Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 1
WflMfV SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 BLAÐ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 0 Markaðsstaða íslendinga sterk víða um heim Greinar 7 Línutvöföldun ENGINN SMÁTITTUR •LÍNUBÁTAR frá Drangsnesi hafa verið að fá nýög góðan afla að undanförnu. Þorskurinn er mjög vænn og er yfir 80% hans tveggja og hálfs kilóa fiskar eða stærri. Þrjár trillur gera út á línu frá Drangsnesi og róa með þetta tíu til fimmtán bala og aflinn hefur verið rúmlega tonn í róðri. Þorskurinn, sem hann Ingóifur Andrésson á Dóra ST-42, kom Morgunblaðið/Jenný Jensdðttir með að landi i síðustu viku, var enginn smátittur, 25 kiló að þyngd og 135 cm langur. Að von- um var veiðimaðurinn kampakát- ur. Ingólfur var á grásleppu, en er nú búinn að draga öll net upp, hættur og farinn á línu í staðinn. Þorskurinn af línubátun- um er allur unninn í salt i frysti- húsi Hólmadrangs hf. á Drangs- nesi. Kúariðan hefur stöðvað verðlækkun botnfiskafurða HORFUR eru á að fisk- Horfur á 3-5% varanlegri g Zl Sf, SE aukningu í fisksölu S,“ðSS lækkandi frá áramótum, en það hefur staðið í stað síðan fárið kom upp og jafn- vel aðeins hækkað á sumum stöðum, að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra Icelandic Freezing Plants í Grimsby, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. „Þetta er alltof stuttur tími til að segja til um varanleika, en það sem manni virðist á markaðinum að smásala á físki muni aukast um 3 til 5% til frambúðar," segir Agnar. „Samdráttur á sölu á nauta- kjöti er mismunandi eftir því hvaða vöru er verið að tala um. Samdráttur í sölu á ódýrari nautakjötsafurðum var 39% yfir mánaðartíma eftir að kúariðufárið kom upp, en sala á dýrari nautakjötsaf- urðum jókst um 2 til 10%.“ Agnar segir að ástæðan fyrir sölu- aukningu á dýrari nautakjötsafurðum sé sú að þær hafi snarlækkað í verði um allt að helming. „Þessar tölur eru frá 7. apríl og eru þær nýjustu sem liggja fyrir,“ segir hann. „Þegar litið er yfir sölu á kjöti kemur í ljós að nautakjöts- sala hefur dregist saman um 20%, sala á lambakjöti hefur aukist um 22%, sala á kjúklingum um 13% og svínakjöti um 6%.“ Hann segir að þótt sala á fiski muni aukast varanlega um 3 til 5% hafi hún aukist mun meira á umræddu tímabili rétt eftir að kúariðufárið kom upp. „Sú ályktun sem ég dreg af þessu er að sala á rauðu kjöti sé að dragast saman, sala á kjúklingum fari vaxandi og stöðug aukning verði á sölu á fiski," segir hann. „Fiskverð var á hraðri niðurleið eftir áramót, en hefur staðið í stað og jafn- vel aðeins stigið á einstaka afurðum. Það er ekkert óvenjulegt miðað við þenn- an árstíma. Það er alltaf erfitt að átta sig á því þegar fiskverðið er að breyt- ast hvort það er vegna minnkandi fram- boðs eða aukinnar efirspurnar." Á fljúgandi niðurlelð Agnar segir að ekki sé sjálfgefið að þessi aukna eftirspum leiði til hærra fiskverðs. „Þegar kúariðan komst í há- mæli, hafði verð almennra botnfiskaf- urða verið á fljúgandi niðurleið. Lækk- unin nemur nálægt fjórðungi á síðustu þremur árum. I besta falli hefur kúarið- an stöðvað verðlækkun almennra botn- fískafurða. Sannleikurinn er sá að það hefur verið meira framboð af frystum botnfiskafurðum en eftirspurn og sú til- finning kaupenda er skýring verðlækk- ana undanfarna mánuði. Ennfremur ber að geta þess að hvert sem litið er í Norður-Atlantshafi, að Kanadamiðum undanskildum, er vaxandi eða stöðug veiði af botnfíski. Barentshafið eog Eystrasalt eru þar nærtækust dæmi, en ætlað er að þorskkvóti í Eystrasaltinu verði aukinn úr 160 þús. tonnum á þessu kvótaári í 200 