Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ OpusAllt íbreskar áfengis- verslanir DÓTTURFYRIRTÆKI íslenskrar forritaþróunar, Atlantic Informati- on Systems, hefur gengið frá samn- ingum við bresku vínbúðakeðjuna Rythm ’N’ Booze, um sölu og upp- setningu á OpusAllt viðskiptahug- búnaðinum í verslunum fyrirtækis- ins. Jafnframt hefur breska fyrir- tækið samið við TEC í Bretlandi um kaup á búðarkössum, en hug- búnaður kassanna kemur frá Hug- búnaði hf. í Kópavogi. Rythm ’N’ Booze, sem rekið er af breska fyrirtækinu R & M-Swa- ine Limited, hefur verið í talsverðri sókn á norðanverðu Englandi að undanförnu og eru nú uppi áætlan- ir um að ijölga verslunum úr 10 í 100 á næstu þremur árum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. í fyrstu er um að ræða samning upp á 4,5 milljónir króna fyrir fyrstu 10 verslanirnar en gert er ráð fyrir því að búnaðurinn verði einnig sett- ur upp í nýjum verslunum þegar þær verða settar á fót. ---------------- Bréf íBiotech hækka vegna lyfs við krabba London. Reuter. LÍFFRÆÐILEG tækni í Bretlandi hefur styrkzt við jákvæða niður- stöðu nýrra tilrauna með helzta krabbameinslyf British Biotech Pic, sem margir telja fremsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu. Hlutabréf í British Biotech hækk- uðu um 33% og seldust á 38,25 pund, langhæsta verði til þessa, þótt þau lækkuðu í 36,15 pund fyr- ir lokun. Hækkunin var 535 pens frá opnun. Sérfræðingar höfðu talið að til- raunirnar með lyfið gætu ráðið úr- slitum um framtíð ungs iðnaðar á sviði líffræðitækni í Bretlandi. Nýja lyfið - Marimastat - miðar að því að stöðva útbreiðslu krabba- meins ólíkt öðrum krabbalyijum sem reyna að drepa æxli. Þar sem æxli breiðast út á svipaðan hátt verður ef til vili hægt að nota lyfið gegn mörgum krabbameinssjúk- dómum. Marimastat er fullkomnasta lyfið í nýrri lyljafjölskyldu, sem kallast matrix metalloprotein. Fyrirtækið sagði að jákvæðar niðurstöður, sem hefðu fengizt í nóvember, hefðu verið staðfestar með tilraunum á fleiri sjúklingum. Einu aukaverkanir væru einangrað- ir vöðva- og beinverkir. AFTUR er risinn upp ágreiningur vegna innflutnings og sölu á Camp- ari í verslunum ÁTVR. Að þessu sinni snýst ágreiningurínn um sér- stakan innflutning ATVR á Camp- ari frá dreifingaraðila í Svíþjóð hing- að til lands og fyrirkomulagi á sölu þess. Þessi innflutningur var seldur í öllum verslunum ÁTVR en Camp- ari hefur undanfarnar vikur verið á sérlista sem hefur það í för með sér að það er einungis á boðstólum í 4 verslunum ÁTVR. Ingvar Karlsson, framkvæmda- stjóri Karls K. Karlssonar hf., um- boðsaðila Campari hér á landi, seg- ir að innflutningur ÁTVR hafí reynst dýrari en innflutningur Karls K. Karlssonar og hafí verðið hækk- að um 70 krónur í verslunum vegna þessa. Að auki hafi verið boðið upp á þetta Campari í öllum verslunum Robert Harrison viðskiptaráðherra Nova Scotia í för með 100 manna sendinefnd Vænleg tæki- færi til viðskipta FULLTRUAR frá 71 fyrirtæki í Nova Scotia kynna um þessar mund- ir vörur og þjónustu sína í Háskóla- bíói og Hótel Sögu. Tæplega eitt- hundrað manns frá Kanada dveljast nú hér af þessu tilefni. Sérstök ferðamálasýning hefur verið sett upp í Háskólabíói sem stendur yfir fram á föstudag. Þá kynna fyrirtæki í öðrum greinum ýmsar vörur t.d. fatnað, köfunarbúnað, matvörur, rafhlöður, svo