Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 11 ___________________ÞING ALÞÝÐUSAMBAIMPS ÍSLANDS__________________ Eldfimt ástand á þingi Alþýðusambands íslands í gærmorgun vegna kosningaátaka Útganga og klofningxir vofði yfir Gífurleg spenna var við upphaf þingstarfa á ASÍ-þingi í gærmorgun vegna deilna um kosningu til sambandsstjómar kvöldið áður, þegar tæplega 70% fulltrúa skiluðu auðu. í frásögn Ómars Friðríkssonar kemur fram að þinghaldið lamaðist um tíma og fulltrúar * Dagsbrúnar og fleiri VMSI-félaga voru reiðubúnir að ganga á dyr. MARGIR forystumenn töldu klofn- ing ASÍ yfirvofandi og var ástandið eldfimt. Þingfulltrúar skiptust í fylkingar, sem réðu ráðum sínum hver í sínu lagi. Á seinustu stundu náðist málamiðlun og féllust versl- unarmenn á að kosningin teldist gild þótt þeir fengju hvorki aðal- né varamenn í sambandsstjórn. Sættirnar héldu til loka þingsins síðdegis. Teljast auð atkvæði greidd atkvæði? Flestir voru þeirrar skoðunar á fimmtudagskvöld að endurtaka þyrfti kosningu til sambandsstjórn- ar þar sem um 70% fulltrúa skiluðu auðu í kosningu um 18 fulltrúa í sambandsstjórn. Mjög skiptar skoð- anir voru um það á þinginu hvort túlka bæri að tæplega 70% skiluðu auðu, sem eindreginn stuðning við viðhorf verslunarmanna. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, lýsti þvi yfir að markvisst hefði verið unnið að því að fella verslunarmenn í kosningum á þinginu. Það sem fyllti mælinn hjá verslunarmönnum var, að Valur M. Valtýsson, fulltrúi VR, féll í kosningu sem varamaður í miðstjórn fyrir Signý Jóhannes- dóttur, formanni Vöku á Siglufirði. í lögum ASÍ er skýrt kveðið á um að enginn sé löglega kosinn í sambandsstjórn, nema hann fái a.m.k. helming greiddra atkvæða. í þingsköpum segir hins vegar að auðir atkvæðaseðlar teljist ekki til greiddra. Forystumenn, starfs- menn og lögfræðingar lögðust yfir málið fram eftir nóttu en engin niðurstaða lá fyrir þegar hefja átti þingstörf í gærmorgun. Mikil spenna ríkti í þingsal og skiptist þingið í fylkingar. Fulltrúar margra Verkamannasambandsfé- laga voru reiðubúnir að ganga á dyr. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, krafðist þess þegar hefja átti þingstörf kl. 9 að úrskurð- að yrði hvort atkvæðagreiðslan væri gild. Hélt hann því fram að það hefðu verið samanteknin ráð að ógilda atkvæðagreiðsluna. Jón Karlsson þingforseti sagði að úr- skurður lægi ekki fyrir. „Við stönd- um frammi fyrir miklum vandamál- um og nú þarf að lægja þær öldur sem hér hafa risið,“ sagði hann. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, sagðist víta vinnubrögðin og gagnrýndi harðlega að fréttir hefðu birst í Morgunblaðinu um niðurstöð- una áður en hún væri kynnt þing- fulltrúum. VMSÍ boðaðtil skyndifundar Var þinghaldið nú komið í mikið uppnám. Björn _ Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, boðaði í skyndi alla sína fulltrúa inn á fund í mat- sal og fulltrúar verslunarmanna funduðu fyrir luktum dyrum. Full- trúar minni sambanda og félaga báru saman bækur sínar um hvað gera skyldi. ’ Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, og fleiri forystumenn fóru á milli manna og reyndu að ná sam- komulagi og var boðum komið á milli herbergja. Skv. heimildum minum voru einnig þau sjónarmið uppi meðal iðnaðarmanna og versl- unarmanna að ganga af þingi en niðurstaðan varð hins vegar sú að verslunarmenn féllust á að kosn- ingin teldist gild, þótt það þýddi að þeir fengju enga fulltrúa í sam- bandsstjórn. Þessum boðum var komið til forystu VMSÍ og virtust þá sættir geta náðst, „á elleftu Morgunblaðið/Þorkell BJÖRN Grétar Sveinsson boðaði í skyndi alla fulltrúa VMSÍ á lokaðan fund til að Ieggja á ráðin á tiunda tímanum í gærmorgun. Öll þingstörf lágu niðri vegna ágreinings um kosningar til sambandsstjórnar. þessa hluti og honum fylgdi fjöldi fulltrúa af einhveijum ástæðum," sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar um atburðarásina. Hann sagði að síðan hefði komið í ljós að kosningarnar voru gildar og verslunarmenn hefðu fallist á það. „Ég, sem var kannski upphafsmað- ur að uppþotinu í morgun, taldi ekki ástæðu til að flytja þá ræðu sem ég ætlaði að flytja hér þegar málin þróuðust svona. Eg sá ekki tilgang í að skapa óeiningu. Ég átti sjálfur þátt í að sameina þessi öfl hér í upphafi og vil gjarnan að það haldist. Ég tel að þetta hafi verið skólabókardæmi sem menn verði að reyna að læra af. Við vor- um ákveðnir í að ganga út og ég tel að Verkamannasambandið hefði allt farið með. Það hefði ekki bara þýtt klofning sambandsins, það hefði lamast,“ sagði Halldór. Hann