Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 C 3 KNATTSPYRNA Leikmenn Markverðir: Þorvaldur Jónsson Atli Knútsson Varnarmenn: Auðunn Helgason Júlíus Tryggvason Slebodan Milisic Daði Dervic Sigurbjörn Jakonsson Sindri Bjarnason Miðjumenn: Gunnar Oddsson Páll Guðmundsson Sverrir Sverrisson Pétur Björn Jónsson Ragnar Gíslason Matthías Sigvaldason Sóknarleikmenn: Rastislav Lasorik Baldur Bragason Jón Þór Andrésson Gunnar Már Másson Óli Hjálmar Ingólfsson Æft á grasinu hennar Ingi- bjargar Sólrúnar ÓSKAR Ingimundarsson þjálfari Leifturs segir að liðið hafi æft á grasinu hennar Ingibjargar Sól- rúnar borgarsfjóra í vor og vetur. „011 liðin eru komin á sína velli fyrir mánuði, en við hSfum verið að finna grasbletti innan borgarmarkanna og æft þar í skjóli myrk- urs," sagði Óskar. Eins og Kleppsveg- urinn ÓLAFSFIBBINGAK eru stoltir af knattspy r nulið sfnu, og hafa f ulla ástæðu til. Á Ólafsfirði búa um 1.200 manns og stuðningur bæjarbúa við félagið er mikill og sjald- an koma færri en 500 manns á völlinn og stund- mnum 1.000. Óskari finnst þetta líka merki- legt og bendir á að þarna búi svipaður fjöldi og við Kleppsveginn í Reykja- vík! Sjötta árið hjá Leiftri ÓSKARerekkialveg ók unnu r á Ólafsfirði því sumarið í sumar verður hans sjötta hjá félaginu, fyrstáriðl988.Óskar keyrir mikið á milli Ól- afsfjarðar og Reykjavík- Ur og þegar Morgunblað- ið reyndi að ná í hann á mánudaginn var hann á leiðinni norður og i gær- kvöldi rauk hann suður strax að lokinni æfingu. „ Auðvitað er þetta rugl og ég stefni alltaf að því að vinna bót á þessu. Annars er ég farinn að þekkja leiðina vel og það er ekki svo lengi verið aðskjótastþetta." NÝLIÐAR í herbúðum Leifturs á Olafsf irði. Auðunn Helgason, Rastislau Lasorik, Atll Knútsson og Daði Dervic. Morgunblaðið/Svavar Magnússon Verður hörkuiið þegar allt er orðið eðlilegt - segir Óskar Ingímundarson, þjálfari Leifturs á Ólafsfirði LEIFTUR frá Ólafsfirði er eina liðið á Norðurlandi sem leikur ífyrstu deild að þessu sinni og eru heimamenn að sjálf sögðu stoltir af því. Félagið leik- ur nú íannað sinn ífyrstu deildinni, var á fyrsta ári ífyrra og endaði þá í fimmta sæti sem hlýtur að teljast viðunandi árangur á fyrsta ári þó svo margir hefðu viljað meira. Óskar Ingimundar- son, sem þjálfar liðið þriðja tímabilið í röð, seg- ir að markmiðið sé að gera beturíár. Fyrir átökin í deildinni í fyrra styrktu Ólafsfirð- ingar lið sitt með því að fá fímm nýja leikmann. í ár á að gera enn betur og hafa fjórir nýir leik- menn bæst í hópinn frá því í fyrra og enginn yfirgaf félag- ið. Það sem veldur Olafsfirð- ingum hins vegar nokkrum áhyggjum er að völlurinn hjá þeim er ekki eins og hann á að vera. „Völlurinn hjá okkur er hræðílegur eftir veturinn þó svo hann eigi að vera upp- hitaður. Það var verið að gera eitthvað í námunda við völlinn í vetur og þá hefur rafmagns- dæla verið tekin úr sambandi og ekki tengd aftur. Völlurinn hefur því verið án' hita í ein- hvern tíma, líklegast síðustu þrjá mánuði og er mjög kal- inn. Það má því búast við að það verði meiri vorbragur á leik okkar en hinna liðanna sem hafa verið á góðu grasi í langan tíma. Við ætluðum að fara norður 15. maí en því var frestað þegar vitað var hvernig völlurinn var og