nokkuð sé nefnt. Þessi kynning er haldin í tilefni af því að Flugleiðir hófu nú um miðj- an maí áætlanaflug til Halifax, en það er talið opna töluverða mögu- leika á viðskiptum milli íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Nova Scot- ia. Sérstaklega eru bundnar vonir við að hin nýja flugleið muni stuðla að auknum straumi ferðamanna milli landanna. íslendingar fluttu út vörur til Nova Scotia fyrir um 1,5 milljarða króna á síðasta ári, en innflutningur þaðan til íslands nam um 190 millj- ónum. Sjávarafurðir eru uppistaðan í útflutningi íslendinga en þar að ÁTVR, en Campari frá Karli K. Karlssyni hafí hins vegar lent á sérvalslista eftir að magni og styrk- leika þess var breytt. „Það sem um að vera er að hér er einokunarfyrirtæki að beita öllum brögðum til þess beijast gegn því frelsi sem Alþingi samþykkti á síð- asta ári. Þessi framkoma ÁTVR og þetta uppistand allt er algert eins- dæmi og neytandinn virðist ekki skipta neinu máli,“ segir Ingvar. Svava Bernhöft, innkaupastjóri hjá ÁTVR, segir að aðeins hafí ver- auki var um að ræða nokkra sölu á tækjum. Stærstur hluti af innflutn- ingi hingað er hins vegar timbur og pappír. Opnar aðgang að NAFTA Robert Harrison, viðskiptaráð- herra Nova Scotia, er staddur hér á landi í tilefni af kynningunni. Á hádegisverðarfundi með fulltrúum íslenskra fyrirtækja í gær sagði Harrison að ríkisstjórn Nova Scotia myndi leggja sitt af mörkum til að styðja við samstarf við íslendinga. „Við teljum að það séu arðvænleg tækifæri til viðskipta fyrir hendi og munum leggja okkur fram um að þau verði nýtt. Einnig er það heiður fyrir okkur að Flugleiðir hafi valið Halifax sem sinn fyrsta áfangastað í Kanada. Við teljum að það sé ákjós- anlegt fyrir íslendinga að eiga við- skipti við Nova Scotia. Vinnuaflið er eitt hið best menntaða í Kanada og samgöngukerfið stenst alþjóðleg- ar kröfur, bæði flutningar með járn- brautum, á sjó og í lofti. Við gætum opnað íslenskum fyrirtækjum að- ið um tímabundið ástand að ræða, þar sem hagstæðara tilboð hafi fengist frá Svíþjóð. Hins vegar hafi aðeins verið um lítið magn að ræða. Umboðsaðilinn hér á landi hafi síðan lækkað sig og hafí „sænska“ Camp- ariið þá verið tekið úr hillum á nýj- an leik og liggi það nú á lager ÁTVR. Áfram á sérlista Ilvað varðar ástæður þess að það Campari sem ÁTVR hafí flutt inn hafí verið sett í sölu í öllum verslun- gang inn á NAFTA-svæðið á sama hátt og þið gætuð opnað okkur leið inn á Evrópska efnahagssvæðið." Harrisson benti á í samtali við Morgunblaðið, að hingað til hefðu fyrst og fremst átt sér stað viðskipti milli Nova Scotia og íslands með sjáv- arafurðir. Hann sagði tölur yfir út- flutning Islendinga til Nova Scotia ekki segja alla söguna því sjávaraf- urðir frá íslenskum fyrirtækjum væru fluttar til Nýfundnalands og þaðan til Nova Scotia. Þar væru afurðimar unnar frekar, enda væri fyrir hendi ónýtt framleiðslugeta í vinnslu sjáv- arafurða vegna ástands þorsksstofn- ins undan ströndum Kanada. Hann kvaðst telja að möguleikar væru á að þróa aukin viðskipti miili landanna á ýmsum sviðum sem tengdust hafinu svo og á sviði um- hverfistækni. Þá nefndi hann að stór hugbún- aðarsýning yrði haldin í Halifax í haust. „Eg ímynda mér að íslensk fyrirtæki verði á þeirri sýningu þar sem núna er aðeins