Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ *■* HM fyrir mann í tvíbýli, með gistingu í fimm nætur. Flugvallagjöld innifalinn í verði. fhujídeti kk. M.96Ó Flugvallagjöld innifalinn í verði. |í_ Wí Ferðomiðstöð ^~^-M_«Austurlands hf FÉRÐASKRIFSTOFA Stangarhyl 3a, Reykjavík - Sími 567-8545 í Nova Scotia íslendingum opnast nú nýr heimur með spennandi og hagstæðum ferða- möguleikum í Nova Scotia á austur- strönd Kanada. Flugleiðir hófu flug þangað 14. maí, tvisvar í viku. Nova Scotia er stórfagurt landsvæði og stendur menningin þar með miklum blóma: götulíf, leikhús, veitingastaðir og hátíðir afýmsu tagi. Síðast en ekki síst er verðlagið sérlega hagstætt: - Bensínlítrinn 30 kr. - Máltíð fyrir tvo á fínum vcitingastað; fordrykkur, aðalréttur, kaffi/te og eftirréttur 2.450 kr. - Skyndibiti: Hamborgari, franskar og gos 172 kr. - Gosdós 49 kr. - Öl. 6 dósir 392 kr. Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Merkt: Nova Scotia Tourism. Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, atvinnu- og menntaniála með ítarlegar upplýsingar um land og þjóð í máli og myndum. ÍDAG eftir að Kortsnoj fataðist vörnin í tímahraki þvingaði hann fram glæsilegan sig- ur: 26. - Hxg2! 27. Kxg2 - Hxe4 28. Bgl (Kortsnoj get- ur ekki varið hvítu reitina á kóngsvængn- um. 28. Bf2 væri einnig svarað með 28. - He2) 28. - He2+ 29. Khl - Bg6! (Nú er hvítur óverjandi mát í mest sex leikjum) 30. Bf2 - Be4+ og hvítur gafst upp, því mátið blasir við. Staðan á mótinu þegar tvær umferðir voru eftir: 1.-2. Salov og Illeseas 5 v. af 7 mögulegum, 3 Topalov 4 'U v. 4.-7. Azmaiparas- hvili, Gelfand, Morosjevitsj og Shirov 4 v. 8. Adams 3 v. 9 Kortsnoj 2 v. 10. San Segundo 'U v. Viktor Kortsnoj sigraði á þessu móti í fyrra, en nú gengur allt á afturfótunum. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á stórmótinu í Madrid á Spáni sem lýkur nú um helgina. Viktor Kortsnoj (2.646) hafði hvítt, en Lettinn sókndjarfi, Aleksei Shirov (2.690) var með svart og átti leik. Hann hafði fórnað manni fyrir sóknarfæri og Pennavinir TUTTUGU og tveggja ára indónesísk stúlka með margvísleg áhugamál: Firda Beka, Jl. Perhubungan JV/25, Pondok Betung, Tan gerang 15224, lndonesiA.en TUTTUGU og eins árs frönsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, leikhúsi og ferðalögum, spilar á píanó: Sabrina Cohen, 18 Boulevard Jean Jaurés, 92100 Boulogne, France. ÁTJÁN ára sænsk stúlka sem getur ekki áhuga- mála: Maria Eckerström, LSrkg. 22, 35232 Vaxsjö, Sweden. NORSKUR markasð- fræðinemi, 34 ára, með áhuga á knattspyrnu, tónlist og ferðalögum, auk mikins íslandsáhuga: Bjorn Sverre Aune, Karolinerveien 3 B, 7021 Trondheim, Norge. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningarnar þurfa að berst með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Biblíulestrar- maraþon UM LEIÐ og ég óska fermingarbörnum í Grindavík til hamingju með biblíumarþonlestur- inn, vil ég koma eftirfar- andi á framfæri. í frétt í Morgunblaðinu 15. maí sl. segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir í samtali við blaðamann af þessu tilefni að ekki, svo henni sé kunnugt, hafí þetta veið gert áður. Ekki skal ég segja neitt um það, en eitt veit ég að ég ásamt æskulýðsleiðtog- anum Sveini Bjarka Tómassyni og hópi ferm- ingarbama ársins 1994 og æskulýðsfélaga kom- um saman 10. nóvember 1993 og lásum úr bibl- íunni í 24 tíma. Jafn- framt því var sett upp kaffihús. Afrakstur lest- ursins og kaffíhússins var u.þ.b. 130 þúsundiir króna sem rann til ungl- ingadeildar kvennaat- hvarfsins. Vildi ég koma þessu á framfæri bara til að minna á að unglingar þessa lands gera margt gott þótt ekki fari hátt á síðum fjölmiðla. Enn og aftur langar mig til að óska Grindvíkingum til hamingju með börnin sín og prestinn þeirra, því þar er unnið gott starf. Megi Guð blessa ykkur og vera með ykkur á vegum ykkar. Sr. Þór Hauksson Þakkir til Halldórs OKKUR langar að láta í ljós þakklæti til Hall- dórs, piltsins sem bar út Morgunblaðið til okkar hér á Hringbraut 100 í Reykjavík. Halldór var 12 ára gamall þegar hann byijaði að