Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Blómasfofa Friðjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld tif ld. 22 - eínnig um hclgar. Skreytingar fyrir öll tilcfní. Gjafavörur. + Peter Locke, píanóleikari og æfingasljóri hjá Is- lensku óperunni um nokkurra ára skeið, verður jarðsunginn í heimaborg sinni, London, á morgun, mánudaginn 20. maí, en þar lést hann 8. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Peter var á sextugasta aldursár- inu. Þessa fjölhæfa listamanns munu allir sem störfuðu með honum hér á landi minnast með þökk og hlýju. Við sem setjum þessi fáu kveðju- orð á blað áttum þess kost, sem fé- lagar í Kór Islensku óperunnar, að njóta leiðsagnar Peters í nokkrum sýningum og kórverk- um. Með okkur tókst einlæg vinátta og við áttum með honum marga ánægjustund á heimili okkar. Frá því íslenska óp- eran tók til starfa árið 1979 hafa margir erlend- ir tónlistarmenn, leik- stjórar og sviðsfólk lagt starfseminni lið með því að dvelja hér tímabundið við þjálfun kórs og ein- söngvara og sviðsetningu einstakra verka. Vinna þessa fólks með starfsmönn- um Operunnar og kómum hefur bor- ið þann ávöxt að hver sýningin ann- arri betri hefur farið á §alirnar. Sumt af þessu ágæta fólki hefur aðeins komið við sögu í einni eða tveimur sýningum og síðan horfið til fyrri starfa í heimalandi. Á þessu eru þó undantekningar. Peter ijocke var einn þeirra manna sem heita má að hafi verið hér rneð annan fótinn allt frá árinu 1985. Ástæðan var einfald- lega sú að forráðamenn Óperunnar og allir sem hlut hafa átt að sýning- um báru slíkt traust til hans að til hans var leitað aftur og aftur. Feng- ist hann til að koma vissu allir að jafnvel þótt stuttur tími væri til æf- inga mátti treysta því að allt gengi upp þegar að frumsýningu kæmi. Peter var Ijölmenntaður listamað- ur. Hæfileikar hans lágu raunar ekki aðeins á sviði tónlistar, enda þótt af þeim einum væri hann fullsæmdur. Hann var líka rnenntaður leikari. Frá Melboume í Ástralíu skrifaði hann okkur í júní 1990 að nú þyrfti hann, auk píanóleiks, að fara með smáhlut- verk í leikriti um áströlsku sópran- söngkonuna Nellie Melba (1861- 1931). Og einhvemtíma trúði Peter okkur fyrir því að hann væri með skáldsögu í smíðum. Ekki vitum við hvort honum tókst að ljúka því verki. Þótt Peter næði ekki að tala íslensk- una að neinu marki skildi hann málið vel og las íslenskan texta nánast fyrir- stöðulaust, enda mikill málamaður. Sem kórstjóri var Peter allt í senn vandvirkur, mikilvirkur og skemmti- legur. Hann vissi upp á hár hvaða tónblæ, áherslum og framburði hann vildi ná fram í söng og hætti ekki fyrr en það tókst. Við sem vorum með í kórnum frá upphafi förum ekki í grafgötur um að auk máttar- stólpans sjálfs, Garðars Cortes, hafa tveir menn átt stærstan hlut í að gera kórinn að því hljóðfæri sem hann var og er. Þeir eru Marc Tardue, sem þjálfaði kórinn fyrir fyrstu sýningarnar, og Peter Locke, sem við kveðjum nú eftir tíu ára farsælt _og árangursríkt samstarf. Meðan íslenska óperan fær notið starfskrafta manna á borð við Peter Locke þarf hún engu að kvíða um framtíð sína. Við kveðjum hann með virðingu og þökk. Sigrún Jóhannesdóttir og Gunnar Guttormsson. PETER LOCKE RADA UGL YSINGAR 3 Súðavíkurhreppur Simi 456-4912, fax 456-4946 óskar eftir tilboðum í girðingarvinnu í Súða- vík. Helstu verkþættir eru: Rafgirðing um 3.5 km á lengd. Túngirðing um 600 metrar, veg- rist, aksturs-, göngu- og hestahlið. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Súða- víkurhrepps frá og með 20. maí 1996. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 30. maí kl. 14. B 0 Ð »> Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 1C5 Reykjavík. Netfang Ríkiskaupa: rikiskaup@rikiskaup.is ★ Nýtt í auglýsingu 10591 húsgögn fyrir hjúkrunardeild á Höfn í Hornafirði. Opnun 28. maí kl. 14.00. 