Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 B 7 ____________VIÐSKIPTI Ný bók eftir Michael J. Kami FRAMTÍÐARSÝN hefur gefið út bókina „Á Varðbergi - nýjar áherslur í stjórnun" eftir Michael J. Kami, í Ritröð Framtíðarsýnar og Viðskiptafræðistofnunar Há- skóla íslands. í bókinni er gerð grein fyrir nýjum áherslum og hugtökum í stjórnun, sem miða að því að tak- ast á við þær hröðu breytingar sem eru að verða á rekstri fyrirtækja. Hugmyndafræðin breytist stöðugt og stefnumörkunin með, enda hef- ur hraði í viðskiptum aldrei verið meiri að mati Kamis. íslenskir stjórnendur sem og aðrir verða að vera viðbúnir miklum breytingum í þjóðfélaginu, svo þeir verði ekki undir í samkeppni á næstu árum. Kami heldur því fram að lykil- breytingar í stjórnun nútímafyrir- tækja markist af tvennu, annars vegar þeirri forystu sem fyrirtæk- ið nýtur og hins vegar þeim man- nauði sem það hefur úr að spila. Hann rekur í bókinni fjölmörg atr- iði sem skipta stjórnendur miklu máli, ef þeir ætla sér að ná ár- angri í síbreytilegu samkeppnis- umhverfi. Michael J. Kami er einn kunn- asti rekstrarráðgjafi heims. Hann heldur árlega fjöldann allan af fyrirlestrum um allan heim og hefur verið ráðgjafi sumra af öflugustu fyrirtækjum nútímans. Ritröð Framtíðarsýnar og Við- skiptafræðistofnunar er bóka- flokkur sem fjallar öðru fremur um rekstur og stjórnun fyrirtækja á aðgengilegan og snarpan hátt. Á hveiju ári koma út 8 bækur á bilinu 50-100 bls. hver. Ritstjóri ritraðarinnar er Runólfur Smári Steinþórsson lektor við Háskóla Islands. Á Varðbergi, 'nýjar áherslur í stjórnun, er 69 bls. Bókin fæst í bókaverslunum og kostar 1.500 kr. - kjarni málsins! Skólobní VEITINGASTADUR VIÐ AUSTURVÖLL * DORÐAPANTANIR í SIMA )0 <Síí£réttati(fiö.<): RLTTA MÁLTÍD n1.960, Nýir menn hjá Raf- teikningu • PÁLMI Gunnarsson raf- magnsiðnfræðingur hefur hafið störf hjá Verkfræðistofunni Raf- teikningu hf. Pálmi lauk raf- magnsiðnfræði- prófí frá Tækni- skóla íslands um síðustu áramót á sviði sterk- straums. Pálmi hefur starfað m.a. við rafvirkjastörf og akstur en er að ljúka námi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla íslands. Sambýliskona Pálma er Sigríður Ág. Morthens kjötiðnaðar- maður og eiga þau von á sínu fyrsta barni. • HANNES Siggason rafmagns- tæknifræðingur hefur hafið störf hjá Verkfræðistofunni Rafteikn- ingu hf. Hannes lauk prófi í raf- magnstæknifræði frá Tækniháskól- anum í Óðinsvé- um 1983 með sterkstraumskerfi sem sérsvið. Að námi loknu réðist hann til starfa hjá verkfræðistofunni Rafhönnun þar sem hann starfaði til ársins 1990. Frá 1990 til 1996 starfaði Hannes sjálfstætt við eigin verkfræðiráðg- jöf. Hannes er kvæntur Heiðrúnu H. Guðlaugsdóttur gjaldkera og eiga þau eitt barn. Ráðinn markaðs- stjóri íslenskrar getspár • BOLLI R. Valgarðsson hefur verið ráðinn markaðstjóri hjá Is- lenskri getspá í stað Bjarna Guð- mundssonar. Bolli, sem er fæddur í Reykja- vík 1961, hefur meðal annars starfað við kennslu í grunn- skólum Hvera- gerðis, Þorláks- hafnar og að Laugum í Dala- sýslu. Hann útskrifaðist frá Heim- spekideild Háskóla Islands 1991 og að námi loknu vann hann um hríð að gerð starfslýsingar fyrir Háskólann auk þess sem hann var fréttamaður á Stöð 2 og Bylgunni auk Pressunnar. Bolli starfaði hjá Kynningu og markaði - KOM ehf. frá 1992 til loka síðasta mán- aðar þar sem hann annaðist meðal annars útgáfu fréttabréfa ýmissa fyrirtækja og stofnana auk ráðgjaf- ar í almannatengslum, Sambýlis- kona Bolla er Hrafnhildur Hauks- dóttir hjá markaðsdeild P. Samú- elssonar, umboðsaðila Toyota. Ný þjónusta Islandsbanka við fyrirtæki Enn ryður fslandsbanki brautma með nýjung í bankaþjónustu. Notendur Skjálínunnar, sem er tölvutenging fyrirtækja við íslandsbanka, geta nú stundað gjaldeyrisviðskipti á auðveldan hátt og sparað sér bæði tíma og fyrirhöfn. í Skjálínunni er hægt að panta: • símgreiðslur • ávísanir • bréflegar greiðslur • IMO- tékka • seðla • ferðatékka • greiðslur á innheimtum, ábyrgðum og erlendum lánum. í Skjálínunni er hægt að geyma fyrri pantanir og senda þær aftur með lítilli fyrirhöfn. Jafnskjótt og pöntun hefur verið afgreidd koma skilaboð um það í Skjálínunni. Fyrirtækjafulltrúar í útibúum íslandsbanka veita allar upplýsingar um Skjálínuna og þetta nýja og þægilega fyrirkomulag við gjaldeyrispantanir. ÍSLANDSBANKI HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.