Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Táningurínn var hetja Skagamanna SKAGAMENN hófu titilvörn sína með öruggum sigri á nýliðum Stjörn unnar 3:1 á Skipaskaga. Táningurinn Bjarni Guðjónsson, sem er aðeins 17 ára, skoraði tvö fyrstu mörk IA og átti mjög góðan leik. ÍA hafði 1:0 yfir í hálfleik en Stjarnan jafnaði í upphafi síðari hálf- leiks. Skömmu síðar var Zoran Miljkovic vikið af leikvelli og einum færri sýndu íslandsmeistararnir mikinn styrk og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. „Ég get ekki annað en verið ánægður með leik minn. Það er ekki slæmt að byrja mótið með tveimur mörkum. Ég fékk tvö góð tækifæri til að bæta þriðja markinu við og næia mér í hundrað þúsund krónur en Bjarni Sigurðsson sá að svo var ekki. Nú er bara að vona að ég haldi sæti mfnu í liðinu. Það er aðal atriðið. Það skiptir ekki öllu máli hver skorar mörkin ef liðið sigrar," sagði þessi ungi og efnilegi knattspyrnumaður. Hvað sögðu þeir? GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var að vonum ánægður með sigurinn. „Þetta var erfið fæðing en við sýnd- um styrk okkar þegar á þurfti að halda. Sljarnan lék skipu- lagða vðrn og það var erfítt að eiga við hana. Við gáfum þeim jðfnunarmarkið, en eftir að Zoran var rekinn út af þá kom í ljós samtakamáttur liðs- ins. Nú er fyrsta skrefið að baki og þessi þrjú stig verða ekki af okkur tekin. Það er gott að byija mótið með sigri,“ sagði Guðjón. Þórður Lárusson, þjálfari Sljörnunnar, var ekki eins kátur og Guðjón eftir leikinn. „Eg er ánægður með fyrri hálfieikinn og við vorum óheppnir að ná ekki að skora í honum. Eftir að þeir misstu Zoran útaf var eins og mínir menn héldu að það þyrfti ekki að hafa fyrir þessu og Skaga- menn gengu á lagið. Það voru ágætir kaflar í leiknum hjá okkur og ég held að hann lofi góðu um framhaldið. Við kom- um hingað til að ná jafntefli, en því miður gekk það ekki eftir,“ sagði Þórður. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill og fátt um fína drætti. Tvö gul spjöld á fyrstu þremur mínútunum ■■■■■■■ endurspeglaði tauga- ValurB. spennu leikmanna. Jónatansson Ekki mátti á milli sjá skrifar frá hvort liðið á vellinum 'Akranesi var meistari síðasta árs. Stjörnumenn voru mjög grimmir og gáfu Skagamönnum lítið eftir. Þeir léku sterkan vamarleik og byggðu á skyndisóknum. Heimamenn komust lítt áleiðis og stöðvuðust flest- ar sóknir þeirra á vöm nýliðanna. Skagamenn sluppu með skrekkinn er Baldur Bjamason átti hörkuskot í stöng á 35. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom yngsti leikmaðurinn á vell- inum, Bjarni Guðjónsson, Skaga- mönnum yfír og þannig var staðan í hálfleik. Goran Micic jafnaði leikinn fyrir Stjömuna í upphafí síðari hálfleiks og þá fór um meistarana. Um miðjan hálfleikinn fékk Zoran Miljkovic ann- að gula spjaldið í leiknum og var því vikið af velli. Ekki liðu nema tvær mínútur þar til Bjarni hafði skorað annað mark Skagamanna, sem fóru loks að leika eins og þeir gera best. Þeir tóku leikinn í sínar hendur og uppskáru þriðja markið fímm mínút- um fyrir leikslok er Haraldur Ingólfs- son innsiglaði sigurinn með skalla- marki. Skagamenn voru lengi að fínna rétta taktinn í leiknum. Þeir áttu í erfiðleikum með miðjuspilið og sóknarþunginn því lítill. Þeir söknuðu greinilega Steinars Adolfssonar, sem var í leikbanni. Eftir að þeir vom orðnir einum færri fór leikur liðsins batnandi. Leikmenn börðust þá betur og uppskeran lét ekki á sér standa. Bjami var besti leikmaður liðsins og greinilega mikið efni þar á ferð. Olaf- ur Adolfsson var sterkur og batt vöm- ina vel saman. Ólafur Þórðarson var daufur framan af en þegar á þurfti að halda í síðari hálfleik tók hann af skarið með sínum mikla krafti og yfirferð. Bibercic var slakur og komst aldrei í takt við leikinn. Stjömumenn vom öflugir í byrjun og léku oft vel og höfðu þá í fullu tré við íslandsmeistarana. