Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 52
Hagkvæmur valkostur í fjármagnsflutningum HEtjrogiro Póstgíró, sími: 550 7497 fax: 568 0121 (B> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi co> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 560 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vél Flug- leiða í fuglageri HÓPUR sendlinga flaug í veg fyrir morgunvél Flugleiða til ísafjarðar á föstudag. Vélin var í þann mund að lenda þegar fuglarnir tóku sig skyndilega upp úr fjörunni skammt frá flugvellinum og flugu í veg fyr- ir hana. „Flugvélin lenti eðlilega en þegar farið var að kanna aðstæður eftir á kom í ljós að um 70 fuglar lágu dauðir á brautarendanum," segir Sturla Páll Sturluson flug- radíómaður á ísafjarðarflugvelli. Sturla segir að vélin hafi verið ötuð blóði og fiðri, bæði á skrokki og hjólabúnaði. „Þetta var eins og á vígvelli og þegar farþegar voru gengnir frá borði var farið yfir vél- ina og hún sprautuð með búnaði slökkviliðsins." Sturla man ekki til þess að svo margir fuglar hafi flogið í veg fyrir vél við flugvöllinn. „Það er alltaf verið að strauja einn og einn, sér- staklega kríu eða æðarfugl, því það er mikið fuglalíf í kringum völlinn. Brautarstarfsmenn eru í því nánast allt sumarið að flæma burtu fugla og hérna hjá okkur fer slökkviliðs- bíllinn yfir brautina bæði fyrir lend- ingu og flugtak," segir hann. Hilmar Baldursson flugstjóri segir að ský af sendlingum hafi mætt vélinni. „Við vorum rétt við brautar- endann og gátum ekki gert annað en að fljúga í gegn. Þetta er ekki þægileg tilfinning en þar sem við vorum alveg að lenda var þetta ekki hættulegt. Það er helst að maður vorkenni fuglinum," segir Hilmar. GUSURNAR ganga yfir ræð- arana þegar róið er niður flúð- irnar neðan við Brúarhlöð í Hvítá í Biskupstungum. Anna Svavarsdóttir á Drumbodds- stöðum stjórnar úr sæti sínu, bæði báti og ræðurum. Hvítár- Róið niður flúðir siglingarnar eru hafnar fyrir nokkru, óvenju snemma vegna vorblíðunnar, en íshröngl var á ánni þegar fyrstu ferðimar voru farnar í vor. Bátafólkið hefur skipulagt þessar ferðir í Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson tíu ár við stöðugt vaxandi að- sókn bæði íslenskra og erlendra ferðamanna og ef að líkum lætur skipta þeir þúsundum sem róa niður Hvítá í sumar. ■ Drottningin á Hvítá/8 * Mikil óvissa er um forsetakjör á 38. þingi Alþýðusambands Islands er víst að kosið um forseta ASI Morgunblaðið/Kristinn ALÞÝÐUSAMBANDSÞING undirbúið í íþróttahúsi Digranes- skóla. Einar Long Siguroddsson setur upp myndvarpa. Borgar- nesskyr framleitt á ísafirði Borgarnesi. Morgunblaðið. VERSLUN Jóns og Stefáns í Borgarnesi hefur nú hafið sölu á „gamla góða Borgarnesskyr- inu“ eins segir í auglýsingu frá versluninni. Skyrið er framleitt í Mjólkursamlaginu á ísafirði en þangað fluttist mjólkur- fræðingurinn Halldór Guðni Guðlaugsson þegar mjólkur- vinnslu var hætt hjá MSB í október 1995 og sér hann um skyrframleiðsluna á Isafirði. Sagði Halldór að skyrið á ísafirði væri framleitt með gömlu aðferðinni, eins og gert var í Borgarnesi og skyrið væri síðan síað í pokum og það réði miklu um rétta bragðið. Þegar Mjólkursamlag Borg- firðinga hætti starfsemi sinni fluttist megnið af framleiðsl- unni í Búðardal og þar á með- al skyrframleiðslan. Að sögn heimildarmanna náðist ekki rétta bragðið í Búðardal. Þetta varð til þess að bræð- urnir Jón og Stefán Haralds- synir, eigendur verslunarinn- ar JS í Borgarnesi, fóru að leita fyrir sér. Fréttu þeir af skyri með „rétta Borgarnes- bragðinu" sem framleitt væri á ísafirði og fóru að kaupa það. verði FULLKOMIN óvissa er enn um kjör forseta og 1. og 2. varaforseta Al- þýðusambands Islands á 38. þingi sambandsins, sem hefst á morgun í Kópavogi. Benedikt Davíðsson, forseti ASI, hefur engin svör gefið um hvort hann gefur kost á sér til endurkjörs og óvissa er um hversu víðtæks stuðnings Hervar Gunnars- son varaforseti nýtur en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nýtur hann ekki óskipts stuðnings fulltrúa Verkamannasambandsins. Heimildarmenn Morgunblaðsins innan ASI töldu, að héðan af yrði ekki hjá því komist að kosningar fari fram á þinginu. Reynt að ná samkomulagi um kjörnefnd Einnig hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi í nefndanefnd um skipan 9 manna kjörnefndar þings- ins sem fær það verkefni eftir helg- ina að gera tillögur um frambjóð- endur til forystu. Fundur, sem hald- inn var á föstudag, reyndist árang- urslaus en nefndanefnd kemur sam- an á nýjan leik í dag til að gera frekari tilraunir til samkomulags. Nokkrir forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni hafa miklar áhyggjur af því að yfirvofandi kosningaátök á þinginu kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð Alþýðu- sambandsins. Undanfarna daga hafa nokkrar árangurslausar til- raunir verið gerðar til að ná sam- komulagi milli stærstu landssam- bandanna um skipan forystunnar á næsta kjörtímabili. Fimm starfshópar á vegum mið- stjórnar hafa á undanförnum mán- uðum unnið að undirbúningi stefnu og starfsáætlun sambandsins sem afgreiða á sem stefnuskrá ASÍ á þinginu. í tillögum um fjárfesting- arstefnu sem lagðar verða fram segir að ASÍ telji sérstaklega mikil- vægt að felldar verði niður allar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi og fiskveiði- og atvinnuhagsmunir íslensku þjóðar- innar tryggðir með því að setja þeim sem fá heimild til að nýta auðlindina þrengri skilyrði um ráð- stöfun afla. Yfir 500 þingfulltrúar Þingsetning fer fram kl. 9.30 á mánudagsmorgun og flytur þá Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, setningarræðu sína. Einnig ávarpa gestir þingið. Yfir 500 þingfulltrúar eiga rétt til setu á þinginu en með- a! gesta þingsins eru fulltrúar Evr- ópusamtaka verkalýðshreyfmga, Norrænu verkalýðssamtakanna og systursamtaka ASÍ á Norðurlönd- unum. ■ Ráðaleysi/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.