Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 Hégómmn erfist Islenskir nafna- siðir þykja merki- legir. Alltaf er gam- an í útlöndum að útskýra að börn séu sonur eða dóttir hans pabba síns, eða móður sinnar, og að konur haldi áfram að vera dætur hans föður síns þótt þær giftist. Enda segir það meira um hvern ein- stakling af hvaða genum hann er kominn en með hveijum hann býr í langan eða skamman tíma á ævinni. Þykir það gjarnan merki um sjálfstæða stöðu ís- lenskra kvenna að þær þurfa ekki að taka upp nafn manns síns, enda felst í því visst hús- bóndavald. Ekki þó mikið lengur. Alþing- ismenn eru búnir að gefast upp á að halda í þennan sið, þótt ekki sé það sagt með þeim orð- um. Kannski var hvort eð er ekki hægt að halda í slík sér- kenni í samræmingarheimi nú- tímans með sínum tískustraum- um. En væri þá ekki bara hampaminna að viðurkenna það og láta þróunina hafa sinn gang en að vera á skipulögðu undan- haldi? Þá er ég ekki að tala um hvort útlendingur fái á Islandi að lifa með nafn- inu sínu þar til hann deyr. Nafn- ið er stór hluti af hverri mann- eskju, hvort sem hún er íslensk eða útlend. Nokkrir innfluttir skipta aldrei sköpum um ís- lenskan nafnsið. Það erum við sjálf sem drepum hann eða höldum honum. Til þess þarf að taka ákvörðun og vita hvort maður vill. Að þora i hvorug- an fótinn að stíga, eins og al- þingismenn, gefur ekkert svar og þróunin frá okkar reglum hefur sinn gang. Rökin? Hégóminn erfist nefni- lega eins og hver annar eigin- leiki og eykst með margfeldi- áhrifum hverrar kynslóðar. Það er margsannað í tilraunum í tvær aldir. Ef maður fylgdi tískustraumum fyrir 1-2 öldum og skrifaði nafnið sitt upp á dönsku, eins og Thorsteinsson í stað Þorsteinsson og Thorarens- en í stað Þórarinsson, Stephen- sen í stað Stefánsson o.s.frv., þá hefur sá hégómaskapur erfst í marga ættliði, dafnað og marg- faldast og bæst við með gifting- um. Þegar leyft var og komst í tísku úm árabil að kenna sig við hæð eða hól, íjörð eða dal og sleppa föðurnafninu sínu, þá tók sá hégómaskapur að erfast, dafna og margfaldast í næstu ættliðum. Fólk sem á sínum tíma tók upp seinna skírnamafn og gleymdi föðumafinu, sendi þann hégómaskap í arf til afkomend- anna. Þannig mætti lengi telja. Hvert ættarnafn hefur þannig jafnt og þétt bólgnað út, marg- faldast og er að uppfylla Ísland. Þannig gengur það til og verður trauðla mótmælt. Svo fín þykja mörgum ættarnöfn að konur taka ekki aðeins að brúka nafn manns síns heima á íslandi held- ur kjósa þær heldur vera synir hans tengdapabba síns en dætur hans föður síns. Svona var það og er það enn. Það vita alþingis- menn fullvel þegar þeir innleiða nú til viðbótar millinöfnin, sem eiga eins og hitt eftir að erfast og bólgna út. Misskiljið nú ekki. Fólk sem býr í útlöndum getur sem best ■ borið þar ættarnafn heimilisföðurins að _ þess lands sið en eftir Elínu Pálmadóttur sleppt því Og tekið aftur upp íslenska siði á íslandi. Þetta gera sumir. Öll fjölskylda Thors Vilhjálms- sonar tók upp eftimafn föður hans Guðmundar Vilhjálmsson- ar þegar hann starfaði erlendis og þar með Thor fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur haldið því, en synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, em Thors- synir. Stundum nota systkini ekki sömu nafnareglu, sum hina íslensku og önnur útlenda. Skólabróðir minn er Jón Hall- grímsson læknir en systir hans Helga er Baehman. Ekki er ég að fínna að því á hvorn veginn sem er, úr því lög í landinu leyfa hvort tveggja. Aðeins að benda á að meðan slík lög eru marg- faldast með hverri kynslóð „ætt- arnafnafólks“ fjöldinn sem ekki notar íslenska nafnasiði. Það er þrautsannað. Meðan alþingis- menn þora ekki eða vilja taka á málinu er það sama og að taka afstöðu með því að taka upp erlendan ættarnafnasið. Að skjóta sér á bak við það hvort eigi að þvinga nokkra útlendinga til að sleppa nafninu sínu og taka upp íslenskt