fjögurra tíma flug til Halifax,” sagði hann. um ÁTVR, en Campari frá Karli K. Karlssyni aðeins í sérlistaversl- unum, segir Svava að þetta hafi einungis verið gert til þess að reyna að losna við þessar birgðir á sem skemmstum tíma. Eftir standi að Campari verði áfram á sérlista m.a. þar sem ekki hafi náðst samningar um að fá Campari með 25% styrk- leika keypt á nýjan leik, í stað 21% styrkleika nú. Karl K. Karlsson er sem fyrr seg- ir eini dreifíngaraðili Campari hér á landi, en áður en frelsi til innflutn- ings á áfengi tók gildiþann 1. desem- ber á síðasta ári var ÁTVR í beinum viðskiptum við framleiðanda Camp- ari ytra. Áður hefur kastast í kekki með Karli K. Karlssyni og ÁTVR vegna þessarar áfengistegundar og fyrr á þessu ári var Campari ekki á boðstólum í verslunum ÁTVR um nær tveggja mánaða skeið. Pepsi Cola auglýsir í geimnum London. Reuter. SAMKEPPNI á gos- drykkjamarkaði hefur náð nýju hámarki, þar sem Pepsi Cola hefur tilkynnt um gerð fyrstu auglýsing- arinnar í geimnum. Auglýsingin er gerð í samvinnu við rússnesku geimstöðina Mír. Tveir af geimförum hennar komu fyrir stórrri eftirlíkingu af Pepsi Cola dós. Eftirlíkingin er í hinum nýja bláa lit Pepsi og var send út í geiminn með rúss- neskri eldflaug 7. maí. Talsmaður Pepsi neitaði að skýra frá kostnaði af samvinnunni við Mír, en sagði að um sjö tölustafa upphæð væri að ræða. Tölvu- fyrirtæki þróa ódýrar nettölvur San Francisco. Reuter. NOKKUR helztu fyrirtæki tölvuiðnaðarins hafa skýrt frá fyrirætlunum um að kynna þróun ódýrra tölva, sem geta veitt aðgang að internetinu og sent tölvupóst. Oracle Corp. hyggst koma á fót nýju fyrirtæki til að kynna svokallaðar nettölvur. IBM kveðst hafa gert sex meiriháttar tilraunir á nettölv- um til skrifstofunota og hyggst kynna úrval af slíkum ódýrum tölvum síðar á þessu ári. IBM, Apple, Netscape Com- munications og Sun Micro- systems heita stuðningi við nýju nettölvurnar með því að útvega sameiginlegar leið- beiningar um vélbúnað fyrir vélarnar. Cirrus Logic Inc. í Fremont, Kaliforníu, hyggst framleiða ubba í nettölvurnar. Belgir hættu- legir án belta Washington. Reuter. LÍKNARBELGIR í bifreiðum geta verið lífshættulegir, einkum litlum börnum, ef bíl- belti eru ekki notuð þegar árekstur á sér stað, að sögn bandarískra embættismanna. Boðuð hefur verið 10 millj- óna dollara herferð til að fræða almenning og munu framleiðendur bifreiða og líknarbelgja og tryggingafé- lög standa straum af kostnað- inum. Federico Pena flutninga- málaráðherra sagði á blaða- mannafundi að belgirnir hefðu bjargað um 1500 mannslífum síðan þeir voru teknir í notkun í lok síðasta áratugar, en 19 börn hefðu látið lífið. Yfirleitt voru börnin ekki með bílbelti eða ekki hafði verið farið rétt að því að setja belti á þau. Þau voru of ná- lægt mælaborðinu og sum þeirra sátu í litlum barnastól, sem var komið fyrir á sætinu við hliðina á ökumanni og sneri aftur. Morgunblaðið/Ásdís Fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjón- ustu I Nova Scotia kynna nú ferðamöguleika þar í landi í Háskólabíói. Á innfelldu mynd- inni sést Robert Harrison við- skiptaráðherra Nova Scotia ávarpa fulltrúa íslenskra fyrir- tækja á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu í gær. * Afram deilt um Campari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.