við fórum norður um síðustu helgi og erum búnir að vera hér síðan. Við erum auðvitað ekki ánægðir með að hlutirn- ir skuli ekki vera eins og við vildum helst hafa þá, en það þýðir ekkert að vera að væla neitt yfir þessu. Liðin úti á landi hafa þurft að búa við þetta í áratugi eða árhundr- uði og þetta er ekkert öðru- vísi hjá okkur." Sterkara lið en í fyrra Þið hafið bætt við nokkrum leikmönnum frá því í fyrra. Eruð þið með betra lið núna? „Já, við skulum vona það. Úr KR fengum við Atla Knútsson markvörð og Daða Dervic, Auðun Helgason kom frá FH og Rastislav Lasorik frá Breiðabliki. Það hefur enginn farið frá okkur þannig að þessir fjórir eru bara hrein viðbót við það sem við höfðum í fyrra. Ég held að þetta verði hörkulið þegar allt er orðið eðlilegt hjá okkur, allir komn- ir saman og völlurinn kominn í stand. Við höfum af því nokkrar áhyggjur að geta ekki byrjað af fullum krafti eins og hin liðin, sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum þrjá erfiða leiki í fyrstu þremur umferðunum, ÍBV, KR og Skagann." Verður ekkert erfitt að gera alla þessa sterku ein- staklinga að góðu Hði? „Nei, nei, það held ég ekki. Það þarf auðvitað að'þjappa hópnum saman og gera úr Skúli Unnar Sveinsson skrifar HVAÐ SEGIR LOGI OLAFSSON? honum lið og það er mitt hlut- verk að gera það. Það snýst um það fyrir okkur hvort það tekst eða ekki. Við verðum að búa til úr þessum strákum samstilltan hóp, þá erum við með góðan mannskap." Hvernig hefur gengið í vor- leikjunum? „Það hefur gengið svona upp og niður í vorleikjunum hjá okkur, eins og lög gera ráð fyrir. Það er ljóst að öll liðin koma betur undirbúin en við og það er einstakri veðurblíðu að þakka. Ég á von á mun jafnara móti en undanfarin ár og ég held að ekkert lið nái að stinga af. Þetta verður heilsteypt og skemmtilegt mót og ég gæti vel trúað að spá forráða- manna félaganna sé nokkuð nærri lagi, sérstaklega hvað toppliðin varðar." <ÍL j—A ' .'< Í////A FOLK ¦ ALLS hafa 15.000 stuðnings- menn Ajax bókað flug til Rómar, þar sem liðið leikur gegn Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni meistara- liða í kvöld. Sextíu aukaferðir verða farnar frá Schiphol-flugvellinum. Reiknað er með að 20.000 stuðnings- menn Aj*** verði á leiknum, sem verður sýndur beinni sjónvarpsút- sendingu á Sýn kl. 18.30. ¦ ÞRIR leikmenn Ajax kveðja liðið eftir leikinn - Michael Reiziger, sem er í leikbanni, og Edgar Davids, fara til AC.Milan, og Sonny Silooy, sem fer til Bielefeld í Þýskalandi. ¦ BLOÐ á ítalíu hafa sagt frá því að markahæsti leikmaður Spánar, Juan Pizzi hjá Tenerife, sé á leið- inni til Lazíó. ¦ BOBBY Robson, sem skrifaði undir samning til tveggja ára við Bercelona í gær, hefur ekki áhuga að hafa Rúmenann Gheorghe Hagi og Króatann Robert Prosinecki í liði sínu og verða þeir seldir á næst- unni. ¦ BARCELONA hefur tryggt sér franska landsliðsmanninn Laurent Blanc frá Auxerre. Hann er 31 árs miðvörður. ¦ LUIS Enrique Martínez, 26 ára, miðvallarleikmaður hjá Real Madrid, gerist að öllum líkindum leikmaður hjá Barcelona. Real keypti hann frá Gijon fyrir fimm árum. ¦ DANSKI landsliðsmaðurinn Jacob Friis-Hansen hjá Bordeaux er genginn til liðs við Hamburger SV - skrifaði undir samning til þriggja ára í gær. Friis-Hansen