Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þór Eldon hefur fengist við tónlist í vel á annan áratug og með- al annars verið í hljóm- sveit sem sló í gegn á alþjóðavísu. Hann sagði Arna Matthíassyni að hann sé fráleitt orðinn leiður á rokklífínu. ÞÓ ÞÓR ELDON hafi leikið með ýmsum hljómsveit- um, þar á meðal Sykur- molunum og Unun, hef- ur hann haldið sig til hlés; verið lítið fyrir viðtöl og uppákomur. Eftir að Sykurmolamir liðu undr lok hvarf Þór sjónum manna um hríð, eða að minnsta kosti úr sviðs- ljósi rjölmiðla. Fyrir tveimur árum sendi Unun, hljómsveit sem hann hafði stofnað með Gunnar Hjálm- arssyni, frá sér sína fyrstu breið- skífu og um þessar mundir standa samningaviðræður sem hæst um útgáfu á hljómsveitinni ytra. Van Houtens kókó Þór Eldon hóf að fást við ljóð- og myndlist sem einn stofnenda Medúsu súrrealistahópsins með Siguijóni B. Sigurðssyni, sem tók sér nafnið Sjón, Ólafí Engilberts- syni, Sveini Baldurssyni, Einari Melax, Þorsteini Kára Bjamasyni og Matthíasi Magnússyni, Medúsa hóf störf með útgáfu Ijóðabókar eftir Siguijón, en frá upphafí var ætlunin að fást við allar listir, þar á meðal tónlist. Þegar kom að tón- listinni höfðu ýmsir fleiri slegist í hópinn, þar á meðal Einar Melax, sem var menntaður tónlistarmað- ur, sá eini þeirra sem kunni eitt- hvað fýrir sér. Einar Melax, Kristinn Árnason og Siguijón settu saman hljóm- sveitina Reiða konu í Austurbæn- um . eða ? til að hita upp á lokatón- leikum Melkiors og sömdu þá nokkur lög við ljóð Siguijóns. Henni entist ekki aldur, en menn vildu halda áfram og Þór keypti sér gítar eitt sinn þegar hann átti pening, Einar Melax kenndi hon- um einhver undirstöðuatriði og tónlistarferillinn var hafinn. „Hljómsveitin, sem var reyndar aldrei formleg hljómsveit, frekar hluti af Medúsuhópnum, fékk heit- ið Van Houtens kókó. Verkaskipt- ing var einföld og ég spilaði á gít- ar vegna þess að ég keypti hann. Frá því að vera hópur af vitleys- ingum með græjur í höndunum varð þetta smám saman að hljóm- sveit sem lék víða um bæ,“ segir Þór. Til er lítilræði af upptökum af Van Houtens kókó, en Þór segir að hljómur á þeim sé svo afleitur að honum fínnist ekki rétt að gefa þær út. Van Houtens kókó hætti smám saman að spila þó Þór segist ekki muna hvort hljómsveitin hafi nokkum tímann hætt; „allt í einum vorum við ekki að spila lengur án þess að nokkur hefði tekið ákvörð- un um það“. Hann hélt þó áfram að glamra á gítar og þegar Sykur- molamir urðu til var hann með frá upphafí. Tónlistin stærsta áhugamálið „Tó'nlistin var stærsta áhuga- málið strax og ég byijaði að spila og miklu minna varð um allt ann- að,“ segir Þór, sem gaf út fjórðu og síðustu ljóðabók sína, Taktu bensín elskan, 1987 þegar Sykur- molamir vom þegar teknir til starfa. Hann bætir þó við að hann hafí ekki hætt að semja ljóð þótt hann gefí þau ekki lengur út á bók. „Ég var mjög seinn til og skrif- aði mjög hægt og óskipulega. Því gaf ég ekki út bók fyrr en ég var kominn yfír tvítugt, en þó ég hafi ekki hætt að skrifa ljóð þá em þau í allt öðra formi, nú sem ég ljóð Morgunblaöið/Einar Falur Það er betra að hafa engart samning en vondan. Þetta er eins og að taka banka- lán, það fellur einhvern tímann á þig og þótt það sé gott að vera ríkur í tvo daga þá er ekki gott að eiga ekki fyrir láninu þegar kemur að skuldadögum. sem miðast við að vera sungin.“ Þó tónlistin hafí í fyrstu verið helsta áhugamálið varð Þór at- vinnutónlistarmaður með Sykur- molunum og stefnir í að vera at- vinnutónlistarmaður áfram. Hann segist og kunna ágætlega við það þótt hann sé minna á ferðinni sem stendur en forðum þegar hann ferðaðist um álfur allar með Syk- urmolunum. Tónlistarmenn hafa margir sagt frá því að ferðalögin séu það versta við að vera í hljóm- sveit, en Þór segist ekkert hafa velt því sérstaklega fyrir sér. „Mér fínnst lífíð ekki hafa breyst svo ýkja mikið, ég er enn að gera það sama og ég var að gera og því sakna ég einskis frá Sykurmolaár- unum. Starfíð gekk mikið út á enda- laust flug eða akstur og þá hangs í bíl eða flugvél, við héldum kannski þrenna tónleika á viku og alls fóm því tveir tímar á dag í að standa á sviði, en