Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 12
iÞROMR KORFUKNATTLEIKUR Verður erfitt en við ætlum okkur áfram EITT mikilvægasta verkefni sem íslenskt körfuknattleiks- landslið hefur tekist á hendur hefst í Laugardalshöll á morg- un -forriðill Evrópukeppninn- ar. Komist íslenska liðið áfram breytir það öllu hvað varðar framhaldið, en takist það ekki er hætt við að allt sitji í sama fari. Eg vona að ég sé búinn að koma leikmönnum í skilning um hvaða þýðingu þessir leikir hafa fyrir framtíð þeirra í landsliðinu, ekki bara körfuboltans í skrifar heild á íslandi, held- ur framtíð þeirra,“ segir Jón Kr. Gíslason landsliðs- þjálfari, en Morgunblaðið hitti hann að máli eftir hádegisæfinguna á Iaugardaginn. „Ef okkur tekst að komast áfram förum við í Evrópukeppnina 1997- 1999 og þá er sjálfsagt hægt að gera miklu meira fyrir strákana. Þá fara hlutirnir að nálgast það að vera eins og við viljum hafa þá. Við stigum reyndar stórt skref fyr- ir þetta mót því nú eru allir leik- menn komnir í frí frá vinnu og geta einbeitt sér að keppninni. Það verður fróðlegt að sjá hvort það hjálpar til,“ sagði Jón. Hann sagði að liðið væri saman þá daga sem æfingar væru. Æfing í hádeginu, síðan borðuðu menn saman og að afloknum fundi væri önnur æfing. Síðan fer hver heim til sín og hópurinn hittist síðan aft- ur daginn eftir. Þá daga sem leikir eru hittast menn síðdegis og síðan er leikur fyrstu þrjá dagana kl. 20. Erum ekki með bara til að standa okkur vel Eigum við einhvetja möguleika á að komast áfram? „Já. Auðvitað svarar maður svona spurningu játandi. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á að við gætum komist áfram. Við erum ekki með bara til að standa okkur vel. Við erum að fara í hana til að komast áfram og það gera sér allir grein fyrir því. Möguleikar okkar liggja í nokkrum þáttum. Heimavöllurinn hefur mikið að segja, og ég tala nú ekki um með einn leikmann sem er 217 sentimetrar. Guðmundur er vanur að leika á móti sér miklu stærri mönnum og hann er gríðarlega mikilvægur í lið- inu. Það má eiginlega segja að hann sé eini hávaxni leikmaður okkar sem hefur mikla reynslu, og það er slæmt mál fyrir okkur ef hann lendir í villuvandræðum. í gegnum tíðina hafa menn eins og Axel Niku- lásson, Nökkvi Már Jónsson og Sig- fús núna leikið stöðu í'jögur sem jaxlar, bæði minni og léttari en mótherjarnir, en skilað henni vel engu að síður. Við ákváðum að prófa Herbert í þessa stöðu því þá Flykkst um iandsliðsþjálfarann Morgunblaðið/Kristinn JÓN Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, er hér umkrlngdur leikmönnum sín- um. Fyrir ofan þjálfaranna frá vinstri eru: Hermann Hauksson, Páll Kristinsson, Bírgir Örn Birgisson, Sigfús Gizurarson, Helgi Jónas Guðfinnsson, Marel Guðlaugsson, Guðmundur Braga- son fyrirliði .og ísak Leifsson nuddari. Fyrir framan þjálfarann frá vinstrl eru: Teitur Örlygs- son, Herbert Arnarson, Jón Arnar Ingvarsson, Guðjón Skúlason og Hjörtur Harðarson. Ástæð- an fyrlr því að aliir eru vel sveittir nema fyrirliðinn er að hann gleymdi skónum heima og enginn annar í liðinu notar skó númer þrettán. 76ers á fýrsta val PHILADELPHIA 76ers á fyrsta valrétt þegar NBA-liðin vejja sér nýja leikmann í há- skólavalinu þann 26. júní, en dregið var um þetta í hálfleik á leik Cliicago og Orlando á sunnudaginn. Nöfn þeirra 13 liða sem ekki komust í úrslita- keppnina voru í hattinum og hlaut 76ers þann stóra. Tor- onto fær annan valrétt síðan koma.Vancouver, Milwaukee, Minnesota, Dallas, LA Clip- pers, New Jersey, Boston, Denver, Golden State, Cleva- land (fær réttinn frá Washing- ton) og 13; valrétt á Charlotte. FOLK ■ BÚAST má við að lið Phoenix Suns verði nokkuð breytt þegar flautað verður til leiks í NBA næsta vetur. Kevin Johnson bakvörður liðsins, sagði nýlega að þjálfarinn hefði sagt fyrir síðasta leikinn að þetta væri í síðasta sinn sem þessi hópur manna kæmi saman og há- værar raddir segja að Charles Bar- kley verði einn þeirra sem látinn verði fara frá félaginu. ■ PAUL Westphal, þjálfari í NBA sem Suns rak í vetur, er svo gott sem búinn að tryggja sér starf næsta vetur því öruggt er talið að hann taki við Dallas. ■ PHIL Jackson, þjálfari Chicago Bulls var á dögunum valinn besti þjálfari tímabilsins. Fari svo að Chicago sigri í deildinni verður það í fyrsta sinn síðan 1972 að „besti þjálfarinn" stýri liði sínu til sigurs í deildinni. ■ AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, mætti á stigamót í frjáls- íþróttamót í Atlanta á laugardag