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn var sem allur vindur væri úr þeim. Baldur Bjarna- son var besti leikmaður liðsins og eins komst Valdimar Kristófersson vel frá sínu, en hann stjómaði leik liðsins á miðjunni. Helgi Björgvinsson var öflugur í vöminni. Liðið á eftir að bæta leik sinn og mun koma tii með að stríða öðmm liðum í deidinni. 1BJ*\Slæm mistök í vöm ■ ^#Stjörnunnar við að hreinsa frá rétt utan vftateigs. Boltinn barst óvænt inn í teiginn hægra megin og þar var Bjarni Guðjónsson réttur maður á réttum stað og skoraði í hægra hornið með hægri fæti á 39. mín. 1a ðflj Kristinn Lárusson ■ I var með boltann á vinstri kanti á móts við vítateig Skagamanna, sendi stungu- sendingu inn í vítateiginn og þar tók Goran Micic við boltanum og skoraði með hægri fæti í hægra markhomið á 48. mín. ■ Óiafur Þórðarson tók ■ laukaspyrnu rétt utan vítateigs, sendi inn í teiginn og þar náðu Stjömumenn að bægja hættunni frá en boltinn barst til Bjarna Guðjónssonar sem var í vinstra vítateigshorninu og hann skoraði af öryggi í fjær- hornið á 65. mín. m afl Ólafur Þórðarson tók ■ | langt innkast inn á vítateiginn. Bibercic skallaði bolt- ann upp í loftið, fékk hann aftur á kollinn og skallaði þá til Harald- ar Ingólfssonar sem skallaði í netið frá markteig á 85. mín. Morgunblaðið/Kristinn BJARNI Guðjónsson kom, sá og sigraði á Akranesi, þar sem hann fetaðl í fótspor bróður síns, Þórðar, og skoraði twö mörk. Bjarnl, sem skoraði tvö mörk, sækir hér að marki Stjörnumanna. Oa Leiftursmenn sóttu upp hægri ■ I kantinn, Tryggvi Guðmunds- son náði boltanum við endalínu en tókst ekki að koma honum frá. Gunnar Odds- son náði honum, skaut að marki en Frið- rik náði að veija í slá. Þaðan hrökk bolt- inn út og beint á Sverri Sverrisson, sem skoraði af stuttu færi. 0» Pétur B. Jónsson óð upp ■ •■■hægri kantínn og sendi fram á Lazorik. Hann gaf aftur inn á Pétur Björn sem var einn og óvaldaður inni í teig og átti ekki í erfiðleikum með að skora á 38. mínútu. IlOlngi Sigurðsson tók auka- ■ áíæspyrnu frá hægri á mótum hliðarlínu og miðlínu, Leiftursmegin við miðju. Hann sendi inn í vítateíginn fjær þar sem Hlynur Stef nsson tók á móti boltanum og skoraði með viðstöðulausu skoti á 86. mínútu. Glæsilegt mark. IB^JJPáll Guðmundsson náði bolt- ■ Idlanum við miðlínu og sendi inn á Sverri Sverrisson, Hann var einn á auðum sjó, „rangstæður,“ sagði F’riðrik markvörður, „bakvörðurinn spiiaði mig réttstæðan," sagði Sverrir sem vippaði yfír Friðrik, fór framhjá honum og renndi boltanum í autt markið á 88. mínútu. Lerfturssókn í Eyjum LEIFTUR gérði góða ferð til Vestmannaeyja og vann ÍBV 3:1. Gestirnir byrjuðu með lát- um og voru tveimur mörkum og manni yfir í hálfleik en drógu sig til baka í seinni hálf- leik. Eyjamenn einum færri sneru vörn f sókn og gerðu það sem þeir gátu til að jafna. Þeir minnkuðu muninn undir lokin en gestirnir áttu sfðasta orðið. Liðin hófu leik frekar varfærnis- lega en eftir að menn höfðu áttað sig á því að ballið var byijað var ekki að sökum ■■■■■■ að spyrja. Gestirn- Steinþór ir tóku fljótlega Guðbjartsson frumkvæðið og skrifar það með miklum krafti. Krafturinn skilaði sér fljótlega og aðeins rétt viðbragð og snilldar- markvarsla Friðriks kom í veg fyr- ir að Lazorik skoraði einn á móti einum eftir stungusendingu frá Milisic á 12. mínútu. Eyjamenn rönkuðu við sér og fimm mínútum síðar varði Þorvaldur glæsilega í hom eftir skot Tryggva. Aftur skapaðist hætta við mark ÍBV en Leiftursmenn geta þakkað Gunn- ari Má að hafa ekki fengið á sig mark um miðjan hálfleikinn eftir skalla frá Leifí Geir. Mark lá aug- ljóslega í loftinu og það var Sverr- ir Sverrisson sem braut ísinn eftir varnarmistök og heiðarlega tilraun Friðriks til að afstýra hættunni. Ekki verður annað sagt en að leikurinn hafi verið ágtlega fjörug- ur fram að markinu en engu að síður virkaði það sem bætiefni og fengu bæði lið góð tækifæri til að skora næstu 10 mínúturnar. Hrað- inn var mikill og því var vel við hæfi að sjá mark eftir gagnsókn. Pétur Björn var upphafsmaðurinn eins og svo oft á hægri vængnum og hann lauk einni Leifturssókn- inni með góðu marki af stuttu færi. Flestum reynist erfitt að fá á sig mark skömmu fyrir hlé og ekki bætir úr skák að vera tveimur mörkum undir eftir 38 mínútur. Eyjamenn brotnuðu andlega um stund, Heimir gleymdi sér og fékk gult spjald öðru sinni, sem þýddi rautt, og útlitið var ekki bjart hjá heimamönnum í hléi. Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, lét strákana sína heyra það í hléinu og þeir meðtóku skilaboðin. Hug- myndin var að leika af sama krafti og Leiftursmenn gerðu fyrir hlé og henni var svo sannarlega fylgt eftir. Ekki var að sjá að þeir væru einum færri en svo virtist ,sem Leiftur ætlaði aðeins að hugsa um það eitt að halda fengnum hlut. Það gerði Eyjamönnum auðveldara fyrir, þeir stjórnuðu ferðinni, voru mun meira með boltann og sóttu stíft en erfiðlega gekk að setja punktinn yfir i-ið. Eyjamenn uppskáru laun erfið- isins skömmu fyrir leikslok þegar Hlynur gerði glæsilegt mark. Þeir ætluðu sér ekki að láta þetta duga en kappið var of mikið. Leiftur náði boltanum við miðlínu, stunga frá Páli rataði á Sverri sem virtist rangstæður, hann vippaði yfir Friðrik, fór framhjá honum og renndi boltanum í markið. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Leiftri. Þorvaldur var öruggur í markinu, varnarmennirnir skil- uðu hlutverki sínu með sóma, miðjumennimir börðust og byggðu upp og Lazorik skapaði mikla hættu frammi. í seinni hálfleik hélt Sverrir sig framar og var góður en sóknin var öflugust þeg- ar Pétur fór upp hægra megin. Eins tók Daði oft skemmtilega þátt í sóknarleiknum. Liðið lék skynsamlega í seinni hálfleik þó deila megi um ágæti þess að draga liðið aftur í vörn í þeim tilgangi að halda tveggja marka forystu. Friðrik markvörður hélt Eyja- mönnum á floti. Hann varði vel í fyrri hálfleik en hafði nánast ekk- ert að gera eftir hlé og verður ekki sakaður um mörkin. Vörnin var opin og aðeins Hermann stóð undir nafni. Miðjumennirnir sáust varla en Ingi átti góðar rispur á hægri kantinum og Leifur Geir átti nokkra góða skallabolta að marki Leifturs. Auðvitað hafði mikið að segja að missa mann út af með rautt spjald en liðið lék betur einum færri og allt annað var að sjá til þess í seinni hálfleik. En þegar á heildina er litið var þetta ekki dagur Eyjamanna og þeir hafa sýnt á liðnum vikum að mun meira býrr í liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.