þús. tonn á því næsta. Hin tiltölulega háu þorsk- og ýsuverð áranna 1992-93 hafa haft varanleg áhrif til lækkunar á eftirspum eftir þess- um tegundum. Hið háa verð þeirra hleypti hvítfiski, Alaskaufsa og hoka inn á markaðinn og hann virðist kominn þangað til að vera. Nýir árgangar ungs fólks, sem nú eru smám saman að koma inn á markaðinn sem neytendur og eru í vaxandi mæli að taka ákvarðanir um matarinnkaup, gera ekki mikinn grein- armun á botnfiski yfirleitt, svo lengi sem hold hans er ljóst, matseld fiskréttarins tiltölulega auðveld og fljótleg og verð hans viðráðanlegt." Fréttir Tólf togarar í Síldarsmuguna • TÓLF af nítján togurum, sem sóttu um veiðar í Síld- arsmugunni, hafa nú stað- fest umsóknir sínar. Þeir hafa fengið úthlutuðum kvóta, en það sem verður umfram, mun deilast niður á öll síldarskipin./2 111 millj.taphjá Mecklenburger • MECKLENBURGER Hoc- hseefischerei, dótturfyrir- tæki ÚA í Þýskalandi, skil- aði 111 milljóna kr. tapi á síðasta ári sem skýra má m.a. með því að skipin eru ekki í fullum rekstri nema hluta ársins. Nýlega var eitt af sex skipum félagsins selt til Argentínu./2 Umbúðamál eru í ólestri • STJÓRN íslandsmarkað- ar hf. hefur ákveðið að stofna sérstakt félag í þeim tilgangi að koma umbúða- málum í lag. Þau mál eru i miklum ólestri og ganga kassar og kör á milli aðila eftirIitslítið./2 Humarvertíð fer vel af stað • HUMARVINN SL A er haf- in í Eyjum, eins og víðar, og virðist sem vertíðin fari vel af stað. Aflabrögð eru þokkaleg og eru humarbát- ar að fá aflann, sem er frek- ar blandaður, á mjög litlu svæði./3 Nýtt fiskverð í Norður-Noregi • SAMKOMULAG hefur tekist um nýtt fiskverð í Norður-Noregi og hafa upp- sagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna verið dregnar til baka. Lausnin felst í því að lágmarksverð er lækkað en sjómönnum bættur mis- munurinn með framlögum úr sérstökum sjóði./5 Vöxtur í sölu áraforku • MIKILL vöxtur hefur hlaupið í raforkusölu til skipa í Reylgavíkurhöfn árið 1993./8 Markaðir Heimsaflinn • HLUTUR íslendinga í heimsafla alls sjávarfangs er 1,6%. Heimsaflinn er tal- inn nálægt 100 milijónum tonna en veiðar Islendinga rúmlega 1,5 milljón tonna. Ef hlutdeild Islendinga í milliríkjaviðskiptum með ferskan og frystan fisk er skoðuð sérstaklega, er hún tvöfalt meiri eða um 4%. Þetta skýrist af því að veiðar og vinnsla okkar beinast all- ar að útflutningi, en flestar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa verulegan heimamarkað fyr- ir sjávarafurðir og aðeins hluti vinnslunnar er til út- flutnings. Hlutur íslenskra skipa af heildarbotnfiskveiði í Norður Atlantshaf i Þorskur BÍ7% Ýsa ■ 20% Ufsi ■12% Karfaveiðin vegur þyngst Mikilvægustu tegundir botnfiskaflans 1995 Norður Atlantshaf: .200.0001 300.000I 400.0001 200.000I Norður Kyrrahaf: Alaskaufsi 4.200.0001 Kyrrahalsþorskur 400.0001 Lýsingur, N-Ameríku 300.0001 _______Suðurhðf;___________ Lýsingur, S-Afríku 300.0001 Lýsingur, S-Ameríku 700.0001 Hokl_____________300.0001 SAMTALS: 8.300.000 tonn • í HEIMINUM eru það tíu tegundir botnfisks sem skipta mestu máli i öllum viðskiptum og neyslu. Þær eru þorskur, ýsa, karfi og ufsi úr Norður-Atlantshafi, alaskaufsi, kyrrahafsþorsk- ur og lýsingur úr Norður- Kyrrahafi og úr Suðurhöfum bætast við fleiri Iýsingsteg- undir og hoki. Samtals nam veiði þessara tegunda árið 1995 8,3 milljónum tonna, en eðlilega er hlutdeild okkar i heildarveiði misjöfn eftir tegundum. Mest er hún í karfanum, að úthafskarfa meðtöldum, um 60%. í ýsu er hluturinn um 20%, í þorski um 17% og í ufsa 12%, en þar höfðum við fjórðung fyr- ir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.