Morgunblaðið - 23.05.1996, Page 1

Morgunblaðið - 23.05.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 JHorgiuttMn&fö ■ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ BLAÐ Reuter MIÐHERJINN Fabrlzlo Ravanelll skoraðl fyrir Juventus í fyrri hálfleik, fimmta mark hans í keppnlnni, og það hafði mikið að segja. Hér fagnar hann áfanganum að melstaraslð. Lippi þjálfari um sigur Juventus í Meistaradeildinni Besti leikur okkar Vítakeppnin Edgar Davids tók fyrstu víta- spymuna fyrir Ajax, skaut með vinstri nánast beint á Angelo Peruzzi, markvörð. 0:0 Ciro Ferrara byijaði fyrir Juvent- us og skaut með hægri í hliðamet- ið vinstra megin. 0:1 Finninn Jari Litmanen fór nánast eins að nema hvað hann hélt bolt- anum við jörðina. 1:1 Gianluca Pessotto skoraði fyrir Juve; skaut með hægri í bláhornið hægra megin við markvörðinn. 1:2 Amold Scholten spyrnti innanfót- ar með hægri i hægra homið. 2:2 Michele Padovano hélt uppteknum hætti hjá Juve og skoraði, skaut með vinstri í hægra hornið. 2:3 Sonny Silooy skaut innanfótar með hægri beint á Angelo Peruzzi, markvörð. 2:3 Vladimir Jugovic innsiglaði sigur Juve, skaut með hægri í vinstra hornið, frá sér séð. 2:4 Juventus fagnaði sigri í Meistaradeild Evr- ópu í Róm í gærkvöldi. Liðið vann Ajax 4:2 í vítakeppni en staðan var 1:1 að loknum framlengdum leik. Úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni meistaraliða fór síðast fram á ólympíu- leikvanginum í Róm 1984. og þá fór á sama veg; Liverpool vann Roma 4:2 í vítakeppni eftir að staðan hafði verið 1:1 eftir 120 mín- útna leik. Juventus varð síðast meistari 1985 eftir að hafa sigrað Liverpool í úrslitaleik en lítið fór þá fyrir fögnuði enda kom sigurinn eftir að ólæti höfðu brotist út á áhorfendastæðunum á Heyselleikvanginum í Brussel með þeim afleiðingum að 39 manns létu lífið. Ajax skoraði ekki úr fyrstu og fjórðu víta- spyrnunni og því tryggði Vladimir Jugovic Juve sigurinn með því að skora úr fjórðu spyrnu liðsins. Hins vegar gerðu liðin sitt markið hvort í fyrri hálfleik. Á 13. mínútu sendi Antonio Conte boltann inn í teig Ajax. Varnarmaðurinn Frank de Boer lét boltann fara, hélt að Edwin van der Sar, markvörður, hefði hann, en svo var ekki. Fabrizio Ravan- elli skaust á milli þeirra og skoraði í autt markið úr þröngu færi. Vel að verki staðið hjá kappanum en að sama skapi ótrúleg mis- tök hjá mótherjum hans. Finninn Litmanen jafnaði skömmu fyrir hlé. Angelo Peruzzi, markvörður Juve, sló boltann frá marki eftir aukaspyrnu. Boltinn barst til Finnans sem sendi hann beint i markið. Marcello Lippi, þjálfari Juve, sagði að sigur- inn hefði verið sanngjam en liðið hefði átt að gera út um leikinn áður en þurfti að grípa til vítakeppninnar. „Við áttum að hafa tryggt okkur sigurinn eftir 90 mínútur og vinnan í 120 mínútur átti að nægja til sigurs en sem betur fór höfðum við það í vítakeppninni," sagði hann. „Þetta var mjög góður leikur milli tveggja bestu iiða Evrópu og besta lið Evrópu sigraði. Við gáfum ekkert og hægt er að verða Evrópumeistari á margan hátt en ekkert er eins sannfærandi og að sigra mjög sterkt lið í úrslitum. Allt small saman hjá okkur og við lékum eins og við best getum." Louis van Gaal, þjálfari Ajax, sagði að meiðsl hefðu sett strik í reikninginn en það væri ekki afsökun því Juve hefði leikið betur. „Við höfðum tapað áður en kom að