kom til Bordeaux í nóvember sL, eftir að hafa leikið sex ár með Lille. Hann er annar leikmaðurinn sem fer frá Bordeaux, þar sem Richard Witsc- hge fór til Ajax á dögunum. ¦ ALLT bendir til að þrír aðrir leik- menn Bordeaux séu á förum frá lið- inu - frönsku landsliðsmennirnir Zinedine Zidane, Christophe Dug- arry og Bixente Lizarazu. ¦ ZWANE er orðaður við Juvent- us, Dugarry við Napolí, Inter Mílanó, Juventus, Blackburn og Arsenal og Lizarazu við Athletic Bilbao á Spáni. ¦ MARK Wright, miðvörður Liverpool, mun ekki leika með Eng- lendingum í EM í Englandi, vegna meiðsla á hné. Hann meiddist í vin- áttuleik gegn Ungverjum. ¦ ANDREAS Brehme, fyrirliði Kaiserslautern, er hættur við að fara frá liðinu - segist ætla að leggja sitt af mörkum til að það endur- heimti sæti sitt í 1. deild. ¦ MARKUS Munch, leikmaður hjá Bayer Leverkusen, er á förum til Bayern MUnchen. ¦ KLAUS Aughenthaler stjórnaði liði Bayern í síðasta leik liðsins á tímabilinu, í 2:2 leik á móti Dösseld- orf. Hann skipti fjórum mönnum inná í leiknum, en leyfilegt er að nota þrjá varamenn. Óvíst er hvort Diisseldorf kærir atvikið. Breiður og sterkur leikmannahópur Leiftursliðið lék oft á tíðum vel í fyrra og það þarf ekki að fara mörgum orðum um að Iiðið, sem hefur ekki misst leikmann frá því í fyrra, hefur fengið góðan liðsstyrk þar sem Auðun Helgason, Daði Dervic, Rastislav Lasorik og Atli Knúts- son eru. Það getur orðið erfíð barátta hjá liðinu í byrjun, á meðan leikmenn eru að kynnast betur, finna réttu liðsuppstill- inguna og leikkerfi. Leiftur hefur ekki setið við sama borð og önnur lið á undirbúningstímabilinu, þar sem leikmenn hafa komið úr öllum áttum og hafa ferðast um allt Suðurland- sundirlendi til að finna sér grasvöll til að æfa á. Liðið hefur alla burði til að blanda sér í meistarabaráttu, þar sem leik- mannahópurinn er breiður og sterkur á öllum vígstöðvum; í vörn, á miðju og í sókn. Það er spurningin hvernig þjálfaran- um tekst að spila úr þessum sterka mannskap, púsla leikmönn- um rétt saman. Leiftur þarf að leika sterkari varnarleik en í fyrra og efa ég ekki að liðinu takist það, þar sem sterkir varnarmenn eins og Auðun og Daði eru kqmnir til að fylla í þau skörð sem voru í vörninni," sagði Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari um Leiftursliðið. 100 þúsund krónur fyrir þrennu ÞEÍR leikmenn sem ná að gera þrjú mörk í einum og sama leiknum í 1. deild karla i knattspyrnu í suntar fá 100 þúsund krónur í verðlaun í hvert skiptí. Það eru ís- lenskar getraunir sem veita verðlaunin, nánar tiltekið Lengjan - en þess má geta að flestir leikir deildarinnar í sumar verða á Lengjunni. Allir fimm leikirnir í fyrstu umferðinni á morgun eru t.d. á Lengjunni. Sex leikmenn gerðu þrennu í deildinni í fyrra. Arnar Gunnlaugsson úr IA afrekaði það þrisvar, Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV tvisvar - og gerði m.a.s. fernu í annað skiptið - og þeir Jón Þór Andrésson, Leiftri, Rastislav Lazorik, Breiða- bliki, Mihajlo Bibercic, KR og Tómas Ingi Tómasson, Grindavík, einu sinni hver. Þmmurnar urðu sem sagt níu og Getraunir hefðu því orðið að greiða 900 þúsund krónur í verðlaun hefði þessi háttur verið hafður á þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.