Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 B 21 ATVINNUA UGL YSINGAR Sölumaður - framtíðarstarf Sölu- og afgreiðslumaður óskast í innflutn- ingsverslun með vélarrog byggingavörur. Áhugasamir leggi inn nafn og upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „A - 1025“ fyrir þriðju- daginn 28. maí nk. Járniðnaðarmaður Fyrirtæki sem rekur verslun og verkstæði óskar eftir manni til vinnu. Viðkomandi þarf að kunna á renniþekk. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „J - 16132“ fyrr 1. júní. Iðjuþjálfar á geðdeild Á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar frá 1. ágúst 1996: 1. Staða yfiriðjuþjálfa, ótímabundin. 2. Staða iðjuþjálfa, til tveggja ára. 3. Hálf staða aðstoðarmanns iðjuþjálfa, til eins ára. Geðdeild FSA veitir bráðahjálp, meðferð og endurhæfingu vegna geðsjúkdóma og sál- ræns kreppuástands. Deildin þjónar fyrst og fremst íbúum Norður- og Austurlands. Þar starfa auk iðjuþjálfa, geðlæknar (þrír), deild- arlæknir, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingur, félagsráðgjafi og aðstoðarfólk. Næsta haust mun hálf staða sérkennara tengjast deildinni. Þá hefst einnig tilraun til skipulagðrar meðferðar í dagvist fyrir 6-8 sjúklinga. Meðferðarrými til sólarhringsvist- unar eru 10 talsins. Þjónusta við fólk utan sjúkrahúss fer vaxandi. Nánari upplýsingar veita Kristín Sigursveins- dóttir, yfiriðjuþjálfi, og Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir, í síma 463 0100. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni geð- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, fyrir 10. júní næstkomandi. Varnarliðið Rafmagnsverk- fræðingur (U.S. Naval Computer and Telecommunic- ation Station) Varnarliðið óskar eftir að ráða rafmagnsverk- fræðing til Fjarskiptastofnunar Varnarliðsins. Starfið felst í tæknilegum rekstri og skipu- lagi ásamt verk- og fjárhagsáætlanagerð stofnunarinnar. Samskipti við íslenska og bandaríska aðila innan og utan stofnunar eru mikil og því áríðandi að viðkomandi sé lipur í samskipt- um. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum. Krafist er fullgildrar menntunar rafmagns- verkfræðings, mjög góðrar munnlegrar og skriflegrar enskukunnáttu, ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnar- málaskrifstofu, ráðningardeildar, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, elgi sfðar en 28. maí 1996. Nánari upplýsingar um starfið eru í starfslýs- ingu sem liggur frammi á sama stað. Áríð- andi er að umsækjendur kynni sér hana áður en þeir sækja um starfið. rr- I 1 T FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Framhaldsskóla- kennarar! Fjölbrautaskóli Suðurlands í Skógum aug- lýsir eftir kennara í stærðfræði á 1. og 2. ári framhaldsskóla. Gott húsnæði fylgir stöð- unni. Umsóknarfrestur er til 31. maf. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 487 8850 eða 487 8851. Skólastjóri. RÆSIR HF BIFVÉLAVIRKI Ræsir hf. óskar að ráða bifvélavirkja til starfa. Starfssvið Amennar vöru- og sendibílaviðgerðir. Hæfniskröfur • Bifvélavirki. • Þarf að geta unnið sjálfstætt. • Samstarfslipur. í boði er gott starf hiá traustu fyrirtæki og símenntun í starfi. Með umsókmr og fyrir- spurninr verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja merktar: „Bifvélavirki” fyrir 25. maí nk. RÁÐGARÐUR hf SllÓRNUNARCXiREKSrRARRfeGIÖF FURUGERÐI 5 toa REYKJAVÍK SlMI 833-1800 netfang: radgardurQltn.ls Kennarar óskast til starfa við grunnskólann á Hólmavík Lausar eru stöður í almennri bekkjar- kennslu, sérgreinakennslu í 8.