Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ríkissjóður innkallar þrjá flokka spariskírteina að jgárhæð 17,3 milljarða króna Leiðir til 2ja milljarða króna spamaðar á næstu 3 árum FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur fyrir hönd ríkissjóðs ákveðið að segja upp þremur flokkum spari- skírteina frá árinu 1986, og koma þau til innlausnar í áföngum frá og með 1. júní nk. Verðmæti bréf- anna er áætlað 17,3 milljarðar króna og er reiknað með að þessi aðgerð muni spara ríkissjóði um 2 milljarða í vaxtagjöldum á næstu þremur árum. Þetta er stærsta inn- lausn á spariskírteinum sem ríkis- sjóður hefur ráðist í til þessa. Umrædd spariskírteini eru sem fyrr segir frá 1986, innleysanleg að sex árum liðnum en bera vexti til 14 ára eða fram til aldamóta. Nafnvextir bréfanna eru á bilinu 8-9% en stærsti hlutinn er á 9% vöxtum, eða rúmlega 11,5 milljarð- ar króna. Vextir þeirra eru því um 2,5-3,5% yfír markaðsvöxtum á 5 ára spariskírteinum í dag. Á blaðamannafundi sem Friðrik Sophusson. fjármálaráðherra efndi til með fulltrúum lánasýslu í gær, sagði Friðrik að ætlunin væri að fjármagna innlausn skírteinanna með því að bjóða í skiptum spari- skírteini og ríkisbréf með svipuðum lánstíma og eftir væri af þeim sem nú væri sagt upp. Einnig yrði boð- ið í skiptum takmarkað magn af spariskírteinum til lengri tíma. Hann sagði hins vegar að ef ekki tækist að endurfjármagna spari- skírteinin með þessum hætti yrði því mætt með erlendum lántökum. Friðrik sagði að þessar ráðstaf- anir hefðu þegar verið kynntar Verðbréfaþingi ásamt bönkum og verðbréfafyrirtækjum til þess að ná sem víðtækustum stuðningi við þessar aðgerðir. Hins vegar hafi markaðnum lengi verið ljóst að til þeirra kynni að verða gripið. „Við lýstum því yfir strax árið 1993 að við myndum áskilja okkur rétt til að nota ákvæði í spariskír- teinunum þess efnis að geta inn- leyst þau áður en þau hættu að bera vexti. Slík yfirlýsing hafði auðvitað áhrif á gengi bréfanna á sínum tíma og markaðurinn var því búinn að gera ráð fyrir þessari aðgerð." Gæti lækkað langtímavexti Gunnar Helgi Háifdánarson, for- stjóri Landsbréfa, segir að búist hefði verið við því um nokkurt skeið að ríkissjóður myndi innkalla þessi bréf. Hann segir að þar á bæ sé reiknað með því að þessi ráðstöfun muni líklega leiða til allnokkurrar lækkunar á 20 ára spariskírteinum en gæti hins vegar leitt til einhverj- ar hækkunar á 5 ára spariskírtein- um fyrst í stað. „Margir munu ekki telja sig geta tekið áhættuna á því að kaupa ekki 20 ára bréfin á þessum kjörum, og reyna því að læsa inni þá ávöxtun sem er í boði nú.“ Gunnar Helgi segir að það hafi ekki verið talið gott merki út á markaðinn að stjórnvöld sem vilji lækka vexti hafi ekki treyst sér til að enduríjármagna svo dýr bréf á þeim kjörum í boði hafa verið. Seg- ir Gunnar það hafa grafið undan tiltrú manna á því að vextirnir myndu haldast á núverandi stigi. „Nú er hins vegar greinilegt að ríkissjóður skynjar sig í sterkari stöðu og treystir sér því til þess að fara út í þetta stóra verkefni. í raun má segja að með þessu séu þeir einnig reiðubúnir að finna aðrar íjármögnunarleiðir ef menn eru ekki tilbúnir til að standa með þeim að þessari endurljármögnun á þeim markaðsvöxtum sem nú eru í boði.