Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ i MERK tímamót verða í ellefu ára sögu Þróun- arfélags íslands hf. í dag þegar félagið býð- ur út hlutabréf á almennum mark- aði í fyrsta sinn frá stofnun að nafnvirði 43 milljónir króna. Félag-' ið er nú að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingarlána- sjóða. Markmiðið með útboðinu er að breikka hluthafahópinn veru- lega og fjölga hluthöfum um a.m.k. 150. Þar með mun félagið uppfylla skilyrði fyrir skráningu á Verð- bréfaþingi íslands. Nýju bréfin verða í upphafi boðin á genginu 1,16 sem er töluvert lægra en innra virði hlutafjárins. Þróunarfélagið var stofnað í nóvember 1985 að frumkvæði ' opinberra aðila og var fyrirmyndin sótt til áhættufjármagnsfélaga í Evrópu. Félaginu var ætlað það háleita markmið að styðja við ný- sköpun í atvinnulífinu með áhættu- lánum, ábyrgðum á lán frá öðrum lánastofnunum ásamt því að kaupa hlutafé í nýjum og starfandi fyrir- tækjum. Lítilla trygginga var kraf- ist við áhættulánveitingar, en vaxtakjörin voru engu að síður hliðstæð og almennt þekktist í lánastofnunum. Afrakstur félags- ins af þessari lánastarfsemi var því rýr fyrstu árin eins og nærri má geta, þar sem arðsemin var ekki í takt við þá miklu áhættu sem tekin var. Á árinu 1990 var tekin sú ákvörðun að hætta lánveitingum og leggja höfuðáherslu á hreina áhættufjármögnun með hlutafjár- kaupum. í stað vaxtatekna hefur félagið fengið umbun fyrir framlag sitt í formi arðs eða hækkunar á hlutabréfum þegar vel hefur geng- ið hjá viðkomandi fyrirtækjum. „Það var ákveðið að félagið fjár- festi í nýjum greinum atvinnulífs- ins, ýmsum hátækniiðnaði eins og upplýsingatækni, rafeindaiðnaði og líftækni," segir Hreinn Jakobs- son, framkvæmdastjóri félagsins. „Eingöngu var um að ræða hluta- bréfakaup eins og í áhættuíjár- magnsfélögum í Bandaríkjunum. Hins vegar kom í ljós að fjárfest- ingarstefnan var skilgreind of þröngt og á árinu 1993 var ákveð- ið að félagið fjárfesti í hlutabréfum í öllum greinum atvinnulífsins. Það þótti eðlilegt að fjárfest væri þar sem líkleg arðsemi væri mest og að nýiðnaðar- eða hátæknifyrir- Hreinn Jakobsson hefur stýrt Þróunarfélaginu í gegnum þær miklu breytingar sem nú eru að baki. Nýtt og öflugra Þróunarfélag Þróunarfélagíð býður út í dag hlutabréf á almennum markaði með það að markmiði að breikka hluthafahópinn og uppfylla skilyrði um skráningu á Verðbréfaþingi. Kristinn Briem kynnti sér starfsemi félagsins og ræddi við Hrein Jakobsson, framkvæmdastjóra. tæki kepptu um íjármagnið við aðrar greinar atvinnulífsins. Á ár- inu 1993 var einkum horft á óskráða hluta markaðarins, en fljótlega tók félagið að teygja sig yfír í stærri fyrirtæki. Við byrjuð- um síðan að fjárfesta í stærri fýrir- tækjum á Verðbréfaþingi á árinu 1994.“ Afgreiðslutími í sumar er frá 8:00 - 16:00 (20. maí-20. sept.) SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavík • Sími 588-7200 • Fax 588-7201 Eiga hlutabréf í 45 fyrirtækjum Straumhvörf urðu í starfsemi Þróunarfélagsins árið 1995 þegar það festi kaup á meirihluta hluta- bréfa í fjárfestingarfélaginu Draupnissjóðnum hf. sem átti dá- gott safn hlutabréfa, einkum í ýmsum traustum hlutafélögum á Verðbréfaþingi. Félögunum var síðan rennt saman í kjölfarið í nýtt og öflugra fjárfestingarfélag sem nú ræður yfir tæplega 1,1 milljarðs eigin fé. Hreinn segir að eftir kaupin á Draupnissjóðnum hafi eignadreif- ingin í félaginu orðið mun áhuga- verðari en áður. Hlutabréfasafnið samanstandi nú að bréfum í 45 fyrirtækjum, bæði litlum og meðal- stórum fýrirtækjum, skráðum og óskráðum. Markaðsverðmæti bréf- anna sé nú áætlað um 850 milljón- ir. Það kemur fram hjá Hreini að félagið hafi skýra ijárfestingar- stefnu. Miðað er við að um 40-75% eigna séu í hlutabréfum og 25-60% í skuldabréfum. Hins vegar má hlutur félagsins í einstökum fyrir- tækjum ekki vera meiri en sem nemur 10% af eigin fé. Þá er gert Egnar- Nafnverð Hlutabréfaeign Þróunarfélag Islands 31. desember 1995 ... í skráðum , t félögum á VÞÍ Eignarh.fél. Alþýðubank. Eimskipafélag Islands Flugleiðir Grandi Hampiðjan Haraldur Böðvarsson Hlutabréfasjóðurinn íslandsbanki Jarðboranir Maæl Olís Síldarvinnslan Skagstrendingur Skeljungur Skinnaiðnaður SR-Mjöl Sæplast Útgerðarfél.Akureyringa Þormóður rammi Samt. eignarhluti í fél. ... í félögum á OTM hluti % 0,3 0,3 0,9 1,8 3,0 4,0 0,3 0,1 3.9 4,0 0,2 4,0 0,3 0,5 2,8 5,2 5.9 0,5 1,7 millj.kr. 2.349 3.670 18.988 19.686 9.788 18.194 2.527 4.461 9.185 4.449 1.211 12.993 473 2.986 2.000 41.934 5.492 3.779 7.366 171.513 Egnar- hluti % Armannsfell 12,6 Nýherji 13,2 Pharmaco 2,8 Sameinaðir verktakar 0,2 Samskip 0,2 S(F 0,1 Tollvörugeymslan 2,5 Tæknival 9,6 Tölvusamskipti 13,3 Samt. eignarhluti í fél. ... í óskráðum fyrirtækjum \ Eignar- l hluti % Arnes 11.2 Gagnalind 42.7 GKS 2.8 fslenskt franskt 13.3 Opin kerfi 36.7 Sól 20.0 Taugagreining 5.0 Tæknigarður 30.0 Vaki 37.1 Vestfirskur skelfiskur 7.5 Onnurfelog Samt. eignarhluti í fél. Nafnverð mlllj.kr. 16.417 31.780 2.000 500 2.090 607 3.634 9.600 4.160 70.787 millj.kr. 29.152 6.400 1.137 2.000 11.000 20.000 2.000 1.500 7.414 9.048 11.732 101.383 ráð fyrir að félagið muni ekki fjár- festa meira en þriðjung eigin fjár í einni atvinnugrein, þó að undan- skyldum sjávarútvegi þar sem fjár- festingar geta numið allt að 50%. Þróunarfélagið hefur það enn- fremur á stefnuskránni að eiga ekki meirihluta í einstökum félög- um og ekki meira en 10% í einstök- um félögum á Verðbréfaþingi ís- lands, 20% í einstökum félögum á Opna tilboðsmarkaðnum og 40% í óskráðum félögum. Fjárfestingarstefna félagsins felst þó ekki einungis í kaupum á bréfum heldur einnig í sölu bréfa. „Við viljum vera virkir þátttakend- ur á hlutabréfamarkaði og kaupum og seljum hlutabréf eftir því hvar við teljum að líkleg arðsemi sé mest á hverjum tíma,“ segir hann. En hvaða fyrirtæki skyldi Þróunarfélagið hafa veðjað á und- anfarin ár? Hreinn bendir á að meðal stærstu fjárfestinga félags- ins séu kaup á hlutabréfum í fýrir- tækjum á tölvu- og hugbúnaðar- sviðinu. Félagið sé nú meðal stærstu hluthafa í Tæknivali, Opn- um kerfum hf., Nýheija hf. og Marel hf. „Það eru nokkur dæmi um að ávöxtun þar hafi numið nokkrum tugum prósenta á ári. Sjávarútvegur skipar þó stærstan sess, en samtals er fast að helming- ur hlutabréfa í eigu félagsins í sjáv- arútvegsfyrirtækjum," segir hann. Miklar hækkanir á hlutabréfaeign Bókfærður hagnaður síðasta árs hjá Þróunarfélaginu nam alls um 221 milljón króna sem skýrist fyrst og fremst af þeirri miklu hækkun sem varð á markaðsverði hluta- bréfaeignar félagsins. Má í því sambandi nefna að raunávöxtun allra hlutabréfanna nam 53,6% í fyrra þegar bæði er tekið tillit til hækkunar á gengi þeirra og arð- greiðslna. Eigið fé í árslok 1995 nam alls 1.077 milljónum og var innra virði hlutafjárins 1,67. Á aðalfundi fé- lagsins nú í vor var samþykkt að auka hlutafé um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og greiða 10% arð. Þetta hafði í för með sér að innra virði lækkaði í 1,26. Hins vegar hefur innra virðið augljós- lega hækkað hratt það sem af er þessu ári í takt við áframhaldandi hækkanir á gengi hlutabréfa. Áætlanir félagsins sem gerðar voru í upphafi ársins gerðu ráð fyrir að hlutabréfaeignin myndi hækka um 15% í verði á árinu og hagnaður yrði um 101 milljón. Hækkanir hlutabréfanna eru nú þegar orðnar mun meiri og nægir þar að benda á að Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað um rösk- lega 30% frá áramótum. Því er ljóst að hagnaðurinn hefur þegar farið langt fram úr áætluninni og er innra virði nú komið yfír 1,5. Það er því óhætt að segja að gengi bréfanna í útboði félagsins séu á tiltölulega hagstæðu verði. Skattaleg hvatning í stað sjóða Þótt Þróunarfélagið eigi sér ekki langa sögu spannar hún mikla umbrotatíma í íslensku atvinnulífi og endurspeglar sumpart breyttar áherslur í öllu nýsköpunarstarfi. „Fyrir tíu árum lagði hið opinbera áherslu á að styrkja nýsköpun og vöruþróun með því að stofna til útgjalda, stofna sjóði sem útdeildu fé í formi styrkja og niðurgreiddra lána,“ segir Hreinn. „Áherslur hafa hin síðari ár færst frekar yfir á tekjuhliðina, þ.e. að leyfa atvinnu- lífinu að halda fjármagni eftir til þess að hægt sé að stunda nýsköp- un og vöruþróun. Atvinnulífinu er vel treystandi til að ákveða sjálft hvaða fjárfestingar eru fýsilegar. Það hefur komið í ljós að fullyrð- ingar sem heyrðust fyrir tíu árum um að lítill skilningur væri á ný- sköpun og vöruþróun í atvinnulíf- inu eru rangar. Þetta hefur sýnt sig núna þegar atvinnulífið hefur meira úr að spila. Margir hafa einnig litið svo á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.