Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 B 15 FFEGURÐARSAMKEPPNI íslands 1996 fer fram á Hótel íslandi föstudaginn 24. maí n.k. Að þessu sinni keppir 21 stúlka að því að vinna hinn eftirsótta titil, Fegurðardrottning íslands 1996. Mikið verður um dýrðir á úrslitakvöldinu og mun Stöð 3 sýna keppnina í beinni útsendingu. Þá mun tónlistarstöðin MTV taka upp efni á úrslitakvöldinu tii sýningar. Stúlkurnar 21 munu koma þrisvar fram, í tískusýningu, í sundbolum og loks í síðkjólum frá Pronuptia í París, sem brúðarkjólaleigan Rómó hefur umboð fyrir, og síðkjólum frá Jórunni Karlsdóttur. Valdar verða stúlkur í fimm sæti, vinsælasta stúlkan, Oroblu-stúlka ársins og loks verður valin ljósmyndafyrirsæta ársins, en hún verður fulltrúi umboðsskrifstofu Ford í keppnina Supermodels of the World. Stúlkurnar hafa að undanförnu verið á æfingum undir stjórn Ölmu Árnadóttur og í líkamsæfingum í World Class. í framkvæmdastjórn keppninnar eru Ólafur Laufdal, Elín Gestsdóttir og Jóhannes Bachmann. Á úrslitakvöldinu verður gestum boðið upp á fordrykk og þriggja rétta veislumáltíð. Á milli þess sem keppendur koma fram verður boðið upp á skemmtiatriði, tískusýningu, söng og dans. Kynnar kvöldsins verða Unnur Steinsson og Hinrik Ólafsson. Veglegar gjafir Stúlkurnar fá veglegar gjafír fyrir þátttökuna. Þannig mun fegurðar- drottning íslands m.a. fá nýja Peugeot-bifreið til afnota í eitt ár, ferð til Cancun að verðmæti 200 þúsund krónur í boði Heimsferða, ioðfeld frá Eggert feldskera, árskort frá World Class, Misaki perluskartgripi, fatnað, skó, snyrtivörur og margt fleira. í dómnefnd keppninnar sitja Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, formað- ur, Þórarinn J. Magnússon ritstjóri, Kristín Stefánsdóttir förðunarfræðing- ur, Ágústa Jónsdóttir verslunarmaður, Egill Ólafsson söngvari, Birna Braga- dóttir fegurðardrottning Norðurlanda 1995 og Bogi Þór Siguroddsson mark- aðstjóri Stöðvar 3. Myndimar af stúlkunum sem birtast hér á opnunni voru teknar í flug- skýli íslandsflugs á Reykjavíkurflugvelli, sem veitti góðfúslegt leyfí fyrir myndatökunni. Kjólamir eru frá Rómó í Keflavík og Jómnni Karlsdóttur. Hár-Expó annaðist hárgreiðsiuna og um förðun sáu Súsanna Heiðarsdóttir og Þómnn Högnadóttir hjá FACE í Kringlunni. Snyrting og neglur em í höndum fagfólksins á Snyrti- og nuddstofu Hönnu Kristínar 3. hæð Kringl- unni. Kristinn Ingvarsson tók myndirnar og Halldór Kolbeins aðstoðaði við myndatökura. STULKURNAR 21 SEM KEPPA TIL URSLITA AÐALHEIÐUR MILLÝ STEINDÓRSDÓTTIR er fegurðar- drottning Suðurlands. Hún er 18 ára gömul er frá Selfossi. Foreldrar henn- ar eru Erna Magnúsdóttir og Steindór Kári Reynisson. Aðalheiður Millý er 178 sm á hæð. AUÐUR GEIRSDÓI IIR er fegurðardrottning Norðurlands. Hún er 20 ára gömul og er frá Akureyri. Foreldrar hennar eru Kolbrún Þormóðs- dóttir og Geir Friðgeirsson. Auður er 176 sm á hæð. ÁSTA ANDRESDÓTTIR er 20 ára gömul og er frá Reykjavík. Foreldrar hennar eru Valgerður Ingimarsdóttir og Andrés Indriðason. Ásta er 170 sm á hæð. BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR er 22ja ára gömul og er frá. Reykjavík. Foreldrar hennar eru Ásthildur S. Rafnar og Þorsteinn Ólafs- son. Bergljót er 182 sm á hæð. ERLA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR er 20 ára gömul og er frá Mosfellsbæ. Foreldrar hennar eru Ásthildur Davíðsdóttir og Guðmundur Andrésson. Erla Björk er 168 sm á hæð. GUÐRÚN ASTRID ELVARSDÓ I IIR er fegurðardrottning