Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 B 5 Leikmenn Markverðir: Bjami Sigurðsson Sigurður Guðmundsson Hólmsteinn Gauti Sigurðsson Varnarmenn: Heimir Erlingsson Helgi Már Björgvinsson Hermann Arason Ragnar Árnason Reynir Bjöm Björnsson Ómar Sigtryggsson Sigurhjörtur Sigfússon Sæmundur Friðjónsson Miðjumenn: Baldur Bjamason Birgir Sigfússon Goran Micic Ingólfur R. Ingólfsson Kristinn Ingi Lárusson Jón Ómarsson Óttó Karl Ottósson Rúnar Páll Sigmundsson Loftur Steinar Loftsson Valgeir Baldursson Sóknarmenn; Bjarni Gautur Sigurðsson Hörður Gíslason Guðmundur Steinsson Ragnar Árnason Valdimar Kristófersson „Hafa ekki svikið lit“ ÁTTA leikmenn sem liafa leikið með Fram eru í her- búðum Stjörnunnar - Guð- mundur Steinsson, Hörður Gislason, Helgi Björgvins- son, Ómar Sigtryggsson, Baldur Bjaraason, Rúnar Þ. Sigmundsson, Ingólfur Ingólfsson og Valdimar Kristófersson. Þá kemur þjálfarinn Þórður Lárusson úr herbúðum Fram. „Það er alltaf gott að leita til heimasmiðjunnar. Ég þekki þessa leikmenn vel og veit hvað þeir geta. Þeir hafa ekki svikið Iit,“ sagði Þórð- ur, en Stjarnan leikur í blá/hvítum búningi eins og Fram. Guðmundur Steinsson með 1011. deildarmark STJARNAN erþriðjal. deildarliðið sem marka- hrókurinn Guðmundur Steinsson leikur með. Guð- mundur hefur skorað 101 mark í 1. deild - 80 með Fram og 21 með VQdngi. Aðeins einn annar leikmað- ur hefur skorað yfir 100 mörk i 1. deild; Ingi Björn Albertsson, sem á marka- metið, 126 mörk. Guðmund- ur var markahæsti leikmað- ur StjÖraunnar i deildar- bikarkeppninni ásamt Júgóslavanum Goran Micic, með fimm mörk. Morgunblaðið/Sverrir ÞÓRÐUR Lárusson, þjálfari Stjörnunnar, er hér fyrir aftan þrjá af nýju leikmönnunum, Ottó Karli Óttóssyni, sem lék ekki í fyrra, Krlstni Lárussyni, sem kom á ný f Garðabælnn frá Val og Helga Björgvinssyni, sem lék meö Keflavík. „Við munum sækja hratt og grimmt“ - segir Þórður Lárusson, þjálfari nýliða Stjömunnar „MARKMIÐIÐ hjá öllum nýliðum er að halda sæti sínu í deild- inni, það er að sjálfsögðu takmarkið hjá okkur - og við ætlum okkur betur,“ sagði Þórður Lárusson, þjálfari Stjörnunnar, sem er enn á ný komið í 1. deild. Stjarnan eins og nýliðar Fylkis hafa fram til þessa ekki náð fótfestu f 1. deild - liðið lék fyrst í deild- inni 1990 og einnig 1991. Þá kom fall og aftur lék liðið í deild- inni 1994, en dvölin var ekki löng. Við erum með sterkara lið en í fyrra og höfum undirbúið okk- ur mjög vel, leikið yfir tuttugu æf- Wjgggg/ggH ingaleiki," sagði Sigmunduró. Stjarnan á Steinarsson erfitt verkefm fynr skrífar höndum - þeir hefja baráttuna með því að leika gegn meisturum Skaga- manna á Akranesi. „Við erum ákveðnir að koma á óvart á Skagan- um,“ sagði Þórður, sem hefur verið að fínpússa leikaðferð Stjörnunnar að undanfömu. „Leikaðferð okkar hefur lengi verið á smíðaborðinu og ég er viss um að hún verði full- mótuð þegar við mætum Skaga- mönnum. Við höfum reynslumikið lið - erum með fjórða til fimmta reynslumesta liðið í deildinni, með- alaldur leikmanna er 25-26 ár. Breiddin er mikil hjá okkur og leik- mannahópurinn hefur styrkst mikið frá því í fyrra við það að Ottó Karl Ottósson hefur tekið fram skóna á ný eftir árs hvíld, Helgi Björgvins- son er kominn frá Keflavík, Kristinn Ingi Lárusson frá Val og Reynir Björn Björnsson frá HK. Við höfum aðeins misst einn leikmann, Lúðvík Jónasson til Eyja.