Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 4
k i Stórsigur Skallagríms Liðsmenn Skallagríms unnu ÍR- inga nokkuð auðveldlega 5:0 í fyrsta heimaleik sumarsins í 2. deild mmg í knattspyrnu í Borg- Theodór arnesi í gærkvöldi. Þórðarson ÍR-ingat' bytjuðu skrifar þó heldur betur og frá Borgarnesi heimamenn virkuðu ekki nógu sannfærandi fyrstu mínút- urnar. Það breyttist eftir að Sindri Grétarsson gerði fyrsta markið með fallegum skalla en eftir það var allt annað að sjá til liðsins. Sjálfstraustið jókst og í framhaldi lá sóknarþunginn á IR-ingum lengst af. Sindri var aftur á ferðinni um miðjan hálfleikinn og fullkomnaði þrennuna rétt fyrir hlé en það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum sóttu ÍR-ingar fast án þess að ná að skapa sér nógu góð færi. ÍR-ingar þyngdu sóknir sínar í seinni hálfleiknum en vörn heima- manna var mjög góð og tók allan brodd úr leik þeirra. Sveinbjörn Ás- grímsson skoraði um miðjan hálfleik- inn og Einar Eyjólfsson átti síðasta orðið með glæsilegu marki sem hann skoraði af löngu færi. Þjálfari Skallagríms, Ólafur Jó- hannesson, var að vonum ánægður með sína menn. „Við hljótum að vera ánægðir með þessa byijun, en þetta er bara fyrsti leikurinn og ég tel að allt geti gerst í deildinni í sumar,“ sagði Ólafur. Fátt um fína drætti Það var engin glæsiknattspyrna sem spiluð var að Kaplakrika er FH tók á móti Þór og tapaði 1:0. „Bæði liðin fóru ró- legá af stað og hvort beið eftir að hitt gerði mistök. Ég er ánægður með sig- urinn. Þetta er fyrsta skrefið sem við þurftum að stiga í átt að 1. deiid- arsæti og ég er bjartsýnn á framhald- ið,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var tilbreyting- arlaus og liðin virtust frekar smeyk. Færi voru fá og fínu drættirnir líka. Hættulegasta færið áttu þó FH-ingar er boltinn barst inn í vítateig og Hrafnkell Kristjánsson átti fallega hjólhestaspyrnu, en beint á Brynjar Davíðsson í marki Þórs, sem varði vel. Það voru þó Þórsarar sem virt- ust sterkari í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, rólega. FH-ingar áttu góðan kafla um miðjan hálfleikinn og sóttu stíft. Það var öðru fremur klaufaskap sóknarmanna FH og lukkudísum Þórs að þakka að FH náði ekki að koma boltanum inn. Það var síðan á 85. mín að Þórsarar náðu að skora eina mark leiksins. Þar var að verki Davíð Garðarsson, sem átti gott skot í vinstra homið, eftir að Daði Lárusson hafði slegið fyrirgjöf Hreins Hrings- sonar út á miðjan teiginn. Liðin spiluðu frekar rólega og átakalausa knattspyrnu og virtist hvorugt hafa þann kraft sem þarf til að ná öðru eða þriðja sæti deild- arinnar eins og þeim var spáð. Jafn- ræði var með þeim og hefði jafntefli verið sanngjarnast. Best er að vona að þessi ieikur sé ekki fyrirboði þess sem koma skal í 2. deildinni í sumar. Sindri Eiðsson skrifar Morgunblaðið/Þorkell LEIKNISMAÐURINN Kjartan Hjálmarsson reynir hér allt sem hann getur tll að ná boltanum af Völsungnum Hirtl Hjartarsyni í viðureigninni á gervigrasi Leiknis í gærkvöldi. Leiknismenn ern ekki í fallhugleiðingum Leiknir, sem var spáð