Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 TRAKTAR Afí TRILLA I I Wil I n lll ILiIiiiirl Morgunblaðið/Kristinn • AKURNESINGAR hefa fengið sinn skerf af góða veðrinu að undanförnu og að sögn þessara vösku manna átti að fara að skvera bátinn þegar yósmyndari Morgunblaðsins átti ieið hjá. Til þess að taka bátinn á þurrt þurfti auðvitað vélknúið ökutæki, en á myndinni er eigandi bátsins Gunnar Þór Garðarsson í miðjimni ásamt tveimur hjálparsveinum, þeim Jólianni Geir Sveinssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Raforkusala tíl skípa óx um 50% á þremur árum Sameiginlegt átak hafnarinnar famvinnuf og RR hefur skilað þeim árangri fvae^uagn Reykjavíkur og Reykjavíkurhafnar um órofna sölu á rafmagni í „pakka“ með amarri þjónustu til skipa er góð. Mikil aukning hefur orðið á raforkusölu til miiini skipa og togara í Reykjavíkurhöfn á undanförnum þremur árum. Þessi árangur náðist með samkomulagi og samvinnu Rafmangsveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurhafnar. Með breyttum söluskilmálum var hægt að bjóða útgerð- um skipa raforku á lægra verði og jafnframt öruggari án þess að tekjur raf- mangsveitunnar lækkuðu. Að sögn Þorleifs Finnssonar, forstöðumanns mark- aðsmála RR, jókst sala raforku til skipa um tæp 50 af hundraði frá árinu 1992 til 1995. Hann sagði að nú færi orkusalan þannig fram að hún væri í sama *„pakka“ og vatn og önnur þjónusta, sem Reykjavíkurhöfn veitti skipum. Aukin þjónusta með þessu væri m.a. einfaldari framkvæmd, þjónustan væri betri að því leyti að raforkan bærist skipunum órofin en á breyti- legu verði eftir álagstímum. Sam- keppnishæfni raforkunnar miðað við rafmagn framleitt með díselljósvélum um borð væri einkum fólgin í að raf- magnið væri orðið mun aðgengilegra en áður, þegar heimilt var að ijúfa raforkudreifingu á álagstímum. Sam- hliða þessu hafa raforkukerfi í bryggj- ^m Reykjavíkurhafnar aukist og vax- ið töluvert á síðustu árum. Stærsta stökkið í sölu rafmagns til skipa í höfninni varð árið 1993. Þá voru afgreidd 2.236 MWh sem var rúmlega 40% aukning frá fyrra ári. Þegar árið var skoðað var hægt að leiða að því líkur að nokkur hluti þess- arar aukningar hefði verið vegna fjölgunar komu rússneskra togara til Reykjavíkur. í Ijós kom þó árið 1994 að aukningin hélst þrátt fyrir færri komur Rússa. Hún hefur jafnvel vaxið nokkuð og eins og áður sagði var selt Orkusala Rafmagnsveitu Reykjavíkur til skipa 1990-95 MWh --------------------2500 2000 rafmagn til skipa tæplega 50% meira á liðnu ári en árið 1992. Átti undir högg að sækja Síðari hluta níunda áratugarins og fram á þann sem nú er, fór olíuverð lækkandi og raforkusala til skipa úr landi átti undir högg að sækja. Sam- vinna Reykjavíkurhafnar og rafmagns- veitunnar hefur nú snúið þróuninni við. Ný og endurbætt raforkukerfi í bryggjum, aukin almennur skilningur á þörf orkusparnaðar og umhverfis- verndar hefur séð til þess. Þessi skiln- ingur er ekki síst hjá skipstjómar- mönnum og útgerðum. Einnig er þró- unin í samræmi við tillögur starfshóps á vegum iðnaðarráðuneytisins sem ætlað var að benda á leiðir til að stuðla að aukinni notkun rafmagns frá dreifi- veitum til skipa í höfnum landsins. Nefndin skilaði niðurstöðum og grein- argerð í desember 1992. Þorleifur Finnsson sagði að raf- orkusala til skipa í Reykjavíkurhöfn væri nú aftur komin upp í hið sama og jafnvel meira en verið hefði um 1980 og árin þar um kring. Ekki væri annað að sjá en þessi stígandi mundi haldast áfram. Eins og áður sagði er raforkusala í höfninni einkum til togara og minni skipa. Ef bjóða ætti stærri skipum rafmagn úr landi á meðan þau liggja við festar þyrfti að setja upp mun stærri raforkukerfi en nú era til staðar í Reykjavíkur- höfn. Hagkvæmni þess og hugsanleg rafmagnseftirspurn er ókönnuð en að sögn Þorleifs eru engin tæknileg vand- kvæði málinu samfara. FÓLK Liðsmenn þróunardeildar SH AldaB. Möller Karlsson • LIÐSMENN