Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ESA hindr- arekki samning um langbylgju- sendi EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hyggst ekki hindra það að Ríkiskaup gangi til samn- inga við bandaríska fyrirtækið Harris um kaup á langbylgjus- endum fyrir Ríkisútvarpið. Málinu er þó ekki lokið af hálfu stofnunarinnar. Franska fyrirtækið Thomc- ast, sem einnig lagði fram til- boð, kærði framkvæmd út- boðsins til ESA á þeirri for- sendu að samkeppnisreglur Evrópska efnahagssvæðisins hefðu ekki verið virtar. Andvirði samningsins við Harris er um 300 milljónir króna. Thomcast og banda- ríska fyrirtækið Continental lögðu einnig fram tilboð. í bréfi ESA til fjármála- ráðuneytisins segir að með til- liti til staðreynda málsins og þeirra hagsmuna, sem séu i veði, sjái stofnunin ekki ástæðu til að hindra það að samningur náist. Hins vegar sé ekki útilokað að frekari rannsókn á málinu leiði í ljós að reglum um opinber útboð hafi ekki verið fylgt. ESA boðar því annað bréf um út- boðsreglur almennt. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur ESA einkum hina tæknilegu hlið útboðsins til skoðunar. Thomcast hefur einnig kært framkvæmd útboðsins til fjár- málaráðuneytisins. Að sögn Indriða Þorlákssonar, skrif- stofustjóra í ráðuneytinu, er málið þar til meðferðar. Umræðu um frumvarp um opinbera starfsmenn lokið Lokaatkvæðagreiðsla um málið á þríðjudag ÞRIÐJU og síðustu umræðu lauk á Alþingi í gær um umdeilt frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og er gert ráð fyrir at- kvæðagreiðslu um málið á þriðju- dag. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram nýja frávísunartil- lögu við frumvarpið, en svipuð til- laga var felld við aðra umræðu. Segja þeir í tillögunni að samtök launafólks leggist algerlega gegn málinu og afgreiðsla þess muni stórspilla andrúmsloftinu í aðdrag- anda komandi kjarasamninga. Þá sé málið enn langt frá því að vera fullunnið og á því séu fjölmargir tæknilegir og efnislegir ágallar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fjallaði um frumvarpið milli annarrar og þriðju umræðu um málið, og lagði fram breyting- artillögur í 16 liðum. Var breyting- unum m.a. ætlað að koma til móts við athugasemdir sem lagðar voru fyrir nefndina í vikunni frá þremur lögmönnum og samtökum opin- berra starfsmanna. En einnig voru tillögur um breyt- ingar vegna þess að fylgifrumvarp um breytingar á sérákvæðum í lög- um um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, verður ekki flutt á þessu þingi. Því var talið óhjá- kvæmilegt að telja embættismenn upp með tæmandi hætti í frumvarp- inu nú. Samkvæmt því verða embættis- menn æðstu stjórnendur ríkiskerfís- ins, forstjórar ríkisfyrirtækja, auk presta, lögreglumanna og tollvarða. Til greina kom að hafa háskólapró- Opið hús - sýning - Austurströnd 6 2ja herb. íb. með stæði í bílgeymslu Til sölu góð íbúð á hagstæðu verði. Til sýnis laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 16. Bjalla 303. Upplýsingar í síma 561 1827. FJÁRFESTING FASTEIGNASALAf Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. Upplýsinge Ú 5521150-5521370 LARUS Þ. VALDIMARSSDN, FRAMKVÆMDASl JORI ÞDRDUR H. SI/EINSSUN HDL, LOGGILTUR FflSIEIGNASflLI Nýjar eignir á söluskránni - margskonar skipti: í lyftuhúsi við Æsufell Sólrík og rúmg. 3ja-4ra herb. íb., 95,9 fm nettó, á 4. hæö. Mikið stofu- rými. Sér þvottaaðstaða. Skipti æskileg á lítilli 2ja herb. íb. Verð að- eins kr. 6,1 millj. Ein bestu kaup á markaðinum í dag Góð 3ja herb. íb., 84,4 fm, á 1. hæð við Leirubakka. Sér þvotta- og vinnuherb. Gott herb. í kj. Snyrting í kj. Ágæt sameign. Langtímalán kr. 3,7 millj. Verð aðeins kr. 6,1 millj. Óvenju hagstæð greiðslukjör Sólrík 2ja herb. íb. við Rofabæ. Langtímalán kr. 3,0 millj. Verð kr. 4,9 millj. Tilboð óskast. Góð 2ja herb. íbúð óskast í lyftuhúsi við Sólheima, fleira kemur til greina. Skiptamöguleiki á mjög rúmg. 4ra herb. íb. í lyftuh. m. fráb. útsýni og stórum bílskúr. Á póstsvæði 108 eða 103 Góð 3ja-4ra herb. íb. óskast á 1. eða 2. hæð eða í lyftuhúsi. Rétt eign staðgreidd. Ennfremur möguleg skipti á úrvals góðu sérbýlí á einum vinsælasta