“ Hann segir einnig að það sé spurning hvort að fjárfestar muni ekki endurverðmeta innköllunar- réttinn eftir þessa aðgerð stjórn- valda, en fram til þessa hafi hann verið verðlagður frekar lágt. Það þýði að fjárfestar muni krefjast hærri vaxta á innkalianlegum bréf- um eða krefjast hærra álags við innköllun. Morgunblaðið/Kristinn HÆSTARÉTTARBYGGINGIN er stærsta verkefni Ármannsfells á almenna verktakamarkaðnum um þessar mundir Afkoma Ármannsfells hf. í járnum á síðasta árí Mun betur liorfir í rekstrinum íár Breytingar hjá Bingóferðum Afkoma Handsals versnaði á síðasta ári Þriggja millj. tap á rekstr- inum RÚMLEGA þriggja milljóna króna tap varð af rekstri verðbréfafyrir- tækisins Handsals á síðasta ári. Þetta er nokkuð lakari afkoma en árið þar á undan er rösklega 4 millj- óna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins. Rekstrartekjur jukust hins vegar um 30% og námu 95 milljónum á síðasta ári. Eiginfjár- hlutfall var 19% um síðustu áramót. í ræðu Þorsteins Ólafs, fram- kvæmdastjóra Handsals, á aðal- fundi féiagsins í gær, kom fram að rekstrarkostnaður félagsins hafí hækkað verulega á síðasta ári og því væri mikilvægt að auka aðhald með útgjöldum og stýra þeim með markvissum hætti. Þorsteinn sagði að eftirspum eft- ir 25 ára lánum sem félagið hóf að bjóða á síðasta ári hefði verið mjög mikil og hefðu þau aukið umsvif félagsins umtalsvert á síðasta ári. Sagði hann að þó að afkoma ársins hafí verið ófuilnægjandi væru marg- ir ljósir punktar í rekstrinum. „Starfsmönnum sem ekki voru í beinni tekjuöflun hefur fækkað og í stað þeirra hafa komið starfsmenn sem em í beinni tekjuöflun auk þess sem launakostnaður mun lækka á árinu. Þá er þróun á tölvu- og upp- lýsingakerfum félagsins á lokastigi. Á næstu mánuðum verða bókhalds- mál þannig úr garði gerð aj) upp- gjör undanfarandi mánaðar mun liggja fyrir skömmu síðar.“ Smæðin styrkur Þorsteinn sagði að reynslan af brautryðjendastarfí félagsins í 25 ára veðlánum á síðasta ári sýndi að þó að Handsal væri ekki stærsta fyrirtækið á fjármagnsmarkaði gæti smæð þess verið styrkur og þýtt meiri sveigjanleika til að vera með klæðskerasaumaðar lausnir fyrir viðskiptavininn. í ljósi þessa væri hann bjartsýnn á gott gengi fyrir- tækisins á næstu árum. Hluthafar í fyrirtækinu eru nú 35 talsins en voru 18 í lok síðasta árs, en Handsali var sem kunnugt er breytt í almenningshlutafélag á þessu ári. Sagði Þorsteinn að skrán- ing á Verðbréfaþingi íslands væri fyrirhuguð að loknu hlutafjárútboði sem heimild væri fyrir og nýtt yrði til að fjölga hluthöfum. Ný stjóm Handsals var kjörin á aðalfundinum í gær. Hana skipa Sveinn Valfells, Ágúst Karlsson, Ragnar S. Halldórsson, Sigurður M. Magnússon og Jón Guðmunds- son. Varamenn voru kjömir Jón Kristjánsson og Pétur Haraldsson. ---------------------- Frávísun í tóbaksmáli New Orleans. Reuter. Áfrýjunardómstóll hefur vísað frá máli, þar sem sækja hefði mátt tób- aksiðnaðinn til saka fyrir fyrir hönd milljóna reykingarmanna, og verður að taka eitt mál fyrir í einu. Málið höfðuðu reykingarmenn, sem sögðust hafa ánetjazt nikótíni, og átti tóbaksiðnaðurinn á hættu að verða krafínn um gífurlegar skaðabætur ef málið hefði verið sótt fyrir hönd allra reykingamanna. Jafnframt hefur kviðdómur í New Orleans ákært 10 menn, þar á með- al einn stjórnenda tóbaksfyrirtækis- ins Brown & Williamson í Kentucky, fyrir samsæri um óiöglega útflutn- ing á vindlingum til Kanada. Fyrir- tækið er ekki ákært. MUN betur horfir nú í rekstri verk- takafyrirtækisins Ármannsfells hf. en undanfarin fimm ár þegar afkom- an var ýmist neikvæð eða í járnum. Á aðalfundi félagsins á fimmtudag kom fram að tæplega 2 milljóna króna hagnaður varð á síðasta ári samanborið við 3 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur námu alls 765,8 milljónum og drógust saman um tæp 4% frá árinu 1994. „Aðalástæður fyrir því að við náð- um ekki betri árangri á síðasta ári voru tvær,“ sagði Ármann Örn Ár- mannsson, forstjóri Ármannsfells, í samtali við Morgunblaðið. „Önnur ástæðan er sú að við ráðgerðum að selja 65 íbúðir í Permaform-kerfi, en eftir snjóflóðið í fyrrahaust tók alveg fyrir sölu og við seldum ein- ungis 52 íbúðir. Þetta lítur mun betur út á þessu ári. Það er þegar búið að undirrita um 20 kaupsamn- inga, sem er mun betra en á sama tíma í fyrra. Við gerum okkur vonir um að ná markmiði okkar um að selja 70 íbúðir á árinu. Þá hefur sala á þeim 70 íbúðum sem við munum byggja við Kirkjusand geng- ið mjög vel, en þar er um að ræða 800 milljóna króna verkefni. Við erum loksins að heQa nýja sókn eft- ir langt krepputímabil. Hin ástæðan fyrir slakri afkomu á síðasta ári var bygging skrifstofu- og verslunarhúsnæðis í Skipholti 50B. Það hefur allt selst á þessu ári fyrir um 150 milljónir, nema efsta hæðin, en það kom ekki fram í árs- reikningi síðasta árs.