Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 C 3 KNATTSPYRIMA Guðmundur skoraði ■ NOKKRA leikmenn vantaði í lið Keflvíkinga í gærkvöldi. Kristinn Guðbrandsson var ekki í leik- mannahópnum, er meiddur og sömu sögu er að segja af þeim Jóhanni B. Guðmundssyni og Róberti Sig- urðssyni en þeir voru á varamanna- bekknum. ■ ÓLI Þór Magnússon var fyrsti varamaðurinn til að koma inná í leik í deildinni - hann kom inná á 23. mín. fyrir miðvallarspilarann Guðjón Jóhannsson, sem meiddist. Óli Þór fór í fremstu víglínu - í stöðu Ragnars Magnússonar, sem færði sig aftur á miðjuna. ■ EYSTEINN Hauksson frá Eg- ilsstöðum, endurtók leikinn frá því í fyrra og skorað fyrsta mark Kefl- víkinga í 1. deild. Eysteinn skor- aði glæsilega beint úr aukaspymu í gærkvöldi gegn KR á 45 mín. Hann skoraði fyrsta mark Kefla- víkur í fyrra, gegn Grindavík, með skoti af 20 m færi á 39 mín. ■ LIÐ Vesturbæinga var ekki heldur fullskipað, ef miðað er við hvemig það hefur verið að undan- förnu. Einar Þór Daníelsson var í leikbanni, fékk rautt spjald í Meist- arakeppninni. ■ TALSVERT margir áhorfendur á leiknum í Keflavík voru talsvert mikið við skál og sumir voru hræði- lega orðljótir, sérstaklega út í dóm- ara og aðstoðardómara auk þess sem sumir leikmanna gestanna fengu að heyra það óþvegið ef þeir komu of nærri hliðarlínunni. Það er miklu skemmtilegra að horfa á knattspyrnu í góðu veðri og hafa gaman af í stað þess að hafa allt á homum sér. ■ ARNALDUR Loftsson, vamar- leikmaður, var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í gærkvöldi - gegn Fylki, þar sem hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Þrótt, Reykja- vík. ■ ANDRI Marteinsson skoraði fyrsta mark Fylkis í 1. deild síðan 1993. Andri skoraði síðast mark í deildinni fyrir tveimur árum, fyrir FH. ■ GUÐMUNDUR Öm Guð- mundsson, ungur miðvallarspilari hjá Blikunum, lék sinn fyrsta 1. deildarleik gegn Fylki. 100. mark KRgegn Keflavík GUÐMUNDUR Benediktsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, sem kom KR- ingum yfir 1:2 í Keflavík. Markið var 100. mark KR- inga gegn Keflvíkingum í 1. deildarkeppninni, eða síðan Reynir Þórðarsson skoraði fyrsta markið á gamla Mela- vellinum 1958. Ellert B. Schram hefiur skorað flest mörk KR-inga, eða tíu - hann skoraði Qögur mörk í sigur- leik, 8:1,1960, Þóróifur Beck og Gunnar Felixson hafa skorað sjö mörk. Þess má geta að þegar KR-ingar fögnuðu sigri í Keflavík 1980, höfðu þeir ekki gert það síðan 1963 - léku fimmtán leiki þar án sigurs. Síðan 1980 hafaKR-ingar verið sterkari í Keflavík, ekki tapað nema einum leik (1984 2:1) í síðustu fjórtán viður- eignum. KR-ingar hafa unnið sex leiki, gert sjö jafntefli og tapað einum. Þegar Keflavík vann síðast, 1984, léku bræð- urnir Óli Þór og Jóhann Magnússon með liðinu, aðeins einn leikmaður í KR-tiðinu var þá í leikmannahópi KR, Heimir Guðjóusson - þá 17 ára táningur. Keflavík og KR hafa leikið 64 leiki, Keflavík unnið 21, KR 23 og tuttugu sinnum hef- ur orðiðjafntefli. Morgunblaðið/Einar Falur Umkringdur KR-ingum ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Keflvíklnga, er hér í félagsskap fyrrum félaga slnna hjá KR, hreiniega umkringdur KR-ingum í Keflavik. Ólafur þurfti að að hirða knöttlnn tvisvar úr netlnu hjá sér, einnig KR-ingar. Allir geta unnið alla KEFLVÍKINGAR, sem var spáð falli í deildinni í sumar, kræktu sér í eitt stig með því að gera 2:2 jafntefli við KR-inga, en þeim var spáð sigri í deildinni. Lúkas Kostic þjálfari KR sagði við Morgunblaðið í fyrradag að hann teldi deildina vera jafna og að öll lið gætu reitt stig af þeim liðum sem væri spáð efstu sætunum. Þetta sannað- ist í Keflavík í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíð- indalítill og menn voru farnir að halda að ekkert markvert myndi gerast þegar Kefl- víkingar fengu fremur ódýra auka- spyrnu rétt utan. vítateigs og Ey- steinn skoraði með glæsilegu skoti efst í markhomið. Heimamenn fögnuðu eðlilega vel enda var þetta Skúli Unnar Sveinsson skrifar eina færið sem þeir fengu í fyrri hálfleik. KR-ingar sóttu mun meira fyr- ir hlé og Hilmar fékk gullið tæki- færi strax á 7. mínútu til að koma gestunum yfir. Hann komst óvænt einn í gegn en Ólafur markvörður Keflvíkinga, sem ríkti eins og kóngur í teignum, var snöggur út á móti og varði vel. Fleiri almennileg færi sáust ekki í fyrri hálfleiknum, sem var fremur dapur, það eina sem gladdi augað var mark Eysteins og eins greip Ólafur markvörður oft skemmtilega inní leikinn þeg- ar KR-ingar gáfu fyrir markið. