Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UIMGLINGAR Unglingalið æfir af miklum krafti Unglingalandsliðið í körfuknatt- leik skipað leikmönnum fædd- um 1980 og síðar tekur þátt í Evr- ópumeistaramótinu í apríl á næsta ári og einnig í Norðurlandamótinu í Finnlandi um næstu áramót. Til þess að undirbúningur og árangur liðsins á þessum tveimur mótum geti verið sem bestur hefur Ungl- inganefnd KKI unnið að undirbún- ingi liðsins síðan í ágúst í fyrra. Liðið lék sem gestalið í unglinga- flokki í íslandsmótinu auk þess sem hópurinn hefur komið saman í þrí- gang til æfingabúða. Að sögn Harðar Gauta Gunnars- sonar landsliðsþjálfara hafa um 50 leikmenn viðsvegar af landinu kom- ið á æfingar og leikið með liðinu. Auk þess sem hann og unglinga- nefnd KKÍ er í reglulegu sambandi við þjálfara drengjanna hjá félags- liðunum. „Næsta verkefni sem snertir þennan hóp er þátttaka í Borgar- keppni Norðurlandanna í Bærum í Noregi í lok þessa máhaðar,“ sagði Hörður Gauti í samtali við Morgun- blaðið. „Til þessa móts fer reyndar ekki landsliðið þar sem þetta mót er eingöngu ætlað félagsliðum. Þess í stað sendum við Reykjavíkurúrval til leiks, auk þess sem IR-ingar og Þórsarar á Akureyri verða með en Þórsliðið verður styrkt með leik- mönnum frá Tindastóli á Sauðár- króki. Þannig munu tuttugu og þrír leikmenn úr þrjátíu manna lands- Þátttakan jókst í Landsbanka hlaupinu GÓÐ þátttaka var í hinu ár- lega Landsbankahlaupi sem fram fór í ellefta sinn á síð- asta laugardag. Alls hiupu 4.420 krakkar í hlaupinu sem þreytt var á 35 stöðum hring- inn í kringum landið. Jókst fjöldi keppenda um tuttugu af hundraði frá því í fyrra. Flestir hlupu í Rey kjavík 1.757, en á Akureyri 490 á Selfossi 226 og á Isafirði 181 svo eitthvað sé nefnt. liðshópnum vera þátttakendur í mótinu," bætti Hörður við. Hann taldi ennfremur þátttöku í þessu móti vera mjög mikilvæga drengun- um til að öðlast reynslu fyrir kom- andi verkefni. En menn láta ekki deigan síga er þessu móti lýkur því stefnt er að því að hópurinn hittist flórum til fimm sinnum í sumar. „Sumar- æfingarnar verða í formi æfinga- búða þar sem liðið kemur saman til æfínga viðs vegar um landið á tímabilinu júní til september. Að þessu loknu veljum við tuttugu manna hóp sem verður gestalið á íslandsmótinu í unglingaflokki næsta vetur. Þá mun hópurinn einn- ig æfa af krafti og markmið okkar er að komast í milliriðil Evrópu- keppninnar,“ sagði Hörður. Enn er ekki komið í ljós gegn hverjum ís- lenska liðið leikur í undankeppninni en það skýrist i árslok. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Reykjavíkurmeistarar í alpagreinum 1996 SKÍOARÁÐ Reykjavíkur hélt hlna árlegu uppskeruhátíð í Framheimilinu fyrir skömmu. Þar var verðlaunum úthlutað fyrir árangur á Reykjavíkurmótinu í vetur. Á myndinni eru Reykjavíkur- meistararnir í alpagreinum. Fremri röð frá vinstri: Elín Arnarsdóttir, Ármanni, Ásdis J. Slgur- jónsdóttir, KR, Gunnar Lár Gunnarsson, Ármanni og Jens Jónsson, Víkingí. Aftari röð frá vinstri: Pálmar Pétursson, Ármanni, Óskar Steindórsson, Fram, Arnar Gauti Reynisson, ÍR, Heiðrún Sjöfn, Víkingi, Ása Bergsdóttir, Ármanni og Dögg Guðmundsdóttir, Ármanni. Hringférð