Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljósakróna frá 1930 FIMM arma ljósakróna úr brúneruðu messing með gulum glerskermum, sem hver er 22 sm í þvermál, rak á fjörur Eyjólfs Pálssonar fyrir fjórum árum. „Ljósakrónan var fram- leidd árið 1930 og sett upp, splunkuný, í glæsilegu húsi í miðborginni. Danski hönnuður inn, Poul Henningsen, hefur alltaf verið í miklu dálæti hjá mér og því stóðst ég ekki freistinguna að kaupa ljósa- krónuna þegar kunningi minn sagði mér að hún væri föl úr dánar- búi,“ segir Eyj- ólfur. Ljósa- krónan telst ekki til ant- ikmuna en Eyjólf- ur segir hana einstaka því sams kon- Morgunblaðið/Árni Sæberg eUd°verið°framlleÍdd- LJÓSAKRÓNA frá 1930 eftir ar síðustu áratugina. Poul Henmngsen. „Hönnunin er sígild, en ég hef ekki áður séð þennan skærgula lit á skermum eftir Henningsen. AIIs konar Iampar og ljósakrónur hannaðar af hon- um eru þó enn, rúmri öld frá fæðingu listamannsins, fram- leiddar og seldar víða um heim.“ Fyrir allmörgum árum var Eyjólfi gefið gamalt, tölusett auglýsingaveggspjald með mynd af Ijósakrónunni. Hann vissi að gefandinn hafði haft mikið fyrir að finna veggspjaldið og loks haft upp á því á fornsölu í Kaup- mannahöfn. „Þar sem jafnvel veggspjöldin eru orðin fágæt hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að eignast sjálfa fyrirmynd- ina,“ segir Eyjólfur og horfir stoltur á ljósakrónuna þar sem hún trónir tígulega yfir borð- Eyjólfur Pálsson DAGLEGT LÍF Stássið í stofunni MARGIR segja að hvers kyns efnislegir hlutir skipti harla litlu máli þegar upp er staðið. Samt ganga fáir lífsins braut á enda án þess að einn eða fleiri gripir hafi orðið þeim hjart- fólgnari en aðrir. Raunverulegt verðmæti gripanna vegur ekki alltaf þyngst, því þeir kunna að hafa huglægt gildi fyrir eigend- urna og tengjast endurminningum um ástvini eða góðar stundir. Dag- legt líf heimsótti nokkrar konur og karla og skoðaði kærustu grip- ina; stofustássin sem skipa öndveg- issæti á heimilum þeirra, eiga sér svolitla sögu eða voru valin og keypt með fegurðarskynið eitt að leiðarljósi. vþj Eyjólfur Pólsson, hönnuóur Huldar Breiófjöró bókmenntafræóinemí Símboðinn eykur kvenhyllina stofuborðinu. 25 dollara skenkur STEINUNN Sigurðardóttir segist alltaf hafa verið að safna í búið. Skenkurinn, sem hún keypti fyrir mánaðarkaupið sitt þegar hún var átján ára, er þó meðal örfárra gripa, sem hafa fylgt henni gegnum súrt og sætt. „Ég starfaði þá sem stofustúlka í íslenska sendiráðinu í Washing- ton og fór yfirleitt að rölta í görðunum við Smithsonian söfn- in á sunnudögum. Þar var Hjálp- ræðisherinn jafnan með flóa- markað og mér fannst óskaplega gaman að gramsa í öllu dótinu. Skenkinn keypti ég einmitt á slikum markaði fyrir 25 dollara og hef aldrei séð eftir kaupun- um.“ Steinunn telur líklegt að skenkurinn, sem er úr eik og mikið útskorinn, sé frá aldamót- um og smíðaður í Bandaríkjun- um. Hún segist ekki hafa hug- SKENKURINN sem fékkst fyrir mánaðarkaupið. Morgunblaðið/Þorkell Sigurðardóttir mynd um verðmæti hans. „Mér finnst hann guðdómlegur og ég vona að sonur minn kunni að meta gripinn eins og ég þegar fram líða stundir." Iskenknum geymir Steinunn silfurborðbúnað, dúka, skálar, slæður og ýmislegt smálegt. Hún segir skenkinn vera orðinn svolítið lúinn, en sér hafi verið sagt að nyög dýrt yrði að gera hann upp og því