Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 ■ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ BLAÐ Pétur kastaði aðeins 17,53 PÉTUR Guðmundsson kúluvarpari úr HSK varð í fjórða sæti í öflugu kastmóti i Salinas í Kalifomíu í fyrradag og varpaði kúlunni aðeins 17,53 metra. Sigurvegari í kúluvarpinu varð Andy Bloom Banda- ríkjunum með 19,03 metra kast, annar varð Bretinn Sean Pickering með 18,75. Afrek mótsins vann Bandaríkjamaðurinn Anthony Washington sem kastaði kringlunni 71,14 metra. Er það besti árangur sem náðst hefur í kringlukasti frá því Þjóðverjinn Jiirgen Schult setti heimsmet fyrir áratug, en það er 74,08 metrar. Aðstæður voru hagstæðar krmglukösturum í Sa- linas, góð hafgola. Annar varð írinn Nick Sweeney með 67,40 metra, sem er írskt met, og Andy Bloom, sem vann kúluvarpið, varð þriðji með persónulegt met, 64,86 metra. Norðmaðurinn Knut Hjeltnes kast- aði 59,64 metra og varð í 15. sæti. KNATTSPYRNA Byrjað með flug- elda- sýningu Sævar Pétursson kom frá Nýja-Sjálandi til að skora fyrsta mark 1. deildar- keppninnar, sem byijaði af miklum karfti í gærkvöldi á fimm vígstöðv- SigrrnjndurÓ. um' Alls voru skoruð 21 mark Steinarsson í deildinni í fyrstu umferð, tók saman eins og í fyrra. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk; hinn ungi Bjarni Guðjónsson, sonur Guðjóns Þórðarson- ar, þjálfara ÍA, var einn þeirra og er greini- legt að hann ætlar að feta í fótspor bróður síns, Þórðar, sem er nú atvinnumaður hjá Bochum og skoraði nítján mörk fyrir Skaga- menn í 1. deild 1994. Sverrir Sverrisson, bróðir Eyjólfs Sverrissonar, skoraði tvö mörk fyrir Leiftur, sem vann óvæntan sigur í Eyj- um, 1:3, og Kristinn Tómasson skoraði tvö mörk fyrir Fylki, sem skaut Breiðablik á bólakaf í Kópavogi, 6:1. Guðmundur Bene- diktsson skoraði 100. mark KR-inga í leikjum gegn Keflvíkingum í deildinni, í jafnteflisleik í Keflavík, 2:2. Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals, lék sinn fyrsta leik í deildinni í þrettán ár - skoraði síðast fyrir Breiðablik gegn Þór á Akureyri 1983. Þrír leikmenn fengu að sjá reisupassann í gærkvöldi. Það má með sanni segja að deildin hafí byijað með flugeldasýningu. ■ Leikirnir / C2 - C7 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Sverrir skoradi tvö í Eyjum SVERRIR Sverrisson skoraði tvívegis fyrir Leiftur í Vestmannaeyjum, þar sem Norðanmenn lögðu ÍBV 3:1. Sverrir er hér með knöttinn en Hlynur Stefánsson, sem leikur nú með Eyjaliðlnu eftlr nokkurra ára dvöl í Svíþjóð fylglst með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.