KKI að heQasl UNGLINGANEFND Körfuknattleikssambands íslands hefur skipulagt hringferð um landið í sumar þar sem slegið verður upp æfingabúðum vítt og breitt í kaupstöðum og kauptúnum landsins undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara. Tilgangurinn er að sögn Björns Björgvinssonar, formanns unglinganefndar- innar, að leita að framtíðarleikmönnum íþróttarinnar. „Viðtök- ur heimamanna sem við höfum leitað til hafa verið jákvæðar og við bíðum spenntir eftir að byrja.“ Ivar Benediktsson skrífar verið góðar. Aliðnum árum hefur KKÍ staðið fyrir ferðum um landið undir ýmsum heitum, s.s. 3 á 3. í þessum ferðum hefur meg- ináherslan verið lögð á skemmtana- og keppnisþáttinn og hafa undirtektir ,Hjá okkur í ungl- inganefndinni kviknaði sú hug- mynd að meira þyrfti að koma til en þrír á þijá, okkur fannst það hafa skilað litlu félagslega," sagði Björn. „Þess vegna förum við nú af stað með þetta verkefni sem við köllum „Hringferð KKÍ - okk- ar framtíð“. Með henni viljum stuðla að kennslu og uppbyggingu á íþróttinni á landsvísu þar sem Hringferð KKÍ grunnatriði körfuknattleiks eru kynnt og um leið hjálpa til að ýta mönnum af stað til reglubundinna æfinga. í lok sumars er allir stað- ir hafa verið heimsóttir verða haldnar stórar æfingabúðir í Reykjavík. Þang- að verður boðið hópi þátttakenda frá þeim stöðum sem við höfum heimsótt." Á hverjum þeirra staða sem heimsóttir verða er öllum krökk- um á aldrinum 12 til 16 ára boð- ið að koma í tíu klukkustunda kennslu sem tekur yfir þijá daga, föstudag, laugardag og sunnudag. Meðal leiðbeinenda verða Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari UMFG, Hrannar Hólm þjálfari UMFN, Torfí Magnússon, þjálfari Vals og fyrrum landsliðsþjálfari, Jón Am- ar Magnússon, leikmaður Hauka og landsliðsins, Stefán Arnarson margreyndur unglingaþjálfari, Jón Guðbrandsson, þjálfari yngri flokka Keflavíkur, Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, og Hörður Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfirdingar fljótastir HIÐ áriega grunnskólamót á Austurlandi fór fram á Seyðisfirdi nýlega. Þátttak- endur voru frá Djúpavogi tii Vopnafjarðar og var fjöldi keppenda naerri 250. Tuttugu og fjögur ungmenni úr grunnskóla Fáskrúðsfjarðar urðu sigurvegar- ar, en keppt var um farandbikar. Keppndur hlupu fjórar mismunandi vega- lengdir; nemendur 1. til 3. bekkjar fóru 800 metra, 4. og 5. bekkur 1.000 metra, 6. og 7. bekkur 1.200 metra og 8., 9. og 10. bekkur 1.500 metra. Á myndinni eru fótfráir nemendur grunnskólans á Fáskrúðsfirði með sigurlaun sín eftir grunnskólahlaupið. Hvenær Hvar Svæði Föstudagur 31. maí Laugardagur 1. júni Sunnudagur 2. júní Grafarvogur Grafarvogur Mosfellsbær Árbær Föstudagur 31. maí Laugardagur 1. júní Sunnudagur 2. júní Seljaskóli Breiðholt Föstudagur 31. maí Laugardagur 1. júní Sunnudagur 2. júní Hagaskóli . Vesturbær Föstudagur 31. maí Laugardagur 1. júní Sunnudagur 2. júní Valsheimili Austurbær Föstudagur 31. maí Laugardagur 1. júni Sunnudagur 2. júní íþróttahúsið Reykjavík - við Austurberg stúlkur Mánudagur 3. júní Þriðjudagur 4. júní Miðvikudagur 5. júní Kópavogur Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Föstudagur 