Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ og áhorfandinn lifir sig örugglega inn í myndina Morgunblaðið/Ásdís HERMIRINN í gangi og stúlkur fylgjast með. RÚSSÍBANINN leggur af stað um 350 km langt, 8-25 km breitt og 1.900 m djúpt Mik- lagjúlfrið í Bandaríkj- unum. Hann þeytist upp og niður, hristist og skelfur og flýgur jafnvel á milli fjalls- tinda. Farþegarnir halda sér fast og hrópa af spenningi eða missa andann. Loks nemur hann staðar og ferða- langar stíga skjálfandi á beinunum út á bíla- planið við Laugardals- iaugina. Þetta var aðeins blekking og farartækið hermir, Venturer fjórt- andi að nafni keyptur frá Noregi. Utaná hon- um stendur „Draumar geta ræst.“ Hermitækið við Laugardalslaugina byggist á þrennu. 1) Myndum, teknum í raunverulegum að- stæðum eða gerðum í tölvu. 2) Umhverfíshljóðum í sam- ræmi við hina ímynduðu ferð. 3) Hreyfíngum tækisins sem skapa tilfínninguna um að um ekta ferðalag sé að ræða. Tækið er tölvustýrt og er leikur- inn, sem ætlað er að upplifa, á stórum disklingi. Leikurinn sem nú er sýndur í hermitækinu heitir Astro Canyon Coster og er tilbú- inn í tölvu. Næsti leikur heitir Val-d’Isére Racingog er brun nið- ur samnefnda braut í Frakklandi og lýsir raunverulegri ferð. Markmiðið er að ná upplifun skíðamannsins. Hermirinn verður staðsettur við Laugardalslaugina til 1. október en verður þá fluttur á torgið milli Kringlunnar og Borgarkringlunn- ar. Sigurður K. Kolbeinsson fram- kvæmdastjóri Niko ef. sem keypti herminn af norsku fyrirtæki, seg- ir að ef reksturinn gangi vel muni fyrirtækið kaupa annan hermi sem flytja megi á tengivagni við flutningabíl og keyra hann milli bæja á landinu. SP Fjármögnun veitti lán fyrir herminum og íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur leigir svæðið undir það og rennur leigan í afreksmannasjóð. Óttinn stöðvaður með því að þrýsta á takka „Ýktur,“ sögðu unglingar sem stigu út úr hermitækinu. „Hann flaug á milli gila.“ En það voru ekki aðeins unglingar sem virtust skemmta sér í „dýrasta leiktæki landsins“ eins og það hefur verið auglýst, heldur líka fullorðið fólk. Allir, nema sex ára börn og yngri, borga 400 krónur fyrir leik- inn. Fjórtán geta verið í hermin- um í einu og sitja þeir í stólum og halda sér í stöng. Ef einhver verður óheyrilega hræddur er hægt að ýta a takka í loftinu sem stöðvar tækið og opnar dyr. Að öðrum kosti tekur ferðin um fimm mínútur. Líkja má hermitækinu við lítið kvikmyndahús. Munurinn er svo fólginn í því að það hreyfist og áhorfandinn þarf að halda sér í til að detta ekki úr sætinu. ■ DAGLEGT LÍF Staupin eru borðuð eftir snafsinn VEITINGAHÚSIÐ í Aratungu í Biskupstungum verður eingöngu með lambakjötsrétti á matseðlinum í sumar. Og hann sækir mest allt meðlætið og skreytingarnar í sveit- ina; grænmeti og krydd til garð- yrkjubændanna og alls kyns „ill- gresi“ út í náttúruna. Staupin eru tálguð úr gúrkum. Þegar Jón K. B. Sigfússon mat- reiðslumeistari, sem unnið hefur á ýmsum veitingastöðum í höfuð- borginni, fluttist í Aratungu og tók við rekstri veitingahússins fyrir sveitarfélagið hreifst hann strax af umhverfinu og öllu því sem það hefur upp á að bjóða. „Eg legg áherslu á að fá allt grænmeti úr héraðinu, tómata, gúrkur og fleira frá garðyrkjubændum hér í nágrenninu og sveppi frá Flúðum. Kryddjurtir eru ræktaðar í Engi í Lauga- rási og svo hef ég lært að fmna ýmislegt hér úti á holti. „Þetta er alger para- dís að komast í,“ segir Jón. „Ég fer út fyrir matinn eða sendi einhvern til