Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 1
UR FELUM Þór Eldon Ragnhildur Rúriksdóttir AÐ DREYMA HEIM SUNNUDAGUR SUNNUJOAGUR 19. MAI 1996 ^mgMMfolmHh BLAÐ B Þ Morgunblaðið/Kristinn GRASLE UNG Úið í æðarfuglinum og hálfgert kerlingarvæl há- vellunnar berst um kyrrt sjávarloftið og mæta Bjarna Gústavssyni. Hann stígur um borð í Stóra- Storm og stefnan er tekin á Grænhólma og Þor- móðssker, en þar liggja gráslepputrossurnar. EIÐAR JANS Bjarni er annað og meira en íslenskur trillukarl. Hann er einnig Béla Hegediis, einn 52 ungverskra flóttamanna sem komu hingað til lands á Þorláks- messu 1956. Guðmundur Guðjónsson varð margs vísari eftir kynni af Bjarna á dögunum._____ AÐ er í raun verulega lang- sótt að horfa til þess að flóttamaður frá Ungverja- landi skuli ílendast á Islandi sem sjómaður. Hvergi liggur haf að Ungverjalandi og Bjarni brosir og segist aðeins hafa séð haf í bíói áður en hann flúði hei- malandið. Hann verður sextugur á þessu ári og var því aðeins tví- tugur er hann sá sitt óvænna og forðaði sér undan valdatöku kommúnista. Að sjá sitt óvænna og forða sér sem flóttamaður frá heima- landi sínu er ekki lítið mál og Bjarni segist í fyrstu ekki hafa litið svo á að hann væri að flýja Ungverjaland fyrir fullt og allt. „Þetta áttu fyrst að vera bara eitt eða tvö ár á meðan það hægð- ist um eftir uppreisnina. En hvert árið af öðru leið og það þróaðist út í að ég festist hér á landi og það má segja að ég hafi ekki getað lent á betra landi þótt hér sé stundum erfitt að lifa og óstjórn sé á ýmsum hlutum. Hér er þó friður," segir Bjarni, en hvers vegna var hann knúinn til að flýja land? „Ég rassskellti nokkra komma. Ekkert alvarlegt, en það var nóg. Félagi minn einn sem var tekinn fyrir líkar sakir var látinn í nauð- ungarvinnu í námurnar í eitt og hálft ár. Ég flýði með tveimur öðrum, fyrst læddumst við í lest og komum okkur síðan með vöru- bíl til Austurríkis. Þar fengum við hæli ásamt fleiri flóttamönnum. Félagar mínir áttu ættingja ' Bandaríkjunum og fengu leyfi tii að fara þangað. Sama gilti um aðra sern áttu ættiugja í öðrum löndum. Ég var ekki svo heppinn, var landlaus og þurfti að taka skjóta ákvörðun þegar Gunnlaug- ur Þórðarson forstöðumaður Rauða krossins á íslandi kom út og spurði hverjir vildu koma til íslands. Það voru engin loforð um eitt eða neitt og mín ákvörðun og fleiri var tekin í skugga þrál- áts orðróms um að Rússar ætluðu að láta sverfa til stáls og taka Austurríki. Þá hefði það ekki ver- ið góður staður fyrir flóttamenn frá Ungverjalandi. Það var því að hrökkva eða stökkva. Mágur minn í Ungverjalandi var kommaforingi og hann skrifaði mér reglulega eftir að ég var kom- inn til Islands. Ég gat alltaf merkt það á vissum orðum sem hann notaði, að það væri ekki tímabært að koma aftur heim. Hann var svona að gefa mér í skyn og það var mikilsvert. En í millitíðinni má segja að ég hafi ílenst á ís- landi, ég kynntist konu minni Önnu Gunnlaugsdóttur, vindbörð- um Skagamanni í húð og hár, og við giftum okkur árið 1961. Ég bjó þá í Hafnarfirði en var til í að flytja upp á Akranes og þar hef ég verið síðan. Ekki skipti minnstu þar um að á Akranesi er stutt í allan veiðiskap," segir Bjarni, sem á að auki þrjú upp- komin börn með betri helmingi sínum frú Önnu. SJÁ BLS. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.