Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 1
r Míí B FORDOMAR OG RAMIMSÓKNIR/2 ■ FRÍ í HELVÍTI/3M LYF GEGIM SKALLA/3 ■ STAUPIW BORÐUÐ/6BLÍTIÐ BÍÓ SEM HRISTIST/6 ■ MEÐ AUGUM LANDANS/7BÞÆR SÆKJA HRÁEFNIÐ í NÁTTÚRUNA/8 ■ V ar alitir í brúnum tónum vinsælir hjá ungum konum Stássið í stofunni FLESTIR eiga sér einhvern grip, sem þeim þykir vænna um en aðra, og gæta hans þá oft eins og sjáaldurs augna sinna. Sumir fylgja eigendum sínum alla ævi, stundum eru þeir ofan í skúffu en öðrum er stillt upp á besta stað í stofunni. Daglegt líf skoðaði nokkra slíka gripi og ræddi við eigendur þeirra. BRÚNIR varalitir nutu slíkra vin- sælda á meginlandi Evrópu og í Ameríku í vetur að snyrtivörufyrir- tæki hófu að framleiða fleiri af- brigði af þessum lit. Nú er svo komið að hægt er að fá allan skal- ann allt frá ljósbrúnum varalit til kaffibrúns. Brúnu varalitirnir urðu því ekki eingöngu eftirsóttir vegna þess að snyrtivörufyrir- tækin fóru að kynna þá, held- ur benda snyrtifræð- ingar á að vinsældir brúnu varalitanna megi þakka það hve sá litur eigi vel við alla húðliti. Súkkulaðibrúnn vara- litur gefi til dæmis fallegt yfirbragð með því að skapa algera andstæðu við ljósan hörundslit en leggi líka áherslu á djúpan blæ dökks húðlit- ar. Þá henti brúnir varalitir vel þeim konum sem ekki vilji nota áberandi liti á varirnar. Afgreiðslustúlkur í ýmsum snyr- tivöruverslunum og snyrtistofum í Reykjavík segja að almenn eftir- spum sé eftir öllum varalitum, en þó hefðu þær orðið varar við að brúnir varalitir væru vinsælir um þessar mundir og þá sérstaklega meðal yngri kvenna. Vinsælast í þeim aldurshópi væri glansandi varalitir í mjúkum litum. Ungar konur vildu þannig frekar hlutlausa eða ljósa varaliti og væri algengt að þær notuðu brúnan varalitablý- ant til að móta varirnar og síðan ljósbrúnan eða ljósbleikan glans- andi varalit á sjálfar varirnar. Þá væri nokkur eftirspurn eftir silfur- lituðum varalitum með brúnum tóni. Eldri konur keyptu hins vegar ekki eins mikið af brúnum varalitum og væru hrifnari af appelsínugulum og skærbleikum litum á var- imar. Afgreiðslukonur í snyr- tivörubúðum benda þó á að smekkur kvenna á varalitum sé afar persónubundinn og að allir litir seljist, hvað svo sem sé í tísku. ■ I &■ Jbb Goða þurrkryddað lambalæri kr. 689 kg. Goða tvöfaldar kótNettur kr. 738 kg. 2 lítra Diet kók kr. 139 Maískorn 432 gr. kr. 34, Homeblest súkkulaðikex 200 gr. kr. 88 Álfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.