Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 16
 16 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU Umboðsmaður Islenskukennarar - sérkennarar íslenskukennara og sérkennara vantar að Garðaskóla frá og með 1. ágúst nk. Leitað er að vel menntuðum og áhugasömum kennurum. í Garðaskóla eru um 600 nemendur í 7.-10. bekk. Starfsaðstaða nemenda og kennara er til fyrirmyndar í rúmgóðu húsnæði. Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum á starfstíma skóla. Skólastjóri Garðaskóla, sími 565 8666. áB^ BESSASTAÐAHREPPUR Tónlistarskóli Bessastaðahrepps auglýsir eftir kennurum í eftirtaldar greinar fyrir næsta skólaár: Tónfræði, forskóla, barnakór, málmblásturs- hljóðfæri, klarinett og píanó. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 565 4459 og 565 2625. Umsóknir berist fyrir 28. maí. Skólastjóri. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Suðurlandi auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðu- manns á sambýli fyrir fatlaða á Selfossi. Starf forstöðumanns gerir kröfur um: - Fjölbreytileg samskipti - Sveigjanleika - Ákveðni - Fagleg vinnubrögð Æskilegt er að umsækjandi hafi þroskaþjálfa- menntun eða aðra samþærilega uppeldis- menntun og hafi góða þekkingu á málefnum fatlaðra. Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Þor- varðardóttir, forstöðumaður í síma 482 2454. Varnarliðið Sumarafleysingar Varnarliði á Keflavíkurflugvelli óskast að ráða fólk til sumarafleysinga: • Bifvélavirkja hjá Stofnun verklegra fram- kvæmda og Verslun Varnarliðsins. • Bílamáiara hjá Stofnun verklegra fram- kvæmda. • Málara hjá Stofnun verklegra fram- kvæmda. • Blikksmiði hjá Stofnun verklegra fram- kvæmda. • Rafvirkja hjá Stofnun verklegra fram- kvæmda. • Rafeindavirkja hjá Flugrekstrarstofnun Varnarliðsins. • Matreiðslumenn hjá Liðsforingjaklúbbi Varnarliðsins. Iðnmenntunar er krafist fyrir öll störfin, en fáist ekki réttindafólk kemur til greina að ráða vana aðstoðarmenn í sum störf. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmála- skrifstofu, ráðningadeildar, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi sfðar en 28. maí 1996. Nánari upplýsingar um störfin eru í starfslýs- ingum sem liggja frammi á sama stað. Frá Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnesi Smíðakennarar Laus er staða smíðakennara. Skólinn er ein- setinn og býður upp á góða vinnuaðstöðu. M.a. nýja smíðastofu. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 561 1980. Hornafjörður Fræðslu- og fjölskylduskrifstofa Skólamálafulltrúi - sérkennslufulltrúi Fyrirhugað er að setja á stofn Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands (FFS). Hlutverk skrifstofunnar er að sinna þeirri þjón- ustu sem skólaskrifstofu ber að veita frá 1. ágúst 1996 og þeirri þjónustu sem nú er veitt af ýmsum aðiljum er tengjast félagsþjón- ustu og fjölskyldumálum á Suðausturlandi. Starfssvæði skrifstofunnar verður væntan- lega Hornafjörður, Djúpivogur, Hofshreppur, Bæjarhreppur og Borgarhafnarhreppur. Hornafjarðarbær auglýsir eftirfarandi stöður við fyrirhugaða Fræðslu- og fjölskylduskrif- stofu Suðausturlands: Skólamálafulltrúi, sérkennslufulltrúi Skólamálafulltrúi skal hafa kennslufræði- lega menntun og reynslu á sviði skólamála. Meðal verkefna skólamálafulltrúa má nefna: • Almenn kennsluráðgjöf. • Umsjón með fagstjórnun. • Samstarf við skólastjórnendur og kennara um tengsl skólastiga. • Umsjón með vinnslu skólanámsskráa og sýslunámsskrár í samráði við skólastjórn- endur. • Skipulagning endur- og símenntunar. • Eftirlit með starfrækslu kennslugagna- miðstöðvar og skólasafna. • Áætlanagerð og eftirlit með námi og kennslu í samvinnu við skólastjórnendur. • Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipu- lagi og árangri skólastarfs. Sérkennslufulitrúi skal hafa menntun og reynslu í sérkennslu. Meðal verkefna sér- kennslufulltrúa er: • Aðstoð við skipulagningu sérkennslu inn- an grunnskólanna, mat á sérkennsluþörf og gerð tillagna um sérkennslustunda- magn. • Ráðgjöf vegna framkvæmdar og skipu- lagningar sérkennslu. • Umsjón þróunarverkefna í sérkennslu inn- an skólanna. • Mat á þörf á sérstuðningi í leikskólum. • Ráðgjöf um framkvæmd og skipulagningu sérstuðnings á leikskólum í samvinnu við sálfræðing og starfsmann svæðisstjórnar um málefni fatlaðra eða utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á hverju sinni. Nánari upplýsingar um störfin gefur félags- málastjóri Hallur Magnússon í síma 478 1500. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda undirrituðum fyrir föstudaginn 24. maí 1996. Hornafirði, 17. maí 1996. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði. Umboðsmaður óskast á Fáskrúðsfjörð. Upplýsingar í síma 569 1113. Bifvélavirkjar Fyrirtæki sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum óskar eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn til framtíðarstarfa: 1. Bifvélavirkja á verkstæði. 2. Bifvélavirkja eða vanan mann í afgreiðslu vélavarahluta. Æskilegt er að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt: Stundvísi, framtakssemi, lipurð, árvekni og að menn geti starfað sjálfstætt. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Bifvélavirki - 4268“. PÓSTUR OG SÍMI Reiknistofa Pósts og síma óskar að ráða starfsmenn í forritun Starfssvið: • Forritun og hönnun hugbúnaðar • Gerð kerfislýsinga • Rekstur hugbúnaðarkerfa og prófanir • Samskipti við verktaka Menntunar- og hæfniskröfur: • Æskilegt er að umsækjendur séu verk- eða tæknifræðingar eða með háskólapróf í tölvunarfræðum. • Kunnátta í forritun skilyrði. Umsóknir: Störfin eru laus nú þegar. Umsóknar- frestur er til og með 24. maí 1996. Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingargefur Andrés Magnús- son í síma 550 6474. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu starfsmannadeildar á 1. hæð Landssíma- hússins við Austurvöll sem opin er frá kl. 8-16. Póstur og sími er þjónustufyrirtæki og viðskiptavinir þess eru allir landsmenn. Hjá fyrirtækinu vinna um 2.400 starfsmenn sem sinna bæði síma- og póstþjónustu. L-~ pfSpf'lfTO . i [«iíHínj m r Jn JJL RlftSlf líUSJUniJri Leikfélag Akureyrar auglýsir hér með eftir leikhúsritara í 50% starf næsta leikár. Ráðningartími er frá 10. ágúst 1996 til 9. ágúst 1997. Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í leikhúsinu. Starfið er þess vegna í mótun og þarf sá sem ráðinn verður að vinna náið með leikhús- stjóra, fjárreiðustjóra og miðasölustjóra hússins. Um launakjör fer eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Nánari upplýsingar veitir leikhússtjóri Leikfé- lags Akureyrar í síma 462 5073. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga við Sjúkrahús Vestmannaeyja á lyf/handlækn- ingadeild í júlí og ágúst. Upplýsingar um starfið og starfsaðstöðu gefur hjúkrunarforstjóri í síma 481-1955 og í heimasíma 481-2116.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.