Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Raddskynj- ari í Hyundai HYUNDAI Motor Co. segir að í bílum fyrirtækisins af árgerð 1998 verði að finna raddskynjara. Kerfið var þróað í rannsóknarstöð Hy- undai í Namyang. í fyrstu mun raddskynjarinn stjóma búnaði eins og þurrkum, útvarpi og loftkæl- ingu. Síðar mun hann einnig stjórna þjófavamakerfi bílsins. Raddskynjarinn virkar þannig að fyrsta verk ökumannsins er að hljóðrita sýnishom af rödd sinni inn í tölvu í mælaborðinu. MINNI gerð Land Rover. Lítill Land Rover LAND Rover smájeppi verður sett- ur á markað í Evrópu á næsta ári. Bíllinn tilheyrir jeppaflokki þar sem Suzuki Sidekick og Vitara námu fyrst land og Toyota RAV4 og Honda CR-V hafa blómstrað, að minnsta kosti í Japan og Banda- ríkjunum. Myndin er tekin af jepp- anum í dularklæðum þar sem verið var að prófa hann á Ítalíu. MIKILL árangur hefur náðst í tækni sem lýtur að tölvuherm- um og vinnuvistfræði í Banda- ríkjunum. Hinir þrír stóru, sem svo eru nefndir, þ.e. General Motors, Ford og Chrysler, eru að kanna hvernig þeir geti nýtt sér þessa tækni til þess að bæta vinnuumhverfi starfsmanna sinna í verksmiðjum og aukið um leið gæði framleiðslunnar. Rætt er um að tölvuhermar muni varða leiðina að næstu gæðabyltingu og lækkun framleiðslu- kostnaðar innan bíla- iðnaðarins. Tölvuhermirinn líkir eftir vinnu starfsmanns í bíla- verksmiðju á tölv- uskjá með þrívíddar- myndum sem kallað- ar eru gínur. Hug- búnaðurinn reiknar út hvort gínurnar og þar með lifandi starfsmenn geti smíðað bílana eins og þeir eru hannaðir. Chrysler byijaði að notfæra sér þessa tækni við eina fram- leiðslulínu sína í apríl sl. GM hefur notfært sér tæknina frá 1993 og endurskipulagt vinnuumhverfi í sex af verksmiðjum sín- um í Bandaríkjunum. Vinnuvistfræöi og hönnum með gínum MEÐ þrívíddarforritum eru vinnustöðvar í bílaverksmiðjum hannaðar. Auka gæði — draga úr kostnaði Markmiðið er að hanna fram- leiðsluferli þar sem starfsmann- inum líður vel, auðvelda honum starfið, draga úr kostnaði og auka gæði framleiðslunnar. Með því að bæta vinnuumhverfið er hægt að draga úr þreytu starfs- mannsins sem dregur úr hættu á slysum, eykur gæðin og dreg- ur úr kostnaði. í mörg ár hafa bílaframleið- endur reynt að bæta vinnuum- hverfið í verksmiðjum sínum með því að gera hveija vinnu- stöð manneskjulegri. En það dugar skammt. Allt of oft er vinnustöðinni síðan breytt eftir að framleiðsla hefur hafist og verkfærum verið komið fyrir. Þetta leiðir ekki aðeins oft til slysa heldur einnig kostnaðars- amra endurbóta á vinnustöðv- unum og seinkun á framleiðsl- unni. Sumar athuganir sýna að hægt er að rekja 25-30% allra gæða- vandamála til illa hannaðs vinnuum- hverfis. Chrysler hefur sagt að sparnaður með notkun tölvugína við hveija módel- gerð geti numið yfir 10 milljónum doll- ara, yfir 650 millj- ónum ÍSK. Nýleg skýrsla GM sýnir að með því að láta tölvugínur velja réttu verkfærin við framleiðsluna sé hægt að skera framleiðslutíma niður um 30 mínút- ur á hvern bíl. Opinberar tölur sýna að tíðni þrá- látra meiðsla, eins og bakverkja og sinaskeiðabólgna, í bandarísku at- vinnulífi eykst um 10% á ári. Starfs- menn í bílaiðnaði alls staðar fremstir í hvers fyrir- eru þar flokki. Kostnaður tækis af þessum völdum er mjög hár og því til mikils að vinna að létta starfsmönnum störfin með nákvæmlega réttri hönnun á vinnuumhverfi. ■ AUDI TT. VW íhugar f imm strokka vél VW býr sig undir að hanna og smíða nýja 2,1 lítra VR5 vél. Vélinni svipar til VR6 vélarinnar sem nú er fáanleg í mörgum gerðum VW. I nýju vélinni verður tveimur strokkum þannig fyr- irkomið að þeir verða í 15 gráðu halla frá hinum þremur. dMeð þessu móti er hægt smíða vélina og hafa hana tæpum 12 sm styttri en 5 strokka línuvél af svipuðu slagrými. Audi TT og TTS smíöaöir í Ung- verjalandi AUDI hyggst setja saman álsportbíl- ana TT og TTS í vélaverksmiðju í Gyor í Ungveijalandi til þess að spara sér launakostnað. Þetta verður í fyrsta sinn sem Audi framleiðir bíl utan Þýskalands. Audi flytur lakkaða bílahluti frá verksmiðju sinni í Ingol- stadt til Gyor þar sem þeir verða settir saman. Bílarnir, TT sem er tveggja sæta lokaður sportbíll, og