“ Þórður sagði að Stjörnuliðið búi yfir miklum krafti og hraða. „Eg efast um að hraðinn sé eins mikill hjá öðrum liðum, ef á heildina er litið. Það þýðir að við getum sótt hratt þegar við vinnum knöttinn - munum sækja hratt og grimmt.“ Gamli refurinn Guðmundur Steinsson hefur verið naskur við að finna netmöskvana að undan- förnu og skorað grimmt fyrir Stjörnuna. Kemur hann til með að leika aðalhlutverkið í sókninni, eins og hann gerði hjá Fram og Vík- ingi? „Guðmundur er sterkur póstur í góðum leikmannahópi. Ef hann fær tækifæri, þá nýtir hann þau. Hann er ekki eins hreyfanlegur og áður, en er með réttar staðsetning- ar - skorar mörk eða leggur þau upp. Hann er í hópi góðra sóknar- leikmanna sem við eigum, manna eins og Goran Micic, Baldurs Bjarnasonar og Kristins Inga Lár- ussonar." Átak til að fá flelri áhorfendur Aðsókn að leikjum Stjörnunnar hefur ekki verið nægilega góð í gegnum árin. 318 áhorfendur mættu á leiki liðsins 1991 í 1. deild og 390 1994. Þórður sagði að áhorf- endafjöldi á heimaleikjum Stjörn- unnar í 2. deildarkeppninni í fyrra hafí verið þetta tvö til fjögur hundr- uð. „Það er nú verið að gera átak í því að auka áhugann í Garðabæ, fá fleiri áhorfendur á leiki liðsins. Við gerum þó best í því sjálfir, með því að leika betri knattspyrnu. Hingað til hafa fleiri áhorfendur komið með aðkomuliðinu, en stuðn- ingsmenn okkar. Þetta vandamál má rekja til þess að stór hluti fólks- ins í Garðabæ er aðkomufólk, sem kemur úr öðrum félögum og heldur með þeim. Bömin alast aftur upp sem Stjörnumenn og það tekur því tíma að eignast sterkan hóp stuðn- ingsmanna.“ Koma til með að sakna Sigurðar illilega Verður það sama uppi á teningn- um og sl. keppnistímabil, að barátt- an kemur til með að standa á milli Skagamanna ogKR-inga um meist- aratitilinn? „Það reikna að sjálfsögðu flestir með því og einnig að Eyjamenn komi til með að bíta frá sér. Ég KNATTSPYRNA spái því að eitt til tvö önnur lið blandi sér í toppbaráttuna og von- andi verður það Stjarnan. Baráttan verður mun jafnari en í fyrra og Skagamenn eiga eftir að fá mikla keppni. Það hefur sýnt sig að það er ekki eins mikil gleði í leik Skaga- manna og áður og ég tel að þeir komi til með að sakna Sigurðar Jónssonar illilega. Ég hef þó trú á því að Guðjón Þórðarson, þjálfari þeirra, eigi eftir að ná liði sínu upp,“ sagði Þórður Lárusson. Bjarni á ný upp á Skaga BJARNI Sigurðsson, fyrram landsliðsmarkvörður, ver mark Stjörnunnar og verður í sviðsljósinu á Akranesi í fyrsta leiknum. Bjarni er ekki ókunnugur þar, lék á árum áður með Skagamönn- um og fagnaði með þeim nieistaratitlum. Frá Akranesi fór hann tíl Brann í Noregi og síðan tfl Vals. HVAÐ SEGIR LOGI OLAFSSON? Skyndisóknir Stjöm- unnar hættulegar Það er svipað með Stjörnuna og Fylki. Sóknarleikur Stjörnunnar er mjög góður, þar sem liðið á marga mjög góða sóknarleikmenn, sem ráða yfir miklum hraða og eru hættulegir í skyndisóknum. Á miðjunni eru leikmenn sem hafa góða knatttækni og aftast er Helgi Björgvinsson, sem getur sent langar nákvæmar sendingar fram völlinn. Hraðinn verður starkasta vopn Stjörnumanna. Stjarnan verður að leysa varnarleik sinn betur og sérstaklega verða miðjumennirnir að vinna vel aftur. Stjaman, sem leikur leikaðferðina 4-3-3 og 4-5-1, hefur verið að leika vel að undan- fömu og getur liðið náð viðeigandi árangri í 1. deildarkeppninni,“ sagði Logi Ólafsson um Stjörnuliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.