að ná í njóla, kerfil, kúmen, hundasúrur eða búnt af hveiju sem er til að nota með matnum. Flóran er óendan- leg,“ segir hann. Hann segist hafa farið að hugsa allt öðruvísi um grænmetið og gróð- urinn þegar hann kynntist garð- yrkjumönnunum og komst í þessa nálægð við ræktunina. Það hafi JÓN K. B. Sigfússon matreiðslumeistari. komið eins og af sjálfu sér að hann fór að fikta við ýmsar nýjungar. Hann segir til dæmis að garðyrkju- maður sem ræktar blóm komi oft með ýmsar jurtir og blöð til þess að athuga hvort hægt sé að nota það. Jón bakar til dæmis brauð með KERFILL og tómatur með gúrkustaupinu. söxuðum rósablöðum frá garðyrkju- bændum. „Það er fyndið, en mjög fallegt, svipað og jurtabolla," segir Jón þegar hann er spurður um bragðið. Lambakjöt í öllum réttum Jón tók við rekstrinum í fyrra og segir að hann hafi gengið vel. Nú er oft hóað í hann þegar eitt- hvað mikið stendur til í sveitinni. Veitingahúsið opnar 1. júní og hef- ur Jón ákveðið að sérhæfa sig í lambakjöti, bjóða aðeins upp á lambakjötsrétti í sumar. Sem dæmi um óhefðbundna rétti í þeirri línu má nefna pastarétt með hangikjöti, lambaskinku og lambaborgara. Jóni þykir gaman að vinna með lamba- Appelsínuhúð borðuð á bak og burt APPELSÍNUHUÐ, eða „cellulite“, virðist hijá marga konuna og víst er að ekki eru þær allar jafnhrifnar þegar hún fer að láta á sér kræla. Lærin verða lin og þegar verst lætur eru þau eins og illa troðnir púðar, áferð húðarinnar ójöfn og með litlum punktum eins og á app- elsínu. Sem sé lærapokar! Alls kyns töfralausnir hafa verið búnar til og seldar í kremum, hlaupum, nuddhönskum, rafmeð- ferð og leirböðum en glíman við appelsínuhúðina er eilíf. í maíhefti tímaritsins She er sagt frá aðferð til að losna við ófagnaðinn en blaða- konan sem þar segir frá segist hafa barist hetjulegri baráttu við lærapokana með öllum mögulegum ráðum en án árangurs. Svo kom að því að hún fór að skoða matar- æði sitt. Hún keypti sér bók, How to Banish Cellulite, eftir konu að nafni Liz Hodgkinson og ákvað að fylgja hennar ráðum, svona í stór- um dráttum, í fjórar vikur. Og viti menn, appelsínuhúðin lét sig - hvort sem það mátti þakka breytt- um matarvenjum eða því að stund- um flytur trúin fjöll. Innri mengun En hver er þá galdurinn? Liz byggir aðferð sína á kenningunni um að appelsínuhúð sé eins konar innri mengun. Flestar konur fylli líkama sinn af eiturefnum af ýmsu tagi sem fyrir áhrif estróg ena séu flutt til geymslu á svæði á líkamanum sem endurnýjast hægt, þ.e.a.s. þar sem fita hefur safnast fyrir. Afleiðingin, sam- kvæmt kenningunni, er sú að starf- semi fitufrumna truflast og það leiðir til þess að áferð húðarinnar verður ójöfn. Liz mælir með því í bók sinni að annað hvort skuli minnka álagið á útskilnaðarkerfi líkamans þannig að því gefist tæki- færi til að vinna á eiturefnunum sem þegar hafa safnast fyrir í lík- amanum eða að hrista aðeins upp í kerfinu til að eiturefnin safnist ekki eingöngu fyrir í fituvefnum. Það skiptir sem sé höfuðmáli að breyta mataræði sínu ef maður vill losna við appelsínu- húðina en best er að gera það hægt og sígandi. Hættið eða að minnsta kosti dragið úr reyking- : um og kaffi- og te- drykkju, þ.e.a.s. ef þið notið þessi efni yfir- ; leitt, nokkrum vikum áður en matarvenjum er breytt. Hollur mat- ur dugir ekki til að vega upp á móti eitr- unaráhrifum nikótíns og koffíns. Drekkið mikið af vatni, a.m.k. tvo lítra á dag, en forðist kolsýrða drykki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.