Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Frábær síðari hálfleikur dugði gegn Lúxemborg ÍSLENDINGAR byrja vel á Evrópumótinu í körfuknattleik, sigruðu lið Lúxemborgar 96:63 ífyrsta leik sínum ígærkvöldi. Úrslitin voru svipuð og búast mátti við því íslendingar hafa ávallt talið sig sterkari í körfuknattleik en Lúxemborgara þó svo landsliðið tapaði fyrir þeim á Smáþjóðaleikunum ífyrra. Kýpur kom veru- lega á óvart og sigraði lið íra, sem talið var sigurstranglegast í mótinu og í þriðja leik fyrstu umferðarinnar unnu Danir Albaníu mjög sannfærandi. Evrópukeppnin í körfuknattleik ÍSLAND % LÚXEMBORG 96 63 14/18 V$/ L jf '15/23 14/35 3jastiga 2/15 43 Fráfóstl 39 22 (varnarj 28 21 (sóknar) 11 1 Varin skot 4 19 Bolta náð 3 7 Bolta tapað 23 28 Stoðsendingar 11 23 Villur 19 ÍÞRÚmR FOLK ■ ALEXANDER Fassen er annar hlutlausi dómarinn á EM í körfu og hann dæmdi fyrsta leikinn í gær. Snemma leiks dæmdi hann ruðning á Albaníu og með miklum tilþrifum gaf hann merkið, rétti hnefann í átt að körfu þeirra. Svo illa vildi til að einn Dani varð fyrir merkjagjöf dómarans sem gaf hon- um því einn á lúðurinn. ■ EKKI náðist að setja upp 30 sekúndna klukkuna fyrir leikina, en því var kippt í liðinn fýrir síð- asta leikinn. Klukkurnar eru uppá körfuspjaldinu, en þess má geta að hinar nýju körfur eru sérlega glæsi- legar. ■ TA VROPOULOS, þjálfari Kýpur, er líflegur á hliðarlínunni og stappar gjaman niður fætinum með milkum látum þegar hann vill ná athygli sinna manna. Hann á það líka til að vera eitt til tvö fet inná vellinum í hita leiksins og stundum lendir hann nærri fyrir dómuranum þegar þeir bruna eftir hliðarlínunni. ■ JOHN Buck, 25 ára íri, er 'stærsti maður keppninnar, 218 sentimetrar, og hann notar gríðar- lega stóra skó. í leiknum gegn Kýpur var tvívegis dæmd af honum karfa í vítaskoti vegna þess að hann steig á vítalínuna! Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það er ekki alveg rétt að segja að strákarnir hafi byijað vel því fyrri hálfleikur í gær var hræði- lega lélegur. Strák- arnir virtust vera ein taugahrúga, sóknin gekk illa og gestirn- ir keyrðu upp hrað- ann, komust í hvert hraðaupphlaup- ið af öðru og staðan var 41:40 í leikhléi. Þetta var aðferðin sem ís- lenska liðið ætlaði að beita, en bjóst alls ekki við að önnur lið léku það eftir. „Við voram seinir í gang og menn voru eitthvað trekktir. En síðari hálfleikurinn var góður og þá náðu bakverðirnir að loka á þennan númer 6 [Bob Adam leik- stjórnanda] og þriggja stiga skotin rötuðu rétta leið. Þetta var einmitt það sem við þurftum á að halda. Við eigum Kýpur á morgun [í dag] og það verður erfiður leikur, en nú erum við komnir með sjálfstraustið í lag og okkur líður vel hér í Höll- inni,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari eftir leikinn, en íslenska liðið setti niður tíu þriggja stiga skot í síðari hálfleiknum. Það var allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleik, þó svo það væru svo til sömu mennirnir. Bar- áttan var eins og hún á að vera, vörnin hleypti helst engu í gegn og í sókninni hittu menn mun betur en fyrir hlé. Eftir sjö mínútna leik kom frábær kafli hjá íslenska lið- inu. Staðan var 49:45 og á næstu átta mínútum gerðu strákarnir 33 stig gegn 7 stigum gestanna og allt í lukkunnar velstandi. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að reyna sig og það var rétt að hvíla Teit og Guðmund undir lok leiksins. Teitur var besti maður vallarins og Guðmundur átti fínan leik í síðari hálfleiknum þegar hann fór í gang, eins og aðrir. Hann tók flest fráköst allra á vellinum þrátt fyrir að margir séu höfðinu hærri en hann. Páll Kristinsson, hinn ungi Njarðvíkingur, stóð sig mjög vel þegar hann kom inná undir lokin og sama er að segja um Þórsarann Birgi Örn Birgisson. Bakverðirnir, Jón Arnar og Hjörtur, stjórnuðu vel i síðari hálf- leiknum og léku góða vörn auk þess sem Jón Arnar hitti vel þegar hann skaut. Marel hitti líka mjög vel og komst á skrið í síðari hálf- leiknum og Guðjón hafði góð áhrif á leik liðsins þegar hann var settur í byijunarlið síðari hálfleiks, en hann lék ekkert í þeim fyrri. Her- bert átti fínan leik, kom sterkur inná í fyrri hálfleiknum, en Sigfús náði ekiri að sýna það sem hann á að geta í þær þijár mínútur sem hann lék. Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Bragason fyrlrliAI íslenska landsllðslns stend- ur jafnan fyrlr sínu þó svo hann sé oftar en ekkl höfðlnu lægri en mótherjinn. Hér gnæfir hann yfir Roby Horsmans, lelkreyndasta manni Lúxemborgar, og skorar af öryggl. Jeff Van Gundy ráð- inn þjálfari New York JEFF Van Gundy hefur verið ráðinn yfirþjálfari New York í NBA-deildinni í körfuknatt- leik eftir að hafa verið aðstoð- arþjálfari liðsins í nær sjö ár. Van Gundy, sem er 34 ára, var aðstoðarþjálfari hjá Stu Jack- son, John MacLeod, Pat Riley og Don Nelson og var 18. aðal- þjálfarinn í sögu félagsins þeg- ar hann tók við stjórninni eftir að Nelson var rekinn 8. mars sl. Allt annað var að sjá til liðs- ins eftir að Van Gundy varð yfírþjálfari og þvi var ákveðið að ráða hann fyrir næsta tíma- bil. Þegar Riiey gerðist yfir- þjálfari Miami vildi hann fá Van Gundy með sér en hann kaus að vera áfram aðstoðar- þjálfari þjá New York. Þá réð Riley Stan Van Gundy, bróður Jeffs og þjálfara háskólaliðs, en þess má geta að faðir þeirra er kunnur þjálfari til margra ára þjá menntaskólaliði. Aftur sigur hjá Chicago MICHAEL Jordon skoraði 35 stig þegar Chicago Bulls lagði Orlando Magic í öðnim úrslita- leiknum á austurströndinni, 93:88. Jordan og félagar náðu mest áiján stiga forskoti og eru komnir yfír, 2:0. Shaquille O’Neal skoraði 36 stig og tók 16 fráköst fyrir gestina, sem léku án Horace Grant Næstu tveir leikir iiðanna verða í Or- lando, á laugar- og mánudag. ÚRSLIT ísland - Lúxemborg 96:63 Laugardalshöll, Evrópukeppnin i körfu- knattleik, miðvikudaginn 22. maí 1996. Gangur leiksins: 0:4, 5:12, 14:14, 19:16, 26:26, 32:34, 38:38, 41:40, 44:40, 49:45, 64:50, 82:53, 95:56, 96:63. Stig Islands: Teitur Örlygsson 31, Marel Guðlaugsson 12, Guðjón Skúlason 11, Her- bert Arnarson 10, Guðmundur Bragason 6, Hjörtur Harðarson 6, Helgi Jónas Guð- finnsson 6, Jón Arnar Ingvarsson 6, Her- mann Hauksson 5, Birgir Öm Birgisson 2, Páll Kristinsson 1. Stig Lúxemborgar: Feyder 16, Horsmans 9, Adam 8, Wohl 8, Diederich 6, Gruskovpj- ak 5, Boever 4, Marchetti 2, Loesch 2, Becker 2, Rock 1. Dómarar: Gasperin frá Frakklandi go Colg- an frá Írlandi. Dæmdu alveg ágætlega. Áhorfendur: Um 250 Albanía - Danmörk..........65:99 Kýpur - írland.............84:73 Ikvöld Körfuknattleikur Evrópukeppnin Höllin: Albanía - írland....16 Höllin: Danmörk - Lúxemborg.18 Höllin: ísland - Kýpur......20 Knattspyrna 1. deild kvenna: Garðabær: Stjarnan - UMFA...20 Bikarkeppni KSÍ kl. 20:00 Ármannsvöllur: TBR - FH U- 23 Egilsstaðir: Höttur - Einhveiji Leiknisvöllur: Ökkli - Smástund Reyðarfjörður: KVA - Leiknir F. Hornafjörður: Sindri - Huginn GOLF LEK-mót ANNAÐ stigamót LEK til landsliðs eldri kylfinga fer fram á Hólmsvelli í Leiru á föstudag og laugardag. Keppt verður í flokkum karia 55 ára og eldri og 50-54 ára. Einnig er keppt í tveimur flokkum kvenna, 50 ára og eldri. Ræst verður út frá kl. 14.00 á föstudag. Skráning í síma 421-4100. VÍKINGALOTTÓ: 13 18 19 20 36 42 + 6 26 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.