Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 12
SKOÐUN 12 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á LEIÐ TIL MAN- DALAY - BURMA Ingólfur Guðbrandsson IBBÍ #1 siS116 AÐALTURN Shwedagon-musterisins, sem er 100 m á hæð, er umluktur öðrum undurfögrum byggingum úr glitrandi málmum, marmara eða timbri. Svæðið telst til mestu undra í byggingalist heimsins. GÖNGUBRÚIN yfir Irrawaddy er úr timbri eins og flest í Burma, sem er eitt mesta skógaland heimsins, um 50% landsins vaxin skógi. Dyrnar opnast að landi gullsins HÓFASKELLIR breskra riddara- sveita og musterið skjannahvítt og gulli slegið uppi á Tjallstindi - eins og draumsýn aftan úr öldum. Söng- urinn vinsæli „On the Road to Mandalay", sem góðir karlakórar á íslandi og úrvalseinsöngvarar hafa á efnisskrám sínum, syngur í eyrum mér, þar sem ég horfi út um flugvél- argluggann á leið frá Bangkok til Rangoon. Þessi mynd er skýr í huga mér, frá því ég heyrði sönginn fyrst, af stúlkunni fögru sem situr í rós- rauðri birtu kvöldsins og horfir í átt til musterisins við undirleik hófadyns. Mig hefur lengi dreymt um að sjá undur þessa lands, sem er sveipað svo mikilli dulúð, og er nú fyrst að opna dyr sínar fyrir útlendingum eftir nærri hálfrar ald- ar einangrun frá heiminum. Nú er tækifærið komið. Ég er á leið til Mandalay, og söngurinn ómar í eyrum mér, meðan ég festi þessar línur á blað. En hver veit nokkuð um Mand- alay eða landið Burma, nema þá óljósu, brengluðu mynd, sem fjöl- miðlar bregða upp í fréttum, þar sem landkostirnir og bjartari hliðar lífsins falla í skuggann fyrir æsi- efni um ofbeldi og mannréttinda- brot. Vissulega eiga stjórnvöld með einangrunarstefnu sinni þátt í þessu, en keppast nú við að opna landið bæði fyrir ferðamenn og erlent fjármagn. Og forvitnir gest- ir láta ekki á sér standa. Landið er gætt sérkennilegum, óræðum töfrum, sem alls staðar liggja í loftinu einsog ósýnilegur hjúpur, einhver andblær engu líkur, sem þú hefur áður kynnst, í ætt við dularsýn og kryddblandinn ilm, einhver ný blanda af skynjun þinni og andlegu ástandi í veröld, sem þú vissir ekki að væri til. Ég hef margstaðið sjálfan mig að fordómum í garð þessa lands, eða öllu heldur fólksins, sem það byggir, og mun aldrei geta fyrir- gefið þeim að leggja fegurstu borg heimsins, Ayutthaya, þáverandi höfuðborg Tælands, í rúst árið 1767. Þeir náðu þó engu tangar- haldi á Tælendingum, en fengu sjálfir að kenna á svipu nýlendu- valdsins, er þeir misstu sjálfstæði sitt fyrir Bretum og urðu eins kon- ar fylki frá Indlandi allt þar til í lok seinni heimsstyrjaldar. Landið er tæplega sjö sinnum stærra en ísland, 677 þúsund ferkm, en íbú- arnir um 44 milljónir. Þetta fólk á sín'a eigin sjálfstæðu menningu, sem er stolt þess, og vill endur- reisa hana eftir erlenda áþján. Enginn skilur forsendur þessarar þjóðar án þess að kynnast henni, en þú finnur vart hógværara né kurteisara fólk. Hlédræg góðvild skín af viðmóti þess, en allir eru tilbúnir að rétta þér hjálparhönd. í dag hlýtur Burma að teljast eitt sérkennilegasta land heimsins, ferðamenn nútímans eru sólgnir í nýjungar og Burma er þeim sem fundinn fjársjóður. Sérkenni lands- ins heilla gestinn með hveiju óvæntu undrinu af öðru, og með tilkomu nýrra hótela er landið nú í stakk búið til að taka vel á móti gestum, sem eru góðu vanir og gera kröfur. Rangoon og fegursti muster- isturn heimsins - Shwedagon Flugið frá Bangkok tekur aðeins klukku- stund og tvö flug dag- lega. Eins og ráð hafði verið fyrir gert, var móttökustjóri á flug- vellinum að aðstoða mig, svo að allt gekk fljótt fyrir sig. í Rango- on búa um þijár millj- ónir, en byggðin er dreifð, götur breiðar og alls staðar tré og blóm. Borgin er miklu vist- vænni en ég hafði vænst og breski nýlendustíllinn áberandi. Strax á í dag hlýtur Burma að teljast