hitt í dauðan tíma sem nýttist ekki nema ef til vill í lestur. Þetta er vitanlega ekkert spennandi líf, en ég kann því vel, mér finnst skemmtilegt að ferðast um, það er verra að vera milli túra og bíða eftir næsta verkefni." Eins og fram hefur komið bar lítið á Þór fyrst eftir að Molarnir hættu, og hann segist einfaldlega ekki hafa áttað sig á því að und- irbúa sig fyrir andlát Molanna. „Ég gætti ekki að því áður en Molamir hættu að nota sambönd úti til að undirbúa framhaldið og þannig hafði Björk til að mynda tveggja ára forskot, því að hún var búin að ákveða að hætta rúmu ári áður en við hættum og búin að planleggja sinn sólóferil; hún hafði bara meira vit á þessu. Það kom því tímabil þar sem ég sat heima hjá mér og samdi tónlist og vissi ekkert hvað ég átti að gera við hana. Á rápi mínu um bæinn með fulla vasa af tónlist hitti ég svo Gunnar Hjálmarsson, sem var eins ástatt fyrir,“ segir Þór, en af þeirra samstarfi spratt hljómsveitin Unun. Horft til útlanda Þeir félagar Þór og Gunnar gáfu sér góðan tíma til að vinna að Unun áður en hljómsveitin kom fyrir hlustir landsmanna og fengu meðal annars til liðs við sig Jó- hann Jóhannsson sem hljómborðs- leikara, sem varð aldrei eiginlegur meðlimur í hljómsveitinni. Þeir ákváðu í upphafi að ráða til sín söngkonu frekar en söngvara, „þetta vom þannig lög og okkur leist heldur ekkert á að vera í hljómsveit með ungu fjörugu karl- dýri“. Eftir nokkrar vangaveltur var svo Heiða ráðin í hljómsveitina og féll svo vel í hópinn að Þór segir að Unun sé í raun tríó. Fyrstu kynni tónlistarunnenda af samstarfi þeirra félaga innan Ununar var svo lagið Hann mun aldrei gleyma henni, sem Rúnar Júlíusson söng inn í hjörtu lands- manna. „Næst á dagskrá var síðan að taka upp breiðskífu,“ segir Þór, en þeir félagar tóku sér góð- an tíma í þá vinnu með Jóhann sem dyggan aðstoðarmann. Kostnaður í lágmarki „Sem einn af eigendum Smekk- leysu, sem gaf Unun út, er ég líka útgefandi og þekki markaðinn hérna, þannig að ég gerði ráð fyr- ir því að við myndum ekki selja neitt af ráði. Þess vegna var allur kostnaður mjög lítill, en ég átti samt von á að við myndum tapa á útgáfunni. Það má segja að við höfum horft til útlanda, því ég var með loforð upp á vasann frá Derek Birkett hjá One Little Indian um að hann myndi gefa út allt sem ég tæki upp. Það gekk reyndar ekki eftir, því hjá honum Iá platan í rúmt ár, enda var hann ekki í aðstöðu til þess þegar á reyndi. Ég ákvað því að taka þennan kal- eik frá honum og leita til annarra, en hann hefur verið mjög hjálpleg- ur. Þá fór líka allt að ganga mun hraðar og við fengum strax tilboð í útgáfuna, sum upp á tugmilljón- ir, en við fómm þá leið að setja fram okkar kröfur fyrst; við feng- um fyrirspurnir frá fyrirtækjum og sendum á móti ákveðin skilyrði fyrir samningum. Núna erum við að ræða við þijú fyrirtæki sem hafa gengið að þessum skilmálum og skoðum tilboðin í rólegheitum; það er betra að hafa engan samn- ing en vondan. Þetta er eins og að taka bankalán, það fellur ein- hvern tímann á þig og þótt það sé gott að vera ríkur í tvo daga þá er ekki gott að eiga ekki fyrir láninu þegar kemur að skuldadög- um.“ Fjölskyldan eða... Þótt ungir menn endist í rokkinu og því róti sem því fylgir, missa flestir móðinn þegar lengra er komið og íjölskyldan kallar. Syk- urmolunum fylgdu mikil ferðalög og Unun stefnir í svipaða átt því þegar hefur hljómsveitin lagt land undir fót, fór til að mynda langa tónleikaferð um Frakkland síðasta sumar, hitaði upp fyrir Björk á stórtónleikum í Bretlandi snemma á þessu ári og hefur skroppið út til að leika fyrir útgáfufyrirtæki. Þrátt fyrir þennan þeyting er Þór ekki á því að hann sé að guggna á hljómsveitabrasi og segir að sem betur fer komi aldrei upp að hann þurfi að gera upp á milli fjölskyld- unnar og tónlistarinnar; Margrét Örnólfsdóttir kona hans þekki vel þetta líf eftir að hafa verið í Sykur- molunum með honum á sínum tíma. „Hún veit að þetta er bara vinna sem þárf að vinna,“ segir Þór og bætir við að það sé ekki mikið mál fyrir fjölskylduna alla að ferðast hvert á land sem er ef svo ber við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.