sagði að ekki yrðu eftirmál vegna málsins af sinni hálfu. Skipst á félagafánum í friðarskyni Samkomulag hélst milli fylkinga það sem eftir lifði þingstarfa og undir lok þingsins mátti sjá fulltrúa VR og Dagsbrúnar skiptast á fé- lagsfánum, sem menn túlkuðu sem tákn um frið og sættir. „Á þessu þingi hefur verið tekist á um menn og málefni, reyndar á stundum svo að hrikt hefur í. Það er ekkert eðlilegra í fjöldahreyf- ingu eins og Alþýðusambandinu að tekist sé á,“ sagði Grétar Þor- steinsson í þingslitaræðu sirini á fimmta tímanum í gær. „Það er min skoðun og vonandi okkar allra að þingið hafi leitt í ljós að við höfum þrek og burði til að takast á við erfiðan ágreining og leysa hann. Ég leyfi mér að líta svo á að við séum sterkari á eftir, þó mér sé fullljóst að við eigum okkar heimavinnu fyrir höndum,“ sagði Grétar. Morgunblaðið/Halldór SÆTTIR hafa náðst á elleftu stundu og Jón Karlsson þingfor- seti (fyrir miðju) býr sig undir að kveða upp úrskurð um lögmæti kosninganna. stundu,“ eins og einn af helstu fprystumönnum ASÍ orðaði það. Þingfulltrúar söfnuðust aftur saman í þingsal og úrskurðaði þing- forseti að kosningin væri gild með vísan til þingskapa. Sagði hann að þessir atburðir hefðu sett ASI í hættu en hvatti þingfulltrúa til að taka nú höndum saman, þrátt fyrir að þung orð hefðu fallið í hita leiks- ins. Var niðurstaða kosninganna þvínæst kynnt og tillögur kjör- nefndar um varamenn í sambands- stjórn samþykkt með lófataki. „Skýr skilaboð til minnihlutans" „Okkar sjónarmið urðu í raun ofan á. Það voru auðvitað skýr skilaboð, sem minnihluti þingsins fékk, þegar 70% þingfulltrúa skil- uðu auðu. Þau skilaboð, þar sem vinnubrögðum þingsins er mót- mælt, standa áfram, hvernig sem úrslit kosninganna eru metin. Það er aðalatriðið. Þingsköpin eru þann- ig, að kosningarnar teljast gildar og það verða menn að sætta sig við, enda hafa þeir sjálfir samþykkt þingsköpin. En meirihlutinn hefur komið skoðun sinni á vinnubrögðum minnihlutans á framfæri," sagði Magnús L. Sveinsson, í samtali við Morgunblaðið. „Eg lít á þetta sem fyrir fram ákveðið skemmdarverk, tilraun til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna. Formaður VR hafði forgöngu um Stefna ASÍ í launamálum samþykkt á þingi sambandsins Beinar taxtahækk- anir höfuðmarkmið í LAUNASTEFNU Alþýðusam- bandsins sem_ samþykkt var undir lok þings ASÍ í gær segir m.a. að verkalýðshreyfingin geri kröfu til þess að höfuðmarkmiðið verði að rétta hlut almenns launafólks með beinum hækkunum á launatöxtum. Tillögu miðstjórnar sem lögð var fyrir þingið var breytt í ýmsum atrið- um. í tillögu miðstjórnar var lagt til að launastefna næstu ára byggðist á áætlun um að ná kaupmætti ná- grannaþjóðanna á fimm árum. Þessu var breytt á ASÍ-þinginu og engin tímamörk sett í þeirri tillögu sem samþykkt var á þinginu. „ASI telur að með skipulagsbreytingum í upp- byggingu atvinnulífsins megi skapa mikið svigrúm til bættra kjara án þess að það hafi áhrif á verðiagið. ASÍ leggur megináherslu á heil- steypta atvinnustefnu þar sem rækt er lögð við aukna verðmætasköpun með meiri menntun og starfsþjálf- un,“ segír í endanlegri samþykkt þingsins. Talsverðar deilur urðu um kjara- málaályktunina við umræður í gær. Að tillögu nokkurra Dagsbrúnar- manna var eftirfarandi setning um launamál felld út: „ASÍ telur að með styttingu vinnutíma megi skapa raunhæfar forsendur fyrir hækkun grunnlauna því afköst og framleiðni muni aukast samhliða og gæði fram- leiðslunnar fara vaxandi." I hennar stað var samþykkt að setja fram þá kröfu, að tillögu Dagsbrúnarmanna, að dagvinnulaun nægi til framfærslu. í launastefnunni segir einnig að mikilvægt sé að samningsaðilar á vinnumarkaði geri með sér ramma- samning um skipulagsreglur með það að meginmarkmiði að skapa formiegt og raunhæft svigrúm til sérkjaraviðræðna og vinnustaða- samninga. Á þinginu var einnig samþykkt að beina því til aðildarfélaga að framvegis verði þess gætt að við frágang kjarasamninga sé tryggt, að með gerð kjarasamninga sé vinnudeilu þeirri sem samningum er ætlað að binda enda á, endanlega lokið. „í þessu felst að aðilar skuld- bindi sig til að standa ekki að dóms- málum hvor á hendur öðrum um deilumál sem upp kunna að hafa komið í þeirri vinnudeilu sem ljúka á með undirskrift kjarasamnings- ins,“ segir í ályktuninni. Fram kom við umræður að tilefni þessarar tillögu var nýleg breyting sem gerð var á lögum VSI um að óheimilt sé fyrir þá sem aðild eiga að VSÍ að falla frá rétti til að bera ágreiningsmál vegna vinnudeilna undir dómstóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.