stað borgarinnar. Nánari uppl. aðeins á skrifst. • • • Opið ídag kl. 10-14. Góð 3ja herb. íb. óskast á 1. hæð í Laugarneshverfi/Álftamýri. ALMENNA FASTEIGNASALAM LIU6IVE6IIIS. 5SZ 1150 552 1376 fessora á þessum lista en var horf- ið frá því, m.a. vegna þess að sett hefur verið á stofn nefnd á vegum HÍ sem er ætlað að samræma við- horf háskólans og háskólakennara til þess hvort prófessorar eigi fram- vegis að vera embættismenn. Prestar æviráðnir? Frumvarpið gerir ráð fyrir því að æviráðning embættismanna verði afnumin og þeir ráðnir til 5 ára í senn. Einar Oddur Kristjáns- son talsmaður meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sagði að í þessu ljósi gæti staða presta og prófasta orkað mjög tvímælis og nefndin hefði velt því fyrir sér hvort rétt væri að hafa þá í hópi embættis- manna. Hins vegar væri í vinnslu frumvarp um stjórn og starfshætti kirkjunnar og eðlilegt væri að sér- ákvæði um presta og ráðningu þeirra væru í þeim lögum. Ráðgert er að hæstaréttardómar- ar, héraðsdómarar og ríkissaksókn- ari verði eftir sem áður æviráðnir. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar leggur til bráðabirgða- ákvæði um þessa skipan mála þar til sérákvæðum um þessa embættis- menn í öðrum lögum hefur verið breytt. „Stuðla að“ fellt út Nefndarmeirihlutinn lagði einnig til að breyta ákvæði um að embætt- ismönnum sé óheimilt að efna til, stuðla að eða taka þátt í verkfalli. Lögmenn, sem fjölluðu um frum- varpið, töldu að orðalagið „stuðla að“ væri það rúmt, að það leiddi Morgunblaðið/Kristinn Fylgst með vinnuvélum LÖGREGLUMENN á Suðvestur- landi eru þessa dagana að huga sérstaklega að búnaði og ástandi vinnu- og dráttarvéla ásamt starfsmönnum Vinnueftirlits rík- isins. Þar á meðal er fylgst með því hvort ökumenn slíkra tækja hafi þau réttindi sem krafist er og að þeir virði gildandi tak- markanir á umferð vinnuvéla um helstu umferðargötur þéttbýlis- staða á höfuðborgarsvæðinu. Myndin var tekin þegar lög- regla og vinnueftirlit könnuðu réttindi vinnuvélstjóra og ástand tækis hans í Reykjavík. til of mikillar takmörkunar á tján- ingarfrelsi embættismanna, og leggur nefndin til að þessi orð verði felld úr frumvarpinu. Þá var lagt til að á biðlaunatíma haldi embættismaður ekki aðeins föstum launum fyrir dagvinnu held- ur einnig öðrum launakjörum sem fylgt hafa embættinu. I nokkrum fleiri atriðum eru réttindi launþega aukin nokkuð. Einnig var lagt til að fellt verði brott ákvæði um að ríkisstarfs- menn, sem kjósi að standa utan stéttarfélaga, njóti sömu launa og launakjara og samið hefur verið um í kjarasamningum um sambærileg störf. Segir nefndarmeirihlutinn að ákvæði svipaðs efnis sé að finna í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ólafur Raguar með mest fylgi ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær mest fylgi í skoðanakönnun Fijálsr- ar verslunar sem gerð var 22. og 23. maí. Samkvæmt könnuninni velur 51% Óiaf Ragnar sem forseta nú. í síðustu könnun Fijálsrar versl- unar, sem gerð var fyrir mánuði, hlaut Ólafur Ragnar 67% fylgi. Miðað er við þá sem afstöðu tóku. Úrtakið var 350 manns, minna en í síðustu könnun, og eykur það óvissu um 1%. Óvissum hefur fjölg- að í 34% úr 25%. Pétur Kr. Hafstein fær 17% fylgi, Guðrún Pétursdóttir 16% og Guðrún Agnarsdóttir 13%. Fylgi við Guð- mund Rafn Geirdal mælist 1% og 2% við Ástþór Magnússon. Þá var spurt hver frambjóðenda væri næstbesti kosturinn og mæld- ist fylgi Guðrúnar Pétursdóttur þá 20%, en Guðrúnar Agnarsdóttur 13%, ef miðað er við þá sem tóku afstöðu. Fylgi Péturs Kr. Hafstein mældist 11%. Ibúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi Íbúðirnar verða til sýnis kl. 13 til 16 laugardaginn 25. maí íbúðirnar eru afhentar fullfrágengnar með parketi á gólfum. Innibílastæðj. Nýjungar í öryggismálum. Stutt í verslanir t.d. Hagkaup og Bónus. Þjónustusalur sem Seltjarnarneskaup- staður á. Allar frekari upplýsingar gef- ur Ágúst ísfeld í byggjnga- deild Félags eldri borgara, Borgartúni 31, sími 562 1477 milli kl. 9 og 12 og 1 heima- síma 567 1454. 6 Byggingafélag Gylfa og Gunnars F-E-B Félag eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.