þróunardeildar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna eru fjórir. Fyrst má nefna Öldu B. Möller matvæla- fræðing, sem hefur unnið hjá SH síðan 1986 við þró- unarverkefni, markaðsmál og kynning- arstörf. Hún stýrir starfi þróunardeild- ar. Óskar G. Karlsson, fisktæknir og iðnrekstrar- fræðingur, hóf störf hjá þróunardeild- inni árið 1993. Hann hefur sérhæft sig í sérskurð- arverkefnum erbyggjastá nákvæmri flokkun bita fyrir neyt- endamarkaði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Páll Gunnar Pálsson er matvæla- fræðingur og lauk einnig námi í við- skipta- og rekstrarfræði frá Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands. Hann hóf störf hjá SH árið 1993. Páll Gunnar hefur sérhæft sig í tækni við framleiðslu smásöluvöru og annast verkefni fyrir Japans- markað. Loks má nefna Gunn- ar B. Sigurgeirsson, sem er matvælafræðingur og hefur lokið MS-prófi í hagfræði. Hann hóf störf hjá SH vorið 1995 og sérhæfir sig í sér- skurðarverkefnum, úrvinnslu gagna og annast að mestu verkefni fyrir Bretlandsmark- Páll Gunnar Pálsson Gunnar B. Sigurgeirsson að. Nýr frystihúss- stjóri í Hrísey mÁRNI Ólafsson hefur verið ráðinn frystihússtjóri hjá frystihúsi KEA í Hrísey. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Helgasyni í þessari viku. Árni hefur undanfarin níu sumur unnið hjá frystihúsi KEA í Hrísey, bæði sem verk- stjóri og eins starfaði hann í Grímsey meðan KEA hafði þar umsvif í fiskverkun. Árni er Akureyringur og stúdent frá MA. Ámi hefur lokið námi í iðnrekstrarfræðum frá Tækniskóla íslands og fisk- iðnaðarmannaprófi frá Fisk- vinnsluskólanum. Hann hefur nýlokið BS-námi í útflutn- ingsmarkaðsfræðum frá Tækniskólanum og mun út- skrifast þaðan um næstu helgi. Maki er Elín Árna- dóttir og er hún að ljúka prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands nú í vor. Magnús til Gunnarstinds •MAGNÚS Helgason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði og tekur hann við af Jónasi Ragn- arssyni um mánaðamót- in. Kaupfé- lag Eyfirð- inga keypti nýlega þriðj- ungshlut Stöðvarhrepps í fyr- irtækinu, sem bapði rekur frystihús og genr út ísfisk- togarann Kambaröst SU- 200. Það er nú á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg. Magnús er uppalinn Reyð- firðingur. Hann tók verslun- arpróf frá Verslunarskóla íslands og fór síðan í Fisk- vinnsluskólann þaðan sem hann útskrifaðist árið 1982 sem fisktæknir. Eiginkona hans er Sólveig Baldurs- dóttir og eiga þau þrjú börn. Magnús Helgason Saltfiskréttur SALTFISKUR hefur lengi verið ein viðamesta útflutn- ingsvara íslendinga og nýtur hann einna mestra vin- i:---.- sælda i löndum Suður-Evrópu. Að sama skapi hefur saltfískur ekki þótt mjög merkilegt hráefni hér á landi, þó það kunni að breytast eftir að við höfum lært að matbúa fískinn eftir kúnstar- innar regluni og örðuvísi en að setja hann í pott og sjóða. íslensk saltfisksölufyrirtæki hafa verið ötul við að kynna íslenska saltfískinn á sjávarútvegssýningum vfða um heim og þykir hann mikið lostæti, sérstaklega á Spáni og í Portúgal. Þá hefur ný framleiðsla, islenskt saltfisksnakk, vakið þó nokkra athygli, en það er saltað fískroð unnið með sértökum hætti. Verið birtir að þessu sinni uppskrift af saltfiskrétti, sem ku vera ættaður frá Portúgal, enda afar ólfk okkar eldunaraðferðum á salt- físki, sem mörgum fínnst nú kominn tími til að verði hafin til vegs og virðingar hér sem annars staðar. 860 g saltfískur 1 laukur 2-3 hvítlauksrif 1 peli rjómi 1 tómatur rifinn ostur skvetta af sherrýi 300 g soðnar kartöflur Saltfískstrimlum er velt upp úr hveiti og léttsteiktir á pönnu í olíu. Laukurinn og hvítlaukurinn er steiktir á eftir. iyómanum er hellt yfír fískinn og iaukinn. Kartöfl- ur eru settar út í. Sósan þykknar af hveitinu á fískin- um. Tómatsneiðum er raðað yfir og rifnum osti stráð yfir. Þetta er bakað gulbrúnt undir grilli í ofni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.