ætlaði hún að láta viðgerð bíða enn um sinn. AF AUGUÓSUM ástæðum eru símboðar alla jafna ekki taldir til híbýlaprýði. Hjá Huldari gegnir öðru máli, því hann leggur mikla áherslu á að símboðinn sé á áber- andi stað í stofunni þegar gesti ber að garði. Huldar segir símboðann undir- strika hversu hann, þ.e. Huldar, er orðinn ómissandi í þjóðfélaginu. Velgengni sína þakkar hann sím- boðanum og segir að án hans væri hann ekki neitt og þjóðfélagið á heljarþröm. Hann segir enga tilvilj- un að sama dag og hann eignaðist símboðann hafí vextir lækkað um núll komma eitthvað prósent. „Símboðinn veitir mér aukið ör- yggi, enda ekki bara laus við að vera rakadrægur, heldur er hann alveg vatnsheldur. Ef jeppar eru karlmennskutákn bíladellukarla þá er símboðinn mitt tákn. Ef von er á gestum stilii ég honum á stofu- Morgnnblaðið/Ásdís SÍMBOÐINN sem fær að standa á stofuborðinu þegar gesti ber að garði. borðið,“ segir Huldar. Slíkar tilfæringar telur Huldar nauð- synlegar til að sýna fram á stöðu sína og virðuleika. „Ef pípir þá ýti ég á takkann, læt koma dramatíska þögn, gretti mig pínu- lítið og geng þungum skrefum að símanum á svipinn eins og ég sé á leiðinni að bjarga heiminum eina ferð- ina enn. Síðan hringi ég og hvísla ákafur í símann til að espa upp Huldar Breiðfjörð forvitnina í gestunum.“ Huldar segir ekki bregðast að eftir slík- an leikþátt eígi hann athygli allra við- staddra það sem eftir lifir kvölds. „Ekki spillir heldur að sím- boðinn er af Motorola- gerð, sem er alfínasta og dýrasta merkið, svona einskonar Boss- merki símboðanna,“ segir Huldar og getur ekki haft fleiri orð um kærasta gripinn, sem pípir í sífellu. Steinunn Sigurðardóttir flugfreyia MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF Mofrgunblaðið/Kristinn PAPPÍRSSKÚLPTÚRINN sem margir halda að sé lampi. Vaigeir Guðjonsson, tónlistarmaóur Skúlptúr úr pappír og Næpan EINN af kærustu gripum Val- geirs Guðjónssonar er papp- írsskúlptúr, sem hann fékk í jóla- gjöf frá eiginkonu sinni fyrir mörg- um árum. Síðan hefur listaverkið skipað veglegan sess á heimilinu, en þó segir Valgeir að það njóti sín aldrei betur en nú. „Við erum nýflutt milli húsa hérna í Þing- holtsstrætinu. Við innréttuðum stóra og mikla hæð þar sem áður var Hólaprentsmiðjan og þegar við skoðuðum húsnæðið fyrst sáum við strax kjörinn stað fyrir skúlptúr- inn. Núna prýðir verkið vegg milli tveggja glugga, en handan götunn- ar í nokkurra metra fjarlægð blas- ir við hið gamla og sögufræga hús, Næpan, í allri sinni dýrð.“ Valgeiri finnst Næpan vera fal- legasta hús Reykjavíkur og mikil forréttindi að hafa hana sem stofu- stáss í sjónmáli með einum uppá- halds hlutnum sínum. Hann upplýs- ir að skúlptúrinn sé eftir Svövu Björnsdóttur, en fyrir hann hlaut listakonan gullverðlaun frá Lista- akademíunni í Munchen. Hertekur oftast sófann ÞÓTT ég hafi hvergi komið nærri kaupunum og ekkert litist á gripinn í upphafi er sjón- varpssófinn núna sá hlutur, sem mér er þykir einna vænst um,“ segir Jón Asgeir Jóhannesson um L-laga sófann sem eiginkona hans keypti einhvers staðar i útlöndum fyrir rúmu ári. Jón Ásgeir segir konu sína hafa gott auga fyrir fallegri hönnun en hann hugsi fremur um notagildi hlutanna.