vítaskotun- um. Fáir leikmenn vildu taka víti því öryggið var ekki fyrir hendi eins og hjá Juve." Keflavík mætir Vicenza frá Ítalíu SIGUR Juventus I Meistarakeppninni í gær- kvöldi gerði það að verkum að Keflavík mætir ítalska liðinu Vicenza í Toto-Evrópukeppninni í sumar. Juve og AC Milan fara í Evrópukeppni meistaraliða, Fiorentina í Evrópukeppni bikar- hafa en Lazio, Roma, Parma, Inter og Sampdor- ia í UEFA-keppnina. Sjö lið örugg í næstu Meistara- deild Evrópu JUVENTUS tryggði sér sæti í 16 liða Meistara- deild Evrópu næsta tímabil með sigrinum í gær- kvöldi. Ajax var þegar öruggt með sæti en átta lið þurfa ekki að fara í forkeppni. Auk þessara tveggja eru það AC Milan, Manchester United, Auxerre, Borussia Dortmund, Porto og Atletico Madrid eða Valencia. 16 lið leika um átta sæti og hefur helmingnum verið styrkleikaraðað sem þýðir að lið innan þess hluta dragast ekki saman. Þetta eru Club Briigge, Panathinaikos eða AEK Aþenu, Fen- erbahce, Rapid Vín eða Sturm Graz, Grasshopp- er, Alania Vladikavkaz (Rússlandi), Bröndby eða Aarhus og Gautaborg. í óraðaða helmingnum eru Sparta Prag, Glasgow Rangers, Dinamo Kiev eða Chernomorets, Steua Búkarest, Maccabi Tel Aviv, Rosenborg, Dreher eða Fer- encvaros og Legia Varsjá eða Widzew Lodz. Næsta lið er Apoel Nikósía frá Kýpur sem hefði leikið í keppninni ef Ajax hefði varið titilinn, en fer þess í stað í UEFA-keppnina eins og önn- ur ótalin meistaralið, þar á meðal í A. Dregið verður í Meistaradeildinni, Evrópu- keppni bikarhafa og forkeppni UEF A-keppninn- ar 6. júlí, undankeppni UEFA 26. júlí og 1. umferð allra Evrópumótanna þriggja 23. ágúst. Sex frá Ajax í úr- valsliði Meistara- keppninnar BOBBY Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, ásamt fulltrúum blaðamanna völdu fyrsta úrvalslið Meistara- deildar Evrópu og var liðið tilkynnt í gær en valið byggðist á frammistöðu leikmanna fram að úrsUtaleiknum. Sex leikmenn Ajax voru vald- ir í byrjunarUðið og tveir til vara en Juventus á þrjá í byrjunarliðinu og einn varamann. Eftir- taldir leikmenn skipa liðið: Edwin van der Sar (Ajax); Michael Reiziger (Ajax), Matthias Sammer (Borussia Dortmund), Frank de Boer (Ajax), Ronald de Boer (Ajax), Moreno TorricelU (Juventus), Didier Deschamps (Juventus), Jari Litmanen (Ajax), Edgar Davids (Ajax), Raul Gonzalez (Real Madrid), Alessandro Del Piero (Juventus). Varamenn: Danny Blind (Ajax), Andreas Möll- er (Borussia Dortmund), Paulo Sousa (Juvent- us), Patrick Kluivert (Ajax), Krzyzstof Warzycha (Panathinaikos). Bræðurnir leika gegn Kínverjum BRÆÐURNIR hjá Manchester United, Gary og Philip Neville, verða fyrstu bræðurnir síðan Bobby og Jack Charlton léku saman 1970, til að klæðast enska landsliðsbúningum í sama leik. Terry Venables, landsliðsþjálfari, valdi þá í byij- unarlið sitt sem mætir Kínverjum í Peking í dag. Leikmenn enska liðsins fóru að skoða Kinamúrinn í gær. Liðið sem byijar, er þannig skipað: Tim Flowers (Blackburn), Gary Neville (Man. Utd.), Tony Adams (Arsenal), Gareth Sout- hgate (Aston Villa), Philip NeviUe (Man. Utd.), Darren Anderton (Tottenham), Paul Gascoigne (Glasgow Rangers), Jamie Redknapp (Liver- pool), Steve McManaman (Liverpool), Nick Barmby (Middlesborough) og Alan Shearer (Blackburn). KNATTSPYRNA: KYNNING Á ÍA OGKRÍ1. DEILD KARLA / C2-C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.