“ Ármann Öm kvaðst ekki geta nefnt tölur um áætlaða veltu eða hagnað á þessu ári. „Stór hluti af olckar veltu kemur af útboðsverkum og á því sviði er samkeppnin jafn miskunnarlaus og verið hefur. Samningar um verk fara jafnan undir viðunandi framlegðarstig þannig að það má segja að sá mark- aður sé í kaldakoli. Við búumst hins vegar við mun betri afkomu á þessu ári en verið hefur." Stærsta verkefni Ármannsfells á almenna verktakamarkaðnum er bygging á húsi Hæstaréttar sem Ármann Örn sagði að væri mjög vandasamt en skemmtilegt verkefni. Það gæfí þó lítið af sér í aðra hönd eins og útboðsverkefni almennt. „Bestu fagmenn landsins" Ármann Örn sagði að fyrirtækið væri í viðræðum við nokkra aðila um húsbyggingar án útboðs. „Það sýndi sig m.a. við byggingu á húsi íslenskra sjávarafurða að með ná- inni samvinnu hönnuða og fram- kvæmdaaðila er hægt að ná betri árangri en með því að hanna fyrst og bjóða síðan út. Við lukum 2 þús- und fermetra húsi á 32 vikum, sem kostaði 84 þúsund krónur á fermetra eins og tilskilið var. Stjórn og bygg- ingarnefnd íslenskra sjávarafurða hefur lýst því yfir að til verksins hafí valist einhveijir bestu fagmenn landsins í byggingariðnaði." Starfsmenn voru að meðaltali 110 talsins á síðasta ári en um 30 manns hafa meira en 10 ára starfsreynslu. í stjórn Ármannsfells voru kjörnir Sveinn R. Eyjólfsson, Gunnlaugur Briem, Víglundur Þorsteinsson, Gunnar Lárusson og Sverrir Gunn- arsson. Samið við danskt flugfélag BINGÓFERÐIR hafa rift samningi við breskt flugfélag, sem annaðist m.a. leiguflug fyrir ferðaskrifstof- una milli Keflavíkur og Kaupmanna- hafnar. I næstu viku tekur danskt flugfélag við fluginu, en til að brúa bilið og sinna flugi í gærkvöldi var leigð vél frá Flugleiðum. Flug féll hins vegar niður á þriðjudag og var það ekki vegna þess að vélina skorti, heldur vegna þess að sækja þurfti um ferðaskrifstofuleyfí hér á landi fyrir Whilborg Rejser, samstarfsað- ila Bingóferða. Hilmar Kristjánsson, forstjóri Bin- góferða, sagði í gær að samningur- inn við breska flugfélagið hefði falið það í sér að ferðaskrifstofurnar hefðu þurft að selja í vélar félagsins í ferðum milli Kaupmannahafnar og London. „Sú sala gekk illa, en hins vegar mjög vel á flugleiðinni Kefla- vík-Kaupmannahöfn,“ sagði Hilmar. „Við ákváðum því að hætta sam- starfínu við Bretana og semja við danskt flugfélag. Ég á von á að samningar takist á næstu dögum og það fljúgi fyrir okkur í fyrsta sinn á þriðjudag. Leiguvél frá Flug- leiðum annast hins vegar flugið fyr- ir okkur í kvöld [föstudag],“ sagði Hilmar. Sótt um leyfi Hilmar sagði að niðurfelling á flugi Bingóferða á þriðjudagskvöld sl. hefði ekki verið vegna þess að vélina skorti. „Ástæða þess að flug- ið féll niður var sú, að samgöngu- ráðuneytið gerði athugasemd við að danski samstarfsaðilinn okkar, Whil- borg Rejser, hefði selt miða hér á I landi og taldi hann þurfa ferðaskrif- stofuleyfi til slíks. Samgönguráðu- neytið aðstoðaði okkur á allan hátt við að koma því í kring, við lögðum fram nauðsynlegar tryggingar og leyfíð fékkst sl. föstudag. Þar með varð Whilborg Rejser fyrsta erlenda ferðaskrifstofan til að fá leyfi hér á landi. Þar sem við óttuðumst fyrir helgina að leyfið fengist ekki í tíma var flugið á þriðjudag fellt niður og því varð ekki komið á að nýju með skömmum fyrirvara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.