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri og fjörugri en sá fyrri, liðin léku bæði betur, meiri hraði var í leik þeirra og svo komu fleiri mörk, en það er jú það sem áhorfendur vilja sjá. Ríkharður Daðason jafnaði metin ,Er alls ekki sáttur' ÞORMÓÐUR Egilsson fyrirliði KR var ekki ánægður með eitt stig. „Ég er alls ekki sáttur við eitt stig. Við höfum verið að leika ágætlega að undanförnu en duttum eitthvað nið- ur í kvöld. Við vorum lengi að koma okkur inní leikinn og þrátt fyrir að við lékum ekki vel í fyrri hálfleik fengum við ágæt færi sem nýttust því miður ekki. Keflvíkingar nýttu hins vegar sín færi til fullnustu. Ég held að þetta sé með lélegri leikj- um sem við höfum leikið uppá síðk- astið,“ sagði Þormóður. „Nei, ég er alls ekki sáttur við eitt stig, elcki miðað við hvernig fyrir KR með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inná sem vara- maður og á 63. mínútu skoraði Guðmundur glæsilegt mark úr aukaspyrnu, ekki ósvipað því sem Eysteinn gerði á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Það var síðan Jóhann B. Guðmundsson, annar varamað- ur, sem jafnaði fyrir heimamenn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Eftir markið sóttu KR-ingar mik- ið en tókst ekki að skora og meist- araefnin urðu því að sætta sig við eitt stig í fyrstu umferðinni. Eins og fyrr segir var fyrri hálfleikur daufur og hálfleiðinlegur lengstum. Sá síðari var mun skárri en þó var of mikið um langar ónákvæmar spyrnur sem rötuðu ekki rétta leið til samheija. Það kom meira bit í sónaraðgerðir KR eftir að Ríkarður kom inná, þá fór Ólafur í stöðu vinstri bakvarðar og Ásmundur á vinstri vænginn. Þetta dugði til að liðið gerði eitt mark en þrátt fyrir nokkum sóknarþunga í lokin tókst ekki að skora meira. Keflvíkingar geta verið ánægðir með stigið. Þeir börðust vel í síðari hálfleiknum og skiptingamar sem gerðar vom virkuðu mjög vel. Bæði Jóhann B. Guðmundsson og Róbert Sigurðsson Jéku vel eftir að þeir komu inná. í liðinu em ágætir ein- staklingar og ef baráttan verður í lagi hjá Keflvíkingum er lagnur vegur frá því að hægt sé að bóka að lið þeirra falli í haust. Hægri vængurinn hjá Keflvíkingum er góður, Georg í hægri bakverði og Jón hægra megin á miðjunni. Ragn- ar er nokkuð sprækur frammi og gæti átt það til að stríða einhveijum varnarmönnum í sumar og Ólafur var traustur í markinu. leikurinn þróaðist,“ sagði Kjartan Másson þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn. „Ég var viss um að fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik yrðu erfiðar og það kom á daginn. Við duttum niður á þeim kafla og það kostaði okkur tvö mörk. En strák- unum tókst að rífa sig upp aftur og sjálfsagt má segja að jafntefli hafi verið sanngjöm úrslit," sagði Kjartan sem bætti því við aðspurður um fallspánna að menn mættu al- veg halda áfram að spá liðinu falli, en leikmenn og aðstandendur þess væru ekkert á þeim buxunum að falla. Ia^fcÞegar örfáar sekúndur vom til leikhlés fcngu Keflvíkingar ■ ^Jaukaspymu eina sex metra fyrir utan vítateiginn, aðeins hægra megin. Eysteinn Hauksson tók spymuna og skrúfaði knöttinn yfir vamarvegginn og efst í markhomið nær. Glæsiiegt mark hjá honum. 1a d| Hilmar Bjömsson komst á 56. mínútu upp hægri kantinn, a || einu sinni sem oftar, gaf fyrir, Keflvikingar náðu ekki að koma boltanum M og Ríkharður Daðason sem var nýkominn inná varð aðeins á undan Ólafi Gottskálkssyni og náði að vippa laglega yfir hann og í markið. 1a^%Sjö mínútum síðar, eða á 63. minútu, fengu KR-ingar auka- ■ fiispyrnu á rpjög svipuðum stað og Keflvíkingar þegar þeir komust í 1:0, þó heidur nær. Guðmundur Benediktsson tók spym- una og sendi boltann glæsilega efst í hægra homið. Ekki síður fallegt mark en hjá. Eysteini skömmu fyrir hlé. 2:2í IÁ 76. mínútu komst Róbert Sigurðsson upp í hægra hom- iið, gaf fyrir markið og KR-ingum gekk erfiðlega að koma boltanum frá og á endanum komst Jóhann B. Guðmundsson að hon- um innan markteigs og hamraði í netið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.