eitt sérkennileg- asta land heimsins, seg- _____ir Ingólfur Guð- brandsson. Ferðamenn eru sólnir í nýjungar og Burma er þeim sem fundinn fjársjóður. leið til hótelsins varð mér hugsað til lýsingar mesta landkönnuðar síns tíma, Marcos Polo, í ferðaminn- ingum, sefn komu út í Feneyjum árið 1298 og segir um Burma: „Musteristurnarnir hér eru ein fegursta sjón, sem getur að líta í veröldinni, hlaðnir úr steini en þakt- ir þykku lagi af gulli eða silfri og sýnist sem sé glitrandi málmur í gegn, svo frábærir eru þeir að formi, gerð og glæsileika. Þetta hefur kóngurinn reist til að hans verði minnst fyrir afrek sín og fyr- ir velferð sálar sinnar. Ljómi þeirra berst langar leiðir í sólskininu." Vígsluhátíð nýja lúxushótelsins Kandawgyi Palace er framundan á næstu dögum, en hótelið var opnað í desember 1995. Hótelið stendur á undurfögrum stað á bökkum Kóngsvatns, þar sem turnar must- eranna speglast og standa á höfði í spegilskyggndum vatnsfletinum. Mikið er í hótelið borið, t.d. fóru sjö hundruð tonn af harðviði í bygg- inguna, en viðurinn er fyrst og fremst notaður til skrauts. Nú er sundlaugin fullgerð, en hún nær yfir stórt svæði frá hótelbygging- unni niður að vatninu og er náttúru- gerð með gosbrunnum, byggð á stöllum með fossum milli hæða. Göngustígar á trépöllum liggja meðfram vatninu, og er útsýni hið fegursta en fullkomin kyrrð og næði frá skarkala borgarinnar. Hótelstjórinn tekur sjálfur á móti mér, Dieter Ulrich Voss, Þjóðveiji, sem er vel þekktur hótel- og veit- ingamaður, búinn að dveljast á staðnum í tæp tvö ár að undirbúa opnun hótelsins. Yfir ágætum kvöldverði segir hann mér, að ný- kominn úr hótelskóla hafí hann fengið starf á hinu heimsfræga Oriental Hotel í Bangkok. Þar var hann fljótlega gerður að forstjóra veitingarekstrar. „Ég ætlaði aðeins að vera í tvö ár, en þau urðu 14, og ég sé ekki eftir einu einasta þeirra," segir hann, „ég hef enn ekki farið til baka, Asía er orðin minn heimur, hér líður mér vel.“ Allur næsti dagur fer í að skoða borgina í fylgd leiðsögumanns. Shwedagon, musteri musteranna, er í göngufæri, og aðkom- an er stórfengleg, engu öðru lík og sannkallað undur heimsins. Bjöllu- laga turninn (stupa) er hundrað metra hár og lagður skiragulli, sem sagt er að sé meira að vöxtum en gullforði Englands- banka. Efsti hluti stúpunnar er auk þess lagður meira en 5.000 demönt- um og á þriðja þúsund rúbínum, safírum og tópösum, en í miðjunni er risastór smaragður, sem endur- kastar fyrstu og síðustu geislum dagsins. Að auki eru á annað þús- und gullbjöllur og hálft þúsund silf- urbjöllur á stúpunni sjálfri, sem mynda mjúkan klið fyrir golunni. A musterissvæðinu í kring eru rúm- lega hundrað önnur, smærri must- eri, sem standa vörð um sjálfa Shwedagon, mörg 20-30 m há og byggð úr margs konar efnum, silfri, tini, kopar, blýi, marmara og tré í ótrúlegustu formum og tekur fram öllu, sem dýrkendur Búddha hafa reist honum til vegsemdar, og mun flestum svo farið, að þeim finnist önnur mannvirki blikna í saman- burði við þetta. Elsti hluti stúpunn- ar er frá 11. öld, en hún var reist í fulla hæð árið 1768. Þessi staður hefur yfir sér fágætan helgiblæ, sem allir skynja, án tillits til átrún- aðar. Þú reikar sem í leiðslu um musterissvæðið undir sterkum áhrifum staðarins, innan um munk- ana í saffrongulum eða purpura- rauðum slæðum og hefur dregið skó af fótum þér eins og allir, sem á svæðið koma til að biðjast fyrir eða af einskærri forvitni. Þú skilur bet- ur örlög þessa lands eftir slíka heimsókn og þjóðina, sem árum saman bjó við áþján erlendra drottnara og býr enn við harðræði og óstjóm, sem vonandi linnir senn. Langt til norðurs — á leið til Mandalay Margt óvænt mætir auga hins vestræna manns í Burma, sem nú gengur undir nafninu Myanmar. Nútíminn hefur aðeins að litlu marki haldið innreið