bera blaðið út. Hann lauk sínu grunnskóla- og framhaldsskólanámi án þess nokkurn tíma að slá slöku við blaðaútburð- inn. Áfram hélt Halldór skólagöngu sinni, lauk stúdentsprófi og að lok- um útskrifaðist hann á þessu ári sem viðskipta- fræðingur frá HÍ. Allan námstímann sinn sinnti Halldór blaðaútburðin- um, þar til í vor að hann hætti því. Við höfum frétt að hann vinni núna hjá íslenskum aðilum í Saudi-Arabíu. Okkur langar að þakka þessum sérstaka dugnaðarpilti fyrir starf hans í öll þessi ár og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Gyða og Árni Hringbraut 100, Reykjavík. Víkveiji skrifar... VORIÐ hefur komið okkur Mör- löndum skemmtilega á óvart. Gróandinn í umhverfinu er nokkr- um vikum fyrr á ferð en venjulega. Afleiðing: Ekki ygglibrún á nokkr- um manni sem Víkveiji mætir á förnum vegi. Sumir eru meira að segja skælbrosandi, þótt þeir séu ekki í forsetaframboði! Það er líka vor í þjóðarbúskapn- um. Bjartsýnin bókstaflega geislar af sumum. Nýir bílar seljast vel, segja söluaðilar. Utanferðir renna út eins og heitar lummur. Menn huga af meiri krafti en áður að endurbótum á eignum sínum. En þessi brosandi tilvera á sér því miður bakland, sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir. Kreppan á sér enn kima víðsvegar um samfé- lagið. Sorgin og sársaukinn eru og sjaldnast langt undan. xxx REPPAN er að mjakast út af efnahagskorti þjóðarinnar. Hún ýtti undir fólksflótta úr landi. Útþráin hefur að vísu allar götur frá því að land byggðist verið fylgi- fiskur Mörlandans. En á kreppuár- um leita mun fleiri lífsbjargar utan landsteina en ella. I géeinargerð með frumvarpi til laga um lágmarkslaun o.fl., sem Gísli S. Einarsson (A) flytur, segir m.a.: „Meginvandinn í íslenzku þjóðfé- lagi er fátækt sem stafar af lágum launum. Þau hafa leitt til fólks- flótta frá landinu. íslendingum fjölgaði 50% meira í Danmörku en á íslandi árið 1995. Alls fluttu 1.060 héðan til Danmerkur árið 1994. íslendingum fjölgaði um 30% í Nor- egi og um 60% í Grænlandi. Alls eru 20.800 íslendingar búsettir er- lendis og fjölgaði þeim um 10% milli áranna 1994 og 1995.“ Félagsmála- og hjálparstofnanir hafa og upplýst að fleiri heimili og einstaklingar hafi leitað fjárhagsað- stoðar hér á landi síðustu misseri en nokkru sinni fyrr, eftir seinni heimsstyijöld. Tímabært er að fara ofan í sauma á þessu máli af fullri alvöru. xxx SÍFELLT fleiri ferðamenn leggja leið sína til landsins. Ferðaþjónusta er að verða einn af gildari þáttum íslenzks atvinnu- lífs. Flestir koma fljúgandi um loft- in blá, enda fljótlegast og þægileg- ast. Skemmtiferðaskip setja þó æ ríkari svip á íslenzka sumarið, eink- um í Reykjavík og Eyjafirði. Árið 1994 voru kornur skemmti- ferðaskipa alls 97. í fyrra bættu þau enn um betur. Þá voru komur þessara glæsiskipa orðnar 133. Þeim fer trúlega enn ijölgandi, enda jafnast enginn ferðamáti á við sigl- ingu á fljótandi hóteli af þessu tagi! Ekkert þessara skipa var þó ís- lenzkt. Eylendan yzt í veraldarútsæ á einfaldlega ekkert farþegaskip sem undir nafni rís! Sú var þó tíðin að íslendingar áttu eigið skip, þess- arar tegundar, Gullfoss, sem flutti margan glaðan hópinn yfir Atlants- ála. Á þeirri tíð vorum við umtalsvert fámennari og fátækari en nú er. Og enginn bar sér orðið kolkrabbi í munn. En samt sem áður vorum við eyþjóð miðja vegu milli tveggja heimsálfa. Og héldum reisn í far- þegaflutningum, sjóleiðina, við um- heiminn. Máski að aftur hækki hag- ur strympu! XXX ENGIN þjóð stendur okkur nær, hvorki að hnattstöðu eða frændsemi, en Færeyingar. Sama gildir um menningu þjóðanna og atvinnulíf. Þegar að einhveiju ís- lenzku byggðarlagi hefur kreppt hafa Færeyingar jafnan hlaupið undir bagga. Það er kjörin skemmtiferð fyrir þá, sem kunna vel við sig á sjó, að sigla með „Norrænu“ til Færeyja og staldra þar við meðan skipið fer til Skandinavíu. Færeyjar eru fal- legt land. Færeyingar eru góðir og skemmtilegir heim að sækja. Fær- eyjaferð svíkur engan íslending. Ræktum frændsemina við þennan góða granna í úthafinu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.