TTS, sem er tveggja sæta opinn bíll, verða settir í framleiðslu 1998, en þeir voru frumkynntir á bílasýning- unni í Frankfurt á síðasta ári. Bílam- ir verða með fjögurra strokka, 1,8 1, 20 ventla vélum sem skila 125 hestöflum og sömu vél með forþjöppu sem skilar 150 hestöflum. Ný heimsvél General Motors GM hyggst framleiða nýja 2ja lítra vélarlínu sem á að knýja 800 þúsund bíla beggja vegna Atlantsála. Vélin kallast L850 og leysir af hólmi Fam- ily II vélamir S Evrópu sem hafa verið í Vectra, Sintra og fleiri bílum. L850 verður með fjögurra ventla tækni og tveimur yfirliggjandi knast- ásum og rúmtakið verður 1,8 1, 2,0 1 og 2,2 1. Áætlun GM kostar nálægt 1,3 milljörðum dollara, um 75 millj- arða ÍSK. ■ TOYOTA Tacoma jeppi ísfars var valinn einn af tíu fallegustu bílunum á jeppasýningu Off Road í Munchen. Islcinder jeppar ísfars í Miinchen ISLANDER bílar ísfars hf. vöktu mikla athygli á stærstu torfærabíla- sýningu í heimi sem haldin var í Miinchen fyrir skemmstu. Það era fyrirtækin ísfar og Bílabúð Benna sem standa sameiginlega að kynningunni und- ir nafni ísfars. 110 þúsund gestir sóttu sýninguna sem var í fjórtán sölum. Mestmegnis vora þarna óbreyttir jeppar og ýmsir ferðamöguleikar voru kynntir. Jón Baldur Þorbjörnsson, hjá ís- fari, segir lítið um að vera á þýska markaðnum um þessar mundir vegna efnahagslægðar þar í landi. Isfar er þó komið í viðskiptasamband við fyr- irtæki í Þýskalandi. Þetta er í þriðja sinn sem Isfar tekur þátt í þessari sýningu sem þýska tímaritið Off Road skipuleggur. Fram til þessa ÍSFAR sýndi einnig breyttan Toyota Double Cab. hefur fyrirtækið selt tvo breytta og hækkaða Islánder jeppa en einnig töluvert af hlutum í bíla. Helstu „gullmolar" Off Road gaf út sérstakt blað um sýninguna. Þar er meðal annars tí- undaðir helstu gullmolar sýningarinn- ar og var Toyota Tacoma jeppi þeirra ísfars manna þar á meðal. Einnig sýndi ísfar breyttan Double Cab. ■ Létturi bíll - ulvurlegri slys í UMFANGSMIIÚLLI rannsókn á vegum bandarískra alríkisstofnana um umferðaröryggismál þykir nú gott sem sannað að hætta á dauða- slysum eða örkumlum í bílslysum er margfalt meiri í léttum bílum en þyngri bílum. Þetta fullyrðir Automotive News, helsta fagrit bandarísks bíliðnaðar í forsíðufrétt í síðustu viku. Skýrslurnar voru afhentar bandarískum stjórnvöldum í Was- hington í síðustu viku. Þjóðvegaör- yggisráðið, NHTSA, lauk gerð sinnar skýrslu á síðasta ári en yfir- maður stofnunarinnar, Dr. Ricardo Martinez, fyrirskipaði að skýrslan skyldi unnin upp á nýtt. Þá vinnu annast undirnefnd Umferðarrann- sóknarráðsins og hófst hún í byijun maí. NHTSA hyggst ekki birta efni skýrslunnar fyrr en í sumar. Mikil leynd hvílir yfír niðurstöðunum. Starfsmenn gengu jafnvel svo langt að þurrka út tölur á x- og y-ásum línurita þegar þeir kynntu efni frumskýrslunnar. Viðamiklar upplýsingar Automotive News fullyrðir hins vegar og vitnar til öruggra heimild- armanna, að meðal efnis sé að finna í endanlegri gerð skýrslunnar að með því að draga úr þyngd venju- legs pallbíls eða jeppa um 50 kg fjölgi alvarlegum slysum í árekstr- um þessara bíla við fólksbíla með óbreytta þyngd um 1.794 á ári. Niðurstöðurnar byggjast á upp- lýsingum um fjölda bíla í þessum flokkum, allar upplýsingar sem snúa að smíði þeirra, slysatíðni á þjóðvegum tíu ár aftur í tímann, margháttuðum upplýsingum um eigendur bílanna sem lúta að fé- Minni bílar Meiri áhætta Fólksbill .. _ í árekstri í0,542 við pallbíl 8.804 Bílamir voru léttir um 50 kg af meðalþyngd Pallbíll í árekstri við fólksbíl 1.794 Áætluð aukning slysa vegna árekstra lagslegum þáttum, ökuferilsskrá o.fl. Upplýsingarnareru allartölvu- greindar í stærstu tölvumiðstöðv- um alríkisstjórnarinnar. Samkvæmt skýrslunni verður gífurleg slysaaukning ef fólksbílar í millistærðarflokki yrðu léttir um 50 kg. Fjölgun dauðaslysa eða örk- umla yrði 8.804 á ári í árekstrum við pallbíla eða jeppa sem hafa ekki verið léttir. Óvæntasta niðurstaðan er þó kannski sú að ef allir bílar yrðu léttir um 50 kg gæti sú ráðstöfun ein og sér valdið því að 10.542 manneskjur til viðbótar gætu dáið eða slasast alvarlega í bílslysum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.