-10. bekk, íþróttakennslu o.fl. Einnig vantar fólk (helst kennara) sem get- ur tekið að sér umsjón og gæslu og haldið heimili f fámennri heimavist á staðnum sem verður tekin í notkun þegar líður á haust- önnina. Kennsla og heimavistargæsla getur gefið góða tekjumöguleika. Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaður í Strandasýslu og stendur við Steingrímsfjörð u.þ.b. 320 km frá Reykjavík. Samgöngur við höfuðborgarsvæðið eru yfirleitt greiðar. í grunnskólanum, sem er einsetinn heildstæð- ur skóli með 1.-10. bekk, verða um 110 nemendur næsta skólaár í 8-9 bekkjardeild- um. Að jafnaði eru um 10-15 nemendur í hverri bekkjardeild. Nýr íþróttasalur var tek- inn í notkun fyrir fáum árum sem gjörbreytti allri íþróttaaðstöðu á staðnum. Hólmavíkurhreppur greiðir flutningskostnað kennara og greiðir kennurum uppbót á föst laun. Húsnæði fæst á hagstæðu verði. Hafið samband við okkur og fáið frekari upp- lýsingar um hugsanlega kennslu, staðinn o.fl. Frekari upplýsingar gefa: Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, og Victor Örn Victors- son, aðstoðarskólastjóri, f vs. 451 3129 og 451 3430. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra fyrir 15. júnf nk. Verkfræðingar/ tæknifræðingar Verkfræðistofan Fjölhönnun ehf. óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða tækni- fræðing til sumarafleysinga. Áætlaður ráðningartími er júní til október 1996. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar eru veittar í síma 568 0233. Gefandi og fjöl- breytt starf Fjölskylda á Akureyri með 9 ára mál- og hreyfihamlaðan dreng óskar eftir starfs- manni, helst með uppeldismenntun. Þarf að geta hafið störf um 10. júní. Vinnutími er um 30 klst. á viku. Starfið felst í aðstoð við drenginn inni á heimilinu og við tómstundastörf og er bæði fjölbreytt og gefandi. Um er að ræða starf í sumar eða til lengri tíma. Innifalin er handleiðsla og þjálfun starfs- mannsins og er þetta kjörið tækifæri til að öðlast reynslu sem nýst getur í mörgum uppeldisstörfum. Góð laun í boði. Nánari upplýsingar gefur Lone Jensen, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, sími 460 1400. Grunnskólar Hornafjarðar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar kennara- stöður við Grunnskóla Hornafjarðar: Heppuskóli: 8.-10. bekkur: Sérkennsla. AJpplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1348. Hafnarskóli: 3.-7. bekkur: Almenn kennsla, handmennt, myndmennt, sérkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1142. Nesjaskóli: 1.-7. bekkur: Almenn kennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1445. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda skólastjórum fyrir föstudaginn 28. maí 1996. Hornafirði, 17. maí 1996. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði. Fornleifarannsóknir Fornleifastofnun íslands auglýsir eftir 2-3 háskólanemum til aðstoðar við fornleifarann- sóknir í sumar. Sérstaklega er lýst eftir um- sóknum frá nemum sem hyggja á eða stunda nám í fornleifafræði eða skyldum greinum, auk líffræði og jarðfræði. Aðstoðarfólki gefst kostar á að kynnast fjölbreyttum störfum fornleifafræðinga og þróa rannsóknarhug- myndir sínar undir leiðsögn starfsmanna stofnunarinnar. Einnig er leitað að nemendum sem hafa áhuga á að taka að sér afmörkuð rannsóknarverkefni í samstarfi við Fornleifastofnun. Með umsókn skal fylgja yfirlit um náms- og starfsferil ásamt upplýsingum um námsárangur, fræðileg áhuga- mál og framtíðaráform. Umsóknum merktum „Fornleifarannsóknir“ skal skilað eigi síðar en 31. maí til Fornleifa- stofnunar íslands, pósthólf 883, 121 Reykja- vík. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 552 1848 milli kl. 17 og 20 til 23. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.