Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVlN N If A UGL YSINGAR Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða vanan mann til starfa sem fyrst. Sveinspróf eða vélfræðimenntun skilyrði. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 455 4560 eða 455 4564. Vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga, Sauðárkróki. Kerfisfræðingur Visa ísland, óskar að ráða kerfisfræðing/ tölvunarfræðing til starfa á tæknisviði sem fyrst. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er tii 24. maí. CUÐNITÓNSSON RÁÐGIÖF & RÁDNlNGARÞjÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 RBYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Lögfræðingar Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði. Ráðið verður í stöðuna frá og með 10. júní 1996. Laun eru skv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist sýslumanninum á Seyðisfirði, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, í síðasta lagi föstudaginn 24. maí 1996. Seyðisfirði, 17. maí 1996. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, Lárus Bjarnason. Máifarsráðunautur Ríkisútvarpið auglýsir starf málfarsráðu- nautar laust til umsóknar. Ráðningartími er frá 1. júlí nk. Áskilið er að umsækjendur hafi kandítatspróf í íslenskri málfræði. Umsóknarfrestur er til 1. júní og ber að skila umsóknum í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1 eða til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöð- um, sem fást á báðum stöðum. RÍKISÚTVARPIÐ Við óskum eftir faglœi'ðum Framreiðslnmönnura í helgarvinnu ---------&------------ aðstoðaifólkiísal Upp/ýsingar eni veittar d Argentínu frá kl. 14 til 17 mánudaginn 20. triáí. „Au pair“ - Svíþjóð Stúlka óskast til íslenskrar læknisfjölskyldu í Svíþjóð frá miðjum júlí. Lágmarksaldur 18 ár - reyklaus. Þrjú börn á heimilinu 2ja, 6 og 8 ára. Upplýsingar í síma 553 0128. FLENSBORGARSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Stærðfræðikennarar Flensborgarskólinn óskar að ráða kennara í stærðfræði og eðlisfræði. Umsóknarfrestur er hér með framlengdur til 1. júní. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari, sími 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. Ritstjóri Stúdentablaðsins Stúdentaráð Háskóla íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritstjóra Stúdentablaðs- ins. Hann verður ráðinn frá 15. júní nk. til eins árs. Ritstjóri ber ábyrgð á útkomu Stúd- entablaðsins, sem er gefið út reglulega yfir vetrartímann af Stúdentaráði. Leitað er að dugmiklum og áhugasömum einstaklingi með nokkra reynslu af útgáfu- störfum eða blaðamennsku. Umsóknir skulu berast skrifstofu SHÍ, Stúd- entaheimilinu við Hringbraut, fyrir 1. júní nk. Allar nánari upplýsingar fást í síma 562 1080 eða í tölvupósti: shi@vortex.is Yfirsálfræðingur Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða yfirsálfræðing. Gæðastjórnun og árangursrík samvinna er höfð að leiðarljósi í þjónustu Svæðisskrif- stofu. Yfirsálfræðingur tekur þátt í víðtæku sam- starfi fagteymis skrifstofunnar. Sérstök verk- efni yfirsálfræðings eru meðal annars eftir- farandi: ★ Ráðgjöf við fatlaða og aðstandendur þeirra. ★ Faglegur stuðningur við starfsfólk Svæð- isskrifstofunnar á sviði atvinnu, búsetu og skammtímavistar. ★ Samstarf við tengslastofnanir á svæðinu svo sem á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála. ★ Yfirumsjón með sálfræðilegri greiningu, meðferð og gerð áætlana um þjónustu. Óskað er eftir metnaðarfullum sálfræðingi með góða samstarfs- og stjórnunarhæfileika til starfa í framsækinni þjónustustarfsemi á vinnustað sem einkennist af jákvæði og bjart- sýni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 564 1822 á Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, í Kópavogi, þar sem umsókn- areyðublöð liggja frammi. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 7.6. nk. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi var ein af 5 ríkis- stofnunum sem fjármálaráðherra veitti viöurkenningu í apríl sl. fyrir að vera til fyrirmyndar í þjónustu, rekstri, hagræðingu og nýjungum. Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar stöður næsta vetur. Kennslugreinar: Auk almennrar kennslu, danska, myndmennt, handmennt og stuðn- ingskennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 475 1224 eða 475 1159 og aðstoðarskólastjóri í síma 475 1370 eða 475 1211. Framreiðslumaður óskast til starfa á Hótel Sögu. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri virka daga frá kl. 9-16. Hjúkrunarforstjóri Óskum eftir að ráða hjúkrunarforstjóra til starfa sem fyrst á 60 rúma dvalar- og hjúkrunarheimili á Stokkseyri. íbúðarhúsnæði fyrir hendi. Upplýsingar í síma 483 1310. FLENSBORGARSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Fiskvinnslukennarar óskast Fiskvinnsluskólinn, sjávarútvegsdeild Flens- borgarskólans, óskar eftir kennurum til starfa. 1. Til kennslu í matvælafræði og er þar ósk- að eftir kennara með háskólamenntun í greininni. 2. Til verklegrar kennslu og kennslu í sér- greinum tengdum fiskvinnslu. Óskað er eftir manni með góða menntun og fjöl- breytta starfsreynslu við úrvinnslu sjávar- afurða, þar á meðal reynslu í notkun tölvu- kerfa við fiskvinnslu. Umsóknarfrestur er framlengdur til 1. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Erlends- son, verkefnisstjóri, Hvaleyrarbraut 13, Hafnarfirði, sími 565 2099. Skólameistari. Viðskiptafræðingur Bókhaldsdeild Reykjavíkurborgar óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Upplýsingagjöf og samskipti við stofnanir borgarsjóðs. Margvísleg uppgjör þ.m.t. vinna við ársuppgjör. Almenn skrif- stofustjórnun ásamt úrvinnslu og umsjón með bókhaldsskrám borgarsjóðs. Leitað er að viðskiptafræðingi með starfs- reynslu og góða bókhalds- og tölvuþekkingu. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7 og skal umspknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 24. maí. Rétt er aö vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. (tIJÐNÍ Tónsson RÁDGIÖF U RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.