Vest- flarða. Hún er 18 ára gömul og er frá Súðavík. Foreldrar hennar eru Anna Sigurðardóttir og Elvar Ragnarsson. Guðrún Astrid er 175 sm á hæð. GUÐRÚN RAGNA GARÐARSDÓTTIR er 19 ára og er frá Seyðisfirði. Foreldrar hennar eru Arnbjörg Sveinsdóttir og Garðar Rúnar Sigurgeirsson. Guðrún Ragna er 176 sm á hæð. HALLA SVANSDÓI"'I'IR er fegurðardrottning Vesturlands. Hún er 19 ára gömul og er frá Akranesi. Foreldrar hennar eru Una Guðmundsdótt- ir og Svanur Geirdal. Halla er 168 sm að hæð. HARPA LIND HILMARSDÓTTIR er 19 ára gömul og er frá Hafnarfirði. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hilmar Frið- riksson. HarpaJLind er 171 sm á hæð. HARPA RÓS GÍSADÓTTIR er fegurðardrottning Reykjavíkur. Hún er 18 ára gömul og er frá Garðabæ. Foreldrar hennar eru Helga Ólafs- dóttir og Gísli M. Eyjólfsson og fósturforerldrar Ólafía Ólafsdóttir og Hall- dór Arason. Harpa Rós er 176 sm á hæð. HELGA ERLA GUNNARSDÓTTIR er 18 ára gömul og er frá Keflavík. Foreldrar hennar eru Lísbet Hjáimarsdóttir og Gunnar Kristins- son. Helga Erla er 176 sm á hæð. HJÖRDÍS SIGURÐARDÓTTIR er 19 ára gömul og er frá Akra- nesi. Foreldrar hennar eru María Luisa Kristjánsdóttir og Sigurður Sverrir Jónsson. Hjördís er 172 sm á hæð. HREFNA DAGBJÖRT ARNARDÓOTTIR er 19 ára gömul og er frá Breiðdalsvík. Foreldrar hennar eru Inga Dagbjartsdóttir og Örn Ing- ólfsson. Hrefna Dagbjört er 170 sm á hæð. JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR er fegurðardrottning Austur- lands. Hún er 17 ára og er frá Seyðisfirði. Foreldrar hennar eru Þuríður Einarsdóttir og Halldór Harðarson. Jóhanna er 172 sm á hæð. KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR er 17 ára gömul og er frá Reykja- vík. Foreldrar hennar eru Ásta Sigurðardóttir og Guðlaugur Aðalsteinsson. Katrín er 168 sm á hæð. MARÍA HELGA GUNNARSDÓTTIR er 21 árs gömul og er frá Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar eru Berglind Hrönn Hallgrímsdóttir og Gunnar Valur Gunnarsson. María Helga er 176 sm á hæð. SONJA ÞÓRISDÓTTIR er 24ja ára gömul og er frá Garðabæ. For- eldrar hennar eru Jónína H. Víglundsdóttir og Þórir Björnsson. Sonja er 171 sm á hæð. SÓLEY INGÓLFSDÓTTIR er 22ja ára gömui og er frá Reykjavík. Foreldrar hennar eru María Svandís Guðnadóttir og Ingólfur Karl Sigurðs- son. Sóley er 172 sm á hæð. SÓLVEIG LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR er fegurðardottning Suðurnesja. Hún er 19 ára gömul og er úr Njarðvíkum. Foreldrar hennar eru Pálína Ágústsdóttir og Guðmundur S. Garðarsson. Sólveig Lilja er 177 sm á hæð. THELMA RÓBERTSDÓTTIR er 17 ára gömul og er frá Vestmanna- eyjum. Foreidrar hennar eru Svanhildur Gísladóttir og Róbert Sigmunds- son. Thelma er 170 sm á hæð. VIGDÍS JÓHANNSDÓTTIR er 18 ára gömul og er frá Keflavík. Foreldrar hennar eru Guðný Gunnarsdóttir og Jóhann Einvarðsson. Vigdís er 168 sm á hæð. THELMA Róbertsdóttir, Helga Erla Gunnarsdóttir, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Aðalheiður Millý Steindórsdóttir og Hrefna Dagbiört Amardóttir. SONJA Þórisdóttir, Guðrún Astrid Elvarsdóttir, Erla Björk Guðmundsdóttir, Harpa Lind Hilmarsdóttir og Hjördís Sigurðardóttir. HALLA Svansdóttir, Ásta Andrésdóttir, Auður Geirsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Katrín Guðlaugsdóttir og Vigdís Jóhannsdóttir. MARÍA Helga Gunnarsdóttir, Sóley Ingólfsdóttir, Bergljót Þorsteinsdóttir, Harpa Rós Gísladóttir og Sólveig Lilja Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.