Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 B 9 Leikmenn Markverðir: Hajrudin Cardaklija Gísli Þór Einarsson Varnarmenn: Arnaldur Loftsson Atli Már Daðason Hákon Sverrisson Kjartan Antonsson Pálmi Haraldsson Theodór Hervarsson Vilhjálmur Haraldsson Miðjumenn Grétar Sveinsson Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Örn Guðmundsson Gunnlaugur Einarsson Hreiðar Bjarnason Sævar Pétursson Þórhallur Hinriksson Sóknarmenn: Anthony Karl Gregory Arnar Grétarsson Gunnar G. Ólafsson ívar Siguijónsson Kjartan Einarsson Mikið breytt hjá Blikum FRÁ síðasta keppnistímabili hafa Theódór Hervarsson og Pálmi Haraldsson gengið til liðs við Breiðablik en þeir léku báðir með ÍA á sl. sumri. Heið- ar Bjarnason sem reyndar er uppalinn á Skaganum en lék í fyrra með Þrótti í Reykjavík hefur einnig gengið til liðs Blika. Þá hefur Kjartan Einars- son, einn af burðarásum Kefla- vikurliðsins undanfarin ár, komið í herbúðir Breiðabliks og Sævar Pétursson kom til liðs við Breiðablik frá Val, en hann lék á Nýja-Sjálandi í fyrra sum- ar. En Kópavogsbúar hafa ekki eingðngu bætt við sig leik- mðnnum, þeir hafa einnig þurft að sjá á bak nokkrum frá síð- astliðnu sumri. Það eru Rastslaw Laorik er flutti sig norður yfir heiðar, nánar til- tekið til Ólafsíjarðar, Kristófer Sigurgeirsson og Guðmundur Hreiðarsson fóru í KR. Jón Stefánsson sem var í byrjunar- liðinu fyrstu fjórtán leikina í fyrra gekk til liðs við Keflavík og Ásgeir Halldórsson leikur með Fram í sumar. Úlfar Ótt- arsson flutti sig um set í Kópa- voginum og er í herbúðum HK og Willum Þór Þórsson er með Þrótti. Þá hefur Gústaf Ómars- son lagt skóna á hilluna. Kjartan og Anthony meiddir TVEIR af lykilmðnnum Breiða- bliks í fyrra geta ekki hafið leiktfmabilið með félðgum sín- um vegna meiðsla og reyndar er óvíst hvenær þeir verða til- búnir í slaginn. Þeir sem um ræðir er varnarjaxlinn Kjartan Antonsson sonur hins kuuna íþróttamanns Antons Bjarna- sonar og sóknarmaðurinn Anthony Karl Gregory. Morgunblaðið/Kristinn Skagamennirnir þrír og fyrirlidinn FYRRUM leikmenn ÍA munu eflaust setja sinn svlp ð BreiAabliksllðlA í sumar. Varnarmennirnir Theódór Hervarsson og Pálmi Haraldsson gengu til IIAs viA IIAIA í vor og eru hér með fyrirliðann og hinn uppalda Blika Arnar Grétarsson á milli sfn. Fyrir framan þá er þjáifarinn SigurAur Halldórsson sem einnig lék með ÍA á sínum ferli. Sigurður Halldórsson þjálfari Breiðabliks hefur skýrt markmið fyrir sumarið Stend og fell með sóknarbolta BREIÐABLIK úr Kópavogi hafn- aði í áttunda sæti í 1. deildar- keppninni ífyrrasumar en spá þjálfara og leikmanna deildar- innar að þessu sinni gerir ráð fyrir að Blikar verði í fimmta sæti er upp verður staðið að lokinni knattspyrnuveislu sum- arsins. Siðan ífyrra hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og verulegar breytingar átt sér stað í leikmannahópnum auk þess sem félagið hefur fengið nýjan „skipstjóra" í brúna, Sig- urð Halldórsson. Hann leysti Bjarna Jóhannsson af hólmi eftir árs veru Bjarna í Kópa- vogi. Sigurður lék um árabil með ÍA og landsliðinu og því langt í frá ókunnugur baráttunni í 1. deild- inni auk þess sem hann þjálfaði Völs- ívar ung frá Húsavík í Benediktsson deildinni árið 1988. sknfar j fyrra þjálfaði Sig- urður lið Skallagríms í Borgarnesi í 2. deild. En hvernig líst Sigurði á spána, er hún í samræmi við þau markmið sem hann hefur sett sér og leikmönnum sínum nú þegar keppnin styttist og flautað verður til leiks í fyrstu deild? „Ég og félagar mínir erum ekki stórkostlegir spámenn enda hefur það sýnt sig síðastliðin tvö ár að hún hefur engan veginn staðist. En ég verð sáttur við fimmta sætið og að sigla lygnan sjó ef niðurstað- an verður þessi," sagði Sigurður. „Markmið okkar eru skýr en ég vil síður gefa þau upp, þau koma vænt- anlega í ljós. Ég á von á góðu sumri. Stemmning- in í liðinu og í kringum það er góð og stígandinn í liðinu hefur verið góður svo ég mæti óhræddur til leiks.