eins og skýrt er frá í viðamiklu riti Indriða G. Þorsteinssonar um Þjóðhátíðina 1974. Arfleifð Framsókn- arflokksins ÞÓRARINN Þórarinsson Tíma- ritstjóri var um margt eftirminni- legur maður. Hann var ágætur kollegi og tókst góð vinátta milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins og hélzt meðan hann lifði. Hann var hógvær maður og af hjarta lí- tillátur. Hann barst ekki á. Og hann hafði litla þörf fyrir að láta á sér bera. Blaða- mennska fór honum því betur en stjórn- mál. Hann hafði til að mynda lítinn áhuga á að verða ráðherra. Þórarinn hafði líka áhuga á mörgu öðru en sögu Framsóknar- flokksins og stjórnmálum þótt þar væri hann einkum og sér í lagi á heimavelli. Áhrif hans sem ritstjóra Tímans voru meiri en samtímaáhrif flestra stjórnmála- manna á miðjunni eða vinstra væng eins og sagt er og hann var að mörgu leyti farsæll ritstjóri og hugmyndagóður. En flokkur og blað voru eitt. Og hann gat verið óvæginn og ekki endilega sem við- ræðubeztur þegar deilt var um álitamál í pólitík. Hann hafði stefnu Framsóknar- flokksins í fyrirrúmi og gat hnoðað hana eins og deig ef því var að skipta. Úr þessu deigi voru svo bakaðar þær kökur sem nauðsynlegar voru í þeirri freyðandi kampavínsveizlu sem stjómmál geta verið ef svo ber undir. Þetta bakkelsi gat verið gómsætt, en ekki alltaf. Hitt er svo annað mál að það var ævinlega skemmtilegt að hitta Þórarin að máli. Jónas hafði alið hann upp í miklum áhuga á allskyns mál- efnum og hann hafði víðfeðma þekkingu á mörgum þeim þjóðfélagsmálum sem rætt var um á líðandi stundu, þótt ekki væri hann langskólagenginn. Hann hafði ekki sízt áhuga á bókmenntum og leiklist og var ævinlega viðræðugóður um þau efni. Hann skrifaði ágætar ritgerðir um menningu og listir og vel mætti hugsa sér að sérstakt rit hans um þau efni eigi eftir að halda nafni hans lengst á lofti af því sem rekja má til þessa almenna áhuga Þórarins á umhverfínu og lífí fólksins í landinu. Þórarinn gat verið öðrum mönnum sanngjamari ef svo bar undir og þá sótti hann fyrirmyndir í Sturlu sagnaritara, enda hafði hann mikið dálæti á fomum íslenzkum sögum og allri arfleifð okkar. Þessum áhuga kom hann oft vel og ræki- lega til skila á þeim vettvangi þar sem hann starfaði lengst af. Og ritgerðir hans um sagnfræðileg og menningarsöguleg efni em áreiðanlega höfuðprýði þeirra rit- verka sem hann skilur eftir sig nú þegar hann er allur og við minnumst hins ötula samstarfsmanns á akri íslenzkrar blaða- mennsku. Vilhjálmur Hjálmarsson vitnar mikið í rit Þórarins Þórarinssonar í ævi- sögu sinni um Eystein Jónsson og má af þeim tilvitnum ekki sízt sjá hvernig Þórar- inn hefur varðveitt arfleifð framsóknar- manna. Þannig hafa ritstörf Þórarins verið þeim Vilhjálmi og Eysteini mikill fengur og sýnir það ekki sízt hversu vel hann hefur haldið á arfleifð Framsóknarflokks- ins og með þeim hætti sem vel fer og vandlega í jafnmetnaðarfullu riti og ævi- saga Eysteins er. „En menn verða að gæta þess að saga íslenzku þjóðarinnar er ekki einungis saga Framsókn- arflokksins. Það vissi Þórarinn Þórarinsson manna bezt þótt hlutverk hans væri að gera skerf flokks síns sem mestan í þjóðarsögunni. Það var hugsjón hans, það var ætl- unarverk hans og hann gerði það með verulegum tilþrifum.“ ÞÓRARINN Framsókn Þórarinsson var framsóknarmaður Og Veður- af lífi og sál eins guðirnir °g sjá má af ítar- legri sögu hans, enda ber hún þess vitni að hún er ekki síður áróðursrit en sagnfræðilegt heimilda- rit. í henni er mikill fróðleikur um Fram- sóknarflokkinn og innra starf hans, af- stöðu hans og stefnumörkun og ástæða til að ætla að höfundurinn skrifi um þau atriði af mikilli þekkingu svo mjög sem hann tók þátt í þessum störfum öllum. Hitt er svo annað mál að saga Þórarins um Framsóknarflokkinn er í hina röndina litað áróðursrit enda vafalaust til þess ætlazt af höfundarins hendi. Sókn og sigr- ar er í senn fróðleikur um Framsóknar- flokkinn, afstöðu hans til þjóðmála, stefnu- skrártúlkun og síðast en ekki sízt boðskap- ur höfundarins um ágæti flokksins og mikilvægi. Þeir sem heyra öðrum flokkum til hafa vafalaust ýmislegt út á þessa sagnaritun Þórarins að setja því ekki hélt hann ávallt í heiðri hlutleysisstefnu Sturlu Þórðarsonar þótt hann reyndi eftir fremsta megni að hafa fremur það er sannara reyn- ist eins og Ari fróði innrætti íslenzkum sagnariturum við upphaf íslenzkrar sögu. En andstæðingar Framsóknarflokksins geta áreiðanlega ekki sætt sig við alla túlkun Þórarins enda varla unnt að ætlazt til þess og má í því sambandi benda á skrif hans um landhelgismál, til að mynda segir hann í kaflanum Viðræður Geirs (Hallgrímssonar) og Wilsons: „Sjálfstæðis- flokkurinn virtist algjörlega ráðvilltur."! En um niðurstöðuna og samkomulagið í Ósló segir svo: „Fyrir Framsóknarflokkinn var ánægjulegt að minnast þess, að haust- ið 1976 voru 40 ár liðin síðan samþykkt var á flokksþingi að flokkurinn beitti sér fyrir uppsögn breska landhelgissamnings- ins frá 1901, en það var forsenda þess að hægt yrði að færa út fískveiðilögsög- una. Þess var líka ánægjulegt að minnast, LANDHELGIS- NEFNDIN í Framsóknar- flokknum vet- urinn 1970-71. Jón Kjaransson, Þórarinn Þór- arinsson, Tóm- as Árnason for- maður, Jóhannes Elías- son og Eysteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.