Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRIUA Leikmenn Markverðir: Friðrik Friðriksson Gunnar Sigurðsson Varnarmenn: Jón Bragi Arnarsson Friðrik Orn Sæbjörnsson Heimir Hallgrímsson Hermann Hreiðarsson Lúðvík Jónasson Magnús Sigurðsson Björn Jakobsson Míðjumenn: Hlynur Stefánsson Ingi Sigurðsson Leifur Geir Hafsteinsson Nökkvi Sveinsson Rútur Snorrason ívar Bjarklind Bjarnólfur Lárusson Kristinn Hafliðason Sóknarmenn: Sumarliði Árnason Steingrímur Jóhannesson Tryggvi Guðmundsson Töluverðar breytingar HELSTU breytingarnar á Eyjaliðinu síðan í fyrra ern þær að Hlynur Stefánsson er kaminn heim til Eyja frá Örebro í Svíþjóð. Eins hafa þeir fengið Kristin Hafliðason og Nökkva Sveinsson frá Pram og Lúð vík Jónasson frá Stjörn- unni. Gunnar Sigurðsson, sem lék í markinu hjá HK í fyrra, er kominn heim til Eyja. Liðið hefur hius vegar misst Dragan Manojlovic sem er farintf heim og Martin Eyjólfsson, sem er f námi erlendis og hefur lagt knattspy rauskóna á hilluna. Ný „fögn" ísumar EYJAMENN ætla að halda áfram að fagna mörkum sínum eins og í fyrra. Atii Eðvalds- son, þjálfari liðsins, sagði að „f ögnin" yrðu með öðru sniði í sumar. „Ég hef trú á því að „fðgnin" færist upp í áhorf- endastúku að einhverju leyti. Annars er þetta hernaðar- leyndarmál og við gefum ekki upp hvernigþetta verður. Stuðningsfélag ÍBV i Reykja- vík, ÁTVR, mun aðstoða okkur við „fSgnin". Það ætti engum að leiðast á leikjum ÍBV i sum- ar. Við ætlum að skemmta áhorfendum," sagði Atli. Lúðvík í leikbanni LÚÐVÍK Jónasson, sem gekk til liðs við ÍBV úr Stjornunni, tekur ut þriggja leikja bann í upphafi Islandsmóts. Þrir leik- menn Eyjamanna eru meiddir; Ivar Bjarklind, Nökkvi Sveins- son og Kristinn Hafliðason. Þeir leika ekki á móti Leift ri í fyrstu umferð í Vestmanna- eyjum annað kvöld. Létt yfir Eyjamönnum Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson ÞEIR tóku laglð á bryggjunnl i Vestmannaeyjum f gœr. Frá vlnstrl: Tryggvl Guömundsson, Hlynur Stefánsson, Hermann Hrelðars- son og ívar Bjarkllnd. Lelkmenn liðsins sýndu ýmis „fögn" í lelkjum sínum í fyrra og ætla sér að halda þvf áfram í sumar. Ætlum að halda áffram að skemmta áhorféndum ValurB. Jónatansson skrifar EYJAMENN enduðu íþriðja sæti deildarinnar ífyrra og þeim er spáð sama sæti í sum- ar. Atli Eðvaldsson er þjálfari liðsins eins og ífyrra og hann segir að stef nan í sumar verði sett á Evrópusæti og að það sé raunhæft markmið. „Við komum sterkari til leiks núna en ífyrra. Spáin um þriðja sætið setur á okkur þakkláta pressu. Ég á von á þvíað við stöndum undir þeirri pressu og spáin haldi," sagði Atli. Eyjamenn hafa leikið 20 æfinga- leiki fyrir íslandsmótið og töp- uðu ekki leik. Þeir eru með mjög ungt lið, 16 af 20 manna hópi er 26 ára og yngri og því framtíðin björt. „Ég settist niður með knattspyrnuráðinu í Eyjum í fyrra þegr ég tók við liðinu. Þar spáðum við í spilin og ákváðum að byggja upp lið sem gæti orðið stöðugt í Evrópukeppni eftir þrjú til fjögur ár. Þetta gerðist reyndar mjög hratt í fyrra og við náðum óvænt þriðja sæti. Við brutum þetta svolítið upp með léttleika, sérstaklega eftir þjóð- hátíðina þegar okkur gekk sem best. Ég tel að ÍBV hafí spilað í fyrra á efstu getumörkum liðsins. Við erum núna búnir að vinna saman í kringum 18 mánuði og komum því reynslunni ríkari til leiks. Leikmenn vita vel út á hvað þetta gengur og þekkja vel hver annan. Við erum búnir að fá góðan liðsstyrk eins og Hlyn Stefánsson, sem er búinn að kynnast atvinnumennsku. Ef hann skilar sínu hlutverki er það mikill styrkur fyrir okkur. Við verðum með svolítið heil- segir Atli Eðváldsson, þjálfari Eyjamanna steyptara lið en í fyrra. Við gátum fengið á okkur fimm