„Eg hafði einhver orð um að sófinn væri alltof fyrirferðarmikill, en þagnaði fljótlega eftir að ég fann hversu þægilegur hann var. Eftir langan vinnudag er erfitt að hagga mér úr sófanum, sem ég hertek um leið og ég kem heim. Jón Ásgeir viðurkennir að hann sé nokkuð frekur á sófann og krakkarnir maldi oft í móinn þegar hann stuggi þeim úr honum. Annars segir hann sófann vera svo stóran að fjölskyld- an rúmist öll í honum „. . . það er að segja eftir að ég er búinn að koma mér fyr- ir.“ Varð að Morgunblaðið/Þorkell LAMPABORÐIÐ sem vantaði í stofuna. en ekki þó svo að hún mætti ekki af þeim sjá. „Ég þurfti að losa mig við ýmislegt þegar ég flutti til útlanda fyrir nokkrum árum og var ekki eftirsjá að neinu.“ Harpa keypti borðið fyrir 500 krónur af vinkonu sinni, sem var að flytja úr landi. Hún segir greiðsluna bara hafa verið til málamynda. „Ég var að hjálpa henni við flutningana og tók þá í fyrsta skipti almennilega eftir lampaborðinu, sem þó hafði verið í eigu vinkonu minnar alla tíð. Eg veit ekki hvað kom yfir mig, en mér fannst að þetta borð yrði ég að eignast. Þegar ég var búin að koma því fyrir í stofunni sá ég að ekki fór á milli mála að þetta var húsgagnið, sem alltaf hafði vantað í stofuna." Jón Ásgeir Jóhannesson eignast borðið * EG HEF aldrei áður tekið sérstöku ástfóstri við hluti af neinu tagi fyrr en nýverið að mér áskotn- aðist gamaldags borð með áföstum lampa, sem ég léti ekki frá mér fyrir nokkurn pening," segir Harpa Hauksdóttir. „Öðrum á heimilinu fínnst ekki mikið til borðsins koma. Eiginmaður minn segir þetta dæmigert eftirstríðskreppuborð og hefur ekki fengist til að segja meira þegar ég er að dásama gripinn. Sama máli gegnir um tengdamóður mína, sem er mikill fagurkeri, en hún vék sér undan að svara beint og sagði aðspurð, að borðið ætti ekki beinlínis vel við í stofunni hjá mér.“ Harpa kærir sig kollótta um skoðanir ann- arra á borðinu sínu, sem hún hefur valið Harpa besta stað í stofunni. Hún segir að sér Hauksdóttir hafi þótt vænt um ýmsa gripi um ævina, Morgunblaðið/Ásdís FUGLINN sem fær að fara í vinnuna með eiganda sínum. Guðrún Hannele Henttinen Morgunblaðið/Kris SJÓNVARPSSOFINN sem rúmar alla fjölskylduna. Guðrun Hannele Hentlinen verkefnisstjóri • • Oðrum fuglum fegurri HANN er bara svo fyndinn og skemmtilegur," segir Guðrún Hannele um litla fuglinn sinn, sem hún keypti fyrir tveimur árum. „Ég er alltaf að breyta um stað fyrir hann í stofunni til að athuga hvar hann sómir sér best. Stundum tek ég hann meira að segja með mér í vinnuna því mér finnst svo gaman að horfa á hann.“ Fuglinn er eftir sænska listamanninn Mats Kall- in, en verk hans sá Guðrún Hannele fyrst á sýningu í Svíþjóð fyrir allmörgum árum og var þá ákveðin í að ein- hvern tíma myndi hún eignast eitt slíkt. Fyrir tveimur árum var hún aftur ferð í Svíþjóð og leitaði þá að verslun, sem hafði verk Kallins á boð- stólnum. „Val- ið var erfitt, því fígúrurnar eru afar sér- stakar. Mér finnst einkenn- andi hvernig listamanninum tekst að láta húmorinn skína í gegn í verkum sínum.“ Þessi glaðlegi, svarti fugl með rauða gogginn, er um 10 sm og situr á viðarkubb. Ekki segist Guðrún Hannele vita hvort hann eigi sér fyrirmynd úr náttúrunni. Hún telur líklegra að að hann sé hugarfóstur listamannsins, en altént finnst henni fuglinn sinn öðrum fuglum fegurri. Jón Ósgeír Johannesson framkvæmdastjóri Harpa Hauksdóttir listföróunarfræóingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.