falli á sínu fyrsta ári í 2. deild, virtist alls ekki í neinum fallhugleiðingum í gærkvöldi er hann Skúli Unnar tók á móti Völsungi Sveinsson á gervigrasvelli sín- skrifar um ; Breiðholti. Leiknir sigraði 3:0 og krækti í mikilvæg stig. „Við erum alls ekki í falihugleiðingum og miðað við hvernig við lékum í kvöld óttast ég ekki framhaldið," sagði Steindór Elíson fyrirliði Leiknis. Hann skoraði þriðja mark leiksins með laglegu skoti af 20 metra færi, sendi boltann í fallegum boga yfir markvörðinn og efst í vinstra hornið. „Við vorum dálítið stressaðir í upphafi enda ung- ir og reynslulitiir strákar í liðinu, sem eru að leika fyrsta leik sinn í deild- inni.“ Fyrsta markið kom gegn gangi leiksins því gestirnir höfðu verið heldur sprækari án þess þó að skapa sér færi enda vörðust heimamenn vel. Steindór gaf góða sendingu inn fyrir flata vörn Völsungs og Heiðar Omarsson skoraði af öryggi þegar nákvæmlega 18 mínútur og 50,45 sekúndur voru liðnar af leiknum. Eftir þetta náðu heimamenn undir- tökunum og á 25. mínútu gerði Ró- bert Arnþórsson annað markið með góðu skoti rétt innan vítateigs. Gestirnir virkuðu fremur þungir í fyrri hálfleiknum en komu sprækir til leiks í þeim síðari og þá áttu heimamenn oft í vök að verjast, en það voru þó þeir sem skoruðu. Hús- víkingar misstu boltann allt of oft á miðjusvæðinu og vel gæti hugsast að það væri vegna gervigrassins. Hjö.rtur Hjartarson var lipur á vinstri vængnum og Hallgrímur Guðmunds- son traustur sem aftasti maður á miðjunni. Guðni Rúnar Helgason átti einnig ágæta spretti en hélt boltan- um dálítið mikið. Markverðir liðanna áttu ágætan dag. Leiknismenn gáfu sig aila í leikinn, baráttan var til fyrirmyndar og Steindór og Róbert voru bestu menn liðsins. Þá kom Guðjón Ingason sprækur inn á sem varamaður í síðari hálfleiknum. Tveir sigrar hjá Seattle SEATTLE sigraði Utah 91:87 í öðrum úrslitaleik liðanna í vesturdeild NBA-deildarinnar í fyrrinótt og er þar með kom- ið með tvo vinninga gegn eng- um. Shawn Kemp lenti í villu- vandræðum í fyrri hálfleik og var á bekknum í upphafi þriðja leikhluta, kom síðan inn á og fékk sína fimmtu villu á kafla þar sem Jazz náði átta stiga forystu. Hann gerði 15 stig, þar á meðal fjögur stig á lokakaflanum. Gary Payton gerði 18 stig og Schrempf 17. Karl Malone var með 32 stig fyrir Jazz og Hornacek 22. Liðin haida nú til Utah þar sem þau mætast aftur á föstudag og sunnudag. Ný stigatafla og nýjar körfur ALLT er nú tilbúið fyrir Evr- ópukeppnina í körfuknattleik sem hefst í Laugardalshöll í dag, ný stigatafla er kominn á vegginn og á gólfið er búið að selja nýjar körfur. Á stiga- töflunni má sjá hversu marg- ar villur leikmenn eru með og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir körfu- knattleik. Næstu daga verða þrír leikir á dag, alveg fram á sunnudag og I dag hefst fyrsti leikur, Albanía og Dan- mörk, kl. 16, Kýpur og Mand leika kl. 18 og klukkan 20 leika íslendingar sinn fyrsta leik, við Lúxemborg. Knattspyrna 2. deild karla Leiknir - Völsungur.......3:0 Heiðar Ómarsson (19.), Róbert Arnþórsson (25.), Steindór