mörk í fyrra og skorað sjálfir sex. Núna held ég að þetta verði þannig að við fáum á okkur eitt eða tvö mörk og getum skorað tvö til þrjú. Sóknarþunginn verður öðruvísi. Síðasta sumar höfðum við engu að tapa og enginn bjóst við miklu af okkur. Þá gátu leikmenn leyft sér visst kæruleysi og það var jákvætt. Núna er kannski vandamálið að leikmenn verði svo hræddir um að gera mis- tök því væntingarnar eru meiri en áður." - Verður sami léttleiki yfir Eyja- liðinu og í fyrra? „Já, það verður mjög svipað og kemur til með að þróast eftir stemmningunni í kringum liðið. Það var einhver sem sagði að þetta yrði ekki alveg eins og í fyrra því nú yrði dýpri hugsun á bak við „fögn- in" hjá okkur. Við förum alla vega í hvern einasta leik með það mark- mið að skemmta okkur og áhorf- endum um leið." - Mun liðið spila sömu leikaðferð og í fyrra? „Ég legg upp mjög einfalda leik- aðferð. Fjórir í vörn, fjórir á miðj- unni og tveir frammi (4-4-2). Þetta er mín sannfæring um leikskipulag og ég hefsagt við strákana í liðinu að ef þeir geti sannfært mig um að önnur leikaðferð sé betri þá sé HVAÐ SEGIR LOGI OLAFSSON? Hlynur akkeri liðsins Eyjaliðið kom á óvart í fyrra með léttu andrúmslofti, skemmtilegheit- um á Ieikvelli og góðu skipulagi. Það er spurningin hvort liðið nær að fylgja uppsveiflunni eftir. Eyjamenn hafa áður komið upp af sama krafti, en ekki náð að fylgja því eftir. Eyjamenn verða að laga varnar- leikinn hjá sér, sem hefur yfirleitt ekki verið sterkasta hlið þeirra í gegnum árin - öftustu leikmenn Eyjamanna yfirleitt hugsað meira fram á við, verið of sókndjarfir. Þeir verða að læra að flýta sér hægt, hlaupa ekki úr stöðum sínum. Lúðvík Jónasson, sem er kominn til þeirra frá Stjörnunni, er sterkur varnarleikmaður ef hann einbeitir sér fullkom- lega að því að leika knattspyrnu, sleppir því að nöldra. Hlynur Stefáns- son er kominn heim á ný og mun hann styrkja miðvallarspil liðsins, verða akkeri liðsins. Það efast enginn um styrk sóknarleiks Eyja- manna, sem eiga marga fljóta og leikna leikmenn, sem þefa uppi mark- tækifæri og nýta sér þau. Kristinn Hafliðason, sem er mjög góður leik- maður, getur gert sóknarleik liðsins hættulegri. Eyjamenn eiga að geta blandað sér í baráttu þeirra efstu - hafa verið að leika vel að undanförnu. Það getur komið niður á leik þeirra ef þeir ætla sér of mikið. Þeir verða að gera sér grein fyrir að nýtt keppnistímabil er að hefjast, þannig að sprell strax í byrjun á kannski ekki við. ég tilbúinn að breyta. En þeir þurfa að sannfæra mig. Ég geri ekki breytingu breytinganna vegna." - Hverjir koma til með að skora mörkin fyrir ykkur í sumar? „Ætli það verði ekki Steingrímur Jóhannesson, Tryggvi Guðmundsson, Rútur Snorrason og Sumarliði Árna- son., Nú svo erum við með mjög sterka miðjumenn sem eiga auðvelt með að renna sér fram í sóknina og geta skorað ef svo ber undir." - Hvaða lið verða í toppbarátt- unni í deildinni í sumar? „Það verða eins og áður Skaga- menn og KR-ingar sem berjast um íslandsmeistaratitilinn. Þessi lið eru sterkust og ráða yfir þeirri reynslu sem til þarf. Þau eru með reynslu sem ekki er hægt að kaupa. Leik- mennirnir í þessum liðum eru á góðum knattspyrnualdri. Þetta eru best reknu félögin og eru með góð- an kjarna í kringum sig. Við veitum þessum liðum vonandi einhverja keppni." 16 ára og yngri fá f rían aðgang FÉLÖGIN sem leika f 2. og 3. deildarkeppninni í knatt- spyrnu hafa ákveðið að 16 ára og yngri fá frian aðgang á leiki liðanna, eldri greiða 500 kr. í aðgangseyri. Aðgðngu- míðaverð þet ta er m.a. ákveð- ið í samræmi við þá stefmi að gera knattspyrnuna að meira áhugamáli allrar fjðl- skyldunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.