Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRWA sigur Fylkismanna FYLKISMENN fögnuðu sínum stærsta sigri í 1. deild, er þeir lögðu Blikana að velli, 1:6, í Kópavogi. Þess má geta að Fylkir hafði áður skorað 40 mörk í 361. deildarleikjum 1989 og 1993 - átján fyrra árið, tuttugu og tvö seinna árið. Erlendur Gunnarsson, ungur nýliði hjá Fylki, mun seint gleyma þessum leik - hann kom inná sem varamaður á 81. mínútu og rak smiðshöggið á sigurinn með því að skora laglegt mark frá vinstra mark- teigshorni með hægri fæti nokkrum andartök- um síðar. Sexí þann og ÍA sektað SEX leikmenn voru úrskurð- aðir í leikbann vegna brottvís- unar á fundi Aganefndar KSÍ á þriðjudag, og ÍA var sektað um kr. 10.000 vegna brottvís- unar Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara, í úrslitaleik deildar- bikarkeppninnar í Kapla- krika. Þeir sem úrskurðaðir voru í bann eru Alen Mjlamu- hic, HK, í tveggja leikja bann og Angantýr Sigurðsson, Fjölni, Anton Gylfason, Njarð- vík, Einar Þór Daníelss^n, KR, Steinar Adolfsson, IA og Valgeir Árnason, Smástund, í eins leiks bann hver. Einar Þór og Steinar tóku út leik- bönn sín í gærkvöldi. Fyrsta markið hjá „Gassa" í þrjú ár „Þ AÐ var kominn tími til fyrir mig að skora fyrir Terry Venables," sagði Paul Gascoigne, seæ skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í nær þijú ár, er Englendingar lögðu Kínveija 0:3 í Peking. Hann skoraði síðast gegn Pólveijum 1993. Nick Barmby sýndi að hann er verðug- ur til að leika með enska landsliðinu í EM í Englandi, með því að skora hin tvö mörkin. Alan Shearer náði ekki að skora - hefur ekki skorað í þrettán leiþjum á tuttugu mán- aða tímabili. Öll meistaralið á ný í meist- arakeppnina MEISTARALIÐ smáríkja fá aftur að taka þátt i Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1997-98, eftir þvi sem Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) tilkynnti í gær. Umrædd fé- lög hafa tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða, svokallaðri UEFA-keppni, síðustu tvö tímabil, Skagamenn þar á meðal. „Meistaraliðum allra 49 aðildarlanda UEFA, hugsanlegaþó ekki Wales, verður boðin þátttaka I meistarakeppninni og koma því til með að eiga möguleika á þátttöku í Meistaradeildinni,“ sagði Frits Ahlström, tals- maður UEFA. Vegna fjölgunar liða í meistarakeppninni sem verður vegna þessarar ákvörðunar er ljóst að ein umferð bætist við keppnina. Nú fer fram undankeppni en forkeppni verður bætt við þar sem liðin beijast um sæti í undan- keppninni og fara fyrstu leikirnir fram strax í júh'. Þar verða 32 meistaralið á ferðinni, og sigurvegararnir úr þeim viðureignum verða síðan á ný í eldlínunni í undankeppni í ágúst þar sem sæti í aðalkeppninni verða í húfi. Kom frá Nýja-Sjálandi til að skora fyrsta markið Sævar Pétursson, 22 ára miðvallar- spilari hjá Breiðabliki, varð fyrstur til að skora mark í 1. deildar- keppninni í ár - Sævar, sem lék sjö leiki með Val 1993-1994, kom frá Nýja-Sjálandi, þar sem hann lék í fyrra sumar, til að skora markið, sem var afar glæsilegt. Sævar tók á móti knettinum utan vítateigs og spyrnti honum með viðstöðulausu skoti með vinstra fæti af rúmlega 20 m færi - Kjartan Sturluson, markvörður Fylk- is, átti ekki möguleika á að veija. Þetta var fyrsta mark Sævars í 1. deild, í fyrsta sinn sem Breiðablik og Fylkir mætast í deildinni. Blikarnar voru fyrri til að skora sitt fyrsta mark í deildinni í ár, en í fyrra. Þá skoruðu þeir sitt fyrsta mark eftir 120 mín., töpuðu fyrst fyrir Skagamönnum, 0:2, en fögnuðu síðan sigri á Val. Gunnlaugur Einars- son skoraði þá fyrsta markið. Morgunblaðið/Ásdís SÆVAR Pétursson, skoraði fyrsta mark 1. deildar, sækir að marki Fylk- is. Mark hans dugðu ekki lengi fyrir Blika. Blikar féllu í gryfjuna FYLKISMENN fengu fljúgandi start f fyrsta leik sínum í 1. deild í þrjú ár er þeir mættu Breiðabliki á Kópavog- svelli. Eftir að hafa verið marki undir íleikhléi slógu þeir upp veislu og skor- uðu sex mörk í síðari hálfleik og stimpluðu sig þar með inn í keppnina á þessu vori. Blikar náðu sprettum af og til en gáfust upp við mótlætið er á leið og fengu fyrir vikið háðulegri útreið en nauðsyn var á. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur og bæði lið áttu sína spretti, Fylkis- menn þó framan af sýnu hættulegri þar sem Þórhallur Dan átti snemma jvgr leiks tvö afbragðsfæri án Benediktsson árangurs. Bæði lið voru með skrifar uppstillinguna 4-4-2 í byij- un og heldu henni til leiks- loka þó aðeins væri um að leikmenn skiptu um stöður. Er á leið var greinilegt að Fylkis- menn voru sterkari á miðjunni og Blikar urðu að gefa þar eftir. Vörn var óörugg og saknaði greinilega Kjartans Antonssonar og Vilhjálms Haraldssonar sem báðir eru meiddir. Guðmundur Örn Guðmundsson tók stöðu þeirra og náði sér ekki á strik. Sökum þess hveru miðjan var veik fengu Arnar Grétarsson og Kjartan Einarsson sem léku frammi ekki úr miklu að moða og fá færi sköpuðust. Blikar gerðu þó eina mark hálf- leikssins snemma leiks. Vandi Fylkis lá í fremstu víglínu þar sem „markabræðrun- um“ tókst ekki að finna taktinn. „I hálfleik sagði ég við mína menn að þeir yrðu að lokka Blikana framar á völl- inn. Þannig gætum við nýtt hraða okkar betur og það tókst og bókstaflega allt gekk upp,“ sagði Magnús Pálsson, þjálfari Fylkis að leikslokum. Það voru orð að sönnu. Blik- ar reyndu að sækja framar og gengu beint í gryfju Fylkis sem héldu tökunum á miðj- unni og- sóttu upp vinstra megin þar sem vörn Blika var veikari fyrir með Guðmund Örn og Pálma sem sótti nokkuð fram. Á þriggja_ mínútna kafla snemma hálfleiks gerðu Árbæingar þrjú mörk. Við það kom sjálfstraustið sem hafði vantað. Engu breytti þó Siguður Halldórsson þjálfari Blika gerði skiptingar á liði sínu á 60. mín- útu. Fylkismenn áttu leikinn og léku sér að andstæðingum sínum eins og köttur að mús. Önnur breyting varð á liði í Blika í hálfleik en þá kom Arnar Grétarsson á vinstri vængin og Hreiðar Sigurjónsson tók stöðu hans í framlínunni. Þessi breyting lagaði ekkert. „Við lékum _mjög illa og gáfumst of snemma upp. Ég vil biðja stuðningsmenn okkar afsökunnar á þessu tapi. Fylkismenn léku eins og einn maður í þessum leik en við ekki,“ sagði Sigurður, þjálfari Breiða- bliks að Ieikslokum. Hann á greinilega i miklum vanda nú eftir góða vorleiki. í vörn- ina vantar lykilmenn og enn mun vanta í næsta leik þar sem Theodór Hervarsson fékk brottvísun undir leikslok. „Það gekk allt upp í kvöld. Blikaliðið var eins og ég átti von á og því gegnu okkar hlutir upp í síðari hálfleik. Þetta er hins vegar bara fyrsti teikurinn af átján og eng- in ástæða til að láta þennan stórsigur stíga sér til höfuðs,“ sagði Magnús Fyikisþjálfari. OHREIÐAR Sigurjónsson sótti upp vinstri kantinn á ■ ■ 16. mínútu og komst upp að enda- mörkum, sendi þar fyrir Kjartan Stur- luson, sló knöttin frá markinu og út fyrir vítateig. Þar stóð Sævar Péturs- son óvaldaður og skaut viðstöðulaust með vinstra fæti í vinstra markhornið án þess að Kjartan kæmi vörnum við. dg ■ A 54. mínútu kom stungu- ■ _ .......... ■ I sending inn á miðjan vallarhelming Breiðabliks, vinstra megin þar sem Þórhallur Dan Jó- hannsson var óvaldaður. Hann tók á rás með knðttin í átt að marki Blika og er hann var kominn inn i miðjan vítateiginn sendi hann knöttin snöggt til hægri þar sem Andri Marteínsson kom aðvífandi og spyrnti með vinstra fæti í hægra markhornið. Víglunds- son á 56. mínútu sótti upp hægri kantinn og var á móts vftateigs- homið er hann sendi háa sendingu inn á vinstri markteig þar sem Enes Cogic stökk hæst og skallaði í markið og Cadaklija tókst ekki að bjarga þar sem hann var staddur inni í markinu. 4 a OAÐALSTEINN 1 mmm s I bU ÓLAFUR Stígsson ein- an vinstri og er hann var kominn í markteig- inn sendi hann stutt til hægri á Kristin Tómasson sem staddur var á markteig og skaut viðstöðu- laust með föstu vmstri fótarskoti í markið. 1m Æk FINNUR Kolbeinsson lék ■ "Xupp hægri og sendi snöggt sendingu inn á rnarkteiginn þar sem Þórhallur Dan Jóltannsson kom að- vífandi skallaði af stuttu færi í nelið. Þetta mark kom á 64. mínútu. 1.CBR0TIÐ var á Þórhalli ■ ■gPDan af Theódóri Hervars- syni, Blika, rétt innan vítateigs eftir að hinn fyrrnefndi var kominn á auðan sjó gegn Kjartani markverði Fylkis á 80. mínútu og dæmd var vítaspyma. Spyrnuna tók Kristinn Tómasson með vinstra færi en Cardaklija varði en boltinn hrökk út og Kristinn náði frákastinu og spyrnti með föstu vinst rifótar skoti í netið. 1B^^Á 81. mínútu sótti Finnur ■ ^jKolbeinsson upp vinstri kantinn og komst inn í vitateig og sendi stutta sendingu inn á markteig þar sem Erlendur Pétursson var fyrstur að átta sig og skaut boltanum með vinstra fæti í hægra markhomið og í netið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.