Elíson (69.). KA - Víkingur.............3:2 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 2 (15., 48.), Logi V. Jónsson (59.) - Sigurður R. Eyjólfs- son (55.), Marteinn Guðgeirsson vsp. (80.). Skallagrímur - ÍR.........5:0 FH-Þór....................0:1 - Davíð Garðarsson (85.). Bikarkeppni KSÍ Bruni-KRU-23..............2:6 Garðar Jónsson 2 - Ólafur Siguijónsson 2, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kristófer Róberts- son, Óskar Sigurgeirsson, Amór Jón Sigur- geirsson. Fj. leikja u J T Mörk Stig SKALLAGR. 1 1 0 0 5: 0 3 LEIKNIR 1 1 0 0 3: 0 3 KA 1 1 0 0 3: 2 3 ÞÓR 1 1 0 0 1: 0 3 FRAM 1 0 1 0 3: 3 1 ÞRÓTTUR 1 0 1 0 3: 3 1 VÍKINGUR 1 0 0 1 2: 3 0 FH 1 0 0 1 0: 1 0 VÖLSUNGUR 1 0 0 1 O: 3 0 ÍR 1 0 0 1 O: 5 0 Mörk og spjöld á Akureyri Stefán Þór Sæmundsson skrífar frá Akureyrí Akureyrarliðin KA og Þór geta verið ánægð með byijunina í 2. deildinni. KA-menn tóku á móti Víkingum á heima- velli sínum og sigr- uðu 3:2 í sjö spjalda leik, eða raunar átta, því Víkingur- inn Gunnar Guðmundsson fékk tvö af þessum gulu spjöldum og upp- skar það rauða undir lok leiksins. Leikmenn gáfu tóninn strax á 3. mín. þegar KA-maðurinn Bjarki Bragason var studdur meiddur af leikvelli eftir árekstur. Víkingar voru öllu djarfari i byijun en síðan fóru heimamenn að beijast um alla bolta og fyrsta markið kom eftir pressu. Dean Martin tók auka- spyrnu frá hægri, Víkingar hreins- uðu af marklínu eftir skot Bjarna Jónssonar en Þorvaldur Makan var á réttum stað og skoraði örugglega með vinstri fótar skoti. Víkingum gekk iíla að skapa sér færi og bak- verðirnir réðu ekki við vængmenn KA. Sérstaklega var Dean Martin erfiður. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því 1:0. KA-menn voru sprækir í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu fljótlega eftir þunga sókn. Þorvaldur gaf fyrir, Höskuldur skaut í slá, Logi Jónsson ætlaði að bæta um betur en varníirmenn Víkings björguðu í horn. Úr hornspyrnunni skoraði Þorvaldur glæsimark með skalla. Staðan 2:0 en Víkingar minnkuðu muninn óvænt sjö mínútum síðar. Sigurður R. Eyjólfsson fékk þá knöttinn fyrir utan vítateig KA og skaut föstu skoti beint á Eggert markvörð sem missti boltann i net- ið. KA-menn voru þó ekki hættir og þegar 14 mín. voru liðnar af seinni hálfleik skallaði Þorvaldur knöttinn til Loga sem framlengdi hann með kollinum í netið; 3:1 fyr- ir KA. Eftir þetta dofnaði mjög yfir heimamönnum og Víkingar réðu ferðinni. Marteinn Guðgeirsson skoraði úr vítaspyrnu eftir að Egg- ert markvörður hafði brotið á hon- um. Þetta var á 80. mínútu en Vík- ingum tókst ekki að jafna og raun- ar áttu KA-menn hættulegri færi í lokin. Sigur KA verður að teljast sanngjarn, Dean og Þorvaldur voru liprir, vörn og miðja traust lengst af. Bæði liðin virðast hafa allgóðan mannskap. Marteinn, Lárus og Atli Helgason voru einna traustastir Víkinga í þessum leik en Atli Ein- arsson sást lítið. Það verður án efa gaman að fylgjast með þessum fyrr- verandi toppliðum fyrstu deildar í hörðum slag í sumar. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.