nafn er bara, fyrir- gefið þið, að „pissa í skóinn sinn“. Auðvitað þykir erlendu fólki jafnvænt um nafn sitt og íslend- ingum, ef nafnið hefur verið hluti af því frá fæðingu. Og ber að virða það, hjá báðum hópum jafnt. Enda nægir að lögþvinga næstu kynslóð Islendinga, nýrra og gamalla, til að taka upp ís- lenska nafnasiði, þ.e. kenna sig við föður eða móður með -son eða -dóttir. Allir eiga foreldra sem bera fomöfn, sem mætti a.m.k. gera beygingarhæf á ís- lensku. Og þá ætti sama að ganga yfír alla íslenska ríkis- borgara, að leyfa þeim sem bera ættarnöfn að halda þeim, en þeir sem fæðast hér eftir kenni sig við fornafn föður eða móður til brúks á íslandi. Það eitt mun duga af því við erum reynslunni ríkari og vitum að hégóminn erfist. Þ.e. ef við viljum þá púkka upp á þessa gömlu hefð. Annars bara að láta fólk í friði með nöfn sín. Það kemur út á eitt. Það fyrra tekur bara lengri tíma. Hve skart hégómi erfist er raun- ar verðugt doktorsverkefni fyrir einhvem í Ieit að viðfangsefni. Mér kæmi ekki á óvart þó pró- sentutalan yrði býsna há. Nú hefur Gáruhöfundur vísast hætt sér út á hálan ís. Hann verður að heiman og tekur ekki á móti skömmum, eins og til- kynnt er á afmælum. Vísa Káins kemur í hugann. Flesta kitlar orð í eyra, ef eitthvað mergjað finnst, því vill ekki þjóðin heyra þá, sem ljúga minnst, MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLÍFSSTRAUMAR MATAWLiST/Hvítlaukurgegn snákabiti ogstressi? Hvítlauksæði HVÍTLAUKURINN er óheflaður. Hann lyktar illa, er klunnalegur og ekki mikið fyrir augað. Hann er grófur og framkallar að margra mati illan þef. Franski sælkerinn Grimod de la Reyniére, sem átti það til að sjá dekksta flötinn á flestu, lýsir hvítlauknum þannig: „Hvítlaukinn, sem menn í gamla daga umbáru með herkjum innan veggja eldhúsa sinna og sem kokkar notuðu jafnvel í laumi og bara það að nefna hann á nafn nægði til þess að menga allt hverf- ið af daunillum þef, þessi jurt hefur svo á þessari öld öðlast miklar vinsældir í París, að mínum dómi sem nær lágkúru- legt krydd.“ essa sögu mætti vel heimfæra upp á landann. Það mátti varla vera hvítlauksduft hvað þá meir í veitingaahúsamat hér ekki alls fyrir löngu, en nú eru íslend- ingar beinlínis óðir í hvítlauk og innflutningur á hvítlauk til lands- ins er með þeim mesta í heimi (miðað við höfða- tölu). Við förum að ég held að eiga heimsmet í flestu miðað við höfða- tölu. En það er ekkert nema gott um hvítlauksæð- ið að segja, ólíkt mörgum öðrum æðum sem geisað hafa hér á landi. Hvítlaukurinn er nefnilega flestra meina bót. Forn-Egyptar notuðu hann t.a.m. sem vörn gegn bitum eitursnáka, og eins gegn hinum brennandi khamsínhita með því að núa hvítlaukssafa á varir og nef. Okkur getur hvítlaukurinn nýst sem orkugjafi, gegn stressi og fleiri álagskvillum. Kynngi- kraftur hans er ótrúlegur. Það hljóta allir reglulegir hvítlauks- neytendur að geta tekið undir. Hvítlaukurinn er einnig sótthreins- andi og þess má geta að í báðum heimsstyijöldunum var hann oft- ast eina sóttvarnarlyfið, og bjarg- aði þ.a.l. ófáum mannslífum. Hvít- laukur heldur einnig bakteríum í hæfilegri fjarlægð, auk þess að vera góður fyrir meltinguna, auka kyngetuna, styrkja minnið og heilsuna almennt. Hann er sem- sagt alveg ómissandi í matinn. En hvað er það svo sem gerir hvítlauk- inn svona hollan? Það er nefnilega hinn vondi þefur. Þrátt fyrir að lyktarefnið sé einungis um 2% af massa hans telja sérfræðingar að þessi 2% sem innihalda efnið allyl disulphate séu bakteríudrepandi. Auðvitað er hvítlaukurinn auðugur af vítamínum og eggjahvítuefnum, en það er semsé lyktin sem gerir gæfumuninn. Nota má steinselju sem mótvægi gegn lyktinni í mat- argerð finnist fólki hún of svæsin, en best er að venjast henni bara. Hvítlauksvinsældirnar hér á landi má rekja til vinsælda ítalskrar matargerðarlistar, en það er hins vegar útbreiddur misskilningur að allur ítalskur matur sé að