7. júní Laugardagur 8. júni Sunnudagur 9. júní Akureyri Akureyri Dalvík Ólafsfjörður Mánudagur 10. júní Þriðjudagur 11. júní Miðvikudagur 12. júní Raufarhöfn N-Þing. Mánudagur 10. júní Þriðjudagur 11. júní Miðvikudagur 12. júní Keflavík Keflavík Njarðvík Grindavík Sandgerði Fimmtudagur 13. júní Föstudagur 14. júní Laugardagur 15. júní Sauðárkrókur Skagaflörður Föstudagur 14. júní Laugardagur 15. júní Sunnudagur 16. júní Borgames Borgarfjörður Akranes Föstudagur 21. júní Laugardagur 22. júni Sunnudagur 23. júní Þorlákshöfn Þorlákshöfn Selfoss Hveragerði Föstudagur 9. ágúst Laugardagur 10. ágúst Sunnudagur 11. ágúst ísafjörður ísafjörður Aðrir staðir á Vestfjörðum Mánudagur 12. ágúst Þriðjudagur 13. ágúst Miðvikudagur 14. ágúst Stykkishólmur Stykkishólmur Grundarfjörður Ólafsvík Dalir Föstudagur 16. ágúst Laugardagur 17. ágúst Sunnudagur 18. ágúst Egilsstaðir Egilsstaðir Aðrir staðir á Austljörðum Mánudagur 19. ágúst Þriðjudagur 20. ágúst Miðvikudagur 21. ágúst Höfn Skaftafellssýslur Miðvikudagur 28. ágúst Reykjavík Pimmtudagur -29. ágúst Föstudagur 30. ágúst Laugardagur 31. ágúst Þátttakendur valdir frá þeim stöðum sem við höfum heimsótt fyrr um sumarið Gauti Gunnarsson unglingalandsl- iðsþjálfari. „Auk þeirra munum við leita til þjálfara á viðkomandi stöðum," sagði Björn. „Allir þátttakendur verða skráðir niður með upplýsingum um nafn, félag, þyngd, fæðingarár og fleira og sett í spjaldsrká KKI. I framtíðinni verður því til nákvæm skrá yfir alla þá einstaklinga sem tekið hafa þátt. Inn í þessa ferð ætlum við að flétta átaki sem hófst fyrir tveimur árum, en það er leit að hávöxnum leikmönnum. Þeim munum við gefa gaum á hveijum stað. Við vonum svo sannarlega að vel takist til og með þessu getum við enn aukið áhugann fyrir körfu- knattleik og þetta verði árviss við- burður. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að líta vel í kringum okkur því Evrópmót unglinga fæddra 1982 og síðar verður eftir þijú ár og við stefnum að því að eiga þar sterkt lið,“ sagði Bjöm. Hann vildi ennfremur taka fram að ef ein- hveijir staðir sem ekki væru á list- anum yfír þá sem heimsóttir verða hefðu áhuga á að fá hringferðina í heimsókn þá gætu þeir haft sam- band við skrifstofu KKÍ og reynt yrði að mæta óskum þeirra. Urvalslið unglinga EFTIRTALDIR leikmenn hafa verið valdir til að leika í úrvals- Iiði Reykjavíkur og Reyiyaness í Borgarkeppni Norðurlanda í körfukmittleik sem fram fer i Noregi um helgina. Davíð Jens Guðlaugsson ........Sntefell Davið Jðnsson.........Keflavík Guðmundur Þór Magtiússon......KR Halldór Úlriksson...._....„.KR Hallgrimur Hrvnjólfa....Þór Þorl. Ingi Vilhjálmsson......... KR Jón Nordal Hafsteinsson_Keflavik Jónas Haraldsson......._„...„_KR Leifur Steinn Árnason.........KR Logi Gunnarsson..........._UMFN Lýður Vignisson.—__________Snæfell Morten Þór Szmiedowicz ........UMFG Óli Asgeir Hermannsson__Keflavik Páll Þórðarson-------------UMFN Sæmundur Oddsson......Keflavík Þjálfari líðsins cr Hðrður Gauti Gunnarsson og honum til halds og trausts verður Jón Guðbrandsson þjálfari úr Kefalvik. Fararstjóri er Bjfim Magnús Hjörgvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.