10586 forval, hugbúnaður fyrir verð- bréfamiðstöð var. Opnun 3. júní kl. 12.00. 10602 hjúkrunarrúm fyrir hjúkrun- ardeild. Opnun 4. júní kl. 11.00. 10587 prentun dagbóka, ramma- samningur. Opnun 4. júlí kl. 11.00. 10592 lasertæki fyrir þvagfæra- skurðlækningar fyrir Ríkisspít- ala. Opnun 6. júní kl. 11.00. ★ 10595 byggingarefni fyrir gróður- hús, (gler, burðarvirki ofl.) Opnun 25. júní kl. 11.00. ★ 10601 Ijósritun, rammasamningur. Opnun 2. júlí kl. 14.00. 10593 hrifritstæki fyrir Landspítal■ ann. Opnun 11. júlí kl. 11.00 Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. nema annað sé tekið fram. Frekari upplýsingar má fá í ÚTBOÐA. \ra/RÍKISKAUP úrboð s k i I a á r a n g r i I BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, BRÉFASÍMI 562-6739 Tilboð óskast í byggingu 360 fm lagerhúsnæðis (stálgrind- arhúss) ofan á steyptan kjallara á Vagnhöfða 29, Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu okkar, frá og með þriðjudeginum 21. maí nk. eftir kl. 14 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. júní kl. 14. Málmtækni sf. Vagnhöfða 29, Reykjavík. Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla mánu- daga frá kl. 9-18. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönnum SJÓVÁ- ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 567-1285. IJtboð Húsfélagið Kambasel 54-56, sem er 14 íbúða fjöleignahús, óskar eftir tilboðum í við- gerðir og málun utanhúss. Útboðsgögn verða afhent, gegn 1000 kr. óafturkræfu gjaldi, frá og með þriðjudeginum 21. maí hjá Verkfræðiþjónustu Jóns Skúla Indriðasonar, Ármúla 21, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjud. 28. maí kl. 17.30. Allar nánari upplýsingar í síma 588 1224 og 896 6763. Á besta stað! Verslunarhúsnæði til leigu, ca 100 fm, í bláu húsunum við Fákafen/Faxafen. Nánari upplýsingar í símum 588 5250 og 568 8235 á verslunartíma. Bjart og rúmgott við Reykjanesbraut Höfum til leigu frá og með september 1996 húsnæði það sem Sjúkraþjálfarinn hefur rek- ið starfsemi sína í undanfarin ár í Dalshrauni 15, Hafnarfirði (sama hús og Byko). Hér er í boði húsnæði sem býður upp á mikla mögu- leika, bjart og rúmgott og gæti hentað vel fyrir líkamsræktarstöð og þess háttar. Stærð ca 300 fm. Áhugasamir vinsamlega leggið inn nafn og síma í pósthólf 496, 222 Hafnarfjörður. 200 m2 verslunar- húsnæði óskast Öflugur erlendur fataframleiðandi óskar eftir að taka á leigu 200 m2 verslunarhúsnæði undir sportfataverslun. Æskilegt er að húsnæðið sé vel staðsett, bjart og með góðum sýningargluggum. Tilboð merkt: „Skilvís - 123“ sendist til af- greiðslu Mbl. fyrir 25. maí. Iðnaðarhúsnæði í Reykjanesbæ Til sölu er fasteignin Fitjabraut 3, Reykja- nesbæ. Um er að ræða 727 fm stálgrindar- hús byggt árið 1978. Mikil iofthæð er í hús- inu og hefur húsið verið m.a. notað til báta- smíða. Stærð lóðar er 12000 fm. Fasteigna- mat eignarinnar er samt. 19.558.000,-. Kjöreign, fasteignasala, Armúla 21, sími 533 4040. Sumarbústaðalóðir við Þingvallavatn og í Grímsnesi Til sölu nokkrar úrvals sumarbústaðalóðir í Grímsnesi, ein lóð við Þingvallavatn og 24 fm hjólhýsi. Uppl. í síma 486 4500 og 486 4436. Til sölu hluti 200 hektara eignarjarðar í Borgarfirði. Enginn framleiðsluréttur en á jörðinni er 260 fm íbúðarhús, skemma og dælustöð. Hlunnindi: Jarðhiti, eigið heitt og kalt vatn, veiði- leyfi á Arnarvatnsheiði, veiðihús og veiðiréttur í Reykjadalsá, en um hana er veiðifélag. Upplýsingar í hs. 435 1331 og vs 435 1200. Þjórsárdalur útivistarfólk - útivistarparadís Örfá lönd eru til sölu eða leigu í hjarta Þjórs- árdals. Jafnframt er möguleiki til afnota af landi til skógræktar og/eða hagagöngu hrossa. Um er að ræða ræktað land, mjög aðgengilegt í vegasambandi. Rómuð nátt- úrufegurð. Áhugafólk hafi samband í símum 554-1650, 561-8270 eða 557-8613.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.