drukkna í hvítlauk. Það eru ákveðnir réttir sem innihalda talsvert magn hvít- lauks, s.s. hin suðræna Napólí- eftir Álfheiði Hönnu Friöriksdóttur VERALDARVAFSTUR/£r tregdulögmálid misskilningur? Fjögur hundruð ára gömul kenning ER ÞAÐ hugsanlegt, að stundum byggist kenningasmíð vísindanna á rangri grunnhugmynd og þess vegna sé nú svo komið, að vísindin eru í fræðilegum vanda við rann- sókn sína á efnistilverunni? A með- an deila stenduryfir í vísindaheim- inum, meðal annars milli Penrose og hreintrúarkjarna eðlisfræðinga um grunn skammtafræðinnar og eðli meðvitundarinnar, þá eru nú að koma fram annarrar kynslóða menn með allt önnur viðhorf. Vísindamaðurinn Willam Day er einn þeirra, sem hefur nok- uð út á eina grunnhugmynd efðlis- fræðinnar að setja. í tveimur bók- um sínum um nýja eðlisfræði seg- ir hann frá þessum viðhorfum og þau skulum við athuga nánar. Hann telur núver- andi skilning steyta á því skeri, að ein af grunn- hugmyndum efn- istilverunnar sé röng. Það er sú gamla hugmynd, sem allt krafta- kerfi sköpunarverksins byggist á: Að eðlilegt ástand hluta sé kyrr- staða. Miklu fremur sé eðlilegt ástand hluta hreyfing, rétt eins og ljós getur ekki verið án hreyfíngar. Sama gildir, ef við skoðum alheim- inn: Allt er þar á hreyfíngu, segir Day. eftir Einar Þorstein Kenningasmíðin um tregðulög- málið er um fjögurhundruð ára gömul. Hún felur í sér það, að ef eðlilegt ástand hluta er kyrrstaða þá er tregðulögmálið undirstaða hreyfingarinnar. Hrein tregðu- hreyfing af þessu tagi er alls ekki til í náttúrunni, segir Day. Skýr- ingin á þessu fyrirbæri, vill hann meina, er sú að eðlisfræðin á undirstöðu sína í þeirri skynsam- legu grein verkfræði. Þar er hreyf- ingarleysi hið eðlilega ástand hlut- anna, en hreyfing áhrif frá utan- aðkomandi kröftum, sem verka á þá og reyna því að yfirvinna tregðu þeirra. Það er Galileó, sem sýndi reyndar fyrstur fram á það, að væru öll ytri áhrifin tekin burt, myndi hlutur halda áfram að hreyfast óendanlega. í raun sann- aði hann um leið, að hreyfing en ekki kyrrstaða er eðlilegt ástand hluta. Newton var hins vegar ekki á þessu máli. Hann hélt sig eftir sem áður við verkfræðiskiln- inginn. í stað þess bjó hann til hugmyndina um tregðuhreyfing- una, sem hann túlkaði með kyrr- stöðu! Gallarnir í kenningu Newtons eru nokkrir þrátt fyrir snilldarlega jöfnu hans þar að lútandi. Það er til dæmis engin sönnunm til fyrir því, að aðdráttarafl sé til. Kenn- ingin dugar sem lýsing á sérstöku tilfelli, en slík skilgreining þýðir í eðlisfræði sama og það, að engin sönnun er fyrir hendi. En í stað þess að útfæra kenninguna al- mennt, þá létu menn þar við sitja. Eðlisfræðingarnir yfirfærðu ein- faldlega þessi kraftalögmál niður stigann í minnstu einingar efnis- ins. Kenning eðlisfræðinnar bygg- ist á því, að hreyfing þýði upphafn- ingu tregðunnar, en getur síðan ekki komið með neina rökræna skýringu á tregðunni! í stað þess sé rétt að sjá kerfi efnisheimsins sem eina heild, þar sem hreyfingin er innbyggð virkun en ekki jafnvægi krafta. Því að auðvitað virki engir kraftar í gegn- um tómarými geimsins! Sé hins vegar viðurkennt, að hreyfing sé náttúrulegt ástand og tregða sé aðeins til, þegar við reynum að breyta aðstæðum náttúrulegrar hreyfíngar, þá kemur í ljós alveg nýr skilningur á eðli efnisins. Skoðum hvemig þetta virkar: Þegar við vegum hlut á vog, eða mælum áhrif hans á annan hátt, til dæmis er hann dettur á annað mælitæki, þá erum við að hafa áhrif á náttúrulegt ástand hans. Þess vegna er mælingin röng frá byijun. Við erum að setja sjálf okkur eða tæki okkar sem truflun inní hreyfílögmál náttúrunnar. Við mælum því svar við inngripi okk- ar, en ekkert annað! Því er það, se'm við mælum, ekki sönn gildi náttúrunnar, sem er til með eða án okkar, heldur viðbrögð náttúru- kerfisins við inngripi okkar! Tregða, mómentum og kraftar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.