og „opnaði“ ólympíuleikvanginn, sem tekur 85.000 manns í sæti. Klippti á gullborða, sem strengdur hafði verið strengdur allan hringinn. Mjög heitt var í veðri en íþrótta- mennirnir voru afar ánægðir með völlinn og allar aðstæður. Reiknað er með að enn heitara verði í veðri þegar Ólympíuleikarnir hefjast, 19. júlí. fáum við miklu meiri ógnun í sókn- ina. Herbert stóð sig mjög vel í vörninni og verður örugglega not- aður eitthvað í þessa stöðu því þá getum við verið með íjórar þriggja stiga skyttur inná í einu. „Við komum til með að skjóta mikið fyrir utan þriggja stiga lín- una, en við þurfum að velja aðeins betri skotfæri en við gerðum á móti Norðmönnum. Við munum láta leikstjórnendurna keyra inní og henda síða,n boltanum út aftur á skytturnar og strákarnir vita að þeir eiga að skjóta mikið fyrir utan. Baráttan verður til staðar og við reynum að pressa dálítið I vörninni ætlum við að reyna að pressa dálítið og það gekk nokk- uð vel á móti Norðmönnum. Það sem hefur kannski fyrst og fremst vantað er það sem hefur einkennt íslenska landslið - nema ef til vill í fyrra - baráttugleðina. Hana verð- um við búnir að fá þegar við mæt- um í Höllina, þar munu menn berj- ast eins og grenjandi ljón. Vörnina verðum við að leika þannig að and- stæðingarnir komist sem minnst inn í vítateiginn hjá okkur. Við erum með betri skyttur en flest liðin og ef við náum þannig varnarleik að mótheijarnir verða að skjóta fyrir utan þá erum við í góðum málum. Við munum reyna að halda uppi hraðanum í leiknum og ef þetta tvennt tekst, Iáta þá skjóta fyrir utan og keyra upp hraðann þá erum við að leika okkar leik, og á það leggjum við mikla áherslu. Baráttu- viljinn á síðan að skila okkur ein- hveijum fráköstum, en þeim verð- um við að ná til að geta farið í hraðaupphlaup." Erum að læra að svindla dálítið á leikkerfunum Nú sýndist manni að strákarnir væru dálítið fastir í leikkerfum þeg- ar þeir léku gegn Norðmönnum. Þurfa þeir ekki líka að sýna sjálf- stæði og frumkvæði? _ „Jú, að sjálfsögðu. Ástæðan fyrir því að menn festist í því að hlaupa ákveðin leikkerfi er sú að ég er með ný leikkerfi sem við höfum ekki verið með áður og strákarnir voru að einbeita sér að því að hlaupa á rétta staði. Þeir voru ekki að hugsa um hvernig þeir gætu „svindlað" á kerfinu ef varnarmað- urinn svindlaði líka. Núna eru þeir farnir að átta sig á útá hvað kerfin ganga og um leið hvemig hægt er að svindla á þeim. Kerfin eru kom- in inn hjá þeim og nú get ég farið að öskra á þá í vörninni, hingað til hef ég verið upptekinn af sóknar- leiknum.“ Miklir yfirburðir Bulls og Seattle Fyrstu leikirnir í úrslitarimmu austur- og vesturdeildar í NBA-deildinni voru háðir um helg- ina og höfðu heimaliðin ótrúlega yfirburði. Seattle vann Utah 102:72 í vesturdeildinni á laugardaginn og á sunnudaginn burstaði Chicago lið Orlando 121:83 í austurdeildinni. Seattle er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur sigrað í sjö leikj- um í úrslitakeppninni. Þeir Shawn Kemp og Hersey Hawkins fóru fyrir liðinu, Kemp með 21 stig eins og Gary Payton, og tók að auki ll fráköst. Detlef Schrempf gerði 14 stig og Hawkins var með 13. Þetta var stærsta tap sem Utah hefur mátt þola í úrslitakeppni og í öðrum leikhluta tóku leikmenn liðsins aðeins tvö fráköst og slíkt hefur ekki hent á þeim bæ í manna minnum. Utah burstaði Houston með 33 stiga mun í fyrsta leiknum í undanúrslitunum og fáir áttu því von á svona útreið. Liðið hafði 33:29 yfir í öðrum leikhluta en síð- an stóð ekki steinn yfir steini hjá því og Seattle sigldi hratt og ör- ugglega fram úr. Karl Malone var með 21 stig fyrir Jazz og Jeff Hornacek gerði 13 stig. Chicago Bulls átti ekki í nokkrum erfiðleikum með dapra leikmenn Orlando og það var ljóst alveg frá upphafi hvert stefndi því Bulls gerði fyrstu tíu stig leiksins. Michael Jordan gerði 21 stig fyrir Bulls og Seottie Pippen var með 18 stig en þeir Luc Longley, Dennis Rodman og Ron Harper gerðu 35 stig sam- tals og Rodman tók 21 fráköst. Hjá Orlando voru það þeir Penny Hardaway og Shaquille O’Neal sem voru allt í öllu, Hardaway gerði 38 stig og hefur aldrei gert eins mörg stig í úrslitakeppni og O’Neal var með 27. Þetta var vesta útreið sem Orlando hefur fengið í úrslitakeppn- inni. „Við dreifðum þessu dálítið hjá okkur í sókninni og allir voru vel með á nótunum og þegar það ger- ist sigrum við yfirleitt,“ sagði Mich- ael Jordan eftir sigurinn. SVIÞJOÐ: 221 12X 112 1XX1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.