sína í þetta fagra og auðuga land, þar sem framförum er haldið niðri undir sósíalísku yfirbragði harðstjórnar. Ferðamaðurinn fær litlu um það breytt, en hann verður margs vís- ari um heiminn , trúarbrögð og stjórnarfar af heimsókn sinni. Og ferðamaður hefur ekkert að óttast í Burma, nema hann stofni sjálfur til vandræða með hegðun sinni. Skriffinnskan er mikil og seinvirk, en í skipulagðri ferð kemur það ekki að sök. Töfrar landsins eru fólgnir í hinu upprunalega, óspillta og sérkennum, sem víða eru að þurrkast út, eða eru alls ekki til annars staðar Þú mætir alls staðar kurteisi og einstakri velvild og hjartahlýju, sem ekki er víða að finna lengur á slóðum ferðamanna. Þetta land á sér stað í hjarta manns eftir að hafa kynnst því. SHWEDAGON. Bjöllulaga turninn, stúpan, er öll slegin skíragulli. Líkast er sem hún lýsi upp allt nærliggjandi umhverfi og bregði á það töfraljóma. Tveir dagar nægja til að kynnast hinu markverðasta í höfuðborginni Rangoon, og þá er tilvalið að bregða sér norður til Mandalay, sem var síðasta virki landsins í baráttunni gegn Bretum á síðustu öld. Flug þangað tekur um tvær stundir með stuttri millilendingu í hinni frægu musterisborg Pagan, sem var höf- uðborg á 11. öld á dögum Anarutha mikla, en mongólskir ógnarherir Kublai Khans lögðu hana undir sig 1287. Á þeim tíma stóðu um 13.000 musteri á Pagan-sléttunni við Irrawaddy-fljót og var þar mesti tilbeiðslustaður heimsins og trú- armiðstöð, sem yfirgnæfði Benares, Jerúsalem og Róm, en flest muster- in eru nú rústir einar. Þvi blærinn hvíslar í blöðum pálmanna og bjöllur musterisins kalla: Komdu aftur, komdu aftur til Mandalay. Þannig orti Rudyard Kipling árið 1887 í bók sinni „The Road to Mand- alay“. Og þangað liggur leiðin til að kynnast hjarta Burma. Borgin er aðeins rúmlega aldargömul með tæplega milljón íbúa, en hún er tal- in geyma kjarnann í menningu Burmabúa. Ekkert stendur lengur af glæsihöll Mindons konungs nema múrarnir og síkið í kring, því að höllin, að mestu byggð úr harðviði, brann til grunna í árás breska hers- ins í lok seinni heimsstyijaldar. Mik- il eftirsjá var að þessu fagra mann- virki, sem reist var í rétthyrning, er myndaði stjörnumerkin tólf með þremur hliðum á hveijum vegg er sneru í fjórar höfuðáttir, en í miðri höllinni var hásæti konungs, í sal einum, sem kallaður var ljónssalur og táknaði miðju alheimsins. Yfír hásætinu var sjö hæða tum með gullhimni, en niður eftir turninum átti viska alheimsins að streyma til að hjálpa konungi í ákvarðanatöku sinni. Úr fjarska sést Mandalay-hæðin með musteri efst uppi. Þaðan er víð- sýnt yfir Irrawaddy-sléttuna, sem er mesta hrísgijónabúr landsins. Rétt við hæðina er Kuthodaw pagod- an, sem geymir „stærstu bók heims- ins“, Tripitaka, allar kenningar Búddha höggnar í stein. Skammt frá hæðinni er nýjasta og eitt vand- aðasta hótel landsins, Novotel Mand- alay, sem var opnað í lok síðasta árs. Mandalay er ekki aðeins menn- ingar- og trúarmiðstöð, heldur er hún einnig miðstöð viðskipta í norð- urhluta landsins og helsti áfanga- staður ferðamanna. Einn stærsti basar Austurlanda er í Mandalay, skammt frá miðri borg, og kennir þar margra grasa í beinni og yfir- færðri merkingu, því að bókstaflega allt sem fæst í landinu er falboðið á þessum stóra markaði, sem iðar og kraumar af lífi. Þar flýgur stund- in hratt, en gesturinn verður margs vísari um Iand, þjóð og þjóðhætti, þótt hann kaupi ekki neitt. Litríkt er þetta mannhaf, konurnar bera þungar byrðar á höfðinu, en blóma- salinn fer um á hjóli. Tveir dagar í Mandalay líða fyrr en varir, og þú býst til brottfarar, því að ný lönd eru framundan. En Mandalay líður þér ekki úr minni, eftir að hafa kynnst henni. Höfunchir cr fcrdnnmlnfrönnnhir og forstjóri heimsklúbbs Ingólfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.