Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI Skinnaiðnaður á beinni braut /4 ÚTBOÐ Nýtt og öflugra Þróunarfélag /8 VERSLUN Bökum snúið saman /ÍO VmSHPn/iflVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. MAI 1996 BLAÐ B Skynjaratækni RKS Skynjaratækni á Sauðár- króki sem framleiðir skynjara er greina ammoníaks- og freonleka í frysti- og kælikerfum, hefur sam- ið um útflutning á skynjurunum við danska fyrirtekið Sabroe Refigerations. Samkv. fréttabréfi Útflutningsráð er útflutningur á þessu ári áætlaður um 20 millj. af30minj.veltu. ímark ÍMARK gengst fyrir ráðstefnu á morgun um Aftermarketing eða samskiptamarkaðssetningu eins og það hefur verið kallað á ís- lensku. Fyrirlesari verður Terry G. Vavra, gamalreyndur ráðgjafi á þessu sviði sem boðar mikilvægi þess að rækta tengsl við núver- andi viðskiptavini í stað þess að einblína á að ná í nýja. Hlutabréf Viðskipti á hlutabréfamarkaði voru mjög lífleg í gær og hafa raunar verið með mesta móti alla vikuna. Virðist mikið framboð á hlutabréfum þessa dagana hafa haft lítil áhrif þar á. Nú standa yl'it- 5 hlutafjárútboð, auk sölu hlutabréfa í Jarðborunum, alls að söluvirði um 1.300 millj. Ekkert lát virðist þó á hækkunum. SjáTorg/B12 SÖLUGENGI DOLLARS Síðustu fjórar vikur Kr. 69,00 68,50- 68,00 67,50 67,00 66,50 66,00 65,50 65,00 64,50 64,001..... I..... I 24. apr. I.maí 8. -67,81 15. 22 Morgunblaðið/Sverrir FRÁ undirritun kaupleigusamnings um Sighvat Bjarnason VE. Á myndinni eru standandi f.v. þeir Baldvin Tryggvason, Kjartan Georg Gunnarsson, Benedikt Ragnarsson, Hallgrimur Jónsson og Arnar Sigurmundsson. Við borðið sirja þeir (f.v.) Þorgeir Baldursson, Sig- hvatur Bjarnason og Sigurður Hafstein. Sparisjóðakerfið annaðist 600 milljóna fjármögnun á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar Nótaveiðiskip á kaupleigu VINNSLUSTOÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur gert kaupleigusamning að fjárhæð um 600 millj- ónir króna vegna nótaveiðiskipsins Sighvats Bjarnasonar við sparisjóðina, Sparisjóðabanka íslands og SP-fjármögnun hf. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður hér á landi um tog- og nótaveiðiskip. Að sögn Kjartans Georgs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra SP-fjármögnunar, leitaði Vinnslustöðin til Sparisjóðs Vestmannaeyja í byrjun apríl til að kanna möguleika á fjármögn- un á skipi sem koma ætti stað nóta- og togveiði- skipsins Sighvats Bjarnasonar. Vinnslustöðin hafði þá komið auga á skipið í Noregi, en það hafði verið endurnýjað fyrir nokkrum árum. Sparisjóður Vestmannaeyja beindi erindinu áfram til Sparisjóðabankans sem er í eigu spari- sjóðanna. Þar var ákveðið að fjármögnunin yrði í formi kaupleigu og að framkvæmd samninga- gerðarinnar yrði í höndum eignarleigufélags sparisjóðanna, SP-fjármögnunar. Jafnframt var ákveðið að leita til fleiri sparisjóða og annarra lánastofnana um þátttöku og voru undirtektir góðar. Þannig komu alls 6 lánveitendur að lán- veitingunni. Ákveðið var að stofna sérstakt eignarhaldsfé- lag um kaupin, Bárustíg ehf., og eru eigendur þess lánveitendur í hlutfalli við framlag sitt í heildarlánveitinunni. Kaupleigufjárhæðin, 600 milljónir, stendur undir öllum kostnaði við kaup skipsins og er aflahlutdeild skipsins innifalin í verðinu. Þetta er nýlunda því hingað til hafa lán Fiskveiðasjóðs, sem fjármagnað hefur stærstan hluta af fiskiskipaflota landsmanna, fjármagnað visst hlutfall af heildarkostnaði. Kjartan segir að sú leið sem farin hafi verið í þessu tilviki undirstriki að samstarf sparisjóð- anna gegnum Samband sparisjóða og Sparisjóða- bankann veiti þeim styrk sem jafnist á við styrk öflugustu lánastofnana hérlendis. Þremur vikum eftir að Vinnslustöðin bar upp erindi sitt við Sparisjóð Vestmannaeyja lét skip- ið úr höfn í Noregi og kom til Vestmannaeyja þann 3. maí. Skipið hefur þegar hafið veiðar ög kom til Vestmannaeyja fyrir nokkrum dögum með stærsta síldarfarm sem þangað hefur kom- ið. Það hefur um 1.500 tonna burðargetu og er búið kælitönkum sem bæta verulega gæði hrá- efnisins og auka þar með verðmæti þess. Vextir um 1% lægri Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að vextir af þessari fjármögnun væri um 1% lægri en af hefðbundu láni til fjár- festingar í fiskiskipum. Síðan er fastur kostnað- ur við lántökuna um 10 milljónum króna lægri. „Við höfum lengi verið að velta fyrir okkur þess- ari hugmynd og leituðum síðan til sparisjóð- anna. Lánardrottnarnir eru mun betur tryggðir með þessum hætti en með hinum hefðbundnu lánveitingum, auk þess sem við spörum okkur verulegar fjárhæðir í vöxtum." ffflP ^LANDSBRÉFHF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 108 REY SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 859 f .**'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.