Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF TiTu E m rannsókn Gott að vera fallegur ÞAÐ er kostur að vera fallegnr. Fögru fólki er yfirleitt betur tekið og reiknað með að það búi yfir fleiri kostum en hið ófríða. Hér verður sagt frá tilraun sem bygg- ir á væntingunni um að fallegu fólki líði betur og geti meira. Tilraunina gerðu Bandaríkja- mennirnir Mark Snyder, Elísabet Tanke og Ellen Berscheid . Hún fór fram undir því yfirsk- ini að verið væri að rannsaka hvemig fólk kynnist og fór þann- ig fram að karlar vom látnir tala við konu í síma. Þeir fengu upplýs- ingar um skapgerð konunnar og án vitundar hennar var þeim sýnd ljósmynd af annari konu og sagt að þetta væri konan sem þeir væru að tala við. Tvær myndir voru notaðar, annarsvegar af konu sem var falleg að mati stúd- enta i skólanum þar sem tilraunin var gerð og hins vegar af konu sem taldist ófríð. Áður en símtalið hófst vom karl- arnir beðnir um draga ályktanir af mynd og persónulýsingu um eiginleika konunnar sem þeir áttu að tala við. Þeir töldu líklegt að fallega konan væri félagslynd, gamansöm, í góðu andlegu jafn- vægi og kæmi vel fyrir. Ofríða konan var hinsvegar talin viðskota- 01, þungbúin, ófélagslynd og ekki lipur í mannlegum samskiptum. Nú ræddu mennirnir við konu í síma í nokkrar mínútur og höfðu mynd og persónulýsingu fyrir framan sig. Símtalið var tekið upp á segulband og aðrir menn sem ekki vissu um tilgang tilraunar- innar eða hvað karlarnir héldu um konumar, vom látnir meta samtölin. Helmingur mats- manna hlustaði ein- vörðungu á það sem konan sagði og helm- ingur aðeins á það sem karlinn sagði. Matsmennirnir vissu ekki um persónulýs- inguna né myndirnar. Niðurstaða var að matsmennirnir mátu konurnar sem við- mælandi hélt að væru fallegar, sem vin- gjarnlegri, meira aðl- aðandi í framkomu og félagslyndari. Og að karlarnir sem héldu að þeir væm að tala við fallega konu, væm félagslyndari, áhuga- verðari, opnari og fyndnari. Niðurstaðan sýnir áhrif væntingar. Telji maður konuna í síman- um fallega, verður hann viðmótsþýðari og hún ósjálfrátt líka. Ekki hefur verið sýnt fram á að falleg- ar konur séu í raun félagslyndari eða vin- gjaralegri en aðrar konur. Hinsvegar sýna margar rann- sóknir að fólk trúir því að fegurð og ýms- ir jákvæðir eiginleik- ar fari saman, og hafi þann fordóm að ófríð- ar konur séu erfiðar i samskiptum. Rannsóknin sýnir sjálfvirkni hugans til fordóma, og draga má þá ályktun að erfiðara sé að uppræta þá en margur hyggur. _ F ordómar eiga líklega fremur rætur í tilfinningum en skynsemi BESTA leiðin til að sigrast á fordómum er að fá ólíka hópa til að vinna að sama verkefni. DANSKA fyrirsætan Helena Christensen. Ætli hún sé fé- lagslynd og gamansöm? Fordómar eru tilhneiging til að reka allt á bása og eru að sumu leyti hugarstarfseminni að kenna. Þeir skapa vítahring milli hópa. Gunnar Hersveinn spurði fræði- mann um fordóma og kynnti sér rannsóknir.sem sýna meðal ann- ars að fræðsla festir stundum hleypidóma í sessi. En hvernig er hægt að venja sig af þeim? FRIÐRIK H. Jónsson, dós- ent í sálfræði við Há- skóla íslands, þekkir rannsóknir félagssál- fræðinga á fordómum og hefur ásamt sam- starfsmönnum sínum gert tvær rannsóknir á fordómum íslend- inga. Hann segir að fordómar ráði miklu um hvaða merkingu fólk leggi í sitt daglega líf. Hann segir líka að fordómar snúist einkum um átök á milli hópa. „Til dæmis,“ segir Friðrik, „telja hvítir Bandaríkjamenn að svert- ingjar séu latir og ofbeldishneigð- ir. Þar er nóg að vera svartur til að verða fyrir þessum fordómum." Menn hafa tilhneigingu til að raða öllu í flokka. Dæmigerð flokkaskipting er eftir kyni, stöðu, búsetu, aldri og tekjum. „Það er mjög einfalt að skipta fólki í hópa, enda geta það allir,“ segir Friðrik. „Það eina sem til þarf er að flokka í tvo hópa, samheija og andstæð- inga. Samheijum eru eignaðir eftirsóknar- verðir eiginleikar og andstæðingum það sem erfitt er að telja til hróss. Iðulega er munurinn á milli hóp- anna ofmetinn og fjöl- breytileikinn innan hvors hóps vanmet- inn.“ Hrepparígur er gott dæmi um fordóma á Islandi FRIÐRIK H. Jónsson Félagssálfræðingar hafa sýnt með mörgum rannsókn- um að auðvelt er að ná fram sterk- um hópáhrifum. Þeir hafa oft skipt fólki í hópa eftir ólíklegustu þátt- um, jafnvel augnalit, fæðingardegi eða hvort það telji Mozart eða Beethoven betra tónskáld. Það merkilega er hversu auð- velt er að vekja hóptilfínningu. Bláeygðir saman í hóp á móti brú- neygðum verða sín á milli hjálpfús- ari, samvinnuþýðari og meta mannkosti hinna bláeygðu meira en hinna brúneygðu, sem sjálfir falla í sömu gryfju. Samstaða innan hópa og rígur á milli þeirra skapast jafnvel þótt hóparnir séu tilbúnir í tilraunaað- stæðum. Hrepparígur er gott dæmi á íslandi um fordóma milli hópa, eftir því hvort þeir eru til dæmis Norðfirðingar eða Héraðs- menn. „Allir fordómar byggjast á stað- almyndum," segir Friðrik, en þær eru vafasamar alhæf- ingar um hópa (allir Þingeyingar eru montnir). „Skilningur fólks byggist á því að einfalda veruleikann og við það koma stað- almyndir að góðum notum,“ segir Friðrik. En hvað með svert- ingjana, eru þeir ekki ferlegir letihaugar? „Mynd Bandaríkja- manna af svertingjum er að þeir séu latir, ofbeldisfullir, músík- alskir, góðir í íþrótt- um, hávaðasamir og heimskir," svarar Friðrik „Sennilega eru til svert- ingjar sem hafa einhveija af þess- um eiginleikum, en það eru líka margir svertingjar sem ekkert þessara atriða á við.“ „Gallinn er að þeir sem trúa til dæmis að svertingjar séu latir taka frekar eftir lötum svertingjum, en duglegum. Þannig styrkist mynd þeirra af lötum svertingjum." Er þetta þá ósjálfráð hugsun? „Já, mikið af daglegu hugar- starfi er ekki viljastýrt heldur sjálfvirkt. Ákveðnar aðstæður eða áreiti í umhverfinu kalla sjálfkrafa fram viðbrögð fólks. Hvað dettur þér til dæmis í hug þegar ég segi orðið svartur?" Hvítur. „Einmitt. Það er líka athyglis- vert að þeir sem að öðru jöfnu eru fordómalitlir fara að hegða sér líkt og þeir sem haldnir eru fordómum, í aðstæðum sem krefjast snöggra viðbragða. Svo virðist sem fordóm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.