“ KNATTSPYRNA UmgjörAin breyst ' Er mikil breyting á leikskipulagi á liðinu frá því / fyrra? „Ég reikna með því að svo verði. Bæði er annar þjálfari og um leið hefur töluverð breyting átt sér stað á leikmannahópnum frá síðasta sumri. Um- gjörðin hefur breyst til HVAÐ SEGIR LOGI ÓLAFSSON? Vantar „rakettu“ „BREIÐABLIKSLIÐIÐ hefur ieikið vel í vor og liðið er vel spilandi og hefur yfir að ráða tæknilega góðum leikmönnum. Liðið hefur reynd- ar nokkrum sinnum áður verið að leika ágætlega að vori til en síðan lent í vanda þegar tímabilið hefst og jafnvel verið í botnbaráttunni er á hefur sigið. í vor hefur Breiðablik leikið fjóra, fjóra tvo og tekist ágætlega til. Ég reikna með að mikið mæði á Arnari Grétarssyni og hann muni bera leik liðsins uppi. Vörnin hefur oft verið veikleiki Blika en þeir hafa nú fengið til liðs við sig varnarmennina Pálma Haralds- son og Theódór Hervarsson úr ÍA og þeir styrkja vörnina. Þá hefur Sævar Pétursson einnig komið til þeirra og verið að leika vel, svo og Hreiðar Bjarnason úr Þrótti. Breiddin er mikil í hópnum og margir leikmenn eru í honum sem koma upp úr sigursælum öðrum flokki og þeir strákar eru lofandi eins og sást i úrslitaleiknum gegn IA í deildarbikarnum í síðustu viku. Þá komu ungir menn inn á er á leið og liresstu vel upp á liðið með þeim afleiðingum að þeir velgdu íslandsmeisturunum verulega undir uggum. Helsti veikleikinn er kannski sá að meiri hraða vantar og innan hópsins er engin „raketta" sem oft getur verið gott að hafa með gegn ákveðnum liðum. Þetta er að vísu ekki stórt vandamál, en veikleiki." batnaðar með öflugum formanni og stjórn. Hvað varðar leikinn sjálfan legg ég mikla áherslu á að liðið leiki sóknarbolta og ætla að standa og falla með honum.“ Tjalda ekki tii einnar nætur Breiðabliki hefur ekki verið í topp- baráttunni undnafarin ár. Er mikil pressa á þér að vera með liðið í allra fremstu röð í sumar? „Nei, ég finn ekki fyrir neinni pressu að því leyti. Forráðamenn félagsins eru það skynsamir að mínu mati að þeir ætla mér tíma til að byggja upp sterkt lið sem skila á árangri. Ég tjalda ekki til einnar nætur í sumar, heldur hef ég kallað til yngri leikmenn sem hafa verið sigurvegarar í yngri flokkunum og er ákveðinn í að byggia upp á þeim. Efniviðurinn er til staðar hjá félag- inu og það segir mikið að í tuttugu manna leikmannahópi mínum eru átta strákar sem eru á fyrsta ári í meistaraflokki.“ Þú ætlar að láta breiddina njóta sín / sumar? „Ég vona að Blikar sýni mér þá þolinmæði sem þarf. Á fyrsta ári er það stefna mín að móta skemmti- legt lið með það fyrir augum að árangur náist er fram líða stundir. Ég er einbeittur í þessum verkefni. Ég tel mig þekkja þennan knatt- spyrnubransa vel og ég kvíði ekki þessu sumri. Það er mikil stemmn- ing fyrir sumrinu og ég horfi bjart- sýnn fram á sumrið.“ sagði Sigurð- ur Halldórsson, þjálfari Breiðabliks,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.